Morgunblaðið - 08.01.1988, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 08.01.1988, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. JANÚAR 1988 „Á eins sál hvílir annars skuggi...“ ________Leiklist_____________ Jóhanna Kristjónsdóttir P-Leikhópurinn frumsýndi í Gamla bíói: Heimkoman eftir Harold Pinter Þýðandi: Elísabet Snorradóttir Lýsing: Alfreð Böðvarsson Leikmynd: Guðný Björk Rich- ards Búningar: Dagný Guðlaugs- dóttir Leikstjóri: Andrés Sigurvinsson í STUTTRI, en frísklegri grein í leikskrá fjallar Martin Regal um þá áráttu manna að leita einlægt eftir því við rithöfunda, í þessu tilfelli Harold Pinter, hver sé boð- skapur í verkum hans. Pinter hefur löngum forðast að svara slíkum spumingum og er vissu- lega ekki einn þeirra sem gefa svo langar og spekilegar útskýringar á hvað sé verið að fara, að það liggur við borð, að óþarft sé að kynnast verkunum sjálfum. Fall- ast má á, að viðfangsefni Pinters sé fyrst og fremst málið, ekki ósvipað og Becket er hann snill- ingur orða, fárra orða með merkingu og innihald, margra orða og merkingarlausra. „Heimkoman" er þriðja heils kvölds leikritið sem hann sendi frá sér og var flutt fyrst 1965. Leik- húsgestir í London munu hafa tekið því með nokkrum semingi, en hins vegar vakti sýningin nokkru síðar fögnuð í Banda- ríkjunum og var þá ekki sökum að spyija. Ytri gjörð Heimkom- unnar er einföld, en sterk. Okkur verður hverft við. Max er uppgjafa slátrari og með honum búa Sam, bróðir hans, bflstjóri og tveir af þremur sonum hans, Lenny, sem er bráðgreint kvikindi; í upphjafi liggur ekki alveg ljóst fýrir, hvaða atvinnu hann hefur. Og Jói, upprennandi boxari, en vinnur í brotajárni á daginn. Milli þeirra er kynlegt hatur- svinasamband. Það gæti litið út fyrir, að Lenny væri ekki nógu notalegur við föður sinn og faðir- inn er svo andstyggilegur við Sam bróður sinn. Samskiptin eru full af illvilja, en samt má skynja að þessar persónur eru tengdir sam- an þéttingsfast. Tal föðurins um Jessie, látna eiginkonu sína, í fyrstu af stakri virðingu, sem sriýst upp í svívirðingar, vekur strax upp hugmyndir áhorfanda um, hvers konar lífi þessi íjöl- skylda hefur lifað. Um nóttina birtist Teddy, elzti bróðirinn með Rut konu sinni. Teddy er heimspekiprófessor í Ameríku og hann hefur á sínum tíma ekki sætt sig við líf fjölskyld- unnar og haldið á brott. Síðan snýst leikurinn um að leiða þessar persónur saman og kanna við- brögð hvers og eins við orði eða hegðun hvers og eins. Heimkoman getur auðvitað hneykslað áhorfendur, ef út í það er farið, ekki aðeins vegna þess hversu kynlíf og vændi er rætt opinskátt og þó á undur hvers- dagslegan hátt. En kannski ekki síður vegna þeirra óskilgreinan- legu ástæðna sem ráða fram- komu/ákvörðun/niðurstöðu aðalpersónanna. Spyija má, af hveiju þriggja bama móðir og prófessorsfrú tekur því eins og sjálfsögðum hlut að snúa aftur til fyrri iðju sinnar og setjast að í þessu húsi ömurleikans. Hvernig stendur á því að prófessorinn er ekki aðeins samþykkur þessari hugmynd, honum er hálfgert létt- ir að því. Því að sagan getur ekki staðist, eða hvað? Er Pinter bara að athuga, hvort hann getur hneykslað? Varla. Því að orðlist hans, fullkomið vald yfir sviðinu hlýtur að gagntaka mann. Það er óþarft og beinlínis fáránlegt bijóta heilann um, hvort verkið sé fullt af táknum eða skáldlegum líking- um eða ummyndunum. Því er okkar að njóta. Að mínum dómi er sýning P- leikhópsins á Heimkomunni meiri háttar viðburður í leikhúslífi borg- arinnar. Sterk, íronísk og mæta vel unnin. Leikstjórinn Andrés Sigurvinsson hefur með sér gott lið, en ekki dregur það alltaf alla leið. En hér er varla veikur hlekk- ur. Hjalti Rögnvaldsson, sem hefur ekki leikið hérlendis í nokk- ur ár, er Lenny, og hefur ótrúlegt vald á‘ persónunni. Svipbrigði, raddbeiting er með því glæsilegra sem ég hef lengi séð. Róbert Arnf- innsson er faðirinn Max og verður efalaust talið eitt merkasta hlut- verk sem hann hefur leikið og er þá ekki lítið sagt. Róbert illúderar sannarlega sem aldraður maður, en er þó engu líkara en hamur _ * Ferðaáætlun Uti- vistar ’88 komin út FERÐAÁÆTLUN Útivistar fyrir árið 1988 er komin út með sam- tals 204 styttri og lengri ferðum um ísland. Höfuðáhersla er lögð á útiveru og gönguferðir við allra hæfi. Styttri ferðir, þ.e. dags- og kvöld- ferðir, eru 112. Miklar breytingar hafa verið gerðar á þeim og er tek- in upp nýjung sem kallast ferða- syrpur. Viðamesta ferðasyrpan er Strandganga í landnámi Ingólfs þar sem gengið verður frá Reykjavík og strandlengjunni fylgt suður á Reykjanes og síðan austur að Olf- usárósum í 22 ferðum. Fyrsta ferðin var farin sunnudaginn 3. janúar. með 74 þátttakendum, en sú næsta verður sunnudaginn 17. janúar kl. 13.00. Þá verður gengið úr Naut- hólsvík, um Fossvog og Kársnes í Amamesvog. Lögð verður áhersla á fræðslu í sögu, ömefnum og nátt- úrufræði í þessum ferðum, en þeim lýkur 2. október. Aðrar ferðasyrpur í styttri ferðunum kallast Fjalla- hringurinn og Þingvallaþjóðleiðir. Þess má geta að sunnudaginn 10. janúar verður árleg nýárs- og kirkjuferð Utivistar og er að þessu sinni farið að Gullfossi og kirkju- staðnum Stóra-Núpi. í styttri ferðir Útivistar þarf ekki að panta fyrir- fram og brottför er frá BSI, bensín- sölu. Helgarferðir em 72, bæði um byggðir og óbyggðir og eru flestar þeirra .1 Þórsmörk, en Utivist á þar tvo gistiskála í Básum. Helgarferð- ir eru einnig yfir vetrarmánuðina og er sú fyrsta þorrablótsferð í Þjórsárdal þann 22.-24. janúar með gistingu í félagsheimilinu Ár- Sumarleyfísferðir em fleiri en áður eða alls 20, frá fjögurra til níu daga langar. Margar nýjar sum- arleyfisferðir em á áætlun en flestar em á Homstrandir. Sérstök áhersla er lögð á sumardvöl í Þórs- mörk, þar sem gefinn er kostur á að dvelja í heila eða hálfa viku í Útivistarskálunum í Básum. Fyrir sumardvalargesti verða miðviku- dagsferðir í júlí og ágúst. Útivistar- ferðir em öllum opnar og félagsmenn greiða lægra fargjald í helgar- og lengri ferðir. (FréttatUkynning) Hjá Möngufossi á Snæfjallaströnd. Heimspeki- prófessor með fyrirlestur FYRIRLESTUR verður á vegum Félags áhugamanna um heim- speki sunnudaginn 10. janúar nk. Fyrirlesari verður Gerald Massey, heimspekiprófessor við Pitts- burgh-háskóla í Bandaríkjunum. Prófessor Gerald Massey nefnir erindi sitt „On the Indeterminacy of Translation" og er það ætlað al- menningi jafnt sem sérfræðingum, segir í fréttatilkynningu. Fyrirlesturinn hefst kl. 14.30 í stofu 101 í Lögbergi, húsi lagadeild- ar. Fundurinn er öllum opinn. Viðræðurum hafsbotnsréttindi á norðurslóðum VIÐRÆÐUR íslendinga, Norðmanna og Dana fyrir hönd Grænlendinga um hafs- botnsréttindi á norðurslóðum verða haldnar í Reykjavík dag- ana 25. og 26. janúar nk. Boðað er til viðræðnanna að ósk íslendinga, en það er ut- anríkisráðuneytið sem stendur að þeim fyrir ísiands hönd. Að sögn Eyjólfs Konráðs Jóns- sonar, fonnanns utanríkismála- nefndar Alþingis, verður rætt um hafsvæðið á milli Noregs, íslands og Jan Mayen. Þetta svæði telst vera opið hafsvæði sem engin þjóð hefur enn gert tilkall til. Viðræðuaðilar munu reyna að gera sér grein fyrir réttarkröfum á þessu svæði, með það í huga hvernig hægt verði að loka svæð- inu með samvinnu þjóðanna þriggja. Á þessu korti má sjá hafsvæðið sem um verður rætt, en það er skyggða svæðið norðaustur af íslandi, utan 200 mílna lögsögu Islands, Jan Mayen, Noregs og Færeyja. Morgunblaéifl/GÓI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.