Morgunblaðið - 10.12.1987, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 10.12.1987, Blaðsíða 10
MORGUNBLAÐIÐ, VlDSKlPn/ArVINNUIÍF FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 1987 10 B Erlent „Skattfrjáls verslun íEvr- ópu “ og virðis- aukaskatturinn Virðisaukaskattur er einn af hornsteinum skattkerfisins i flestum Evrópulöndum en sá háttur er hafður á, að erlendir gestir og ferða- menn, sem kaupa einhveija vöru í viðkomandi landi, geta fengið hann endurgreiddan við brottför. Árlega koma til Evrópu 100 miilj- ónir manna, sem eiga rétt á þessari endurgreiðslu, og áætlað er, að þeir kaupi vöru og þjónustu fyrir 10 milljarða sterlingspunda. Aðeins brotabrot af virðisaukaskattinum er þó i raun endurgreitt. Stafar það ekki síst af því, að flestir vita ekki um rétt sinn að þessu leyti en einnig veldur miklu, að endurgreiðslukerfið í mörgum lönd- nm er flókið og þunglamalegt, jafnt fyrir kaupanda sem seljanda. Hugmyndin, sem býr að baki fyrirtækinu „Skattöjáls verslun í Evrópu“ (Europe Tax Free Shopp- ing), hér eftir skammstafað SVE, er að annast, skipuleggja og fjár- magna endurgreiðslu virðisauka- skattsins til erlendra gesta. Er starfsemi þess þegar orðin allmikil á Norðurlöndum og breiðist ört út til annarra Evrópulanda. Arið 1983 keypti sænska fyrirtækið Aranás fyrirtækið Sweden Tax Free Shopp- ing og keppinaut þess, Scandina- vian Tax Free Shopping, og sameinaði starfsemi beggja. Var það upphafíð að mikilli útþenslu, sem leiddi til stofnunar SVE. SVE- kerfíð stendur nú föstum fótum í Svíþjóð, Noregi og Finnlandi og sækir stöðugt í sig veðrið í Bret- landi, Vestur-Þýskalandi og Aust- urríki. 50.000 verslanir SVE-kerfínu tengjast nú rúm- lega 50.000 verslanir og aðrir innheimtendur virðisaukaskattsins og endurgreiðslustaðimir eru 2.500. Eru höfuðstöðvamar í Kungsbacka, skammt frá Gauta- borg, og em starfsmenn móðurfyr- irtækisins aðeins fímm talsins. Gætir það sameiginlegra hagsmuna allra fyrirtækjanna og leggur á ráð- in um frekari útþenslu en annars sér dótturfyrirtæki í hveiju landi um starfsemina þar. Svíþjóð Fyrirtækið Skattfijáls verslun í Svíþjóð tók til starfa árið 1980 og hefúr 15 starfsmenn. Erþað í samn- ingum við 11.000 verslanir en af 3,5 milljónum ferðamanna, sem koma til Svíþjóðar árlega, eiga um 1,9 milljónir rétt á endurgreiðslu virðisaukaskattsins. Noregxir í Noregi hófst þessi starfsemi árið 1985 og eru nú 2.500 verslan- ir í tengslum við Skattfíjálsa verslun í Noregi. Á skrifstofunni í Osló vinna átta manns og fyrirtæk- ið er eitt á markaðnum að frátöldu kerfí tollþjónustunnar. Til Noregs koma árlega 2,5 milljónir ferða- manna og eiga 1,2 milljónir rétt á endurgreiðslu virðisaukaskattsins. TÖLVUR í SÉRFLOKKI Vönduö gæóasmiöi einkennir EPSON PC tölvurnar innst sem yst, enda hvergi slakaó á þeim gæöakrötum sem einkenna japana. Auk frábærs utlits hafa þær afl á viö margar plássfrekari tölvur. EPSON PC vélarnar eru fáanlegar í þremur stærðaflokkum og verðið með því hagstæðara sem gerist. Kynntu þér PC tölvurnar frá EPSON • þú séró ekki eftir því. Finnland í Finnlandi byijaði starfsemin einnig árið 1985 og eru sjö starfs- menn á skrifstofunni í Helsinki. Hefur hún samninga við 2.000 verslanir en um helmingur ferða- manna, sem koma til landsins, um 600.000 af 1,2 milljónum, getur verslað skattftjálst. Vestur-Þýskaland og Austurríki Fyrirtækið Tax-Cheque Service hóf starfsemi í Vestur-Þýskalandi á síðasta ári og keypti nú í ár keppinautinn Heimig. 60 manns starfa á vegum þess og er starfs- vettvangurinn Vestur-Þýskaland og Austurríki. 25.000 smásöluverslan- ir tengjast fyrirtækinu en til Vestur-Þýskalands koma árlega 22 milljónir ferðamanna, þar af 7,5 milljónir, sem geta keypt skatt- ftjálsan vaming. í Vestur-Þýska- landi er tollþjónusta ríkisins langstærst í endurgreiðsluviðskipt- unum en að öðru leyti' er Tax- Cheque Service eitt um hituna. I Austurríki keppa hins vegar nokkur fyrirtæki um markaðinn. Stóra-Bretland Fyrirtækið Tourist Tax Free Shopping tók til starfa á Bretlands- eyjum í fyrra og hefur samninga við 12.000 verslanir. Starfa 35 manns á aðalskrifstofunni í London. Ferðamenn á Bretlandseyjum era 14,5 milljónir árlega, þar af 8,3 milljónir sem eiga rétt á endur- greiðslu virðisaukaskattsins. Breska tollþjónustan er langstærst á þessum markaði en auk SVE er annað fyrirtæki jafn stórt því. Endurgreiðslustaðir Endurgreiðslustaðir SVE í Evr- ópu era 2.500 talsins. Er samið um hana við flugvallaiyfirvöld, fulltrúa flutningafélaga og feija auk starfs- manna SVE á landamærastöðvum. Framtíðarþróun Á næstu fímm áram er fyrir- hugað að koma SVE-kerfínu inn á nýja markaði, þar á meðal í Hol- landi, Belgíu, Portúgal, Spáni, Frakklandi og Ítalíu, og búist er við, að markaðshlutdeildin aukist þar sem kerfíð hefur þegar skotið rætur. Þessi fyrirhugaði vöxtur ætti að auka hagnaðinn veralega, einkum eftir 1990, þrátt fyrir kostn- að við stofnun nýrra fyrirtækja en hann er talinn 5—10 milljónir s.kr. á ári. Útreikningar benda til, að hreinn hagnaður árið 1992 verði ekki minni en 40 millj. s.kr. Rekstrargrandvöllur fyrirtækja- hópsins Skattfrjálsrar verslunar í Evropu, SVE, hvílir á því, að virðis- aukaskattur er lagður á vörar. Óbeinir skattar era burðarásinn í skattstefnu Evrópubandalagsins og margra annarra ríkja og því bendir ekkert til, að hér verði á nein breyt- ing. Að sjálfsögðu má ekki gleyma öðram þáttum, sem geta haft áhrif á reksturinn og afkomuna, eins og aukinni samkeppni eða stjómmála- legum ákvörðunum, en stjóm fyrirtækisins telur, að af þeim muni stafa hverfandi áhætta um næstu framtíð. Flug Hollenski flugvélafram- leiðandinn Fokkerímikl- um fjárhagserfiðleikum þessa efnis. Þar kom fram að f)ár- hagsstaða Fokker væri svo slæm að laun hinna 10.860 starfsmanna væra ekki tryggð næstu mánuði ef ekki kæmi til fjárhagsstuðnings ríkis og annarra hluthafa. Seinna kom í ljós að þetta þjóðarstolt hol- lensku þjóðarinnar hafði í þó nokkum tíma verið svo til án lausafjár og bakvið tjöldin hefði stjóm fyrirtækisins átt viðræður við banka og forsvarsmenn viðskipta- ráðuneytisins um neyðarlausn. Hvað veldur erf ið- leikunum? Ástæðan fyrir þessari stöðu fyrir- tækisins liggur, að því er virðist, í ótrúlegum aukakostnaði við þróun tveggja nýrra flugvéla, Fokker-50 og Fokker-100. Þannig átti þróun- arkostnaður Fokker-50-vélarinnar upphaflega að vera um 380 millj. hfl. en er í dag samtals orðinn um 600 millj. hfl. Fokker-100-vélin átti að kosta um 640 mill. hfl. en hefur hingað til kostað yfír 950 millj. hfl. Einnig hafa byijunarerfíðleikar við framleiðslu Fokker-100-vélar- innar verið fyrirtækinu þungir í skauti, en vegna þeirra hefur fyrir- tækið ekki getað uppfyllt sölusamn- inga og því þurft að borga umtalsverðar skaðabætur til kaup- enda. Sem dæmi má nefna að svissneska flugfélagið Swissair hef- ur enn ekki fengið sínar fyrstu Fokker-100-vélar afhentar þó svo að samningar gerðu ráð fyrir af- hendingu í byijun þessa árs. Ríkið íhugar meiri- hlutakaup í fyrirtækinu Ekki bættu áhrif hins almenna verðbiéfahrans framtíðarhorfur Fokker. Stuttu fyrir hrunið hafði verð á Fokker-bréfum fallið vera- lega vegna frétta um slæma stöðu fyrirtækisins. Þessi staðreynd varð til þess að áhrif verðbréfahransins urðu miklu meiri en ella. Þannig féll verð hlutabréfanna frá 60 hfl. (lok september) niður í 20 hfl (lok október) og hefðu eflaust farið enn neðar ef ekki hefði komið til að- gerða ríkisins. Hollenska ríkið sem samtals hef- ur stutt Fokker á seinustu áram með yfír 1,5 milljörðum hfl. hljóp undir bagga og útvegaði fyrirtæk- inu 2jOO millj. hfl. skyndilán til að tryggja áframhaldandi framleiðslu. De Korte viðskiptamálaráðherra Hollands lýsti því yfir í sambandi við þessa fjárhagsaðstoð að nú yrði að koma til umfangsmikilla breyt- inga á stjóm fyrirtækisins til að koma í veg fyrir vandræði sem þessi. Til athugunar væri að hol- lenska ríkið keypti sér meirihluta þeirra verðbréfa Fokker sem bera atkvæðarétt, til að tryggja ríkinu áhrif við stjóm fyrirtækisins. Berlin — frá Ketilbimi Tryggvasyni Hollenski flugvélaíframleiðandinn Fokker B.V. hefur á undanförn- um vikum verið mikið í sviðsljósinu eftir að upplýst varð um slæma fjárhagsstöðu fyrirtækisins. f október sl. birti blaðið „Volk- skrants" í Amsterdam fyrstu fréttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.