Morgunblaðið - 17.12.1987, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. DESEMBER 1987
C 29
Kristur sagði við Nikódemus:
Sannlega, sannlega segi ég þér,
ef maðurinn fæðist ekki af vatni
og anda, getur hann ekki komist
inn í guðsríkið. Jh. 3:5.
Hér er ekki átt við vatn heldur
orð Guðs.
Eftir ráðsályktun sjálfs sín fæddi
hann oss með sannleiksorði, til
þess að vér skyldum vera nokkurs
konar frumgróði skepna hans. Jk.
1:18.
Þér____eruð endurfæddir ekki
af forgengilegu sæði, heldur ófor-
gengilegu, fyrir orð Guðs .., Og
þetta er orð fagnaðarerindisins,
er yður hefur verið boðað. 1. Pt.
1:23,25.
Vatn hefur engan mátt til að
kveikja líf í sálu sem er glötuð, en
orð Guðs getur það, því að Kristur
segir:
Það er andinn, sem lífgar,
holdið megnar ekkert. Orðin, sem
ég hefi talað til yðar, þau eru andi
og þau eru líf. Jh. 6:63.
Orð Guðs er innblásið Heilögum
anda, og Heilagur andi vinnur í
hjörtum manna í gegnum orðið.
Vatnið í fontinum er ekki hlaðið
krafti til hjálpræðis, og verður aldr-
ei að töfravatni, þrátt fyrir einlæg-
ustu bæn prests, vegna þess að
biblían segir að það sé orðið sem
Guð hefur valið til þess að frelsa
mennina.
Því að þar eð heimurinn með
speki sinni þekkti ekki Guð í speki
hans, þóknaðist Guði að gjöra
hólpna með heimsku prédikunar-
innar þá, er trúa. 1. Kor. 1:21.
Orð Guðs er náðarmeðal, og í
því er allt sem þarf til frelsunar.
Menn heyra orðið, trúa orðinu, fá
hreinsun vegna orðsins, endurfæð-
ast fyrir orðið, fá andlega fæðu úr
orðinu (Mt. 4:4), og fá styrk til að
sigra syndina í orðinu (1. JH. 2:14,
Sl. 119:11).
Það er ekki að ástæðulausu að
menn tala um skím þjóðkirkjunnar
sem kukl. Ef það sem Einar segir
um skímarskilning kirkju sinnar er
rétt — s.s. að bam endurfæðist, fær
Heilagan anda, hlýtur fyrirgefningu
synda og verður barn Guðs þegar
prestur eys vatni yfir það áður en
það veit nokkum hlut — þá er eng-
in þörf fyrir réttlætinguna fyrir trú.
En skím er í orði Guðs, og Krist-
ur stofnaði hana.
Sá, sem trúir og verður skírður,
mun hólpinn verða, en sá, sem ekki
trúir, mun fyrirdæmdur verða. Mk.
16:16.
Það stendur ekki að þeir sem
ekki láta skírast verði fyrirdæmdir,
heldur þeir sem ekki trúa. í þjóð-
kirkjunni er mönnum ekki heimilt
að láta skíra sig fyrir aðra menn,
og sömuleiðis getur enginn tekið
trú á Jesúm Krist fyrir aðra. Allir
þurfa að trúa á Krist sjálfviljugir,
og að vera sér meðvitandi um það.
Síðan að láta skírast eins og sagt
er frá í Nýja testamentinu.
í áttunda kafla Postulasögunnar
lesum við um etíópiska hirðmanninn
sem Filippus hitti á leiðinni til Gasa.
Þessi maður las orð Guðs, en skildi
það ekki.
Filippus lauk upp munni sínum
og tók til á ritning þessari og boð-
aði honum fagnaðarerindið um
Jesúm. En er þeir fóru áfram veg-
inn, komu þeir að vatni nokkru, og
hirðmaðurinn segir: Sjá, hér er
vatn, hvað hamlar mér að skírast?
En Filippus sagði: Ef þú trúir af
öllu hjarta, er það heimilt. En hann
svaraði og sagði: Eg trúi að Jesús
Kristur sé guðs-sonurinn. Og hann
lét vagninn standa við. Og þeir stigu
báðir niður í vatnið, Filippus og
hirðmaðurinn, og hann skírði hann.
P. 8:35-38.
Þeir stigu báðir niður í vatnið.
Þetta var niðurdýfingarskím, og sú
skím var heimil vegna þess að hann
trúði. Þessi skím er heimil öllum
sem trúa, og vantrúaðir eiga enga
hlutdeild í henni.
í dag er ekki minni þörf á réttlæt-
ingu fyrir trú en var á dögum
Lúthers. Það var kenningin um rétt-
lætinguna fyrir trú sem kom
siðaskiptunum af stað, og ég trúi
því ,að enn sé mikill kraftur í henni.
Guð gefi það að við eigum eftir að
sjá hér á landi þann kraft sem býr
í prédikun orðsins.
Höfundur er prentari.
HAFÐUALLTÁ
HREINU
FÁÐU ÞÉR
&TDK
!
rímlagluggatjöldin frá
Þessi stórkostlegu gluggatjöld eru til í
ótrúlegu litaúrvali, sem við
framleiðum eftir máli.
pílu
gluggatjöld Suðurlandsbraut 6, símar: 83215
Q
O'
ö
dd
O'
W
Þd
Þd
BÓLU HJÁLMAR
Dr. Eysteinn Sigurðsson
HJALMAR
Eysteinn Sigurðsson
Uax Sít^awuv
tftýyi -c ,
&*► wbtúfci (>kv-
aWSSStófc
/fffjf/rmrS!b/í >.% v.ift
l»I ir. Jf Wí. þvú lr
Þetta er bók um Hjálmar Jónsson frá
Bólu, ævi hans og skáldskap. Höfundur
segir í öllum meginatriðum ævisögu
Hjálmars, en fjaUar einnig mikið um
kveðskap hans, rekur hann sundur eftir
tímabUum og yrkisefnum, skilgreinir
verk skáldsins og leggur mat á þau.
Ennfremur er útskýrt hver séu helstu
stíl- og formeinkenni Hjálmars, alþýðu-
skáldsins snjalla sem orti í sárri fátækt
beinskeyttar vísur og dýr kvæði.
ALMANAK OG ÁRBÓK
Hins íslenska
þjóðvinafélags 1988
Bókaútgáfa Menningarsjóðs og Þjóð-
vinafélagsins hefur gefið út Almanak
Hins íslenska þjóðvinafélags 1988, en
aðalhluti þess er Almanak um árið 1988
sem dr. Þorsteinn Sæmundsson stjarn-
fræðingur hjá Raunvísindastofnun
Háskólans hefur búið til prentunar.
Annað efni Þjóðvinafélagsalmanaksins
þessu sinni er Árbók íslands 1986 sem
Heimir Þorleifsson menntaskólakenn-
ari tók saman.
,-VLMANAK
I98S
‘feöF
Bökaúfgáfa,
/MENNING4RSJOÐS
SKÁLHOLTSSTÍG 7« REYKJAVÍK • SÍMI 621822