Morgunblaðið - 17.12.1987, Page 20
20 C
MORGUNBLAÐIÐ, PIMMTUDAGUR 17. DESEMBER 1987
Hluti þátttakenda og gesta á
hátíðardagskrá Amnesty.
Morgunblaðið/Sv^rrir
Ævar Kjartansson formaður ís-
landsdeildar Amnesty Intern-
ational.
Amnesty International:
Mannréttindadags Sam-
einuðu þjóðanna minnst
ALÞJÓÐLEGUR mannréttinda-
dagur Sameinuðu þjóðanna var
10. desember siðastliðinn og í
tilefni af þvi gekkst Amnesty
International fyrir hátíðardag-
skrá og listmunauppboði á Hótel
JBorg.
A liðnum árum hefur Islandsdeild
Amnesty International haldið þenn-
an dag hátíðlegan með opinberum
samkomum til að minnast þess að
þá var Mannréttindayfirlýsing Sam-
einuðu þjóðanna undirrituð árið
1948. Samtökin vilja minna al-
menning á efni sáttmálans og vekja
athygli á starfi Amnesty Internatio-
nal, en það byggist á þessari yfirlýs-
ingu.
Ævar Kjartansson formaður Is-
landsdeildarinnar setti hátíðina en
síðan flutti Thor Vilhjálmsson rit-
höfundur ávarp. Þóra Fríða
Sæmundsdóttir píanóleikari og Sig-
urður Bragason barítón fluttu
nokkur lög og einnig Bubbi
Morthens. Þá annaðist Gallerí Borg
uppboð á verkum sem margir kunn-
ir myndlistamenn höfðu gefíð til
styrlrtar starfí Amnesty.
Stjömustælar
er þriðja bók Andrésar um Eyjapeyjann.
eldhressa, Jón Agnar Pétursson, sjálfstætt
framhald af hinum tveimur. Nú hyggst Jón
Agnar spreyta sig á leiklistinni. Hann fær
hlutverk í kvikmyndinni Hjartagosanum en
margt fer öðruvfsi en ætlað er. Björnínn er
ekki unninn þó að Barði kvikmyndaleikstjóri
haldi því fram að hann sé fæddur leikari. Þó
fer gamanið fyrst að kárna þegar í Ijós
kemur að hann á ekkí að leika hetju i anda
Sylvester Stallone heldur ástarhlutverk á
móti þessari stelpu frá Akureyri. Fyrirsjáan-
legt er að það verða ekki góð tíðindí fyrír
Ragnhildi, hina einu sönnu. En úr öllum
flækjum má greiða með kænsku og smástæl-
um. . . Stjömustælar er 196 bls.
Verð: 1.375,-
lEEa
Mal og menning Ea
Andrés tndriðason þarf vart að kynna
fyrir íslenskum börnum og unglingum. Hann
hefur á undanförnum árum unnið sér sess
sem einn afkastamestí og vandvirkasti
unglingabókahöfundur hér á landi. Bækur
hans hafa verið með afbrigðum vinsælar og
nægir þar að nefna Fjórtán bráðum
fimmtán, Töff týpa á föstu, Með stjömur
augum og svo bækurnar um Jón Agnar
Pétursson, Bara stælar! og Enga stæla!. Nú
koma út tvær nýjar bækur eftir Andrés
Indriðason.
Húsin að Holti, Borgarhreppi, þar sem Þroskahjálp Vesturlands
hefur rekið sumardvalarheimili fyrir þroskahefta síðastliðin tvö
sumur.
Vesturland:
Afmælisfagnaður
Þroskahjálpar
Borgarnesi.
NÝLEGA efndi Þroskahjálp
Vesturlands til afmælisfagnaðar
í Hótel Borgarnesi i tilefni af tíu
ára afmæli félagsins. í ávarpi
Einars Jónssonar, formanns fé-
lagsins, kom fram að starfsemi
sumardvalarheimilisins að Holti,
Borgarhreppi, hefði gengið mjög
vel síðastliðið sumar.
í ávarpi sínu gerði Einar Jónsson
grein fyrir tilurð félagsins og til-
gangi og markmiði þess. Þá rakti
Einar sögu þeirrar uppbyggingar
sem félagið hefur staðið fyrir að
Holti. Sérstaklega minntist hann í
því sambandi Benjamíns Ólafsson-
ar, fyrrum bónda að Holti, sem er
nýlega látinn. Hefði Benjamín
reynst félaginu ómetanlega. Hefði
Benjamín ánafnað félaginu jörðina
Holt og einnig lagt fram fé til upp-
byggingar á staðnum. Sagði Einar
að gert hefði verið við gamla íbúðar-
húsið að Holti 1984 og árið 1986
hefði verið byrjað á nýbyggingu
sem vígð hefði verið í maí 1987.
Að Holti hefði nú verið starfrækt
sumardvalarheimili fyrir þroska-
hefta sl. tvö sumur og hefði sú
starfsemi gengið mjög vel. Þá sagði
Einar að framundan væri áformað
öflugt innra starf hjá félaginu og
stefnt yrði að áframhaldandi upp-
byggingu aðstöðunnar að Holti.
Leikhópur frá þjálfunarskólanum
Stjömugróf kom í heimsókn á af-
Morgunblaðið/Theodór Kr. Þórðarson
Einar Jónsson, formaður Þroska-
hjálpar Vesturlands, flytur ávarp
á tíu ára afmæli félagsins.
mælisfagnaðinn og flutti tvo leik-
þætti við mikinn fögnuð afmælis-
gesta.
í tilefni afmælisins barst félaginu
20 þúsund króna gjöf frá Sambandi
borgfírskra kvenna.
- TKÞ
Morgunblaðið/Árni Helgafion
Jólatréð sem Drammen i Noregi gaf Stykkishólmi er stórt og fallegt.
Stykkishólmur:
Kveikt á jólatré
Stykkishólmi.
KVEIKT var fyrir skömmu á
jólatré sem vinarbær Stykkis-
hólms í Noregi gaf bænum.
Það er Drammen í Noregi sem
sendir Hólmurum jólatré ár hvert.
Jólatrénu var komið fyrir í Hólm-
garði, skrúðgarði Stykkishólmsbúa,
og önnuðust það Högni Bæringsson
og Guðjón Jóhannsson.
— Arni