Morgunblaðið - 17.12.1987, Síða 21

Morgunblaðið - 17.12.1987, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. DESEMBER 1987 € 21 Jólablóm og meðferð þeirra eftir Óla Val Hansson Hér í blaðinu var nýlega vikið að tveimur stofuplöntum sem þykja mjög vinsælar fyrir jólin, nóvemb- erkaktus og jólastjörnu. Nú skal farið nokkrum orðum um önnur blóm sem notuð eru mikið um jólin, til að gera hátíðahaldið sem ánægjulegast og minnisstæðast. Þar eru efst á blaði laukblóm. A þessum tíma hafa þau eitthvað það við sig umfram annað sem gerir þau hvarvetna vinsæl og mikils metin. Sem jólablóm eru það fyrst og fremst litmildar og ilmríkar hýas- intur, bleikar, hvítar eða bláar, sem gegna aðalhlutverkj í lifandi borð- skreytingum. Hvað þetta snertir eiga þær mjög vaxandi hóp aðdá- enda. Hýasintublóm eru ætíð seld á lauk en hann nærir þær nokkuð og þær blómgast lengur fyrir bragðið. Þær eru einnig fáanlegar í pottum, en þannig geta þær staðið í blóma aðeins lengur en þær fyrri, sem eru án moldar og hafa lítið af rótum á lauknum. Það verður því að gæta þess með þær síðari að vökva þær aldrei það mikið í senn að laukurinn standi að staðaldri í vatni. Þó þarf ávallt að haldast jafn raki umhverf- is laukinn. Er því ráð að setja vott af mold undir laukinn og síðan mosa umhverfís hann sem haldið er vel rökum. Fylgist síðan daglega með rákanum. Hýasintur úr pott- um sem standa í mold þola að þoma svolítið milli þess að vökvað er, en þó aldrei þannig að mold verði skraufþurr á yfírborði. Standi hýas- intur að staðaldri við venjulegan stofuhita teygir blómklasinn sig fljótt og neðri blómin sölna skjót- lega. Komið þeim því fyrir á svölum stað á næturnar, þá endist fegurð þeiira mun lengur. Önnur laukblóm jóla og vetrar eru afskorin. Þar ber mest á lit- fögrum túlipönum. Þeir fá sérstaka meðferð til þess að unnt sé að fá þá í blóma fyrir jól. Fallegur vasi með túlipönum hefur löngum vakið hrifningu, samanber hlutverk þeirra í óteljandi listaverkum málara. Ekki má heldur gleyma hinni unaðsfögru riddarastjörnu, sem þarf háan vasa til þess að njóta sín. Önnur hátíðablóm sem sjást fyrir jól eru fjölblóma janúarliljur eða blendingar þeirra. Eins er jafn- an ætíð nokkuð fyrir hendi af öðrum blómum, chrysu, íris, gerberu, nell- ikkum, rósum og sóllilju svo það algengasta sé nefnt. „Nú skal farið nokkrum orðum um önnur blóm sem notuð eru mikið um jólin, til að gera hátíða- haldið sem ánægjuleg- ast og minnisstæðast.“ um bætir það einnig (séu stönglar trénaðir) að skera dálítið lóðrétt upp í stilkinn. 2. Setjið blómin í yljað vatn. Komið þeim síðan fyrir á svölum stað í 1—2 klst. 3. Gangið þar næst endanlega frá þeim í hentugum, tandurhrein- um vasa. Hafið vatnið volgt og setjið í það skammt af blómafæðu sem fæst í blómaverslunum og sjálf- sagt víðar. Hún nærir ögn blómin og tekur fyrir öra fjölgun örveru- gróðurs í vatninu. 4. Látið vatnið aðeins ná 5—10 sm upp á stilkinn allt eftir tegund- unum (5 sm á laukblómum) og varist að láta blöð vera undir vatns- borði. Þá fúlnar vatnið fljótt og það dregur úr endingu blómanna. 5. Lítið daglega eftir vatninu. Það eyðist ört við stofuhita, einkum gildir það um túlipana. Bætið í vatni í tæka tíð ásamt blómafæðu, en sé hún ekki notuð verður að skipta alveg um vatn daglega, því örveru- gróður eykst fljótlega umhverfis stilkenda og truflar vatnsupptöku. Þannig geta blóm dáið af vatns- skorti þótt þau standi í fullnægjandi vatni, nái vatnið að fúlna. 6. Ef blómin slappast fljótlega eftir að þeim hefur verið hagrætt í vasa, endurtakið þá, atriði 1 og sveipið þeim síðan í dagblað og setjið mjög djúpt í volgt Vatn í fötu í svalt umhverfí dálitla stund. 7. Forðist að láta blómin standa við dragsúg eða nálægt ofnum þar sem loft er jafnan á hreyfingu. Mikil reykjarstybba styttir einnig lífdaga þeirra. Sama gildir um þroskaða ávexti í nærveru blóma. 8. Geymið ætíð afskorin blóm á svölum stað að nóttu tll. Akjósan- legur hiti er 4—5°, en ein og ein tegund þarf þó aðeins hlýrra um- hverfi, t.d. flammingóblóm, brönu- gras, riddarastjama og kóralgrein- ar, ca. 12°. 9. Afskornir jólatúlipanar eru oft all stuttir en þeir lengjast-fljótt. Þyki þeir verða of langir er ekkert því til fyrirstöðu að stytta stilkenda þeirra einstaka sinnum. Höfundur er fyrrverandi garð- yrkjuráðunautur. HAUSTHÁPPDRÆTTI 'LOKKSINS 1987 VERÐMÆTIVINNINGA SAMTALS KR. 4.000.000 DREGIÐ 18. DES. 1987 VERÐ KR. 300,00 Meöferð á af- skornum blómum Hér eru að lokum ábendingar varðandi aðhlynningu og umhirðu: 1. Takið blómin strax úr umbúð- unum þegar þau hafa verið fengin því þau þola ógjaman bið. Sníðið 1—2 sm neðan af stilkendunum undir vatni til að koma í veg fyrir að þeir dragi upp loft. Sníðið á ská. Þá verður stærri flötur fyrir vatns- upptöku og aðeins bláendi stilksins nemur þá við botn yasans, en það er mikilvægt atriði. í sumum tilvik- Kveikt á jólatré í Garðabæ KVEIKT verður á jólatré við Garðatorg laugardaginn 19. des- ember kl. 15.30. Sendiráðsritari Norðmanna af- hendir jólatréð sem er gjöf frá Asker í Noregi, vinabæ Garðabæj- ar. Jólasveinar koma í heimsókn. Unnt er að greiða með greiðslukortum með því að hringja í síma 82900. Skrilstoían er opin til klukkan 22. Hringið á skrilstoíuna, gíróseðilinn í bankann, lítið við í Valhöll. HAUSTHAPPDRÆTTI SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS -' HÓTH. ■ AIEXA.VÖRA ■ MatStóASTOf A

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.