Morgunblaðið - 17.12.1987, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. DESEMBER 1987
C 39
Pu Yi var þriggja árá þegar hann
varð keisari.
alla þá aðstoð sem völ var á. „Fyr-
ir Kínveija er saga Pu Yi meira
siðferðileg dæmisaga en sagn-
fræði," segir Bertolucci.
Hann vildi ekki gera aðra mynd
í heimalandi sínu, ftalíu. „Eftir
mína síðustu mynd þar, „Harm-
leikur fáránlegs manns", var ég
svo niðurdreginn útaf Ítalíu og því
neysluþjóðfélagi sem það var orð-
ið, að ég gat ekki gert þar aðra
mynd. Eg vildi fara eitthvert þar
sem ég fyndi innblástur. Það gleð-
ur mig að gera mjmd um Kína
vegna þess að Kínveijar trúa á
sögu og breytingu. „Síðasti keisar-
inn“ segir sögu um þjóðfélags-
breytingu — hún nær frá
lénstímanum til nútímans. Og hún
segir frá umskiptum manns, Pu
Yi, sem breytist úr keisara í venju-
legan mann.“
Það er líka auðvelt að sjá hvers
vegna Bertolucci dróst að þessari
merkilegu sögu sem býður uppá
fulla breidd fyrir óperukenndan
stíl hans. Það er ekki nóg með að
„Síðasti keisarinn“ sýni gjána á
milli úrkynjunar yfírstéttarinnar
og öreigabyltingar (baráttan í
kjama kvikmyndarinnar „1900“)
heldur flaliar hún um þema sem
Bertolucci hefur lýst frábærlega í
myndum eins og „The Conformist"
og „Síðasti tangó í París“; baráttu
sjálfsins við hið huglæga og sögu-
leg öfl sem brengla það.
Það má líka fínna hliðstæður í
lífi kvikmyndmyndagerðarmanns-
ins og keisarans sem glataði
keisaradæminu og eyddi mörgum
árum í örvæntingafullri leit að
horfnum dýrðardögum. Með þrem-
ur fyrstu myndum sínum („Before
the Revolution" ’64, „The Spider’s
Stratagem" ’70 og The Conform-'
ist ’71) varð Bertolucci heims-
frægur innan við þrítugt. Og með
fjórðu myndinni, „Síðasti tangó í
París“, sem hann gerði árið 1973
og var frábær, hneykslanleg og
metsölumynd allt í senn, virtist
það ekki fjarlægur möguleiki að
Bertolucci, þá aðeins 32 ára, gæti
gnæft yfír heimi kvikmyndanna
fram að aldamótum.
En það varð ekki. Eftir hið
mikla ris fór allt á verri veg. Árið
1976 gerði hann rándýra mynd,
„1900“, sem kolféll í bíohúsum,
næsta mynd „La Luna“ (’79) var
slys og „Harmsaga fáránlegs
rnanns" (’81) var betri en ekki
nógu betri. Um kvikmyndaveröld-
ina gengu sögusagnir um bijálæði,
listrænt tóm, furðulega sálfræði-
meðferð. Fólk velti því fyrir sér
hvort Bertolucci ætti nokkurn
tímann eftir að gera aðra góða
mynd.
Með „Síðasta keisaranum"
bauðst honum tækifæri til að slá
sér upp í tangó í fyrsta skipti í
meira en áratug. Peningamir voru
miklir og sagan einnig. En þrýst-
ingurinn á alla sem málið snerti
var einnig mikill: Breska framleið-
andann Jeremy Thomas („Mark-
leysa“, „Gleðileg jól, herra
Lawrence") sem enn hefur ekki
átt mynd sem slegið hefur í gegn
í Bandaríkjunum; bandaríska leik-
arann John Lone („Ár drekans")
sem leikur Pu Yi fullorðinn og vill
sýna að hann
veldur aðalhlutverki í stórmynd;
Hemdale-kvikmyndafyrirtækið
(„Platoon") sem hætti nánast öllu
til að kaupa kvikmyndaréttirtn á
sögunni.
Á milli ferða sinna til Kína leit-
aði Bertolucci að leikurum í
Kínahverfum heimsins. Vorið
1985 hitti hann John Lone sem
hann valdi i hlutverk Pu Yi og svo
komu þeir hver á fætur öðrum
Kínveijamir í Vesturheimi; Joan
Chen í hlutverk keisaraynjunnar,
Ying Ruo Chen í hlutverk yfír-
manns fangelsins, þar sem Pu Yi
er endurmenntaður, og Victor
Wong sem leikur fyrsta kennara
keisarans. En fyrir vestræna
áhorfendur er Peter O’Toole
líklega sá sem markverðastur er
af leikaraliðinu í hlutverki Regin-
alds Johnsons, hins breska
kennara keisarans.
Bertolucci leit svo á í viðtali við
Ainerican Film fyrir meira en ári,
að sambandið á milli Pu Yi og
hins kommúníska félaga sem sér
um endurmenntun hans væri
þungamiðja myndarinnar. „Oðru
megin er maður sem veit að hann
getur ekki breyst og hikar við að
taka þátt í breytingunni; hinu
megin stendur kommún-
ískur hugsjónamaður með rætur í
Konfúsíusi sem trúir því staðfast-
lega að innst inni séu allir menn
góðir og að í þeirri sannfæringu
liggi vegurinn til frelsisins. Leik-
stjórinn veit að hann er að gera
mynd um Kína frá sjónarhóli Evr-
ópumannsins. En hann hefur sökkt
sér niður í kínverska menningu til
að tryggja að mistökin sem hann
gerir spretti ekki af vankunnáttu
eða óvirðingu við söguna. Þegar
Bertoloucci talar um Borgara Pu
Yi (sem Maó kallaði einu sinni í
gamni „forveri minn“) gerir hann
svo með sjálfstrausti og alvöru —
ánægjulegt merki um að einn af
mestu leiksijórum heimsins hefur
snúið aftur.
„Með tímanum hef ég farið að
líta svo á að Pu Yi sé persóna sem
sagan hefur rænt og haldið fongn-
um. Honum fínnst hann hafa verið
svikinn, gerður óvirkur og hann
hfí gleymst. í kommúnísku fang-
elsi verður hann fyrirmyndarborg-
ari sem er þrátt fyrir allt aðeins
það sem honum var kennt að vera
sem keisari. En það er líka hægt
að líta á hann sem lirfu er breytist
í fíðrildi með stóra, viðkvæma
vængi, stígandi físlétt á vatnið.
Hann horfir í augu kennara síns
í endurmenntuninni og báðir
hugsa það sama: Hefur hann
breyst? Hefur hann virkilega
breyst?“ Samantekt: - ai.
Smekkleysa kynnir:
jjií.ifli
SYKURMOLARNIR
- Ammæli
ÁCD-disknumer
aðfinna hið rosalega
MotorCrash.
BLEIKU
BASTARNIR
Bastamir leika það
sem þeir kalla
sýkadeliurokkabrlty
SOGBLETTIR
Sogblettir hafa sýnt það og sannað að þar fer
ein ferska&ta og sterkasta rokksveit tandsins.
JOHNNY TRIUMPH/SYKURMOLARNIR
- Luftgítar
lohnny Triumph hefur tryllt meyjar um land altt
með eggjandi flutningi á laginu Luftgitar. Hann
baetir um betur og flytur hér einnig lagið Stál-
nótt.
KOSTABOÐ
„safnara-serían:
2LPÁVERÐI EINNAR.1
theCOllectjon j> o
BUDDY HOLLY - The CoHection
Ef þú hefur gaman af La Bamba tryggðu
þér þó eintak af þessari. Öil gömiu lögin.
ERIC CLAPTON - The Collect.on
Farið yfir blúsár gítarsnillingsins Eric Clapton.
Aretha Franklirt - The Collection
The Mamas And Papas - The Collection
Them - The Collecrion
Moody Biues - The Collection
Marianne Faithfull - The Collection
Small Faces - The collection
Black Sabbat - The Collection
Kenny Rogers - The Collection
Metal Killers - The Collection
Status Quo - The Coliection
Ten Years Aher - The Collection
Thin Lizzy - The Coliection
David Bowie -The Collection
Frank Sinatra - The Collection
Bob Marley - The Collection
Jim Croce - The Collection
White Boy Blues
Johnny Cash - The Collection
Eigum einnig fyrirliggjandi fjöl-
breytt úrval afblues, rock'n-roll,
soul.jazz, tónlistarbókum ofj. o.fl.
SENDUM ÍPÓSTKRÖFU SAM-
DÆGURS, SÍMI 12040.
,GÆDATONLISTA
GÓÐUM STAÐU.
gramm
Laugaveg 17. Sfrni: 12040.
MEGAS: LOFTMYND
LP, KA&CD
★' ★ ★ ★ ★ GS - HP
„Plata ársins“ - ÞHG Stöð 2
„ Efhægt erað tala um plötu
ársins hérlendis þá erþetta
hún." ÆÖJ - Þjóðv.
AthlÁ geisladisknum eru að
fínna S viðbótarlög.
„Skotheld skffa, hvort sem litið
erá lagasmíð'ar, útsetningar
eða annað. “ ÞJV-DV
„ Ljóst er að Bubba hefur tekist
að gera plötu sem að minu
mati erbetri en „Frelsið".
GS-HP
♦
4-