Morgunblaðið - 10.12.1987, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 10.12.1987, Blaðsíða 12
12 B MORGUNBLAÐIÐ, VIÐSKlPri/AIVINNULÍF FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 1987 Bækur Breytmgar — lyk- illinn að framþróun Á frummálinu: „The Renewal Factor Höfundur: Robert H. Waterman (annar höfunda bókarinnar „In Search of Excellence") Útgefandi: Bantam, New York, f október 1987. 338 bls. Verð: Bókaversiun Sigfúsar Ey- mundssonar, kr. 1.250.- Bók Roberts H. Waterman er árangur þriggja ára vinnu hans og samstarfsmanna við að skoða hvaða árangri bandarísk fyrirtæki hafa náð í að þróa og breyta rekstrinum til að halda yfirburða samkeppnis- stöðu. Samtals sjö mannár fóru í undir- búning og ritun bókarinnar og forráðamenn 500 fyrirtækja í 53 atvinnugreinum voru yfírheyrðir um það vandamál sem fléstir þeirra standa frammi fyrir: „Hvemig á ég að breyta fyrirtæki mmu þannig að ég haldi samkeppnishæfni I framtíðinni?“ Endurnýjun er nauðsyn Endumýjun er öllum fyrirtækjum nauðsyn. Án endumýjunar verður engin framþróun. En endumýjun er meira en að breyta til að bijóta upp gamlar hefðir. Endumýjun er viðfangsefni sem stöðugt þarf að vinna að, þar sem hugmyndir, möguleikar og upplýsingar em nýttar til að móta nýja stefnu; þróa fyrirtækið í átt til frekari fullkomn- unar. I þessari bók er í fyrsta sinn komið fram með nýja kenningu eða aðferðafræði sem byggir á stefnu- mótun eða áætlanagerð, þar sem hin 7-c em höfð að leiðarljósi. Minnti þetta mig á efnafræðina í gamla daga þar sem „atom“ tengd- ust og mynduðu ný frumefni við sammna. Þannig tengir Waterman 7-c við 7-s og byggir upp hið eigin- lega „endumýjunarfrumefni". Þar rennur skipulagið og áætlanagerðin saman í eitt. Sjá skýringarmynd. Því miður er okkar tungumál ekki orðið nægilega þróað á við- skiptasviðinu, til að fást við ýmis hugtök sem notuð em í stjómun og viðskiptum. Lýsir það e.tv. bet- ur en nokkuð annað veikleika okkar á þessu sviði. Átta áhersluatriði Við lesum varla dagblað í dag án þess að fjallað sé um erfiðleika og jafnvel gjaldþrot fyrirtækja. Fremur er fjallað um neikvæðar hliðar fyrirtækjareksturs. Ekki veit- ir okkur þó af að kynnast betur þeim sem hafa staðið sig vel. Water- man telur átta atriði sem skipta höfuðmáli þegar horft er á þau fyr- irtæki sem náð hafa að breytast og þróast. 1. Safna upplýsingum (en ekki bara tölum), vinna úr þeim og nota þær til að breyta fyrirtæk- inu. 2. Virkja starfsfólkið, nota hug- myndir þess og leyfa því að vera með. 3. Líta á staðreyndir með jákvæðu hugarfari og safna upplýsing- um þar sem samanburður, mælikvarði, fjárhagslegt eftir- lit og langtíma árangur er hafður að leiðarljósi. Það er ekki til það fyrirtæki sem hefur náð langtímaárangri, án þess að hafa gott kostnaðareftirlit. DÍSIL-L VfTARAR PEA//NGAR Kosta aðeins 750.000 - Einstök greiðslukjör. Áreiðanlegir vinnuþjarkar sem þola stöðugt álag. IZZ cflTTZj M Gott útsýni, driflæsing, loftpressa og vökvastýri. ÍÉMIM Til afgreiðslu strax. dísil-lyftararnir eru einsaklega hagkvæmir í rekstri, þeir eru neyslugrannir og verð á varahlutum er í sérflokki. Auk þess má tengja þá við ótal fylgihluti. Islensk-tekkneska verslunarfélagid hf. Lagmúla 5, simi 84525, Reykjavik. 2,5 tonna lyftigeta -3,3 metra lyfthæð. Sýningarlyftari á staðnum - Líttu við! 4. Læra að hlusta. Leita eftir hug- myndum frá viðskiptamönnum, keppinautum, stjórnmála- mönnum, starfsmönnum. í raun öllum. Ekki horfa ailtaf á sjálfan sig í spegli. 5. Leggja áherslu á hópstarf og traust. Bijóta niður þá múra sem menn og deildir byggja í kringum sig. í hvirfílvindi er rólegt í miðjunni og sleppið þar hurðarskellum, hrópum og skömmum. 6. John Akers, forstjóri -IBM, segist aldrei breyta nema hann hafí góða viðskiptalega ástæðu til þess. Að hafa ekki breytt lengi er góð viðskiptaleg ástæða að hans mati. Flytjið fólk á milli starfa. Byggið upp innan frá, en takið jafnframt inn nýtt fólk í lykilstöður utanfrá þegar þess er þörf. 7. Sýnið áhersluatriði ykkar í verki. Ef þið viljið ekki láta trufla ykkur á fundi, rífíð þá símann úr sambandi. Það kostar ekki nema nokkur þúsund krónur að fá viðgerðarmann frá Pósti og síma, en eftir þetta vita all- ir fundarmenn hvað þú vilt. Orð hefðu ekki haft sömu áhrif. Don Kelley hjá General Electric keypti umferðarljós og setti þau upp í verksniiðjunni og þau voru forrituð þannig að rautt ljós kviknaði í hvert skipti sem gæði fóru niður fyrir ákveðið lágmark. Áhrifarík að- gerð. 8. Vertu stöðugt með á blaði lista yfír vandamál og möguleika sem þú stendur frammi fyrir. Úthlutaðu verkefnum, seldu mönnum hugmyndir, en haltu fast í þá hugmyndafræði og framtíðarsýn sem fyritækið byggir sína tilveru á. Eins og- fiðrildið fljúgandi Waterman líkir stefnumótun og vexti fyrirtækja við fíðrildi sem flýgur gegnum gróðurvaxnar engj- ar. Það er að fara eitthvað, en leiðin virðist tilviljanakennd, óhagkvæm og jaftivel óskiljanleg. En þrátt fyr- ir allt verða menn að vita hvert þeir ætla, þótt leiðin geti verið skrykkjótt. Það er umhverfið sem gerir hlutina flókna, með óvissu og breytanleika. Tom Theobald hjá Citibank sagði eitt sinn um reynslu sína í Brasilíu: „Að vita fyrir vissu að sólin kemur upp í fyrramálið er nokkum veginn það eina sem þú getur gert áætlanir um í Brasilíu." Gerið áætlanir þó þær fari í ruslið Við verðum að læra að horfa til framtíðarinnar og gera áætlanir sem eru sveigjanlegar, stefnumark- andi en jafnframt aðlögunarhæfar og gerðar á breiðum grandvelli. Ekki nákværaar og flóknar langtímaáætlanir, heldur einfalda stefnumótun sem byggð er á vísindalegum athugunum, reynslu og tilfínningu. Ekkert eitt dugar, segir Waterman. Waterman telur vinnuferilinn við áætlanagerð skipta mun meira máli en áætlunin sjálf. Tjáskiptin og hugmyndimar sem þar koma upp séu það mikilvægasta af öllu. Flest árangursrík fyrirtæki hafa fallið frá ítarlegum áætlunum sem byggja á talnasúpum langt fram í tímann. Áætlanaferillinn, vinnu- brögðin, samskiptin, þau skipta höfuðmáli og síðan þarf einhver að hreinsa út hugmyndimar og mögu- leikana sem menn köstuðu upp, eða frá sér meðan á feriinum stóð. Hvað er nýtanlegt af öllu því sem menn hentu frá sér? Með skipulögðum áætlanaferli læra menn að vinna saman og skipt- ast á skoðunum. Markmiðið er að auka hæfni og þekkingu starfs- Heildsala Stefán Thorarensen hf. með Eliza- Arden-umboðið Elizabeth Arden Inc. og Stefán Thorarensen hf. hafa nýlega undir- ritað dreifíngarsamning, sem felur í sér dreifíngu á Elizabeth Arden snyrtivöram og Karl Lagerfeld ilm- vötnum á íslandi. Elizabeth Arden Inc. var stofnað í byrjun aldarinnar af Florence Nightingale Graham, á tíma sem óaigengt var að konur hefðu fram- kvæði í viðskiptum. í dag er Elizabeth Arden Inc. stór fjöiþjóð- legur hringur, samkvæmt upplýs- ingum frá Stefáni Thorarensen hf. Rúna Guðmundsdóttir snyrti- fræðingur mun annast kynningu og sölu á fyrrgreindum snyrtivöram á vegum Stefáns Thorarensen hf., en Rúna hefur um árabil kennt förð- un og snyrtingu á vegum Karon- samtakanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.