Morgunblaðið - 17.12.1987, Page 8
8 C
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. DESEMBER 1987
Hvað færðu með heita vatninu?
eftir Sigríði Lillý
Baldursdóttur
Ágæti Reykvíkingur, hafðu það
hugfast í hvert sinn sem þú greiðir
reikning Hitaveitu Reykjavíkur
næstu 3—4 árin að einungis hluti
hans er gjald fyrir þá orku sem þú
færð frá veitunni. í sérhvert sinn
sem þú greiðir fyrir orkuna þá
mátt þú gjöra svo vel að reiða af
hendi fé til byggingar veitingahallar
uppi á Öskjuhlíð. Á næsta ári munu
að jafnaði 7% af þeim peningum
sem þú greiðir hitaveitunni fara í
byggingu veitingahúss, 1989 verð-
ur hitareikningurinn þinn 14%
hærri en ella vegna þessarar veit-
ingahallar og 1990 verður styrkur
þinn til veitingahússins 6% af hita-
reikningum þínum hverju sinni.
Veitingahöll
Síðastliðinn föstudag ákváðu
fulltrúar Sjálfstæðisflokks, sem
skipa meirihluta í stjórn veitustofn-
ana, að Hitaveitu Reykjavíkur skuli
byggja veitingahöll fyrir 508 millj-
ónir á næstu 3 árum. Bygging þessi
er í engum tengslum við rekstur
eða framkvæmdir hitaveitunnar,
því eins og forsvarsmenn hennar
hafa margítrekað þarf veitingahöll-
in alls ekki að rísa jafnhliða þeim
tönkum sem hitaveitan er nú að
ljúka við að reisa á Öskjuhlíð og
engin ástæða er til að hitaveitan
standi fyrir þessum framkvæmdum
frekar en einhver annar.
Hlutverk Hitaveitu
Reykjavíkur
Með þessari samþykkt sjálfstæð-
ismanna finnst mér Hitaveitu
Reykjavíkur vera gert að fara langt
út fyrir starfsvið sitt. Því hveijum
dettur í hug bygging og ef til vill
rekstur veitingahúss þegar hvarflað
er huganum til hitaveitunnar? í
reglugerð fyrir Hitaveitu Reykja-
víkur segir raunar ekkert beint um
verksvið hennar. En ég vænti þess
„Bygging þessi er í eng-
um tengslum við rekst-
ur eða framkvæmdir
hitaveitunnar, því eins
og forsvarsmenn henn-
ar hafa margítrekað
þarf veitingahöllin alls
ekki að rísa jafnhliða
þeim tönkum sem hita-
veitan er nú að ljúka
við að reisa á Öskjuhlíð.“
Sigríður Lillý Baldursdóttir
að það sé vegna þess að almennt
hafi verið talið augljóst hvert það
ætti að vera. Og ég býst við að flest-
ir séu þeirrar skoðunar að hennar
hlutverk sé og skuli vera öflun heits
vatns og feijun þess til notenda á
sem næst kostnaðarverði. Vissulega
getur skapast sú staða að eðlilegt
sé að verðið á heita vatninu fylgi
ekki algerlega kostnaði, því miklar
sveiflur á gjaldskrá veitunnar geta
haft óæskilegar hliðarverkanir.
Hitaveitan greiðir árlega arð í borg-
arsjóð. Á næsta ári er gert ráð fyrir
að arðgreiðslumar verði 126 millj-
ónir. Með hækkun eða lækkun
þessara arðgreiðslna er hægt að
hafa áhrif á verð heita vatnsins og
koma í veg fyrir tap eða óeðlilegan
hagnað hitaveitunnar af vatnssöl-
unni. Því er engin ástæða til að
fínna henni ný verksvið til að eyða
í tilbúnum hagnaði.
Hvað vilt þú fá fyrir
peningana þína?
En ég er ekki einungis á móti
því að hitaveitan taki sér þetta verk
vegna skilgreiningar á verksviði
hennar heldur ekki síður vegna
•þess að ég tel að með þessum hætti
sé verið að koma þessum fjármun-
um framhjá eðlilegum samanburði
við önnur útgjöld borgarinnar. Hita-
veita Reylq'avíkur er eign
Reykjavíkurborgar og þar með
borgarbúa allra, en hún skal sam-
kvæmt reglugerð rekin sem sjálf-
stætt fyrirtæki með eigið reiknis-
hald. Borgarstjóm Reykjavíkur fer
með yfírstjóm hennar og þarf að
samþykkja árlega framkvæmda- og
fjárhagsáætlun hennar. Þannig að
vissulega fær borgarstjóm tækifæri
til að taka afstöðu til þess hvort
byggja skuli þetta hús. En ég ótt-
ast að 508 milljónimar, sem ætlaðar
eru til byggingar veitingahallarinn-
ar næstu árin, fái ekki þá athygli
og vikt sem þeim ber, þar sem
hætt er við að þær falli í skuggann
af 3.600 milljónunum sem hitaveit-
an ætlar í framkvæmdir á Nesja-
völlum á þessum sama tíma. Verk
sem þetta á að meta á sama hátt
og aðrar byggingarframkvæmdir á
vegum borgarinnar og um borgar-
sjóð eiga greiðslur til þess að renna
þegar og ef fulltrúar borgarbúa
telja ástæðu til að eyða fé þeirra á
þennan hátt. Svo þú getir betur
áttað þig á því hversu stóra upphæð
er hér um að ræða vil ég nefna
nokkur dæmi um fjárveitingar úr
borgarsjóð til framkvæmda. Áætlun
næsta árs er ekki frágengnin, því
tók ég tölur úr áætlun ársins sem
er að líða, en til að samanburðurinn
verði marktækur reiknaði ég tölum-
ar upp til sömu vísitölu og notuð er
í áætlun hitaveitunnar.
Fjárveiting til skólabygginga:
132 milljónir.
Fjárveiting til stofnana í þágu
aldraðra: 142 milljónir.
Fjárveiting til byggingar leigu-
húsnæðis á vegum borgarinnar:
24 milljónir.
Fjárveitingar til leikskóla og
dagheimila: 72 milljónir.
Fjárveiting borgarinnar til
bvggingar verkamannabústaða:
36 milljónir.
Og meti nú hver fyrir sig: Hvað
vilt þú fá fyrir peningana þína?
Höfundur er i atjórn veitustofnana
fvrir Kvennalistann.