Morgunblaðið - 07.01.1988, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 07.01.1988, Blaðsíða 12
75í> UUPt flMTVIAT V fllTOAaiITWWT'3 (W?A THT/TTrWW! fUtogtiiiIifaMfe f VIÐSKIPn/AIVINNUUF 12 B Sjávarútvegur Kallinn íbrúnni fær tölvu Tölvukerfið Utgerðarráðgjafinn reynt í veiðiferð með Ásbirni í Háskóla íslands hefur á undanförnu ári veríð unnið að þróun tölvukerfis fyrír skipstjóra á togskipum til aðstoðar við ákvarðana- töku. Var frumútgáfa tölvukerfisins prófuð í togaramim Ásbirni RE nú fyrír jólin og gekk reynsluferðin ágætlega. Dr. Krístján Jónasson er verkefnisstjóri Útgerðarráðgjafans, en hann hefur ásamt Malcolm Cohen, tölvufræðingi frá Ástralíu, starfað að þróun kerfisins. Morgun- blaðið spurði Kristján fyrst um tildrög verkefnisins. „Verkefni þetta á rætur að rekja til annars verkefnis af svipuðum toga, Afatölvunnar, sem prófessor Oddur Benediktsson vann að hjá háskólanum fyrir um 5 árum. Árið 1986 veitti Rannsóknaráð ríkisins styrk til þessa verkefnis sem unnið er í samvinnu við Granda hf., Félag íslenskra iðnrekenda og Iðntækni- stofnun." —En við hvaða ákvarðanir skip- stjóra getur tölva helst komið að notum?„ „Það er einkum við val á fiskimið- um, togslóðum og siglingarhraða. Ennfremur má nefna söluhöfn, þó togaraskipstjórar ráði henni reyndar yfirleitt ekki." —Hvernig tölvu vinnur þessi frumútgáfa á? „Kerfið hefur verið þróað á Hew- lett Packard 9000-tölvu með UNIX-stýrikerfinu, sem nú ryður sér mjög' til rúms hér á landi. Tölvan er með stóran 19 þumlunga litaskjá og er notuð mús til að hafa sam- skipti við hana." —En hvað getur forritið gert? „Útgerðarráðgjafinn er í raun tvískiptur. Annarsvegar má reikna út framlegð, þ.e.a.s. aflaverðmæti á frádregnum olíukostnaði, veiðar- færakostnaði og öðrum rekstrar- kostnaði. Þetta má gera að gefnum forsendum um áætlaðan afla á mis- munandi miðum, ólíuverð, fiskverð, stímhraða o.fl. Hinsvegar geymir tölvan sjókort og fyrri togslóðir svip- að og skjáteikningar (vídeóplotterar) ásamt upplýsingum um afla." —Getur þá tölvan ráðlagt á hvaða fiskimið skuli halda? „Það má í rauninni segja það. Skipið er e.t.v. statt SV af Reykja- nesi og er að fá reyting af karfa, segjum 2 tonn á togtíma. Skipstjóri á að vera kominn í land eftir 5 daga en hefur hlerað um þorskveiði, 5 tonn á tímann, á Vestfjarðamiðum. Ætti hann að fara þangað eða halda áfram að reyta karfa? Á örskots- stundu birtir tölvan áætlaðan afla og framlegð fyrir þessa tvo valkosti og mismunandi stímhraða. Hún hef- ur fylgst með olíueyðslu skipsins, veit hvar skipið er statt, um fjar- lægðir á miðín og" aftur í höfn og allar aðrar nauðsynlegar forsendur eru í minni hennar. Raunar stangast hér á hagsmunir útgerðar og áhafn- ar, þar sem áhöfnin vill auðvitað sem mestan afla en útgerðin vill sem mestan gróða." —En þú sagðir að tölvan væri auk þess með innbyggt sjókort. „Já, raunar mjög svipað því sem er í skjáteiknurum, en þeir eru þeg- ar um borð í mjög mörgum fiskiskip- um. Eru þar strandlínur, dýptarlínur og festur, að ógleymdum togslóðum. Hinsvegar geta þessir skjáteiknarar ekki geymt upplýsingar um fiskteg- undir og aflamagn sem unnt er að geyma í Útgerðarráðgjafanum. Auk þess má skrá margvíslegar upplýs- ingar úm staðhætti, veður, veiðar- færi o.s. frv., svo í raun getur tölvan komið í stað svörtu bókarinnar, sem fléstir skipstjórar geyma undir kodd- anum. Til viðbótar er svo hægt að skoða töflur um afla á einstökum fiskimiðum og prenta út yfirlit yfir veiðiferðir og einstök höl, t.d. þau stærstu." —Þú nefndir að tölvan vissi um staðsetningu skipsins oq olíueyðslu. Er hún þá tengd við tæk; í brúnni? „Já, hún er nú þegar tengd við Loran C-staðsetningartæki, olíu- eyðslumæli, dýptarmæli og vegmæli (logg). I framtíðinni má einnig tengja hana t.d. við hitamæli og kompás. Sæmundur Þorsteinsson, rafmagnsverkfræðingur hjá HÍ, I BRUNNI — Verkefnis- stjórinn, dr. Kristján Jónasson, Maleolm Cohen, tölvufræðingur, og Ólafur Kjartansson úr tækni- deild Félags ísl. iðnrekenda. smíðaði „svartan kassa", sem les merki frá þessum tækjum og síðan spyr tölvan kassann um nýjustu mælaaflestra." —Hvað fleira getur tölvan gert? „Hún hefur auk þessa leiðsögu- kerfi, sem gefur til kynna stefnu og áætlaðan komutíma á ákvörðunar- stað. í framtíðinni má svo hugsa sér tengingar við vogir og vinnslukerfi í frystitogurum. Tölvur gætu haft viðhaldsbókhald, netavarahlutabók- hald og þær má tengja með fjarskipt- um við land til að fá nýjustu upplýsingar frá fiskmörkuðum. Auk þess geta þær fylgst með ýmsum öryggisþáttum, svo sem hleðslu, veltingi, ástandi í vélarrúmi o.s.frv." —Hvenær mega íslenskir skip- stjórar búast við að geta fengið kerfið um borð? „Það er nú ekki gott að segja til um það. Verkefninu er raunar að ljúka af okkar hálfu, enda fjármagn þrotið. Eðlilegt má telja að hug- búnaðarhús taki nú við þróuninni. Ég tel víst að svona tölvukerfí verði komin á markað innan tíðar, og helst vildi ég að þau yrðu íslensk. Við höfum sýnt að þau má vel búa til hér." I framhaldi af þessu má nefna að íslendingar eru komnir í Evr- eka-samstarf við Frakka og Spán- verja í svonefndu Halios-verkefni, og er ætlunin að smíða þrjú „fiski- skip framtíðarinnar". Islendingar ætla m.a. að leggja til tölvukerfi, og má vel vera að Útgerðarráðgjaf- inn komi þar við sögu. Fræðsla Fyrsta námsstefnan um skjalastjórn NÁMSSTEFNA um skjalastjórn verður haldin dagana 29. til 31. janúar nk. í húsakynnum Ameríska bókasafnsins og sam- kvæmt upplýsingum aðstandenda hennar er þetta fyrsta námsstefn- an af þessu tagi sem haldin er hér á landi. Aðalfyrírlesarí á námsstefnu þessarí verður Dr. James C. Bennett, prófessor við California State University í Bandaríkjunum. Það er hópur áhugafólks um skjalastjórn — forstöðumenn skjala- safha, kennarar og ráðgjafar, sem skipuleggur þessa námsstefnu með aðstoð Menningarstofnunar Banda- ríkjanna. Fyrirlesarinn er valinn af ARMA International, Association of Records Managers and Administrat- ors, fjölmennum samtökum sem njóta mikils álits á þessu sviði, að UNDIRBÚNINGUR — Á myndinni sést hluti aðstandenda námsstefnunnar: Una Eyþórsdóttir, fulltrúi hjá Flugleiðum, Kristín Geirsdóttir bókasafnsfræðingur hjá Landsvirkjun, Svanhildur Boga- dóttir, borgarskjalavörður, Kristín H. Pétursdóttir, forstöðumaður Skjalasafns Landsbanka íslands og frá Ráðgjafafyrirtækinu Gangskör Kristín Ólafsdóttir, bókasafnsfræðingur og Jóhanna Gunnlaugsdóttir bókasafnsfræðingur. y GENGISBRÉF ÖRUGG ÁVÖXTUN itug og gefa háa ávöxtun Sengisbréfa eru: • fyrir okt.-des. sl. voru 49% á ársgrundvelli sem jnvaxta á ársgrundvelli. ald tekið við innlausn bréfanna i 06.01.88 er 1.169 ? er kr. 5.84S.OO. oo er kr. 58.450.oo. istjánsson, viðskiptafræöingur og Sigurður Örn Sigurðarson, viðskiptafræðingur. ^ggð veðskuldabréf óskast í umboðssölu -yé ] V I- l £ % K fl w r >v y 'M >y SKIPHOLTI 50C, SÍMI 688123 Gengisbréf eru her Helstu kostir ( • Há ávöxtun - Vextii svarar til 15,8% ra • Enginn binditími • Ekkert innlausnargj Skráð er daglegt gengi bréfanna. Genf Verð á Gengisbréfi að nafnvirði 5000.o Verð á Gengisbréfi að nafnvirði 50.000 Nánari upplýsingar veita: Kristján V. Kr Verðtryggð og óverdtrj sögn skipuleggjenda. Skjalastjórn er þýðing á orðunum Records Management og er kerfis- bundin stjórn á skjölum frá því að þau verða til í fyrirtæki eða stofnun eða berast að, stjórn á merkingu þeirra, dreifíngu, vistun og endur- heimt, allt þar til þeim er komið í endanlega geymslu eða þeim eytt. Góð skjalastjórn á að auðvelda stjórnendum fyrirtækja og stofnana að vinna störf sín og taka ákvarðan- ir, með hjálp réttra upplýsinga, sem eru tiltækar á réttum stað og tíma. Einkenni góðrar skjalastjórnunar er að hafa ætíð yfirsýn yfir og eftirlit með öllum virkum og hálfvirkum skjölum sem hafa hagnýtt gildi í daglegum rekstri og geta skipt máli fyrir dómstólum. Sum skjöl þarf einnig að varðveita vegna sögulegs gildis þeirra. Á námsstefnunni verður fjallað um undirstöðuatriði í skjalastjórnun, myndun skjala, frágang, notkun varðveislu, eyðingu, geymsluáætlun, upplýsingaleit og endurheimt, örygg- ismál, tölvuvæðingu, örfílmunotkun. Ennfremur verður rætt um íslensk lög sem varða geymslutíma skjala. Þá verður í tengslum við námsstefn- una sýning á margs konar búnaði. Til námsstefnu þessarar í skjala- stjórn er boðið fulltrúum nokkurra stærstu fyrirtækja landsins, tveimur þátttakendum frá hverju — einum stjórnanda og einum skjalaverði eða starfsmanni sem ber ábyrgð á mikil- vægum skjölum fyrirtækisins. Ennfremur hefur verið boðið til námsstefnunnar nokkrum stofnun-. um, sem hafa á hendi kennslu eða þjálfun á sviði skjalastjórnunar og nokkrum ráðgjöfum. Fyrsti hluti dagskrárinnar er sérs- taklega skipulagður með þáttöku stjórnenda fyrirtækja f huga. Samkvæmt upplýsingum skipu- leggjenda námsstefnunnar er áætlað að halda framhaldsnámsstefnu haus- tið 1988. Dr. Bennett flytur fyrirlestur um skjalastjórn mánudaginn 1. febrúar í Odda, húsi félagsvfsindadeildar Háskóla íslands og er hann öllum opinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.