Morgunblaðið - 17.12.1987, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 17.12.1987, Qupperneq 24
24 C MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. DESEMBER 1987 Klukkan var níu að morgni föstudaginn 4. desember síðastlið- inn þegar lestin lagði af stað frá King's Cross-brautarstöðinni í Lundúnum. Meðal farþega var for- seti íslands, Vigdís Finnbogadótt- ir, og fylgdarlið hennar. Ferðinni var heitið til Jórvíkur, sögufrægrar borgar í norðausturhluta Eng- lands. Jórvík nútímans er ekki stór borg á enskan mælikvarða; þar eru íbúar nú álíka margir og íbúar Stór-Reykjavíkursvæðisins. En Jórvík er samt stórbrotin borg með mikla sögu og fjölbreytta. Enn má þar til dæmis sjá minjar frá þeim tíma er Rómverjar sátu í ■borginni. Yfirráð þeirra stóðu allt fram á 5. öld eftir Kristsburð er Engilsaxar héldu innreið sína í Jórvík. Þeir settu næstu aldimar svip sinn á borgina sem varð kirkjuleg miðstöð Norður-Eng- lands auk þess að vera höfuðborg Norðymbralands, eins hinna sjö konungdæma Engilsaxa til foma. Árið 866 náðu norrænir víking- ar Jórvík á sitt vald og settust þar að. Varð borgin um skeið mikil miðstöð víkinga og verslunar og blómatími fór í hönd. Jórvík varð ein stærsta, auðugasta og fræg- asta borgin í öllu Bretlandi, auk þess að vera ein mikilvægasta verslunarmiðstöðin í Evrópu. Þeir norrænu menn, sem um langt skeið settu svip sinn á Jórvík, komu meðal annars alla leið frá íslandi. Það var því auðvitað ekki illa til fundið hjá Jórvíkurbúum nútímans að bjóða í heimsókn ein- um afkomenda þessara manna, Vigdísi Finnbogadóttur, forseta íslands. í fylgd með henni vom meðal annarra: Ólafur Egilsson, sendiherra íslands í Bretlandi og eiginkona hans, Ragna Ragnars; sendiherra Bretlands á Islandi Mark Chapman og eiginkona hans Patricia; Magnús Magnússon, sá víðkunni rithöfundur og sjónvarps- maður og eiginkona hans, Mamie; og Sir David Wilson, forstjóri Brit- ish Museum ásamt eiginkonu sinni, Lady Wilson. Eftir rúmlega tveggja klukku- stunda lestarferð frá Lundúnum var komið á áfangastað. Lestin renndi í hlað á brautarstöðinni í Jórvík, þar sem borgarstjórinn, Malcolm J. Heppell, tók á móti forsetanum, ásamt fleiri hefðar- mennum. Heppell er jafnframt forseti Fornleifastofnunar Jórvík- ur (York Archaeological Tmst), sem veg og vanda hafði af því að undirbúa skoðunarferð Vigdísar Finnbogadóttur um borgina. For- stjóri Fomleifastofnunarinnar, Peter Addyman, var einnig í mót- tökunefndinni og vísaði gestum til St. Saviour’s-kirkju, fornfrægrar byggingar og glæsilegrar. Fyrir- hugað er að þessi kirkja verði eins konar fomleifamiðstöð, staður sem almenningur getur sótt, fylgst með og tekið þátt í starfi fomleifa- fræðinga, handleikið foma muni og komist þannig í snertingu við liðna tíð. Það er hin öfluga Fom- leifastofnun Jórvíkur sem stendur fyrir þessum framkvæmdum en starf þessarar stofnunar var nánar kynnt forseta íslands og fylgdar- liði hennar er höfuðstöðvamar vom heimsóttar. Þar hefur verið og er unnið geysilega mikið starf í tengslum við varðveislu margví- slegra fomminja, fomum munum haldið til haga, teikningar og upp- drættir gerðir að fomum mann- virkjum, sem láta æ meir undan síga, og þannig mætti lengi telja. A vegum stofnunarinnar hefur meðal annars verið unnið að útg- áfu slíkra teikninga og uppdrátta og í lok skoðunarferðarinnar í höfuðstöðvamar afhenti Peter Addyman Vigdísi forseta að gjöf uppdrátt að kirkju einni, sem Fomleifastofnunin hefur látið til sín taka. Víkingasafnið Eftir að hafa kynnt sér starf Fomleifastofnunar Jórvíkur héldu forsetinn og fylgdarlið hennar til hádegisverðar í boði borgaryfir- valda en síðan hélt skoðunarferðin um Jórvík áfram. í hjarta borgar- innar er Víkingasafnið (Viking Centre), vinsælasti ferðamanna- staðurinn í Jórvík. Það var árið 1976 sem fomleifafræðingar tóku að vinna að uppgreftri þar sem Víkingasafnið er nú. Undir yfir- borði nútímaborgarinnar var komið niður á fjölbreyttar minjar frá víkingatímanum, húsarústir og margvíslega muni sem tilheyrðu fólki því er þama bjó er Jórvík var aðsetur norrænna manna. Þama vom meðal annars ótrúlega vel varðveittar leifar timburhúsa, auk ýmiss þess er kom við sögu í dag- legu lífí fólks frá þessum tíma. Var þetta eins og gefur að skilja mikill hvalreki á fjörur fomleifa- fræðinga og vakti athygli víða um heim. Meðal þeirra sem kynntu sér uppgröft þennan, var þáverandi forseti íslands, dr. Kristján Eld- jám. Þjóðhátíðarsjóður veitti á sínum tíma styrk til að létta undir við kostnaðinn vegna rannsókn- anna í Jórvík. Á grundvelli minja þeirra, sem fram komu við hinn umfangsmikla uppgröft ákvað Fomleifastofnun Jórvíkur að koma á legg veglegu safni, sem veitt gæti nútímamann- inum innsýn í það líf sem blasti við í borginni fyrir þúsund árum síðan. Árangurinn varð stórfeng- legur og Víkingasafnið í Jórvík er nú meðal mest sóttu safna í Eng- landi. Hafa nú hvorki fleiri né færri en þijár milljónir manna kynnt sér það sem safnið hefur upp á að bjóða frá því það var opnað snemma á níunda áratugn- um. Þama dvaldist forseti íslands drykklanga stund ásamt fylgdar- liði sínu og fékk innsýn í aðbúnað og lifnaðarhætti fólks á víkingatí- manum. Að lokinni fróðlegri heimsókn í Víkingasafnið var haldið í dóm- kirkju Jórvíkur (York Minster), geysimikla byggingu og glæsilega, mnan jafnt sem utan. Kirkja þessi var í byggingu allt frá þrettándu öld og fram á þá fimmtándu og er hin mikilfenglegasta að sjá. Þama leiddu kirkjunnar menn Vigdísi forseta um sali og bentu Á brautarstöðinni í Jórvík. Á myndinni eru, frá vinstri: Peter Addyman, forstjóri Fomleifastofnunarinn- ar, Ólafur Egilsson, sendiherra, Vigdís Finnbogadóttir, Komelíus Sigmundsson, forsetaritari, Malcolm J. Heppell, borgarstjóri í Jórvík, A.R. Mitchei frá bresku járabrautunum. Vigdís Finnbogadóttir við vegg, sem hefur að geyma brot af þeim minjum sem hafa fundist við upp- gröftinn í Jórvík. á helstu dýrgripi dómkirkjunnar og djásn. Heimsókn forseta íslands til Jórvíkur lauk síðan á Royal York Hotel. Þar hitti Vigdís meðal ann- arra að máli hóp Islendinga, sem búsettir em í Yorkshire og Hum- berside og komnir voru gagngert til Jórvíkur til að hitta forseta fóst- uijarðar sinnar. Var það ánægju- leg stund og hefðu samræður vafalaust getað orðið langar en Lundúnalestin beið. Fróðlegri for- setaferð til Jórvíkur var lokið. Forseti íslands slær mynt að foraum sið. * Forseti Islands fer til Jórvíkur TEXTI: Valdimar Unnar Valdimarsson MYNDIR: Kristinn Ingvarsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.