Morgunblaðið - 10.01.1988, Qupperneq 2
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. JANÚAR 1988
BraggageLlumar skvera sig upp í brælunni; Sigrún Edda Björasdóttir og Hanna María Karlsdóttir Höfundarair, Iðunn og Kristin Steinsdætur
(Morgunblaðið/Bjarni)
SÍIDIN ER
KOMIN
Stcfánsson, Jón Hjartarson, Jón
Sigurbjömsson, Karl Guðmunds-
son, Karl Agúst Ulfsson, Kjartan
Ragnarsson, Margrét Helga Jó-
hannsdóttir, Ólafía Hrönn Jóns-
dóttir, Pálina Jónsdóttir, Sigrún
Edda Bjömsdóttir, Soffía Jakobs-
dóttir, Valdimar Öm Flygenring
og Þór Thulinius.
Hljómsveitina skipa þeir Ámi
Scheving, Birgir Bragason, Björg-
vin Gíslason, Jóhann G Jóhanns-
son, Pétur Grétarsson og fleiri.
Sem áður segir hafa átt sér stað
töluverðar breytingar á verkinu
síðan Leikfélag Húsavíkur sýndi
það, en hvaða breytingar og hvers
vegna?
„Það má eiginlega segjá að
þetta hafi breyst úr gamanleik í
söngleik," svaraði Iðunn, þegar ég
hitti hana á æfíngu í Skemmunni
á dögunum. „En þessar breyting-
ar, þótt töluvert miklar séu, hafa
komið smátt og smátt. Hér í Skem-
munni em allt aðrir möguleikar
en annars staðar til að sviðsetja
verkið. Til dæmis þarf ekki að
vera að hugsa um senuskipti,
þannig að við höfum brotið upp
senumar og þær eru nú fleiri og
styttri en í fyrri útgáfu. Auk þess
eru komin inn ný lög og nýir text-
ar. í fyrri uppfærslu gerði ég texta
við gamla slagara, en nú hefur
Valgeir Guðjónsson samið alveg
nýja tónlist fyrir verkið og skrifað
textana líka. Þessa nýju söngva
þurfti að fella inn í verkið og þeir
eru ekki á sömu stöðum og slagar-
amir voru áður. Það segir sig
sjálft að í því felast töluverðar
breytingar."
En afhveiju síldarárin?
„Afþví þetta er svo minnisstæð-
ur tími. Við systumar vorum
sjálfar í síld. Kristín upplifði stóru
síldarárin þama upp úr ’60, en þá
var ég reyndar farin að heiman.
Þegar við vorum krakkar, heima
á Seyðisfirði, var þar mikið at-
vinnuleysi og þá heyrði maður oft
talað um síldarárin upp úr alda-
mótunum. Fólk var alltaf að biða
eftir síldarárum aftur, bíða eftir
að eitthvað færi nú að gerast. Svo
kom síldin aftur...og fór. í leikrit-
inu reyndum við bæði að draga
upp þessa óvissu í kringum síldina
og síðan stemminguna sem verður
til þegar lítill bær fyllist af að-
komufólki.
Ég átti mín fyrstu ástar-
ævintýri í sfldinni
ÓLAFÍA HRÖNN JÓNSDÓTTIR
þreytir framraun sína í íslensku
leikhúsi í „Sildin kemur.“ Ólafía
útskrifaðist úr Leiklistarskóla
íslands síðastliðið vor þar sem
lokahlutverk hennar var Kyllikki
í R„Rúnari og Kyllikki.“ í
Síldinni fer hún með hlutverk
Jöklu, sveitastúlkunnar sem
kemur til þorpsins í síldarvinnu.
Hún er ung og óreynd, en
kannski ekki svo ýkja saklaus,
eða hvað?
„Jökla er íjalladís," segir Ólafía.
„hún kemur úr Fjalladal - sveitapía
sem veit þó alveg hvað hún vill og
er mjög kröftugur kvenmaður. Hún
er með allt og alla á hreinu og fær
það sem hún vill. Hún er saklaus
að því leyti að hún er ekki vön að
taka þátt í bæjarlífi, með sfldarböll-
um og tilheyrandi. Hún er ekki
bein lífsreynd, en hún getur aldrei
orðið eins og hinar tildurrófumar,
því hún heldur sínu striki. Það sem
stelpunum í verbúðinni fínnst stór-
mál, fínnst henni ekkert mál. Þegar
hún verður ólétt eru engar vífilengj-
ur með það að hún giftist föðumum.
Hinar trúa því ekki að henni takist
að klófesta hann, en hjá henni sjálfri
er aldrei efí. Hún er mjög blátt
áfram. Fólkið í kringum hana er
óvant slíku og þessvegna fínnst öll-
um hún vera öðruvísi.
Jökla lítur aldrei á óléttuna sem
ógæfu, en stúlkumar að sunnan
gera þetta að vandamáli, sérstak-
lega Sigþóra sem hefur lent illa í
því sjálf. Hún er sú reyndasta í
bragganum. Þessar konur hafa allt-
af litið niður á Jöklu, en þegar hún
verður ólétt kemur samkenndin upp
- það verða hvörf í samskiptunum,
því þær vilja hjálpa henni. Jöklu
fínnst hún hinsvegar ekkert þurfa
á hjálp að haida og hjálpin verður
bara að misskilningi."
En nú fjallar leikritið um
síldarárin, sem Hklega hafa
gengið yfir fyrir þina tíð. Finnst
þér ekkert óskiljanlegur mórall
sem þaraa er á ferð?
„Ég var í sfld á sumrum á Homa-
fírði sem unglingur og kannast
alveg við móralinn á planinu. Ég
fór að salta með mömmu þegar ég
var svona 14- 15 ára. Þótt það
hafí ekki verið nein „síldarár," þá
var mórallinn svipaður - að ætla
bara að græða á sfldinni. Það var
slegist um stæðin á planinu. Upp-
haflega ætluðum við vinkona mín
saman í sfldina, en fengum ekki
pláss. Hinsvegar fékk mamma pláss
afþví hún var fullorðin og ég fór
með henni - svo var bara unnið og
unnið.
Svo þegar maður var svona
15-16 ára fór maður að spá í sfldar-
strákana. Þá var beðið eftir að
kæmi bræla, svo hægt væri að hitta
þá. Þama átti ég mín fyrstu ástar-
ævintýri.
Árið 1977 lentum við í verkfalli
og þá gerðist það sama og gerist í
leikritinu: Það var lokað fyrir
brennivínssölu og þetta stóð yfír í
mánuð. Þá voru öll ráð notuð, fólk
drakk dropa og allt sem flaut. Þetta
var sérstaklega vont fyrir karlpen-
inginn sem fékk ekkert brennivín.
Bræla og þeir gátu ekki dotti í
það. Þeir vissu ekki hvað þeir áttu
af sér að gera. Veistu ég held að
sfldarmórall sé alltaf og alls staðar
eins." HHV
(Morgunblaðið/Bjami)
Ólafía Hrönn Jónsdóttir í hlutverki Jöklu