Morgunblaðið - 17.12.1987, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 17.12.1987, Qupperneq 16
16 C MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. DESEMBER 1987 Litið inn hjá Ragnheiði Jónsdóttur í Kjarvalsstofu í París Ómetanlegt að fá tækifæri til að vera héma Kjarvalsstaðir, Kjarvalshús og Kjarvalsstofa. — Einkennileg þessi árátta hjá sumum fslendingum að vilja klína nafni hins látna meistara á alla skapaða hluti. Aldrei hefur mér fundist nafn Kjarvals tengjast París á einn eða annan hátt, þó ég viti að hann hafi dvalið hér nokkra mánuði á sínum yngri árum. Þess vegna hljómar það hálf undarlega í mínum eyrum þegar fólk talar. um Kjarvalsstofu hér í höfuðborginni við Signu. En Kjarvalsstofa er nafn á íslenskri listamannaíbúð sem var tek- in í notkun hér í París í júlímánuði sfðastliðnum. íbúð þessi er í sameing- arstofnuninni „Cité International des Arts“, Alþjóðlegri borg listanna, sem er staðsett í flórða hverfi, miðborg Parísar, skammt frá Pompidou-safn- inu, Picasso-safninu og fleiri góðum stöðum. Það var Björg Þorsteins- dóttir myndlistarmaður sem átti upphaflega hugmyndina að þessum kaupum fyrir rúmum tveim árum og síðan voru það menntamálaráðuneyt- ið, Seðlabanki íslands og Reylq'avík- urborg sem keyptu ráðstöfunarrétt á íbúðinni. Næsta skref var að skipa úthlutunamefnd sem skyldi ákvarða hvaða listamenn fengju fbúðina og er það vald núna í höndum blaða- manns, leikkonu og rithöfundar. íbúðin er á annarri hæð í nýbygg- ingunni sem stendur við þrönga hliðargötu, Rue Geoffroy l’Asnier, sem liggur út frá aðalbyggingunni. Ég var búin að koma þama einu sinni áður svo ég rataði rétta leið gegnum völundarhúsið. Vinnustofa nr. 1523 er ekki auðfundin fyrir óratvísan. En þar var ég búin að mæla mér mót við Ragnheiði Jónsdóttur, grafíklistamann, sem bjó í íbúðinni þessa stundina. Það er óþarfí að kynna Ragn- heiði, hún er einn kunnasti grafík- listamaður fslendinga og hefur getið sér góðan orðstír jafnt heima fyrir sem á alþjóðlegum vettvangi. Mig Iangaði til að forvitnast um það hvemig henni líkaði dvölin í íbúð- inni, hvaða þýðingu slfkur möguleiki hefði fyrir íslenskan listamann, — listalífíð í París og hvað hún væri að gera þessa stundina. Ragnheiður tók mér afar hlýlega og fannst mér hún falla einkar vel inn í þetta bjarta, fágaða og fallega umhverfí, sem ég var allt í einu kom- in í. Hún var dökkklædd, tignarleg, f stíl við dimman lit svartlistaverka sinna, þó í þetta skipti hengi uppi hjá henni myndröð af samstilltum björtum blýantsteikningum — lands- lag íslands. Ég fékk snert af heimþrá þegar ég leit á þær, en hætti að horfa og hlustaði á það sem Ragn- heiður hafði að segja. „Það er ómetanlegt fyrir myndlist- armann að fá tækifæri til að “vera héma og tveir mánuðir er ágætur tími, þó auðvitað væri betra að fá að vera lengur. Aðstaðan hér er öll þannig að manni líður vel og það er númer eitt. Ég hef reynt að kynna mér það sem stofnunin býður upp á. Hér er t.d. grafíkverkstæði fyrir ætingar, litografíuverkstæði, sýning- arsalir, tónleikasalir og margslags vinnustofur. íbúðin hér er nógu stór til að hægt sé að teikna og mála — undirbúa stærri verk. Og þeir sem vinna t.d. skúlptúra hafa möguleika á að fá þessar stóm vinnustofur sem eru héma á fyrstu hæð,“ segir Ragn- heiður og bendir út um gluggann og niður í afar fallegan steinhellulagðan húsagarð. — Éf íslenskur myndhöggvari kæmi hingað þá byggi hann ekki í sömu íbúð og þú núna? „Að sjálfsögðu gæti hann búið hér í þessari vinnustofu og gert frumdrög að sínum verkum. Síðan ætti hann kost á sameiginlegu verkstæði, þar sem hægt er að vinna verk, sem krefjast meira lýmis, eins og t.d. stóra skúlptúra og einnig ef menn em með varasöm efni í höndunum, því fbúðin hér er jú líka ívemstaður. En það virðist sameiginlegt með öll- um þessum verkstæðum að þau eru lokuð, en menn frá lykil gegn smá- gjaldi og geta síðan unnið þar að vild. Ég veit t.d. að tónlistarmenn sem búa héma og þurfa á pfanói að halda geta fengið það leigt gegn mjög vægu gjaldi." — En hvað með sýningaraðstöðu ef listamennimir vilja sýna verkin sín hér? „Það er mjög stór salur í kjallaran- um í gömlu byggingunni með góðri aðstöðu til að hengja myndir upp og ágætri lýsingu. Það stóð í reglugerð- inni að þeir sem byggju hér gætu sýnt þar, en skilyrðið var að þeir sýndu með þrem eða fjómm öðmm. Ég kynnti mér þetta um leið og ég kom og þá kom í ljós að það verður að leggja drög að þessu áður en komið er því, þetta er hugsað fyrir þá sem dvelja hér í lengri tfma. Sum lönd eiga nefnilega fleiri en eina vinnustofu héma og þá getað þeir úthlutað sínum listamönnum dvalar- leyfí í eitt ár eða jafnvel enn lengri tíma. En í okkar tilfelli, þar sem vinnustofan þarf að deilast á milli sex listamanna á ári, verður lista- maðurinn að panta þessa sýningar- aðstöðu með fyrirvara. Þetta þyrfti t.d. að koma fram í þeim upplýsing- um sem við fáum heima á Islandi áður en við förum út ásamt ýmsu öðru smotteríi eins og t.d. hvað sé skynsamlegt að hafa með sér, upp- lýsingar varðandi borgina o.s.frv. Reyndar bauðst mér að sýna hér í sýningarplássi á þriðju hæð. Þar er stórt og bjart rými en vandamálið var að þar þurfa menn sjálfír að sjá um pössun á sýningunni. Mér fannst það fráleitt þar eð ég hef annað með tímann að gera hér en að sitja yfir sýningu. Auk þess er ekkert vit í að sýna upp á þriðju hæð, þangað kem- ur ekki nokkur sála. Aftur held ég að stöðug aðsókn sé í aðalsýningar- salinn í kjallaranum." — Hve háa leigu þurfa listamepn- imir sem koma hingað að borga á mánuði? „Ellefu hundruð franska franka og þrettán hundruð og fímmtíu ef tveir búa f íbúðinni. Síðan þarf einn- ig að borga ellefu hundruð franka í tryggingu sem er endurgreidd við brottför nema ef eitthvað af lausa- munum, sem hér eru (þeir eru taldir áður en maður flytur inn) skemmtist eða týnist, þá er kostnaðurinn tekinn af þessari tryggingu." — Nú varst þú hér fyrir sautján árum síðan ásamt Björgu Þorsteins- dóttur við nám í Atelier 17 hjá S.W. Hayter — finnst þér hafa orðið mikl- ar breytingar á listalífí borgarinnar síðan? „Já, og mesta breytingin hér hefur orðið með tilkomu allra þessara stór- kostlegu safna sem hafa opnað dyr sínar síðastliðin ár eins og t.d. Orsay- -safnð, Picasso-safnið og Pompidou- -safnið. í hverfínu kringum Pompidou- safnið sem er hér örstutt frá er t.d. komið mikið af mjög góðum gallerí- um. Ég hef verið að elta þetta uppi baki brotnu og komu sér þá vel þær upplýsingar sem Erró gaf mér. Hann merkti inn á kortið öll þau gallerí sem hann mælti með og ég leitaði þau uppi og varð alls ekki fyrir von- brigðum, þau voru mjög góð. Nú, Picassó-safnið er yndislegt. Ég hef mesta ánægju af því að fara á þessi minni söfn. Rodin-safnið er einnig stórkostlegt. Ragnheiður dregur fram myndir af verkum Rod- ins (1840—1917) og Camille Claudel (1864—1943) og talar um verk þeirra með miklum tilfínningahita og mik- illi ást — auðsjáanlega heilluð af þessu fræga pari. Héma er kossinn hans Rodins og kossinn hennar Cam- ille Claudel, þetta er svo samtvinnað. Þessir listamenn voru svo Iíkir að þú veist varla hver gerði hvað. Cam- ille Claudel var nemandi Rodins og ástkona í fimmtán ár og það er hægt að rekja samband þeirra af myndunum. Héma er t.d. allt búið þeirra í milli," segir hún og sýnir mér mynd af verkinu „La demiere vision", síðasta sýnin, „og svo er hér önnur sem Camille Claudel gerði 1910 og heitir Móðir og dóttir gráta — og að sjá steininn gráta er dálítið átakanlegt. í raun og vem er ekki hægt að aðskilja þessa listamenn. Ég hef verið hrifin af Rodin allt frá því ég sá Borgarana frá Calais í fyrsta skipti í London 1966, en ég hef aldrei séð verk eftir Camille Claudel fyrr.“ — En listalífíð, er það fjölbreytt- ara nú en þá? „Já, miklu fjölbreyttara. Við reyndum að sjálfsögðu að skoða söfn- in og galleríin hér áður, en ég varð fyrir vonbrigðum, því ég bjóst við að sjá meira af raunverulegri nútíma- list. Það virðist hafa verið mikil deyfð hér þá. En eins og ég sagði áðan þá hefur mesta breytingin orðið við tilkomu þessara stóru safna. Orsay- safnið er stórkostlegt, bæði bygging- in og það sem það hefur að geyma. Ég er aftur á móti ekki mjög hrifin af sjálfri byggingu Pompidou-safns- ins. En þeir eiga mörg mjög góð verk og þama er hægt að sjá bæði eldri verk og svo það allra nýjasta." Blýantsteikningamar á veggnum draga að nýju að sér athygli mína. Mér finnst ég sjá mikinn skyldleika við sumar af nýjustu grafíkmyndun- um, en þetta er í fyrsta skipti sem ég sé teikningar eftir Ragnheiði. „Þetta er það sem ég er að gera núna. Ég hef árum saman unnið allt í grafík og aldrei sýnt teikningar. Ég hef bara rissað niður mínar hug- myndir og sett þær síðan beint á plötu, þarinig að teikningin hefur aldrei fengið að þróast. Nokkrum sinnum á ári fer ég austur að Kirkju- bæjarklaustri. Umhverfið þar er gríðarlega magnað og formin sem sjást þama eru svo sérstök, allir þessir hólar — landbrot — sem halda áfram og áfram — þetta spinnst allt inn í þessar myndir. Ég tók þessar andstæður, þessa stemmningu með mér í huganum hingað — þennan biksvarta sand og tindrandi hvítu jökla. Ég geri reyndar aldrei neitt sem er til í raunveruleikanum, heldur nýti ég mér áhrifín og skálda síðan sjálf tengslin þar á milli og alla út- færsluna. Þetta fer stundum út í hálfgerða skúlptúra." Síðan sýnir Ragnheiður mér æt> ingar sem hún sýndi í Norræna húsinu í apríl síðastliðnum. Efnivið- urinn er ekki lengur viðfangsefni samtímans, stólfastir eða flaktandi óléttukjólar, tertukerlingar né loðnar bækur, þó litaskalinn sé dökkur eftir sem áður. Það er komin meiri ljóð- ræna í myndmálið, sem er einnig orðið hlutbundnara, dulrænna og magnað margræðum táknum, sem sum hver kveikja upp minningar um fortíðina sem var og verður þegar valdið hefur látið gamminn geisa. „Þetta eru allt saman leifar," segir Ragnheiður, „þær eru eins og leifar og meira að segja heita þær það sumar." Gullegg — Fimindi — Kólfur — Land — Yfir — Kuml — Hröðun — Obelisk — eru m.a. nöfn mynd- anna. Sums staðar sjást prímitívar dansandi verur í dulargervi, dimmir skuggar manna og fugla — dökkir litfyllingar, og nær þetta hámarki sínu í töframáttugu tákni spíralsins, sem er eins og greyptur í ferstrenda steinsúlu — völundarhús manns- ævinnar eða bústaður hinnar eilífu sálar. Og þá man ég að Ragnheiður sagðist hafa dvalið í skandinavíska Rómarbústaðnum um tíma árið 1983. Mér fínnst eins og tengslin milli viðfangsefnisins og sjálfrar tækninn- ar hafí þrengst hjá Ragnheiði — séu orðin nánari — eins og hún sé að færa sig nær og nær frumkveikju myndlistarinnar. Þetta táknmál er undirstrikað með einskonar stöllum eins og um eigið fortíðarsafn sé að ræða. — Að lokum, Ragnheiður, hver er helsti kosturinn fyrir íslenskan listamann að geta komið í þessa íbúð hér í París? „í fyrsta lagi er afskaplega gott að geta verið út af fyrir sig í ró og næði — geta einangrað sig og haft aðstöðu til að vinna. Og í öðru lagi, allt það sem borgin hefur upp á að bjóða. Bara það að komast í annað umhverfí, upplifa annað þjóðfélag og aðra stemmningu, það er það sem er svo orkugefandi og upptendrandi. Texti: Laufey Helgadóttir „Land“ I, II, III, eftir Ragnheiði Jónsdóttur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.