Morgunblaðið - 17.12.1987, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. DESEMBER 1987
C 3
er svipuð og verið hefur á fyrri bók-
um. Viðamesti kafli bókarinnar
fjallar um keppnina í 1. deild þar
sem hverri umferð eru gerð skil
fyrir sig. Á sama hátt er fjallað um
keppnina í 2. deild en þó farið fljót-
ar yfir sögu. Þegar fjallað er um
3. og 4. deild er einungis stiklað á
því stærsta. Kafli er um kvenna-
knattspymuna og kemur þar fram
að Víðir _ hefur notið aðstoðar
Hjördísar Árnadóttur íþróttafrétta-
manns við hann. Sérkaflar eru síðan
um bikarkeppni KSÍ, Evrópuleiki
félagsliða og leiki allra landsliða
íslands í knattspymu. Helsta viðbót
við fyrri árbækur er umijöllun Víðis
um einstaklinga og lið. Þannig er
t.d. kafli um Ian Ross, þjálfara ís-
landsmeistara Vals, um Amór
Guðjohnsen og Pétur Ormslev auk
sérkafla um lið Leifturs frá Ólafs-
fírði sem Víðir velur „lið ársins" og
geta flestir án efa tekið undir það
val hans.
Texti bókarinnar býður ekki upp
á mikil tilþrif eða stíllistir höfundar.
Meginmarkmið bókarinnar er sýni-
lega að geyma upplýsingar og úrslit.
En þar sem Víðir leggur eitthvað
sjálftir til málanna kemur vel fram
að hann á auðvelt með að skrifa
góðan texta. Hann sparar sér meira
að segja hástemmdar lýsingar svo
sem þeir sem fjalla um íþróttavið-
burði eru gjamir að grípa til.
Þegar á heildina er litið verður
ekki annað sagt en að „íslensk
knattspyma 1987“ sé vönduð bók.
Fjölmargar ljósmyndir gefa bókinni
aukið gildi og þar, eins og í textan-
um, hefur verið lögð mikil vinna í
að tína saman myndir úr ýmsum
áttum í stað þess að fara auðveld-
ustu leiðina. Nokkrar litmyndir em
í bókinni, m.a. af öllum er hlutu
íslandsmeistaratitil í knattspymu
1987, svo og af kunnum knatt-
spymugörpum í hitanleiksins.
milli ástar á foreldrum og elskunni
til alls og allra baminu erfið, því
að hún veit ékki fyrr en löngu síðar,
að foreldramir vissu lengra nefi
sínu, gamall, vitur hundur hafði
vakið gmnsemdir í brjósti þeirra
um að leyndarmál væri í kolli dótt-
urinnar. Móðirin tók að auka
matarskammtinn og pabbinn forð-
aðist að spyija þannig, að bamið
kæmist í valstöðu milli sannleika
og lygi.
Höfundur lýsir mjög vel sam-
skiptum telpunnar og yrðlingsins,
hvemig henni tekst að eyða tor-
tryggni hans og hljóta vináttu í
staðinn. í sögunni haustar og
byssuglaður maður heldur í fyallið
í leit að einhveiju til þess að drepa,
hittir Grábotna, yrðlinginn, og nýtir
sér spekt hans og skýtur.
Grátandi situr telpan með vin
sinn í faðmi og efa í hug um hvort
leikur hennar í sakleysi og fegurð
sumarsins sé orsök þessara döpm
endaloka. Þannig finnur faðir henn-
ar hana.
Sagan er vel sögð, mjög vel. Þó
fínnst mér að höfundur þurfi að
gæta sín á að seilast ekki til of
torskilinna orða í bamabók. Böm
skilja til dæmis ekki lengur gömlu
eyktarmörk dagsins, Þau hefði
þurft að skýra neðanmáls.
Próförk er ekki nógu vel lesin.
Myndir Hans em ákaflega
fíngerðar, falla listavel að efni og
em því bókarprýði.
Prentverk allt mjög vel unnið.
Þökk fyrir góða bók.
Þykkva&œjm
því raatt er fitor jólanna
Rauðklæddír jólasveínar setja svip sínn á bæ og borg og bjóða
rauðu jólaeplín sín - stórí jólakötturínn setur í örvæntíngu upp rauða slaufu
og mínnír þanníg á tílvist sína - já, sumir eíga bágt.
Víð hengjum skínandí rauðar jólakúlur á rauðgrenítréð - prýðum jólaborðið
með rauðum kertum, berum fram rauða jólahangíkjötíð eða steíkína ásamt
rauðkáli og rauðrófúm, e.t.v. rauðum drykk og að sjálfsögðu...
.með rauðum Þykkvabae}ar
þessum jólajarðeplum sem sjaldan eða aldreí hafa veríð jafn falleg og þétt og núna.
Gleðíleg „rauð“ jól!
- Þar vex sem vel er sáð -
AUK hf. 101,14/SlA