Morgunblaðið - 17.12.1987, Qupperneq 36
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. DESEMBER 1987
4
36 C
KRISTJÁN JÓHANN JÓNSSON
UNDIR HÚFU
TOUARANS
Undir húfu tollarans er samtíðarsaga
.úr Reykjavík, fjölskyldusaga, dæmi-
saga úr íslensku þjóðfélagi. Segja má
að hér eigi ólíkar stéttir og samfélags-
hópar sína fulltrúa. Aðalpersónur eru
bræður tveir, Karl kennari og Björn
iðnaðarmaður. Karl og fjölskylda hans
eru í forgrunni. Ýmis skyldmenni og
vandamenn þeirra bræðra koma hér
við sögu og er óhætt að segja að sam-
skipti þessa fólks gangi mjög á
misvíxl. Þjóðfélagið beinir fólki í
ákveðna farvegi sem örðugt er að rífa
sig upp úr. Öllu þessu margbreytilega
mannlífi og samspili lýsir höfundur af
kunnáttu og alúð svo að lesandinn
fylgist með af lifandi áhuga frá upphafi
tilloka...
IÐUNN
Höfum við ráð á ráðhúsi?
Til Velvakanda
Eftir fréttum fjölmiðla að dæma
erum við í mikilli skuld erlendis,
skuldum um eitt til tvöhundruð
þúsund krónur hver einstaklingur.
1) Það eru ekki til peningar til að
kaupa nóg af tækjum á spítalana
né borga starfsfólkinu það kaup
sem það getur lifað af. Flestir
reyna að fá eins mikla aukavinnu
og þeir geta, sem kemur sennilega
niður á starfsþreki þeirra.
2) Það eru ekki til peningar til að
borga fóstrum kaup sem hægt er
að lifa af.
3) Það eru ekki til peningar til að
prenta skólabækur barnanna okk-
ar, kennarar telja sig einnig fá of
lítið kaup.
4) Það eru ekki til peningar fyrir
íþróttafélögin, áætlað er að lækka
Qárveitingu til þeirra.
Þó ekki séu til peningar til alls
þessa þykir sjálfsagt að henda
peningunum okkar í Tjömina við
Tjamargötu til að byggja ráðhús.
Ég veit um aðra tjöm sem ég vil
heldur henda peningunum mínu í.
Það er tjömin í Kringlunni því
þeir peningar fara til Bamaspítala
Hringsins.
Einnig er meiningin að stækka
Alþingishúsið svo að hver þing-
maður hafi um hundrað fermetra
vinnupláss. Styttan af okkar
fyrsta Reykvíking, Ingólfí Amars-
syni, fær ekki að standa í friði á
sínum stað á Amarhóli, það á nið-
urlækka hana og færa um set.
Fyrst ég er byrjuð að skrifa þá
vil ég einnig minnast á nýju sölu-
skattslögin um söluskatt sem
verður settur á nýtt grænmeti,
ávexti og fisk en lækka söluskatt
á varalit, rakspíra og ilmvatni.
Hvor liðurinn er talinn nauðsyn-
legri? Hví má ekki kjósa um
ráðhúsið og bjórinn?
* J I.D.K
Móðurmál
og „útseld
vinna“
Til Velvakanda.
Leyfíst mér að minna fjölmiðla-
fólk á þá staðreynd að enn eru
ekki allir Islendingar talandi né
skiljandi ensku sem sitt móður-
mál. Það gekk fram af mér á
þriðjudaginn, að þurfa að horfa á
Bandaríkjaforseta „míma“ sínar
ræður, enskan heyrðist ekki einu
sinni, en hvert orð Sovétleiðtogans
var þýtt jafnóðum. í lokin sagði
þulur síðan kæruleysislega: „Fyrir
þá sem skilja ekki ensku skal tek-
ið fram að Reagan sagði,“ (tvær
setningar). Þetta kalla ég grófa
móðgun bæði við íslendinga og
Bandaríkjamenn.
Fyrst ég er komin í ham má
ég til að minnast á heilaga kú hér
í okkar þjóðfélagi sem mér of-
býður að ekki skuli vera búið að
binda í bás. Hún heitir ÚTSELD
VINNA. Sé fenginn iðnaðarmaður
í vinnu er alveg sama hvað honum
þóknast að skrifa á reikninginn,
þó svo það væru 2000 kr. á
tímann. Ef spurt er út í þvílíka
kauptaxta, er svarið ÚTSELD
VINNA, og tjóa þá engar mót-
bárur. Einu virðist gilda hvort um
er að ræða sveinstaula nýskriðna
í gegnum hið háa iðnnám, tækja-
lausa og húsnæðislausa, eða vel
búin verkstæði.
Þama trúi ég að sé ein af 18
ástæðum fyrir eymdarkjörum
verkafólks. Því stærri hlut af þjóð-
arkökunni sem sumar stéttir taka,
þeim mun minni verður biti hinna.
Góðir þjóðarstjómendur, hvem-
ig væri að taka þama til hendi?
R.K.
Áskorun til Inga
Bjöms Albertssonar
— bjórdrykkja og íþróttir fara ekki saman
Velvakandi góður.
Það hafði mikil og góð áhrif á
unga drengi að sækja fundi hjá
séra Friðrik í KFUM í gamla daga.
Mér hlýnar alltaf um hjartarætum-
ar þegar ég huga til þessa dásam-
lega uppfræðara um bindindi og
góða siði.
Á námsárum sínum í Danmörku
kynntist séra Friðrik knattspymu
og sá hvað hún hafði góð uppeldis-
áhrif í sókn og leik í góðum félags-
skap.
Þegar heim kom stofnaði hann
fótboltalið með drengjunum sínum,
sem sóttu fundi í KFÚM, sem síðar
varð Knattspymufélagið Valur.
Þetta félag hefur verið í fremstu
víglínu í nær öllum íþróttagreinum.
Einn af dáðustu knattspymumönn-
um Vals er Ingi Bjöm Álbertsson,
nýkjörinn þingmaður Vesturlands-
kjördæmis.
í skörulega fluttri jómfrúræðu
sinni hét hann því að vera skjól og
skjöldur allrar íþróttahreyfingar-
innar í landinu. En það samrýmist
ekki að vera skjól og skjöldur
íþróttahreyfingarinnar og jafn-
framt að vera meðflutningsmaður
frumvarps um innflutning og
bruggun á sterku öli, sem á tíma-
bili var aðalfótakefli okkar ungu
knattspyrnumanna erlendis.
Ég skora á þennan góða dreng
og atgervismann í knattspymu að
breyta um stefnu gagnvart marg-
umtöluðu frumvarpi, landi og lýð
til blessunar.
Höskuldur Ágústsson
Víkverji
Hótel ísland, hinn glæsilegi
skemmtistaður hjónanna Ól-
afs Laufdal veitingamanns og
Kristínar Ketilsdóttur, hefur verið
opnaður við Ármúla í Reykjavík.
Afmælisfagnaður Blaðamannafé-
lags íslands var fyrsta skemmtunin
sem haldin var á Hótel íslandi og
þótti takast afbragðsvel. Ekki var
annað að heyra á veizlugestum en
að þeir væru mjög hrifnir af hinum
nýja skemmtistað og þeim nýjung-
um, sem hann hefur upp á að bjóða.
Stærð skemmtistaðarins er með
ólíkindum. Þar rúmast 2500 manns,
þar af 1300 matargestir. Ef menn
leika sér að tölum þá getur einn
hundraðshluti íslenzku þjóðarinnar
skemmt sér þama í einu! Tilkoma
Hótel íslands mun óhjákvæmilega
hafa í för með sér breytingar á
íslenzkum skemmtana- og veitinga-
markaði en of snemmt er á þessari
stundu að spá um hveijar breyting-
arnar verða.
Þorsteinn Pálsson forsætisráð-
herra flutti ræðu á afmælis-
fagnaði Blaðamannafélagsins og
sló rækilega í gegn. Voru menn á
einu máli um að þeir hefðu sjaldan
heyrt fyndnari tækifærisræðu. Þor-
steinn sagði m.a. að ræðum stjóm-
málamanna mætti skipta í femt. í
skrifar
fyrsta lagi væri það ræðan sem
væri skrifuð fyrirfram, í öðru lagi
ræðan sem væri flutt, í þriðja lagi
ræðan sem ræðumaðurinn hefði
viljað flytja og loks væri það ræðan
sem blöðin segðu frá daginn eftir!
Þorsteinn bað viðstadda sérstak-
lega að sleppa fjórðu ræðunni að
þessu sinni og verður því ekki frek-
að sagt frá henni á þessum vett-
vangi. En Víkverji tekur undir með
einum veizlugesta sem sagði að
þessi ræða hefði fremur átt erindi
til þjóðarinnar en ýmsar aðrar ræð-
ur ráðherrans!
XXX
Vaxtamál hafa verið til umræðu
upp á síðkastið. Því er ástæða
til að vekja sérstaka athygli á grein
sem Gísli Konráðsson fram-
kvæmdastjóri Útgerðarfélags
Akureyringa ritar hér í blaðið ný-
verið. Þar furðar Gísli sig á þeim
blekkingum bankastofnana að
blanda saman verðbótum og vöxt-
um og auglýsa það sem ávöxtun.
Það er auðvitað laukrétt sem Gísli
segir að verðbætur eru aðeins við-
bót við höfuðstólinn til þess að hann
haldi verðgildi sínu í vörslu banka-
stofnunarinnar og rými ekki en
ávöxtun er aðeins þeir vextir, sem
greiddir em umfram verðbætur.
Það ætti að tryggja með lögum að
blekkingum af þessu tagi verði ekki
beitt.
XXX
Ráðhúsmálið ætlar að verða
helsta skammdegismál Reyk-
víkinga eins og við var að búast.
Andstæðingar nýja ráðhússins í
Tjöminni voru nær einráðir í um-
ræðunni til að byija með en stuðn-
ingsmenn þess hafa komið fram á
sjónarsviðið hver af öðrum upp á
síðkastið. Víkveiji var lengi vel á
báðum áttum hvort hann ætti að
styðja þessa byggingu en styður
hana nú eindregið. Rök stuðnings-
manna hússins em sterk en það
vegur líka þungt að Víkveiji sér
ekki betur en margir þeir sem skipa
sér í hóp andstæðinga hússins hafi
í gegnum árin verið andstæðingar
margra framfaramála í borginni á
undanförnum ámm.
XXX
Jólin nálgast óðfluga og ekki er
laust við að Víkveiji sé að kom-
ast í jólaskap. Margir gefa fé til
líknarmála í jólamánuðinum og er
það vel. Víkveiji vill að lokum
hvetja menn til að gefa gauni að
söfnun Hjálparstofnunar kirkjunnar
til hjálpar bágstöddum í Eþíópíu.
Þar er mikil vá fyrir dymm, eins
og lesa mátti um í grein hér í blað-
inu fyrir nokkmm dögum.
4