Morgunblaðið - 17.12.1987, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. DESEMBER 1987
C 19
kvöldið á fund og þar sem allir
aðrir fundarmenn höfðu verið for-
setar félagsins gerðu þeir mig að
forseta! Þar með var ég kominn af
stað. Við börðumst fyrir bættu
vegakerfí og bættum kjörum físki-
mannanna. Vandi þeirra í þá daga
var sá að þeirra orð voru að engu
höfð á hinum stærri mörkuðum eða
við ákvörðun um markaðsverð. Mín
vandamál sem læknis voru raunar
léttvæg, því ég gat lagt harðar að
mér við vinnuna eða fengið mér
aðstoðarfólk, en þau félagslegu
vandamál sem steðjuðu að ýmsum
sjúklinga minna ollu mér miklum
áhyggjum. Þú skalt ekki láta þér
detta í hug að félagslegar aðstæður
hafi þá verið sambærilegar við það
sem gerist í dag. Ef við tökum
dæmi þá var ekki til sjúkrabíll á
öllu svæðinu svo að minn bíll, bíll
einhvers vinar eða jafnvel sjúklings-
ins varð að duga sem sjúkrabíll og
oftast urðum við að bera sjúkling-
ana í fanginu. Gimli Kinsmen leystu
að lokum þennan vanda þegar þeir
keyptu sjúkrabíl og ráku hann á
eigin spýtur.
Ég ætlaði mér raunar aldrei út
í stjórnmálin. Sá sem í upphafi örv-
aði mig til þátttöku, dr. S.O.
Thompson, varð svo til þess að fara
í framboð á móti mér. Hann vildi
hverfa frá störfum og örvaði mig
eindregið, en svo vorum við í fram-
boði hvor á móti öðrum og það
leiddist mér óskaplega, því við vor-
um svo góðir vinir. Ég sagðist vera
til með að taka sæti á fylkisþinginu
ef ég næði kosningu og beijast fyr-
ir héraðsmálum þar nyrðra. En svo
æxlaðist til að formaður míns flokks
var beðinn að mynda stjóm og fyrr
en varði var ég beðinn um að taka
að mér ráðherraembætti í heilbrigð-
isráðuneytinu. Það embætti hafði
ég í nokkur ár og varð síðar
menntamálaráðherra. Maður ánetj-
ast því að starfa fyrir fólkið og að
vinna að þeim markmiðum sem
maður sjálfur setur sér. Mín gæfa
var sú að starfa að lausn mála með
hæfu fólki. Það vom miklir breyt-
ingatímar á sjöunda áratugnum og
svo mörg verkefni sem þurfti að
takast á við. Fólkið vildi breyting-
ar, það krafðist breytinga. Betri
skóla, betri menntunar, bættrar
heilsugæslu. Forsætisráðherra okk-
ar, Duff Roblin, var stórkostlegur
leiðtogi og studdi okkur í hvívetna.
En dr. Johnson hvarf aftur til
læknisstarfsins. Hvað lá þar að
baki?
„Jú, ég saknaði þess alltaf, sakn-
aði sjúklinganna. En lífið er nú einu
sinni þannig að maður getur ekki
fengið það besta af öllu. Ég gaf
því ekki kost á mér til framboðs
árið 1969 og fór í nokkurs konar
endurhæfingu áður en ég tók aftur
til starfa sem læknir. Það hefði
verið gott að komast aftur til
Gimli, en bömin voru öll komin í
háskóla og við búin að koma okkur
fyrir í Winnipeg. Ég undi mér vel
við læknisstörfin eftir að hafa verið
ráðherra í 11 ár frá 1958—1969,
en tíu árum síðar fór ég aftur til
starfa í heilbrigðisráðuneytinu.
Talið berst að íslandsferð sem
farin var árið 1961 meðan dr. John-
son var enn heilbrigðisráðherra.
„Heimsóknin var því miður allt
of stutt,“ sagði fylkisstjórinn. „Við
Doris fórum til Bretlands og Skand-
inavíu að kynna okkur heilbrigðis-
mál. Við hittum á ferðum okkar
íslenska konsúlinn í Osjó sem lagði
að okkur að fara til íslands. Við
komuna til Reykjavíkur var okkur
boðin þátttaka í hátíðahöldum
vegna 50 ára afmælis Háskóla Is-
lands. Jóhann Hafstein var þá
heilbrigðisráðherra og var sérstak-
lega gaman að fá tækifæri til að
kynnast honum og konu hans. En
dvölin var stutt og við vildum gjam-
an fá tækifæri til að heimsækja
landið aftur. Frá ráðherratíð minni
eru mér og minnisstæðar heimsókn-
ir þeirra Ásgeirs Ásgeirssonar,
forseta íslands, og Bjama Bene-
diktssonar.
Doris sagðist hafa mikinn áhuga
á að kynnast betur verkum Gunn-
laugs Blöndal, sem hefði verið náinn
ættingi hennar. Hún kvaðst eiga
nokkrar eftirprentanir af verkum
hans og sagði það draum sinn að
fá listaverk eftir hann í Govem-
ment House.
Dr. Johnson er frægur fyrir að
segja skemmtilegar sögur og þá
sérstaklega af samskiptum sínum
við íslendingana á Gimli á þeim
ámm sem hann var þar læknir.
Hann sagði: „Ég sé alltaf eftir
að hafa ekki gefið mér betri tíma
til að læra og endumýja íslenskuna.
Mér hafa oft orðið á hroðalegar
skyssur og verið strítt vegna mis-
notkunar á því máli.
Eitt sinn fór ég um þrjátíu mílna
veg í læknisvitjun til náunga nokk-
urs. Mér tókst að gera að sárum
hans og hann var mér ákaflega
þakklátur en hann vildi fá mig aft-
ur til sín næsta dag. Ég sagði
honum að til þess væri engin ástæða
— það yrði allt í fínu lagi með hann
og þetta væri sextíu mílna leið fyr-
ir mig báðar leiðir. Ég sagði honum
líka að ég þyrfti að fara í margar
aðrar vitjanir og sjúkrahúsið væri
fulit af sjúklingum. En hann suðaði
í mér að koma aftur næsta dag.
Ég lét undan að lokum og sagði:
„Allt í lagi, ég skal koma afturábak
á morgun." Ég hélt að ég væri að
segja að ég ætlaði að koma til baka
á morgun, en þú sérð hvemig þetta
mistókst hjá mér. Nú, þau hlógu
öll einhver ósköp á heimilinu og ég
skildi ekki hvers vegna. En strax
næsta dag var sagan flogin um all-
ar sveitir. En svo að við snúum
okkur að alvarlegri málum þá'urðu
margir frumbýlinganna hér að
yfírstíga marga raun og þrenging-
ar. Foreldrar mínir og foreldrar
Dorisar fundu til djúprar samúðar
með því fólki sem þola mátti slíkt
harðræði. En við njótum þess í dag
að flestum innflytjendanna tókst
að laga sig að þeim aðstæðum sem
hér vom fyrir hendi og lifa þar með
af.
En áður en við ljúkum þessu
spjalli langar mig til að benda á
eitt mikilvægt atriði. Ég er stoltur
af hinum íslenska arfi og veit að
Doris er það líka. En ættland okkar
er Kanada og _á það leggjum við
mesta áherslu. í Kanada býr saman
fólk frá mörgum mismunandi þjóð-
um. En okkar land — Kanada —
sameinar okkur öll. Við setjum öll
sameiginlega stolt okkar í að vinna
því landi vel og höfum þar með
bætt nýjum þætti í líf okkar allra.
Það er okkar arfur — og það er
hann sem mun vara.“
Brávallagata 92 á snældu
ÚTVARPSSTÖÐIN Bylgjan hef- varpað á Bylgjunni á tímabilinu
ur gefið út snældu með 18 þáttum júní til ágúst og á snældunni er 90
af Brávallagötu 92. mínútna efni af heimili þeirra Hall-
Þessum þáttum hefur verið út- dórs og Bibbu.
Nidar Bergene
gott
gott
gæða
konfekt
á góðu verði
M / M
M/M * * *
íslens'7////
Ameríska
Módelsmíði er heillandi tómstundagaman, sem stunduð er af fólki á
öllum aldri. Vönduðu plastmódelin frá REVELL fást nú í geysilegu
úrvali: Flugvélar, bílar, mótorhjól, bátar, geimför, lestirog hús í öllum
mögulegum gerðum og stærðum. Póstsendum um land allt
í FRÁBÆRU ÚRVALI