Morgunblaðið - 08.01.1988, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 08.01.1988, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. JANÚAR 1988 Minning: Eiríkur Jónsson frá Helgastöðum Fæddur 24. október 1894 Dáinn 25. nóvember 1987 Nú er hann dáinn, hann elsku afi minn. Hann var alltaf hress og glað- ur hvenær sem var. Lífsglaðari manni hef ég aldrei; kynnst. Margar góðar samverustundir áttum við saman. Alltaf þegar ég kom til afa og ömmu voru þau mér svo ómetan- lega góð, og ekki voru þær fáar sögumar sem afi sagði mér af fjalla- ferðum sínum á yngri árum. Það má með sanni segja að afi hafi átt marga góða vini. Oft talaði hann um æskustöðvar sínar í Biskupstungum og sagði mér margt frá þeim dögum. Ömmu minni, Ólafíu Guðmundsdótt- ur, kjmntist hann í Auðsholti í Biskupstungum þar sem hann bjó ásamt foreldrum sínum. Árið 1933 fluttu afi og amma að Helgastöðum, eignuðust 4 böm og bjuggu þar til 1967, þá fluttu þau til Hveragerðis. Margar góðar minningar á ég um þau þegar ég kom til þeirra í Lauf- skóga 9. Árið 1983 fór heilsu ömmu að hraka og fóm þau á elliheimilið Gmnd. Þar lést amma skömmu síðar. Blessuð sé minning hennar. En afi lifði við góða heilsu, og oft kom hann í heimsókn til okkar. Síðast kom hann til okkar á 93ja ára afmæli sínu. Mánuði síðar lést hann úr heila- blæðingu. En þá vom nákvæmlega 4 ár upp á dag og klukkustund frá því að amma dó. Við söknum afa mjög og eigum erfitt með að trúa því að hann sé ekki lengur meðal okkar. Blessuð sé minning hans. Hrafnhildur Þorsteinsdóttir, Hveragerði. Þann 25. nóvember síðastliðinn andaðist Eiríkur Jónsson frá Helga- stöðum í Biskupstungum 93 ára að aldri. Þá vom liðin upp á dag fjögur ár frá því að kona hans, Ólafía Guð- mundsdóttir, lést. Er það tilviljun, eða er sá er öllu ræður að segja okkur hinum að Eirík- ur sé kominn heim? Við sem kynnt- umst góðmenninu Eiríki Jónssyni trúum á heimkomuna. Eríkur fæddist 24. október 1894 að Bryggju í Biskupstungum og vom foreldrar hans Jón Guðmundsson og María Guðmundsdóttir er þar bjuggu. Systkini hans vom Jón, Eyr- ún og Guðrún, öll dáin nema Guðrún sem fæddist 1899. Hún dvelur nú á elliheimilinu Gmnd í Reykjávík. Eiríkur ólst upp hjá foreldmm sínum, en fór snemma að vinna fyrir sér í vinnumennsku í sveitinni. Lífsbaráttan var erfið á þessum ámm og algengt að menn til sveita fæm til sjós um vertíðir, og var Eiríkur engin undantekning þar á, því hann sótti 11 vertíðir í Grindavík. Þá kom það sér vel að hann var göngumaður góður, því ekki vom samgöngur með öðmm hætti nema þá hestar. Eiríkur fór oftast gangandi. Honum líkaði vel í Grindavík og átti margar góðar minningar þaðan, þó oft hafi verið erfitt að sækja sjóinn. Eiríkur var liðlega vaxinn maður, grannur og snar í hreyfingum og ekki vom Grindavíkurferðimar einu ferðimar sem hann fór því oft fór hann gang- andi suður til Reykjavíkur, bæði með fé til slátmnar og í öðmm erinda- gjörðum fyrir sveitunga sína. Það var í slíkri ferð sem hann og sam- ferðamenn hans fengu eina af þeim farsóttum sem þá gengu í Reykjavík. Minninff: Ragna Ingibjörg Jónsdóttir — kennari í dag, 7. janúar, er kær vinkona borin til moldar. Kynni okkar hófust fyrir fjórðungi aldar er við báðar settumst í dönskudeild Háskóla ís- lands. Ég vegna þess, að ég viidi bæta úr vankunnáttu minni. Hún til þess að skemmta sér við fag, sem hún þegar hafði afargott vald á. Ragna var gædd óvenjumiklum persónutöfmm, glöggskyggn, glettin og góðviljuð og átti vini í öllum stétt- um og stöðum. Engum, sem gekk með henni um götur, gat dulist það. Enda gerði hún þann eina greinar- mun á fólki, að henni þótti miklu minna til um gáfur og háar stöður en góðvild og sanngimi einstakling- anna. Og ekki þótti henni skaða, að þeir hefðu auga fyrir kímilegheitun- um í tilvemnni. Hreinskiptni og heilindi gagnvart öllu og öllum var aðal Rögnu og einkenni, öllum vildi hún lið veita, ef bágt áttu, en eigin vanda og erfiðleika bar hún ekki á torg. Þegar ég kynntist Rögnu bjó hún að Stóragerði 26 í Reykjavík með bömum og eiginmanni, Ragnari Jó- hannessyni, rithöfundi og fyrrv. skólastjóra. Hann var þá þrotinn að kröftum, en bar enn svipmót hins glæsta menntamanns og stundaði ritstörf og þýðingar. Afarhlý og traust bönd tengdu þessa fjölskyldu alla, hjónin og böm þeirra þijú, Ingi- björgu, Ragnar og Guðrúnu. Nokkm síðar trúlofaðist Guðrún Áma Bimi Jónassyni, sem reynst hefur tengda- fjölskyldu sinni traustur hollvinur í gleði og sorg. Ragnar Jóhannesson lést fyrir 11 ámm. Um líkt leyti fluttist §ölskyld- an að Skjólbraut 10 í Kópavogi. Öll böm Rögnu og bamaböm bjuggu um skeið í húsinu og var það sam- félag henni og þeim öllum til hagræðis og ómældrar ánægju. Við Ragna áttum sameiginlegt starfssvið, dönskukennsluna, og ég veit að hún var afburðakennari, hafði gott vald á kennslugreininni og átti mannskilning, hlýju og glettni, sem hlaut að bijóta henni braut að hjarta nemenda, hversu þvermóðskir sem þeir annars vom. Helsta tómstundagaman Rögnu var að spila brids, enda var hún af- burðagóður spilamaður og naut undirrituð góðs af því sem öðm, er Ragna átti að miðla. Annars vom áhugamál hennar fjölmörg, sem læt- ur að líkum um slíka gáfukonu og lífslistamann. Þegar litið er yfir 25 ára tímabil vináttu, samstarfs og samvista er svo ótalmargt að þakka, að ekki er hægt upp að telja, en hollráðari og traust- ari vin en Rögnu Jónsdóttur er ekki hægt að eignast. Því ber ég fram hugheilar þakkir á þessum degi og sendi ástvinum hennar einlægar samúðarkveðjur. Guðrún Halldórsdóttir Komust þeir við illan leik heim í Tungur. Lá hann heima mikið veikur í sex vikur. Þetta var í eina skiptið sem hann varð alvarlega veikur, því hann var með afbrigðum heilsu- hraustur alla ævi. Árið 1921 hóf hann búskap að Auðsholti og bjó þar í 11 ár en flytur þá með Ólafíu konu sinni að Helgastöðum þar sem þau búa í 34 ár. Helgastaðir vom þá erfið jörð, en með dugnaði og eljusemi bætti hann jörðina mikið, byggði nýtt íbúðarhús, jók við túnin og stækkaði bústofninn. Helgastaðir vom langt frá þjóð- braut, aðdrættir erfiðir allt þar til brúin var byggð á Hvítá við Iðu. Enda sagði hann oft að vegir og bætt samgöngutæki væm undirstaða betra mannlífs á íslandi nú en vara þegar hann var að alast upp. Þegar ég kynntist Eiríki betur tók ég eftir að það sem einkenndi skap- gerð hans var hve jákvæður hann var í garð samferðamanna sinna. Hann talaði aldrei illa um nokkum mann. Ef slíkt bar á góma þar sem hann var reyndi hann að eyða talinu, sló þá gjaman tóbakshomi sínu í borðið með snöggri hreyfingu og fór að tala um eitthvað annað. Hann unni lándi og þjóð mikið, landinu og náttúmnni vegna þess hve það gaf honum mikið, bæði sem bónda og ekki síst í ferðum hans um afrétti Tungna- og Hreppamanna en uppi á hálendinu skynjaði hann lífið, landið og náttúmna og skildi svo vel. Hann talaði oft um þessar ferð- ir, skildist manni þá vel hve vænt honum þótti um þessar slóðir. Mér er minnisstæð ein saga sem hann sagði mér úr slíkri ferð. Hún lýsir vel hve hann var vel á sig kominn líkamlega, sporléttur og þolinn. Hann og nokkrir menn aðrir vom að reka kindur til byggða, var þar á meðal einn sauður sem lét illa að stjóm og vildi til fjalla aftur. Tók hann sig út úr safninu og stefndi í óbyggðir. Þótti mönnum illt að tapa honum, því komið var langt fram á haust og allra veðra von; óvíst að hann skilaði sér sjálfur til byggða. Bauðst þá Eiríkur til að reyna að ná honum. Ekki þótti líklegt að það tækisi, því sauðurinn var með afbrigðum spor- léttur, hafði áður sloppið frá mönnum. Eiríkur hljóp samt af stað, og er skemmst frá að segja að á þriðja tíma tók eftirförin og aldrei slegið af. Til 'baka kom hann með sauðinn sem mætti þama í óbyggð- um ofjarli sínum. Þetta þótti mikið afrek og oft talað um síðar. Árið 1967 bregður hann búi en þá var Ólafía kona hans orðin heilsutæp og flytjast þau þá í Hveragerði, þar sem hann vann í ullarstöð SÍS í sjö ár. Eignaðist hann þar marga góða og trausta félaga. En oft hvarflaði hugurinn til Biskupstungna og vina og kunningja þar. Til Hveragerðis flyst með þeim hjónum Guðrún systir hans. Þegar Eiríkur og Ólafía flytjast á elliheimil- ið Grund í Reykjavík fer Guðrún með þeim þangað, og dvelur þar nú. Eiríki þótti afar vænt um böm sín og bar hag þeirra mjög fyrir bijósti. Hann sagði mér oft hve það væri mikils virði að eiga góð og traust böm. Hann fylgdist líka vel með bamabömum og bamabamabömum sínum sem hann kallaði oft „stráin sín“. Ég kveð Eirík Jónsson með sökn- uði og minnist alls hins góða sem var í fari hans. Megi guð geyma hann og styrkja okkur hin. Örn Guðmundsson Minning: Sigrún Kristín Kristjánsdóttir Fædd 30. maí 1937 Dáin 3. janúar 1988 Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V.B. Fregnin um lát Sigrúnar kom okk- ur ekki á óvart en hún kom of fljótt, mörgum ámm of fljótt, hún hafði svo mikið að lifa fyrir. Það kemur fyrst í hugann þegar við ásamt hóp annarra ungra meyja, sitt af hvorum landshluta, komum saman í Húsmæðraskólanum að Löngumýri til að afla okkur fræðslu til að verða gjaldgengar húsmæður. Ein af þeim sem fyrst vakti at- hygli okkar fyrir hógværð sína og gott viðmót var Sigrún Kristjáns- dóttir frá Hæli í Húnavatnssýslu. Margra góðra stunda er að minnast frá okkar samverustundum því í kringum Sigrúnu var alltaf glað- værð og hún heillaði með sinni hógværu glettni og græskulausum bröndurum sem alltaf hittu í mark. Veturinn leið og leiðir skildu en sambandið við Sigrúnu rofnaði ekki að öðru leyti en því sem við mátti búast þegar annríki við heimili og böm tók hugann allan. Sigrún giftist Jóni Hólmgeirssyni frá Stafni í Reykjadal og eignuðust þau 3 böm sem öll eru uppkomin. Þau áttu fallegt heimili þar sem ham- ingja og samheldni ríkti. A seinni árum urðu samvemstund- ir okkar fleiri og fundum við þá vel hvað Sigrún var alltaf sami góði fé- laginn og gaman var að rifya upp gamlar minningar. Hæst ber þó þeg- ar við komum saman á 30 ára skólaafmælinu okkar fyrir tæpum 2 árum. Þá var Sigrún svo hress og glöð að við gátum gert okkur vonir um að hún væri búin að sigrast á þeim sjúkdómi sem við vissum að hún gekk með. En það var tálvon og nú kveðjum við vinkonu okkar með söknuði og þökkum fyrir að hafa fengið að kynnast henni. Við vottum eiginmanni hennar, bömum og öðrum aðstandendum okkar dýpstu samúð. Gurrý, Fjóla og Ásta í dag verður til moldar borin Sig- rún Kristín Kristjánsdóttir, Álfa- byggð 7 á Akureyri. Sigrún var næstelst fyögurra bama þeirra hjón- anna Þorbjargar Bjömsdóttur og Kristjáns Benediktssonar á Hæli í Torfalækjarhreppi í Austur-Húna- vatnssýslu, fædd þann 30. maí vorið 1937, og því aðeins fímmtug að aldri er hún lést aðfaranótt þess 3. janúar sl. Mæður okkar Sigrúnar voru systur og bjuggu sín í hvorri sveitinni norð- ur í Húnavatnssýslu en þó var á milli heimilanna töluverður sam- gangur eftir því sem tíðkaðist áður en bflar urðu almenningseign. Ára- tugar aldúrsmunur á okkur frænkun- um gerði það hins vegar að verkum að við sáumst örsjaldan í kokar upp- vexti enda fór Sigrún snemma að heiman. Hún stundaði nám við Kvennaskólann á Löngumýri í Skagafirði en rúmlega tvítug giftist hún eftirlifandi eiginmanni sínum, Jóni Hólmgeirssyni frá Stafni í Reykjadal í Suður-Þingeyjarsýslu, og hófu þau búskap á Akureyri þar sem þau bjuggu alla tíð. Þegar ég fór í skólá á Akureyri haustið 1964 var mér því uppálagt að heimsækja frænku mína sem þar bjó við Strandgötuna, gift og þá tveggja bama móðir. Þó ýmislegt glepti frekar en ættingjaheimsóknir í sollinum norður þar bankaði ég þó uppá áður en ég fór heim í jólafríið. Eiginlega þekkti ég Sigrúnu þá varla í sjón en mannaði mig upp af for- vitni vegna þess að svo oft var búið að tala um hvað hún væri lík henni mömmu minni sem dó þegar ég var bam. Húsbóndann hafði ég aldrei séð og vonaði bara að hann væri ekki heima. Strax við fyrstu sýn var ljóst að þama bjó fólk sem dýrmætt var fyr- ir ungling að umgangast enda fór mér eins og fleirum þeirra gestum — kom aftur og aftur og átti því láni að fagna að búa hjá þeim heilan vetur síðar. Meiri fyrirmyndarheimil- isbragur en á heimili þeirra, bæði á Strandgötunni og í Álfabyggð 7, var vandfundinn, enda jafnræði með þeim hjónum og þau samhent við alla hluti, uppeldi bamanna, heimilis- störfin og áhugamál sín. Allt lék í höndunum á þessu fólki, þar féll hvorki blettur né hrukka, en þó var mest virði að setja á langar ræður við þau um lífið og tilveruna, ættingj- ana, jafnréttismálin og eilifðina. Þær voru margar ánægjustundimar við eldhúsborðið í Álfabyggðinni bæði þá og síðar, margar sögur sagðar og mikið hlegið. Sigrún var há kona og glæsileg, ljós yfirlitum og kvik í hreyfíngum. Állt fas hennar bar vott um mikla mannkosti og hún var hlý, skynsöm og skemmtileg manneskja. Trygg- lynd var hún með afbrigðum og trú þeim gildum sem hún ólst upp við í íslenskri sveit við erfiðari skilyrði en nú tíðkast en um leið opin fyrir tæki: færum og framförum nýs tíma. í löngu veikindastríði áttu glaðværð hennar og skynsemi stærstan þátt í að halda þeirri reisn sem allir dáðu hana fyrir til hins síðasta. En hún stóð ekki ein. Við hlið hennar Nonni og bömin þijú, Kristján, Þorbjörg og Hólmgeir, tengdadætur, móðir og systkini, hetjur sem standa áfram heiðursvörð um minningu hennar. Með einlægu þakklæti minnist ég vináttu hennar og votta aðstandend- um öllum samúð mína og fjölskyldu minnar. Kristin Indriðadóttir t Hjartkær eiginmaður minn, faðir okkar og sonur minn, HILDIMUNDUR GESTSSON, Lágholti 9, Stykkishólmi, verður jarðsunginn frá Stykkishólmskirkju laugardaginn 9. januar kl. 14.00. Þeim sem vildu minnast hins látna er bent á sjúkrahúsið í Stykkishólmi. Þórhildur Halldórsdóttir, Hólmfríður Hildimundardóttir, Halldór Hildimundarson, Hólmfriður Hildimundardóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.