Morgunblaðið - 17.12.1987, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. DESEMBER 1987
C 27
Rannveig Bragadóttir:
„Frábært tækifærí að fá
að vinna með þessu fólki“
— segir fyrsti íslendingurinn sem hefur samning við stúdío Vínaróperunnar
TEXTI OG MYNDIR: ANNA BJARNADÓTTIR
Milli tvö- og þijúhundruð ungir söngvarar reyna á hverju
ári að komast á samning í svokölluðu stúdíói Vínaróperunn-
ar. Þeir syngja fyrir dómnefnd og heyra frá henni seinna
ef þeir eru meðal hinna heppnu. Tíu bestu söngvurunum er
boðið að syngja fyrir hljómsveitarstjórann og óperustjórann
í júní. Þeir velja fimm söngvara úr hópnum og veita þeim
tveggja ára samning. Hinir mega eiga sig. íslenskir söngvar-
ar hafa spreytt sig á prufusöng fyrir stúdíóið en aðeins einn,
Rannveig Fríða Bragadóttir, hefur komist að fram til þessa.
Hún byrjaði að starfa fyrir alvöru í haust. Og nú sést hún
á mynd úr óperunni Iphigenie og Aulide eftir Gluck utan á
einu fremsta óperuhúsi heims.
„Ég söng fyrir dómnefnd stúd-
unni,“ sagði hún, hálfvegis í
gríni. „Ég hef ekkert gert til að
koma mér á framfæri þar en
auðvitað hefði ég áhuga á að
taka þátt í tónlistarstarfinu
heima. En ég er gift Austurríkis-
manni og býst ekki við að búa á
íslandi. Ég yrði þó mjög þakklát
og hamingjusöm ef ég fengi
tækifæri til að syngja þar.
Ég steftii nú að því að koma
mér upp efnisskrá og ætla að
reyna að koma mér á framfæri
hér. Ég hef miklar mætur á hlut-
verkt Cherubino í Brúðkaupi
Fígarós og Dorabellu í Cosi fan
Tutte. Einnig hef ég mjög gaman
af bamaóperunni Hans og Grétu
eftir Humperdink sem er flutt
hér á hveiju ári fyrir jólin. Mér
var boðið hlutverk í henni í
Þýskalandi núna en hafði ekki
tíma til að taka því. Það var leið-
inlegt en ég sætti mig við það
af því að stjómandinn sagði að
ég gæti sungið hlutverkið ein-
hvem tíma seinna."
Umboðsmenn fylgjast grannt
með ungu söngvumnum í stúdíói
Vínaróperunnar. Þeir sem kom-
ast þar að og standa sig hafa
íósins í janúar 1987,“ sagði
Rannveig, en hún hefur verið í
söngnámi í Vín í fimm ár.
„Söngvarar sem hafa möguleika
á að komast að em yfirleitt beðn-
ir um að koma aftur í júní og
syngja þá á sviði ópemnnar fyrir
Abado, hljómsveitarstjóra, og
Drese, óperastjóra. Ég fékk strax
góðar viðtökur í dómnefndinni
og Emst Marzendorfer, tónlistar-
stjóri stúdíósins, hringdi í mig
viku eftir að ég söng og bauð
mér aðalhlutverkið í Telemaco
eftir Gluck sem hann stjómaði í
Hellbmnn í sumar. Ég tók því
náttúmlega. Skömmu eftir að
hann talaði við mig fór ég í söng-
ferðalag með skólanum en þegar
ég kom heim úr því var haft sam-
band við mig aftur og mér boðið
lítið hlutverk í nútímaópem eftir
Peter Ronnefeld í tilraunaleik-
húsi sem stúdíóið er með í
Kunstlerhaus hér í Vin. Ein söng-
konan hafði verið rekin og ég
kom í hennar stað. Ég fékk því
starf í stúdíóinu mánuði eftir að
ég söng prafusönginn og þurfti
ekki að syngja á sviðinu fyrir
stjómendurna í júní. Ég fékk
tveggja ára samning og byijaði
að vinna á fullu í haust."
Stúdíóið ræður ungt og efni-
legt fólk og veitir því tækifæri
til að starfa með reyndu, góðu
fólki. Rannveig er 25 ára og
næst yngst í stúdíóinu. Dagurinn
hjá henni er svo þaulskipulagður
að það er ekki hlaupið að því að
hitta hana. Hún hefur söngæf-
ingar af ýmsu tagi, ballet- og
skylmingatíma og tilsögn í öndun
og sviðshreyfíngum. „75 ára
görnul kona, sem er margfaldur
heimsmeistari í skylmingum,
kennir okkur öndun og hreyfing-
ar, þekktir söngvarar þjálfa
okkur í túlkun og fyrsta flokks
undirleikarar æfa með okkur
hlutverk. Það er frábært tæki-
færi að fá að vinna með þessu
fólki,“ sagði Rannveig. Hún tek-
ur nú þátt í sýningum á Iphigenie
og Aulide í litlu hlutverki og er
að æfa Valkyijumar eftir Wagn-
er sem varasöngvari.
Herbergið fylltist af
sterkum tónum
Hún leyfði mér að koma með
sér í tíma með undirleikara sem
var að æfa með henni hlutverk
Waltraute í Valkyijunum. Við
höfðum aldrei hist en mældum
okkur mót við sviðsdyr ópemnn-
ar. Rannveig kom hlaupandi
nokkrum mínútum of seint og
það hvarflaði að mér að þessi
smávaxna, blíðróma stúlka gæti
kannski ekki sungið á æfingunni
af einskærri mæði. Við gengum
eftir löngum, heldur óvistlegum
göngum að stórri lyftu og tókum
hana. Loks komum við inn í lítið,
tjöldum klætt herbergi, þar sem
hátt var til lofts og píanóleikari
beið við stóran flygil. Rannveig
stillti sér upp við púlt og raðaði
nótnablöðum fyrir framan sig.
Píanóleikarinn byrjaði að spila
og allt í einu fylltist herbergið
af sterkum, háum söngtónum.
Ég hrökk við og átti bágt með
að trúa að Rannveig byggi yfír
slíkum raddstyrk. En margur er
knár, þó hann sé smár. Þau fóm .
„Ég myndi ekki vijja fórna fjölskyldu fyrir frægð og
Rannveig bendir á mynd af sér í Iphigenie og Aulide
utan á Vínaróperuhúsinu.
hratt yfír hlutvek Waltraute.
Píanóleikarinn raulaði hlutverkin
í kringum hennar part en hún
gaf ekkert eftir í sínu stykki.
Hún þurfti nokkmm sinnum að
endurtaka og píanóleikarinn
sagði henni til en undir lokin
sagði hann að hún hefði sungið
hlutverkið mjög vel. „Þú ert með
réttu röddina fyrir það,“ sagði
hann.
Rannveig hafði gaman af að
syngja sem krakki. „Ég söng allt-
af vel og byijaði snemma að
syngja í kirkjukór Grensásssókn-
ar,“ sagði hún. „Ég var síðan í
kór Þorgerðar Ingólfsdóttur í
Menntaskólanum í Hamrahlíð og
söng einsöng með honum. Ég var
í söngtímum hjá Má Magnússyni
í fjögur ár og söng þá sópran.
Það gekk aldrei mjög vel og ég
var að hugsa um að hætta söng-
náminu eftir stúdentspróf.
Helene Caraso var þá með nám-
skeið heima og ég fór á það. Þar
kom í ljós á fyrsta degi að ég
ætti að syngja mezzosópran og
ég hef gert það síðan. Caruso
vildi fyrst ekki taka mig í nám
en fyrir tilstilli Más féllst hún á
það og ég fór til Vínarborgar
tveimur mánuðum síðar. Röddin
var fyrst mjög stirð og ómöguleg
en það lagaðist sem betur fer.
Ég tók inntökupróf í tónlistar-
háskólann um leið og Signý
Sæmundsdóttir og Kristinn Sig-
mundsson og við vomm öll tekin
einróma inn.“ Rannveig á tvö ár
eftir í skólanum og ætlar að halda
náminu áfram með starfinu í
ópemnni. „Skólinn hefur upp á
mjög margt að bjóða og ég ætla
að notfæra mér það,“ sagði hún.
„Ég held til dæmis áfram í ljóða-
söng.“
Uppfærslan á Telemaco í Hell-
bmnn í sumar fékk góða dóma.
Óperan var flutt á steinsviði í
kastalagarðinum fyrir utan Salz-
burg en ópera á þýsku var flutt
þar í fyrsta skipti á 17. öld. Tel-
emaco var miðpunktur Hell-
bmnn-listahátíðarinnar. Hátíðin
er haldin árlega fyrstu tvær helg-
amar í ágúst. „Eg hef heyrt að
við fengum mjög góða dóma,“
sagði Rannveig, „En ég hef því
miður ekki séð neina nema í
haustútgáfu enska blaðsins Op-
era.“ Þar er hún nefnd sérstak-
lega og sögð hafa haft gott vald
á hlutverki sínu.
Hefur ekki haft sig
í frammi heima
Rannveig hefur ekki sungið á
íslandi síðan hún fór út í nám.
„Ég myndi kvíða meira fyrir að
syngja heima en hér í Vínaróper-
Rannveig gaf ekkert eftir þegar hún
fór yfir hlutverk Waltraute í Valkyij-
llnilm
því góða framtíðarmöguleika.
„Það kemur fyrir að söngvarar
úr stúdíóinu séu fastráðnir hér
við óperuna," sagði Rannveig.
„Það þykir þó ekki n\jög eftir-
sóknarvert af þvi að þeir festast
yfírleitt í litlum hlutverkum. Hér
fá aðeins þekktir söngvarar sem
hafa sungið annars staðar að
syngja aðalhlutverkin. En þeim
sem hafa verið hér í stúdíóinu
gengur yfirleitt vel að fá störf í
smærri ópemhúsum, til dæmis f
Þýskalandi."
Eiginmaður Rannveigar er
bamakennari og listmálari.
„Hann hefur mikinn áhuga á
mínu starfi og vill að mér gangi
vel,“ sagði hún. „Hann er skiln-
ingsríkur og hjálpsamur á
heimilinu. Samkeppni söngvara
er mjög hörð og það er ekki nema
öriítill hluti söngvara sem kemst
áfram að námi loknu. Ég geri
mér grein fyrir að það fer ekki
saman að hefja söngferilinn og
eiga böm um leið. Hér í Evrópu
er það ekki hægt. Það tekur eitt
til tvö ár frá söngstarfinu að eiga
bam og það er erfitt að byija
aftur nema maður hafí þegar
skapað sér nafn. Það á eftir að
koma í ljós hversu góð söngkona
ég er og hvemig mér vegnar í
starfi. En ég myndi ekki vilja
fóma fjölskyldu fyrir frægð og
frama. Ég vildi heldur missa
röddina en að vera alltaf bam-
laus.“