Morgunblaðið - 17.12.1987, Qupperneq 18
18 C
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. DESEMBER 1987
„Ég er stoltur af hinum
íslenska arfi og veit að
Doris er það líka. En
ættland okkar er
Kanada og á það leg-gj-
um við mesta áherslu.“
Margrét Björgvinsdóttir skrifar frá Kanada:
Fjölskylda fylkissijórans. Aftari röð frá vinstri: John Blöndal, bróðursonur Dorisar Johnson, siðan börn
þeirra Dorisar og George: Daniel, Joann, Jon, Gillian, Janis, Jennifer og á endanum situr Stefán, sonur
Janisar. Fremri röð frá vinstri: Móðir fylkisstjórans, Laufey Johnson, George Johnson, kona hans Doris
og lengst til hægri móðir Dorisar, frú Guðrún Blöndal en hún lést í byijun ágústmánaðar si.
Ein tigulegasta bygging
Winnipeg-borgar nefnist Govern-
ment House og stendur í hjarta
borgarinnar rétt við þinghús fylkis-
ins. Þar er til húsa fylkisstjóri
Manitóba og sá sem gegnir því
embætti nú er Vestur-íslendingur-
inn George Johnson. Kona hans,
Doris Johnson, er einnig af íslensk-
um ættum. Það var Vestur-íslend-
ingum ekki lítið fagnaðarefni er dr.
Johnson var fyrir tæpu ári skipaður
í þetta embætti, því þau Doris og
George Johnson hafa verið vinsæl
meðal landa sinna hér í Manitóba
og tekið þátt í lífi og starfí Vestur-
íslendinga af miklum dugnaði.
Government House var byggt
fyrir aldamótin síðustu, og á sér
langa og merka sögu. Þau hjón
hafa gaman af því að leiða gesti
sína um salarkynni hússins, enda
er þar að fínna fjölda listaverka að
heita má í hveiju herbergi. í einkaí-
búð þeirra er veglegt bókasafn og
á veggjum hanga málverk og teikn-
ingar eftir dr. Agúst Blöndal, föður
Dorisar, sem stundaði málaralist
auk læknisstarfanna. Það er auð-
fundið að þau Doris og George
leggja mikla áherslu á viðhald og
varðveislu þessa húss og hins
kanadíska menningararfs engu
síður en hins íslenska.
Eitt af fyrstu umræðuefnum okk-
ar er ég heimsótti þau einn bjartan
dag snemma sumars voru nýaf-
staðnar þingkosningar á íslandi,
sem hlutu töluverða umfjöllun í
kanadísku pressunni. Doris sagðist
daginn áður hafa hringt til dóttur
sinnar, Janisar, með það í huga að
óska henni til hamingju með af-
mælið. „Janis mátti þó varla vera
að því að hlusta á hamingjuóskir,"
sagði Doris, „því hún var með allan
hugann við velgengni kvennafram-
boðsins í kosningunum." Janis
Johnson hefur, eins og kunnugt er
hér, starfað mikið að stjómmálum
og var ein þeirra sem unnu fyrir
Brian Mulroney, forsætisráðherra
Kanada, í síðustu kosningum.
Ég bað dr. Johnson að segja mér
frá embætti fylkisstjóra, starfí hans
og skyldum. Hann sagði að þó
Kanada væri sjálfstætt land þá
hefðu stjómvöld kosið að það héldj
hlutdeild í breska Samveldinu. í
Ottawa er það landstjórinn sem er
æðsti fulltrúi hennar hátignar,
Bretadrottningar. í hverju fylki
gegnir fylkisstjóri hliðstæðu emb-
ætti. Störf hans og skyldur eru í
öllum verulegum atriðum sambæri-
leg við embætti forseta íslands.
Munurinn er þó sá að forsetinn er
kosinn af þegnum íslensku þjóðar-
innar, en í Kanada skipar forsætis-
ráðherra landsins í þau embætti
sem hér er um að ræða.
Doris Johnson ber embættistitil-
inn Chatelain of Govemment
House. Hún segir að fyrir tveim
árum hafí sambandsstjómin tekið
þá ákvörðun að veita maka þess
sem fer með embætti Lieutenant
Govemor einnig embættisheiti,
enda væru þær skyldur og kvaðir
sem lagðar væm á herðar þess
maka ekki svo litlar. Hún segist
hafa ákaflega gaman af að um-
gangast fólk og hafí það dugað sér
vel í þessu starfi. Að vísu segir hún
það nokkuð erilsamt, en engu að
síður ánægjulegt.
Böm þeirra hjóna, sex að tölu,
eru öll uppkomin og búa ekki leng-
ur f föðurhúsum. Þau em Janis,
Jennifer, Danny, Jon, Joann og
Gillian. „Við emm tengd mjög nán-
um fjölskylduböndum,“ segir Doris,
„og tökum virkan þátt hver í ann-
Govemment House í Winnipeg, bústaður fylkisstjórans.
ars starfi. Þannig hefur það alltaf
verið. Krakkamir heimsækja okkur
oft og Danny, sonur minn, hafði
orð á því um daginn þegar hann
leyfði átta mánaða gamalli dóttur
sinni að skríða um gólfið í danssaln-
um, að þetta væri stærsta leikgrind
sem hann hefði nokkru sinni séð.
Hér er óendanlegt pláss fyrir böm
og Stefán, dóttursonur okkar, sem
Lieutenant Govemor — Fylkis-
stjóri Manitóba, dr. George
Johnson.
er ellefu ára, segir að hæglega
mætti slá saman tveim herbergjum
innandyra og gera úr þeim fótbolta-
völl. Börn hafa svo skemmtilegt
ímyndunarafl. Stefán gistir hér oft
og veit ekkert skemmtilegra en að
bjóða vinum sínum með sér í ævin-
týraleiðangra um kjallara hússins.
Hvernig var að alast upp sem
íslenskt bam hér í Winnipeg?
Og Doris hefur áfram orðið. „Ég
áttaði mig nú ekkert á að lífið
gæti verið öðm vísi en það var hjá
okkur. Ég fæddist á bæ í Argyle-
héraði, sem var íslensk byggð að
mestu, en foreldrar mínir fluttu til
Winnipeg þegar ég var á unga
aldri. Faðir minn var læknir og við
bjuggum á Vietor-stræti og í þá
daga var nágrennið þar um kring
alíslenskt. Þar var íslenska lúterska
kirkjan, IOGT-höllin, skrifstofur
Lögbergs og Heimskringlu og Jóns
Bjarnasonarskólinn — allt á sama
svæðinu. Á sunnudögum gengu all-
ir til kirkju og á sunnudagsmorgn-
um fómm við börnin í íslenskutíma
í Jóns Bjamasonarskólann. Svona
okkar á milli sagt fannst mér það
stundum nokkuð hart að þurfa að
fara í skóla alla daga vikunnar og
hefði miklu heldur viljað gera eitt-
hvað annað, en ég kann að meta
það núna að hafa lært í þessum
skóla.
Það var alltaf íslenskur matur á
borðum hjá okkur og ég hélt að svo
væri einnig hjá öllum öðmm í
Winnipeg. Eg ólst því upp í ákaf-
lega eðlilegu íslensku umhverfi og
ég held að þó við hefðum tekið
okkur upp og flutt til íslands hefð-
um við ekki átt í neinum erfiðleikum
með að aðlagast því umhverfi.
Á sumrin var ég í sveitinni hjá
Hjá fylkisstjóra
Manitóba
afa og ömmu og þar lærði ég mína
íslensku. Amma mín var Geirþrúður
Jónsdóttir og afi minn Stefán Pét-
ursson. Móðir mín heitir Guðrún
(hún lést eftir að viðtal þetta var
tekið) og hún kallar sig Guðrúnu
Stefánsdóttur. Hjá okkur var allt
upp á íslenskan máta. Föðurfólkið
mitt kom frá Norður-Dakóta og þar
fæddist faðir minn, en fjölskylda
hans fluttist síðan til Winnipeg."
Dr. Johnson segir afa sinn og
ömmu í móðurætt hafa komið frá
íslandi árið 1886. Afi hans, Bene-
dikt Jónsson, var frá Hólum í
Hjaltadal og amma hans, Kristín
Baldvinsdóttir, ættuð úr Vopnaf-
irði. Þau bjuggu fyrst í Norður-
Dakóta þar sem móðir hans,
Laufey, fæddist. Síðar fluttust þau
til Kanada og bjuggu lengst af norð-
ur af þorpinu Riverton við búskap
og fiskveiðar. „Gallinn var bara sá,
segir dr. Johnson, „að íslendingar
þekktu vatnið ekki eins vel og sjó-
inn, og urðu því á margan hátt illa
úti vegna þess.
Faðir minn fæddist í Winnipeg.
En barnadauði var tíður af völdum
taugaveiki upp úr 1890 og faðir
minn lifði einn af fimm systkinum.
Afi minn var eftirlitsmaður í skóla,
og faðir minn varð að fara að vinna
á unga aldri. Einnig ég lærði
íslensku í sveitinni hjá foreldrum
móður minnar og gat ekki beðið
eftir því að losna úr skólanum á
vorin og komast til þeirra í sveitina.
Annars hittumst við Döris fyrst
þegar við gengum saman til spum-
inga og ég lét mig hafa það að binda
kápuermamar hennar saman aftan
við bakið á næsta stól. Lúterska
kirkjan var í þá daga einnig félags-
heimili og miðpunktur í félagsstarfi
okkar unga fólksins. Ég var í hokkí-
liðinu. Islendingamir sem vom einni
kynslóð á undan okkur höfðu unnið
stórsigra í hokkí og þeir þjálfuðu
okkur strákana. Það vom skemmti-
legir tímar. Á heimili mínu var alltaf
fullt af fólki. Stundum kom fólk frá
íslandi og dvaldi hjá okkur í lengri
•eða skemmri tíma. Sumir vom í
marga mánuði. Aðrir komu úr sveit-
inni sér til lækninga. Móðir mín
hugsaði_ um þá af mikilli kost-
gæfni. í þessú íslenska samfélagi
treysti hver á annan.“
Áð loknu námi í læknisfræði
fluttu þau Doris og George til
Gimli. Þau em sammála um að
íslenskt samfélag þar hafi verið
nokkuð frábmgðið því sem var í
Winnipeg, enda Gimli smábær mið-
að við Winnipeg. Dr. Johnson þurfti
jafnframt að sinna læknisstörfum í
nærliggjandi sveitum. Vinnudagur
var því langur hjá þeim báðum,
bömin orðin sex og auk uppeldis-
starfsins tók Doris þátt í margvís-
legum félagsstörfum á Gimli. Hún
segist búa í starfí sínu nú að þeirri
reynslu sem hún fékk þar. Það var
bömum þeirra hreint ekkert gleði-
efni á sínum tíma að flytjast frá
Gimli. Og enn í dag halda þau sam-
bandi við íbúana þar enda ver
fjölskyldann frídögum sínum á
sumrin í sumarbústaðnum á Gimli
við Winnipeg-vatn.
Dr. Johnson segir að Gimli hafi
verið þorp með um 1200 íbúa þegar
þau fyrst fluttu þangað og íslend-
ingar í miklum meirihluta. Og það
bregður fyrir glettnu brosi er hann
segist kunna margar skemmtilegar
sögur frá þessum tímum sem gam-
an væri að skrá síðar meir.
„Læknirinn tengist fólkinu mjög
náið," segir hann. „Mér var sérstök
ánægja að starfínu við elliheimilið
Betel. Þar voru þá um 60 manns
og meðalaldur 86 ár, sem er hreint
ekki svo lítið. Þetta fólk setti allt
sitt traust á mig og því hefði ég
aldrei brugðist."
Eftir ellefu ára starf í héraði
sneri George Johnson sér að stjóm-
málum og ég spurði hann hver hefði
verið ástæðan til þess.
„Fólkið á Gimli var mér afskap-
lega gott,“ sagði dr. Johnson, „og
það veitti mér persónulega afskap-
lega mikið að starfa með þessu
fólki. Aftur á móti fór ekki hjá því
að við gerðum okkur grein fyrir því
að mörgu var þar mjög ábótavant.
Ég nefni sem dæmi að ástand vega
var til hreinna vandræða og það rak
mig eiginlega af stað út S pólitík.
Ég fékk áhuga á Gimli-deildinni í
„Chamber of Commerce". Fór eitt