Morgunblaðið - 08.01.1988, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 08.01.1988, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. JANÚAR 1988 Sinfóníuhljómsveit æskunnar. Sinfóníuhlj óms veit æskunnar í léttum leik Tónleikar í Mennta- skólanum við Hamrahlíð í kvöld í kvöld kl. 20.30 spilar sextíu manna hljómsveit sinfóníur eftir bæði Haydn og Schumann,. nánar tiltekið þá 103. Haydns og nr. 3 eftir Schumann. Tónleikamir verða í sal Menntaskólans við Hamrahljð. Það er ekki Sinfóníuhljómsveit ís- lands sem spilar þar, því þó það beri ekki mikið á því, þá eigum við tvær sinfóníuhljómsveitir þessa dagana. Sú sem spilar í kvöld er Sinfóníuhljómsveit æskunnar, sam- ankomin -enn á ný undir stjóm Bandaríkjamannsins Pauls Zukof- sky, eins og oft áður, skipuð æskufólki að mestu í samræmi við nafnið. Zukofsky kennir við Juill- iard tónlistarskólann í New York, hefur þar umsjón með kennslu í kammermúsík og er með hóp, sem flytur nútfmatónlist. Sinfóníuhljómsveit æskunnar var stofnuð 1985, á ári æskunnar og það ekki af tilviljun einni saman. Hún kemur saman tvisvar eða þrisvar á ári undir drífandi stjóm Zukofskys. Þetta er heljarskinns- mikið fýrirtæki eins og segir sig sjálft, þegar sextíu manns koma saman og sú sem rekur hljómsveit- ina núna heitir Hulda Bima Guðmundsdóttir, útskrifuð úr tón- fræðideild Tónlistarskólans í Reykjavík. Hennar starf er að skipuleggja og undirbúa starf hljómsveitarinnar og ekki sfzt fást við fjármálin. Það hefur löngum verið nokkur höfuðverkur að tryggja fjárhagsgrundvöll hljóm- sveitarinnar. Peningamir hafa komið héðan og þaðan. Flugleiðir hafa verið hjálplegir, bæði við að koma krökkum utan af landi til Reykjavíkur og eins með far stjóm- andans. Krakkamir borga þátt- tökugjald, nú tvö þúsund krónur, sem nægir þó hvergi. Eitthvað kem- ur inn af tónleikum hljómsveitarinn- ar. Fyrirtæki hafa lagt fram fé, nokkrir tónlistarskólanna og svo ríkið. f ár fékk hljómsveitin nokkuð myndarlegan skerf á íjárlögum, eina og hálfa milljón, sem fleytir henni þokkalega áfram þetta árið. Þetta fjárframlag nýtist ekki sfzt til að skipuieggja starf hljómsveit- arinnar fram í tímann, sem auðvitað skiptir miklu máli. Það dugir ekki að byrja upp á nýtt í hvert skipti, eða þurfa að hafa af þvf stanz- Iausar áhyggjur, að hugsanlega sé hljómsveitin að koma saman í síðasta skipti í hvert sinn sem hún kemur saman. Allir sem koma eitthvað nálægt tónlistarmálum hér gera sér glögga grein fyrir hvað Sinfóníuhljómsveit æskunnar skiptir miklu máli f tón- listaruppeldi hér, því þetta er eini möguleiki flestra krakkanna til að fá þjálfun í hljómsveitarleik. Því miður starfar til dæmis engin sin- fóníuhljómsveit við Tónlistarskól- ann í Reykjavík, hvað þá við aðra skóla. Krakkamir þurfa að hafa vissa lágmarks kunnáttu í hljóð- færaleik til að komast inn og svo er raðað í sæti hennar eftir prufu- spil. Nemendur allra tónlistarskóla á landinu geta sótt um inngöngu. En innan um krakkana sitja líka þrautþjálfaðir tónlistarmenn. Þama era til dæmis Joseph Ognibene homleikari og Bemharður Wilkin- son flautuleikari, sem þjálfa blásar- ana utan sameiginlegra æflnga, búnir að gera það í mörg ár. Bem- harður nefnir að það gefist ekki oft tækifæri til að vinna verk jafn ná- kvæmlega og hér sé gert, hér sé farið ofan f kjölinn á verkunum. Og svo sé einkar gaman að vinna með Zukofsky. Richard Kom bassaleikari spilar og vinnur með krökkunum líkt og þeir Joseph og Bemharður. Hann hefur spilað með sinfónfunni hér, en lfka víða á meginlandinu, nú sfðast með útvarpshljómsveitinni í Luxemborg og fer f ferð með henni undir vorið. Og hann segir það sama og Bemharður, ánægjuleg vinna og gott og gagnlegt að vinna með Zukofsky, líka fyrir lengra komna ... Ótrúlegt hvað sá maður sjái út úr nótunum, einkar skarpur. En það hafa fleiri reyndir tónlist- armenn unnið méð krökkunum og Zukofsky í þessari umferð. Ásdís Valdimarsdóttir víóluleikari, Am- þór Jónsson sellóleikari, Martin van der Valk páku- og slagverksleikari eru leiðbeinendur og auk þess Jo- anne Opgenorth fiðluleikari og nemandi við Juilliard skólann, sem kom hingað með Zukofsky. Þegar við sitjum á tónleikunum í kvöld og horfum á krakkana spila, eins og þau hafi aldrei gert annað, er það meðal annars vegna þess að þau hafa setið við margar klukkustundir á dag í tvær vikur undir vökulum augum Zukofskys og aðstoðarfólks hans. Zukofeky hefur nákvæmt auga á atriðum eins og fingrasetningu og bogastrokum og heymin skörp, eins og þarf að vera hjá góðum stjómendum. Skyldu þeir annars ekki heyra gras- ið vaxa eins og sagt er í ævintýran- um? Og það er ekki eintóm blíðuorð sem §úka um salinn á æfingum. „Hér erað það aðeins þið sem eigið að spila — og þið spilið alls ekki!“ segir hann við hluta af strengjun- um, eftir að hafa látið þau endur- taka sama bútinn aftur og aftur... Og eftir að hafa þurft að endurtaka sama atriðið nokkram sinnum hvessir hann augun á þau og segist hvorki hafa tíma né þolinmæði til að segja þeim þetta eina ferðina enn. Og viti menn, eftir næstu til- raun virðist hann ánægður, heldur að minnsta kosti áfram, en það er stutt í næsta atriði, sem þarf að fægja og pússa. Stöku sinnum tek- ur hann fiðluna sjálfur og spilar fyrir þau eða með þeim, þegar orð- in ein duga ekki til. Stjómendur tíðka það stundum að skrifa í nót- umar það sem þeir vilja leggja áherzlu á eða draga fram. Zukofsky hefur orð á að hann vilji heldur tala við krakkana, útskýra og fá þau til að skilja og tileinka sér það sem hann segir, ffernur en að leggja fyrir þau merktar nótumar eins og fyrirfram gefinn hlut. En allt þetta gerist látalaust. Stjómandinn hvorki áepir né hopp- ar, heldur situr og talar við krakk-’ ana, án þess að hækka röddina, en hún er ógnþrangin á köflum. Það er á krökkunum að heyra að Zukof- sky sé strangur, harður og óvæginn húsbóndi, en aldrei andstyggilegur eða niðurbrjótandi. Og þó hann sé ekki hlægimálugur eða noti skemmtisögur og glens til að koma hugmyndum sinum á framfæri, eins og sumir stjómendur, þá má samt á stundum sjá bregða fyrir kímni bak við gleraugun. Og það efast enginn um að hann yill krökkunum allt hið bezta, vill að þau spili eins vel og þau geta og kannski svolítið betur en það ... En hugum nú aðeins að krökkun- um og hver þau era. Þau era víða að, flest úr Reykjavík, en einnig frá Akureyri. Konsertmeistari er Margrét Kristjánsdóttir, tvítugur nemandi í Tónlistarskólanum í Reykjavík og tekur burtfararpróf þaðan í vor. Ætlar í framhaldsnám til Bandaríkjanna næsta haust. í vetur er hún lausráðin við Sinfóníu- hljómsveitina. Eins og fleiri af þeim eldri þama hefur Margrét verið við- loðandi Sinfóníuhljómsveit æskunn- ar lengi, verið þar síðan hún var tólf eða þrettán ára. Nú er hún komin í ábyrgðarsæti þar. En hún er í engum vafa um að undir stjóm Zukofskys læri þau alltaf eitthvað nýtt í hvert skipti. Auk þess geri hann miklar kröfur, svo þama þurfi að taka á öllu sfnu. Hildigunnur Rúnarsdóttir er fiðluleikari í hljómsveitinni, hefur verið með síðan 1980, meðan sam- komumar vora námskeið hjá Zukofsky. Hún hefur orð á því hvað öll vinnan þama sé markviss, mikið lagt upp úr að krakkamir læri sem mest og verkin vandlega valin til að koma ákveðnum hlutum á fram- færi við þau. Hildigunnur á sæti í fulltrúanefnd hljómsveitarinnar, en hver hljóðfæradeild á þar fulltrúa, sem bera þá ábyrgð á nótum fyrir félaga sína og öðru sem til þárf. Hallfríður Olafsdóttir er flautu- leikari og í fulltráanefndinni fyrir tréblásarana. Hún er í Tónlistar- skólanum í Reykjavík, lýkur einleik- araprófi þaðan í vor. Hefur svo hugsað. sér framhaldsnám í Eng- landi næsta haust. Hún undirstrikar sérstaklega hvað hljómsveitin sé mikilvæg sem eini staðurinn, þar sem nemendur geti fengið þjálfun í hljóðfæraleik, en slík þjálfiin sé einkar mikilvægur þáttur í náminu. En það era ekki aðeins kvenmenn í hljómsveitinni, þó þeir séu í meiri- hluta. Stefán Óm Amarson er nemandi í sellóleik, er í Tónlistar- skólanum í Reylcjavík, átján ára og hefur verið við sellóið í ellefu ár. Hann hefur líka verið í Sinfóníu- hljómsveit æskunnar frá bytjun og þar áður á Zukofsky námskeiðun- um, og dregur ekki úr gagnseminni. Segist enda gera allt til að geta verið með. Þama sé hægt að læra mjög mikið og vinnan sé skemmti- leg, því verkin, sem þau taki fyrir séu yfirleitt mjög þung, svo þau fái ærleg verkeftii að glfma við. Zukof- sky sé frábær stjómandi. Þó ekki sé unnið lengur en í tvær vikur, þá þekki þau verkin út og inn eftir þann tíma. Með góðri leiðsögn kom- ist þau í gott samband við verkin og höfunda þeirra, læri heilmikið. En ekki sízt þá sé þetta svo fima skemmtilegt! Sá yngsti í hópnum heitir Halli Cauthery, enskur í aðra ættina, varð tólf ára á nýársdag og þegar kominn vel áleiðis í fiðlunáminu. Una Sveinbjamardóttir tólf ára er með í hljómsveitinni í fyrsta skipti, rétt eins og Halli, en þau sitja þama bæði eins og alvant hljómsveitar- fólk. í þessu fagi segir aldurinn ekki allt. Og skemmtunin leynir sér ekki, þegar fylgst er með krökkunum á æfingu, því þó þau spili oft með áhyggjufiillum einbeitingarsvip, þá er létt yfir þeim í hléunum og and- rúmsloftið sfður en svo þrágandi. Eins og áður er nefnt verða á efnisskránni í kvöld sinfóníur eftir Haydn og Schumann. Viðfangsefti- in vísast ekki valin út í bláinn, hvað segir Zukofsky um þau? „Það er úr ýmsu að velja til að setja á efnisskrá eins og hér. Sumt er útilokað að taka, því hljómsveitin er ekki af réttri stærð. Svo er að nokkru tekið tillit til þess sem hefur verið gert áður, nú tækifæri til að taka fyrir annars konar verk, ann- ars konar vandamál. En þetta er kannski bara ein leið til að segja að valið er að einhveiju leyti handa- hófskennt... En svo er líka spuming hvernig verkin fara saman og hvað krakk- amir eiga að finna út úr verkunum. Að þessu sinni era bæði verkin í Es-dúr, sem er mjög erfiður viður- eignar fyrir strengina. Þetta kennir þeim að einbeita sér að einni tónteg- und, þau læra þá væntanlega hvað það þýðir að leika í Es-dúr. Verk Haydns era ærið flókin í uppbyggingu og sinfónían nr. 103 er engin undantekning þar á. Schumann sinfónían er líka merki- leg að uppbyggingu. Einn þátturinn skiptist til dæmis í ellefu hendingar og sjö þeirra ná yfir ellefu takta. Það er gott fyrir krakkana að kynn- ast svona uppbyggingu, því margir tónlistarmenn ganga ranglega með þá hugmynd í kollinum að hending- ar í tónverkum hljóti alltaf að ná yfir tvo, fjóra eða átta takta. Svo er hrynjandin óvenjuleg þama. Þessi tónlist er líka skrifuð öðra vísi en hún hljómar. Með öðrum orðum þá verða þau að læra að það er ekki hægt að skrifa allt sem á að heyrast, læra og venjast því. Þessu vil ég að þau nái og það nýtist þeim í framtíðinni í öðram verkum, þvf þessi atriði eiga við fleiri verk en þau sem við fáumst við hér og nú.“ Hver er munurinn á að vinna með nemendahljómsveit og at- vinnuhljómsveit? „Aðaltilgangurinn er alltaf að spila á tónleikum, flytja verkin. Að vissu leyti er auðveldara að vinna með krökkum, því þau ganga ekki að verkunum með fyrirfram mótað- ar skoðanir á þeim, það er hægt að móta hugmyndir þeirra frekar, þó vinna með þeim taki mun lengri tíma.“ Nú era sömu krakkamir í hljóm- sveitinni ár eftir ár. Hvemig gengur að halda þræðinum, eða þarf alltaf að byrja upp á nýtt? „Það er svosem makalaust hvað þau gleyma fljótt, en það er ekki bara þeim að kenna, heldur er ekki hægt að læra hljómsveitarspil f eitt skipti fyrir öll með því að spila í hljómsveit nokkrar vikur á ári. Líka vegna þess að leiðsögnin hér er . yfírleitt í litlum tengslum við aðra kennslu, sem þau fá. Það sem er unnið í hér er kannski ekki gert neitt í annars staðar. Ef vel á að vera þyrfti hljómsveit- in að spila tvisvar í viku allt árið og þar þyrfti að leggja áherzlu á allt, sem skiptir máli í hljómsveitar- spili. Það dettur víst engum í hug að hægt sé að læra á bíl með því að keyra aðeins nokkram sinnum á ári. Þar er líka verið að læra tækni og aðferðir og að fylgjast með öðr- um. Sá sem spilar í hljómsveit þarf að hafa tækni og aðferðir á valdi sínu, en hann er lfka háður því sem hinir gera, verður að horfa og fylgj- ast með. Þetta er svo margslungin vinna að það þarf mikla þjálfun til að ná árangri í henni. Ef krakkamir fá sjaldan að spila með hljómsveit gera þau sér líka síður grein fyrir hvað af því sem stjómandinn er að segja þeim á við víðar en í þessu verki og hvað er sérstakt fyrir einmitt þetta verk. Átta sig til dæmis síður á því hvað á sérstaklega við um Haydn og hvað á almennt við. Það byggist fyrst og fremst á þjálfun að geta greint þama á milli. Hingað til hefur rekstrargrund- völlur hljómsveitarinnar verið svo ótryggur, að eftir hvert skipti hefur verið óljóst hvort hún kæmi aftur. Nú lítur hins vegar loksins út fyrir að hljómsveitin geti komið saman reglulega...“ Sannarlega ánægjulegt að geta gengið að tónleikum eins og þeim í kvöld vísum. Það jafnast fátt á við góðar nemendahljómsveitir, þar sem æskuþokki og óþreyjufull ein- beitni liggur í loftinu. TEXTI: Sigrún Daviðsdóttir LJÓSM: Einar Falur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.