Morgunblaðið - 22.12.1987, Page 24

Morgunblaðið - 22.12.1987, Page 24
24B MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. DESEMBER 1987 BARNAEFNI yfir hátíðamar Sjénvarpið og Stöð 2; Aðfangadagur Sjónvarpið endursýnir Stundina okkar frá sunnudeginum 20. de- sember kl. 13.40, en að því loknu er teiknimyndin Litli prinsinn. Þetta er jólaþáttur og sögumaður er Ragnheiður Steindórsdóttir. Jól í Ormagarði nefnist teiknimynd um árlegan jólaundirbúning or- manna í Ormagarði. Allt gegnur að óskum við undirbúninginn þar til ormurinn Bert kemur til hjálpar. Klaufaskapur hans setur allt á annan endann og Bert er hent út. Þegar ormamir ákveða að gefa honum annað tækifæri á að vera með finnst hann hvergi því hann er farinn úr bænum. Þá upp hefst mikil leit og um tíma er útlit fyrir að jólagleðskapur ormanna fari út um þúfur. Teiknimyndin Glóarnir bjarga jólunum er á dagskrá kl. 15.00. Hún fjallar um litlar vingjamlegar verur sem nefnast glóar og eru í óða önn að undirbúa jólin í Glólandi. Langt í burtu, á Norðurpólnum, eru vandræði í uppsiglingu því þar er Snædrottningin að skipu- leggja aðgerðir til þess að hindra jólasveininn í að koma gjöfunum til byggða. Hún reynir allt til að hefta för hans og það virðist ætla að heppnast þegar glóamir taka málin í sínar hendur. Síðust á dagskránni á aðfangadag er íslenska fjölskyldumyndin Veiðiferðin. Hún gerist á Þingvöllum og segir frá fjölskyldu sem þangað kemur til að veiða og njóta veðurblíðunnar, en margt fer öðmvísi en ætlað er. Leikstjóri er Andrés Indriðason, en fjöldi leik- ara koma fram í myndinni, bæði böm og fullorðnir. Dagskráin á Stöð 2 á aðfangadag hefst kl. 9.00 með teiknimyndun- um Gúmmíbirnir og Fyrstu jólin hans Jóga. Því næst er fyrsti þáttur í nýrri teiknimyndaröð sem heitir Feldur. Þættimir em um heimilslausa en káta og §ömga hunda og ketti og er með íslensku tali. Eymalangi asninn Nestor er saga um asnann Nestor sem verður að athlægi fyrir löngu eyrun sín. Eftir að hafa misst móður sína heldur hann suður á bóginn þar sem hann kynnist Maríu og Jósef og fer með þeim til Betlehem. Jólin sem jólasveinninn kom ekki er leikbrúðumynd sem fjallar um daginn sem jólasveinninn ákvað að taka sér frí, en Litli folinn og félagar er teiknimynd með íslensku tali og er á dagskrá kl. 11.15. Snæfinnur snjókarl er einnig teiknimynd og er á dagskrá á eftir „Litla folanum". Snæfinni finnst einmanalegt á Norðurpólnum, en hann á góða vini sem hjálpast að við að búa til snjókerlingu sem getur haldið honum selskap. Á hádegi er á dagskrá teiknimyndin Á jólanótt. Hún er um böm í litlu þorpi sem skrifa jólasveininum bréf. Þegar þau fá bréfin síðan endursend fara þau að efast um tilvist jólasveinsins. Mikki mús og Andrés önd eru á dagskrá k). 12.30, en síðan er Teiknimyndasyrpa. Síðustu teiknimyndimar á aðfanga- dag eru Flóði flóðhestur, sem ijallar um litla, bleika flóðhestinn Hugo á Zanzibar og vin hans, negrastrákinn Joma og Tukkiki og leitin að jólunum, mynd um lítinn eskimóadreng og vin hans Norðan- vindinn sem ferðast um heiminn á jólanótt. Dagskránni líkur síðan með myndinni Prúðuleikaramir slá í gegn, (Muppets take Man- hattan). Hún segir frá því þegar prúðuleikaramir freista gæfunnar sem leikarar á Broadway í New York. Sjónvarpið og Stðð 2: Jóladagur Jólastundin okkar er á dagskrá Sjónvarpsins á jóladag kl. 18.00 og er hún klukkustundar löng. Meðal efnis eru_ leikþættir og söngur. Kúku verður með og brúðan Kalli syngur lagið „Ég sá mömmu kyssa jólasvein". Kór Mýrarhúsaskóla syngur „Heims um ból“ og sr. Sól- veig Lára talar við bömin. Sýnt verður brúðuleikritið „Afmælisdgur uglunnar", eftir Helgu Steffensen, en leikstjóri er Þórhallur Sigurðs- son. Fjórði og síðasti þáttur leikrits Iðunnar Steinsdóttur „Á Jólaróli“, sem Viðar Eggertsson leikstýrir verður einnig sýndur. Nú eru komin jól hjá þeim Sigurði og Sölvínu, en þau eru leikin af Guðrúnu Ás- mundsdóttur og Guðmundi Ólafssyni. Þá verður sýndur leikþátturinn „Litla systir“ úr þáttaröðinni um þá kátu félaga Dindil og Ágnarögn , en þessir þættir eru eftir Helgu Steffensen. Edda Heiðrún Back- man og Þór Túliníus leika þau Dindil og Agnarögn. Að lokum er þáttur sem heitir „Jólagaman" eftir þær Iðunni og Helgu, en þar koma fram leikaramir Aðalsteinn, Bergdal, Andri Öm Clausen, Sigríður Hannesdóttir, Stefán Sturla Stefánsson og Þór Túliníus ásamt nokkrum bömum úr Melaskóla. Stöð 2 sýnir mynd með afa og ömmu sem heitir Jólabörn kl. 15.45 á jóladag. Afi og amma fara í ævintýralegt ferðalag í leit að jólunum eins og þau voru í gamla daga. Þau hitta ýmsar kynjaverur og lenda í mörgu óvæntu og skemmtilegu á ferð sinni. Meðal leikara em Saga Jónsdóttir, Öm Ámason, Margrét Ólafsdóttir, Eyþór Ámason, Guðmundur Ólafsson, dansarar úr ballettskóla Þjóðleikhússins og margir fleiri. Leikstjóri er Guðrún Þórðardóttir. Þýsk ævintýramynd Gæfuskómir, (Die Galoschen des GlÚcks) er á dagskrá á undan „Jólastundinni" í Sjónvarpinu kl. 16.30. Ævintýr- ið er um tvær álfkonur, önnur er álfkona kætinnar, en hin ógæfu og sorgar. Sú fyrri er haldin ólæknandi bjartsýni og er reiðubúin að veita mönnum allt sem hugur þeirra gimist. Hin síðari er aftur á móti full efasemda og trúir því ekki að nokkuð geti endað vel. Þessar tvær álfkonur, sem em leiknar af sömu leikkonunni, gera með sér veðmál. Þær töfra fram skó sem em þeim eiginieikum gæddir að álfkonumar geta uppfyllt allar óskir þess sem setur þá á sig. Allar óskir em uppfylltar, einnig þær sem em bomar fram í fljótfæmi og þær sem ekki verður séð hveijar afleiðingar munu hafa. Það kemur síðan í ljós í lokin hver hefur á réttu að standa. Sjónvarpið og Stöó 2: Annaríjólum Bamaefni er á dagskrá Stöðvar 2 frá kl. 9.00—12.10 26. desember. Fyrst er þáttur með afa sem heitir Með Afa í jólaskapi. Afi ætlar að sýna bömunum leikbrúðumyndimar „Skeljavík" og „Kátur og hjólakrílin" og teiknimyndimar „Emilía", „Blómasögur", „Litli folinn minn“, „Jakari" og „Tungldraumurinn", en amma verður honum til aðstoðar. Teiknimyndimar Jólin hjá þvottabjömunum og Selurinn Snorri em sýndar kl. 10.30 og 10.55. Bamadagskránni líkur með teiknimyndinni Jólin þjá MjaUhviti. Mjallhvít hefur eignast dóttur og ævintýrið endurtekur sig. Sagan tekur þó á sig nýja mynd því Mjallhvít lendir hjá risum og vonda drottningin snýr aftur til að eyðileggja jólin. Állar myndimar eru með íslensku tali. Sjónvarpsmynd byggð á ævintýri Grimmsbræðra Hár sólkonungs- ins, (The Three Golden Hairs of the Sun King) er sýnd í Sjónvarpinu kl. 16.35. Ævintýrið segir frá frá konungi sem eignast dóttur og er afar glaður yfir fæðingu hennar þar til hann heyrir spádóm um að sonur fátæks kolagerðarmanns eigi eftir að giftast henni. Konung- ur bregst ókvæða við og reynir að breyta örlögunum með því að gefa skipun um að litla drengnum verði drekkt. Móðir sólkonungsins kemur í veg fyrir það þar sem hún er guðmóðir drengsins og vakir yfir örlögum hans. Átján árum síðar hittir konungurinn drenginn og þekkir hann samstundis aftur. Hann gefúr út nýja skipun um að drepa hann, en aftur er það móðir sólkonungsins sem kemur til bjargar. Konungur bregður þá á það ráð að leggja erfíða þraut fyr- ir unga manninn, sem hann verður að leysa ef hann vill fá hönd dóttur hans. Saga úr stríðinu heitir islensk sjónvarpsmynd_ frá árinu 1976 og sýnd verður á annan dag jóla. Myndin gerist á íslandi árið 1944 og fjallar um 11 ára dreng og áhrif stríðsins á líf hans. Leiksljóri er Ágúst Guðmundsson, en höfundur Stefán Júlíusson. Sjónvarpið og Stöð 2; Sunnudagur 27. desember Jólaþáttur með brúðum eftir Jim Henson höfund Prúðuleikaranna er á dagskrá Sjónvarpsins í dag kl. 17.15. Þáttuimn nefnist Jólaleik- fangið, (The Christmas Toy) og íj'allar um hóp af leikföngum sem taka að sér að kenna sjálfbirgingslega tígrisdýrinu Rugby hinn sanna 'anda jólanna. Smám saman lærir Rugby að elska náungann og bera umhyggju fyrir honum. Að brúðumyndinni lokinni verður sýnd íslensk sjónvarpsmynd, Lóa litla Rauðhetta eftir smásögu Iðunnar Steinsdóttur. Myndin er um Lóu sem er fimm ára og á góða foreldra og frábæra ömmu. Lóa er samt ekki ánægð og langar til að vera eitthvað annað en hún sjálf. Hana langar til að heita eitthvað annað, vera eitthvað annað. Til dæmis Mjallhvít, eða Öskubuska eða Litla Ljót, svo einn daginn, þegar mamma hennar sendir hana til ömmu sem er veik, þá er Lóa orðin að Rauðhettu í huganum. Linda O’Keefe, 6 ára, leikur Lóu, en í öðrum hlutverkum eru leikaramir Vilborg Halldórsdóttir, Sigurður Skúlason, Herdís Þorvaldsdóttir og Þórdís Amljótsdóttir. Sögumaður er Edda Heiðrún Backman, en leikstjóri er Þórhallur Sigurðsson. Bamaefni hefst kl. 9.00 á Stöð 2 á sunnudagsmorgun. Sýndar verða teiknimyndimar Furðubúamir og Fyrstu jólin hans Jóga. Teikr.i- myndimar Olli og félagar, Klementína og Snjókarlinn eru allar með íslensku tali en þær em á dagskrá kl. 9.40, 10.00 og 10.25. Nískupúkinn heitir síðasta myndin sem sýnd er kl. 11.15. Sjénvarpið og Stðð 2: Gamlársdagur Dagskrá Stöðvar 2 hefst kl. 9.00 að morgni gamlársdags með bama- efni. Sýndar verða teiknimyndir til 17.00. Fyrstar em Gúmmíbimir, Furðubúarnir, Fyrstu jólin hans Jóga og Fyrstu jól Kaspars, en þær em allar í ólæstri dagskrá. Teiknimyndin um Rúdolf og nýjárs- barnið er sýnd kl. 10.25., en kl. 11.15 er Sníkjudýrið Frikki. Teiknimyndaútgáfa á jólaævintýri Dickens, sem nefnist Jólasaga er á dagskrá kl. 12.05, en því næst er þáttuimn Með Afa í jólaskapi þar sem afi skemmtir og sýnir bömunum stuttar teikni- og leik- brúðumyndir, sem allar em með íslensku tali. Loks em teiknimyndim- ar Dýravinir og Daffi og undraeyjan hans, en kl. 17.00 er gert hlé á útsendingu til kl. 20.00. Sjónvarpið hefur útsendingar á gamlársdag kl. 13.55 og hefst bama- efnið kl. 14.15. Þá verður endursýnd íslenska sjónvarpsmyndin Lóa litla Rauðhetta. Bandarísk teiknimynd gerð eftir ævintýri H.C. Andersen, Tindátinn staðfasti er sýnd kl. 14.40, en því næst er þýska brúðumyndin Gestur frá Grænu stjömunni um geimveru sem kemur til jarðarinnar og lendir í ýmsum ævintýmm. Iþróttir era sýndar frá kl. 15.35 og til kl. 17.05, en þá verður gert hlé á dag- skránni til kl. 20.00. Rás 1 og Stöð2: IMyárs- dagur Þau böm sem unnið hafa við Bamaútvarpið á síðasta ári verða í Bamaútvarpinu á ný- ársdag og hugleiða liðið ár og spá í framtíðina. Þau heita Edda Magnus, Ingunn Ólafs- dóttir, Kristinn Jóhannsson, Nína Björk Jónsdóttir og Þór- arinn Beck Kristjónsson. Einnig verður fluttur annar þáttur framhaldsleikritsins „Kista Drakúla". Þátturinn Jólabörn verður sýndur á Stöð 2 kl. 10.00 að morgni nýársdags. Teikni- myndin Jólagjafaverksmiðj- an, sem sýnd er kl. 10.45 er um Alexander sem hefur í hyggju að ná yfirráðum á vinnustofu jólasveinsins og koma með nýjunar í leikfanga- framleiðsluna. Litli trommu- leikarinn er teiknimynd um Símon sem smiðaði klukku sem klingjá átti við fæðingu jóla- bamsins. En klukkan glataðist og litli trommuleikarinn ásamt einum vitringanna halda af stað til að leita hennar. Síðan er sýnd teiknimyndin Þvotta- birnir á skautasvelli og er hún með íslensku tali. Loks em svo sýndar teiknimyndimar Snæ- finnur snjókarl, Mikki Mus og Andrés Önd og Eyrnalangi asninn Nestor. Rás 1: Bama- útvarp í Morgunstund barnanna milli jóla og nýárs verða norr- ænir ævintýramorgnar kl. 9.05. Þá verður einnig lesinn jólapóstur og leikin tónlist af plötum. Umsjónarmenn em Sigrún Sigurðardóttir og Sig- urlaug M. Jónasdóttir. Flutningur á nýju framhalds- leikriti í Barnaútvarpinu hefst þriðjudaginn 29. desember á Rás 1 kl. 16.20. Það heitir Kista Drakúla og er gert eftir sögu danska bama- og ungl- ingabókarrithöfundsins Dennis Júrgensens. I þessu leikriti em sömu aðalpersónur og í „Mú- mían sem hvarf“ sem flutt var í Bamaútvarpinu á síðasta ári. Leikritið segir frá Drajjúla greifa, sem hættur er að geta drukkið mannsblóð vegna mag- akvilla og mengunarhættu. Termítar hafa nagað sundur kistu hans og hann verður að finna blóðsugulaufgaða blóð- beykið til að geta smíðað nýja kistu. Drakúla og vinir hans, Eddi varúlfur og sör Arthur Fieldstein og Boris, halda til Majorka þar sem blóðbeykið vex. Mannsbamið Freddi hjálp- ar þeim við leitina og þeir lenda í ótrúlegustu ævintýmm. Leik- ritið er í tíu þáttum og verða þeir fluttir í Bamaútvarpinu á þriðjudögum og föstudögum kl. 16.20.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.