Morgunblaðið - 10.01.1988, Síða 4
4 C
MORGUNBLABIÐ, SUNNUDAGUR 10. JANÚAR 1988
Berserksgangur á vatnslítí
í Gallerí Svart á hvítu
stendur yfir sýning- á
vatnslitamyndum eftir
Guðmund Thoroddsen.
Sýningin sem opnaði 8.
janúar síðastliðinn, stendur
yfirtil 19.janúar.
Guðmundur Thoroddsen er
Reykvíkingur, segist vera
fæddur og uppalinn í
Laugarneshverfinu „og ég
gekk allt skólanám sem
ætlast var til, fram yfir
menntaskóia,“ heldur hann
áfram. „Ég byrjaði í
læknisfræði í Háskólanum
hér, eins og ætlast var til, en
entist nú ekki lengi þar. Fór
síðan í Myndlistaskólann í
Reykjavík til Hrings í tvö ár
og var þá kominn með þetta
gamla góða „út vil ek,“ og
hef verið þar síðan.
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
Morgunbtaðið/Ámi Sæberg
Eg fór í myndlistanám,
fyrst í París í tvö ár.
Eftir það flutti ég til
Kaupmannahafnar og
vann þar í þijú ár. Ég
vann í hinu og þessu.
Ég var með vinnustofu,
þar sem ég dundaði mér
af og til, en vann fyrir mér á alls konar
stöðum; í kaupfélaginu, í málningarverk-
smiðju og svoleiðis tegundum af vinnu.
Ég vann einu sinni hjá gyðingum á klæða-
strangalager. Þeir voru svo miklir klæða-
menn og mér er mjög minnisstætt hvemig
þeir þukluðu efnin með fíngurgómunum,
afþví þeim þótti svo vænt um efni. Á þess-
um tíma smíðaði ég skútuna mína. Hún
hefur verið mikil „inspírasjón" í myndlist-
inni.
Þegar ég var lítill smíðaði ég mikið af
sverðum. Einu sinni smíðaði ég bryntröll
og barði svo í alla veggi, þannig að það
stórsér ennþá á húsinu, 25 árum seinna.
En það er kannski best að tala lítið um
það, því systkinaböm mín búa þar núna
og em ansi dugleg við að skemma, þótt
þau hafí ékki enn verið svona stórtæk.
í skólanum var ég, aftur á móti, fyrir-
myndarbam, þangað til í landsprófí - þá
gekk ég af göflunum og hef verið órólegur
síðan - þangað til núna að ég er eitthvað
að róast. Ég var alveg óþolandi á mennta-
skólaárunum, allavega frá hlið kennara
og skólayfírvalda.
Ég hef siglt á þessari skútu út um allt,
meðal annars hingað heim. Nú er hún á
Bretagneskaga að bíta gras. Ég hef alltaf
getað haft hana með mér þar sem ég hef
búið. Eftir Kaupmannahöfn fór ég í Ríkis-
listaakademíuna í Amsterdam. Þar naut
ég leiðsagnar Peter Holstein í grafíkdeild-
inni, meðal annars. Þar er grafíkdeildin
svo frjáls að maður gat jafnframt málað
og ég gat prófað mig áfram í gegnum flest-
ar tegundir af gafík.“
Guðmundur lauk námi frá Ríkislista-
akademíunni vorið 1985. Hann hefur
tekið þátt í samsýningum á Kjarvals-
stöðum 1983, Gallerí Magstræde 18
1983 og Galleri des Beaux-Arts í Borde-
aux. Sýning hans í Galleri Svart á hvítu
MARÍA SIGURÐARDÓTTIR, LEIKKONA:
Maria Sigurðardóttir í hlutverki Deboruh í Einskonar Al-
aska, sem Alþýðuleikhúsið er nú aftur að hefja sýningar á
tíl
Pinter fær mann
að kafa djúpt í
hugskotið
Alþýðuleikhúsið frumsýndi i haust tvo einþáttunga eftir Ha-
rold Pinter, Einskonar Alaska og Kveðjuskál. Ætlunin var að
sýna verkin aðeins 10—12 sinnum í myndlistarsal Hlaðvarpans,
en fljótlega varð að bæta við sýningum, vegna þess að aðsókn
fór langt fram úr björtustu vonum. Ekki hafði verið áætlað að
hefja sýningar aftur nú á nýju ári, en ýmsar aðstæður hafa
breyst, og með tilliti til hinna mörgu sem urðu frá að hverfa,
hefur verið ákveðið að halda sýningum áfram og verður sú fyrsta
í þetta sinn fimmtudaginn 14. janúar kl. 20.30 í Hlaðvarpanum.
Þær breytingar hafa orðið á hlut-
verkaskipan, að Þröstur Guðbjarts-
son, sem lék dr. Homby í Einskonar
Alaska, er farinn norður í land, þar
sem hann mun leikstýra áhugaleik-
hópum á Skagaströnd og Hvamms-
tanga, en í hans stað hefur Amar
Jónsson tekið við hlutverkinu. Am-
ar fer jafnframt með hlutverk
Nikulásar pyndingameistara í
Kveðjuskál. Þór Tulinius sem leikið
hefur fómarlambið í Kveðjuskál
verður heldur ekki með að þessu
sinni, en í hans stað fer Viðar Egg-
ertsson með það hlutverk.
Með aðalhiutverkið í Einskonar
Alaska, hlutverk sjúklingsins, De-
boruh, fer María Sigurðardóttir.
María útskrifaðist frá Leiklistar-
skóla íslands vorið 1983 og hefur
síðan aðallega leikið og starfað við
Alþýðuleikhúsið. Hún lék þó í Dag-
bók Önnu Frank í Iðnó fyrir tveimur
árum og í kvikmyndinni Skamm-
degi, sem sýnd var í íslenska
ríkissjónvarpinu í desember síðast-
liðnum. Hjá Alþýðuleikhúsinu hefur
hún leikið í sýningu um Skaftárelda
og kjamorkuógnina, sem farið var
með í skóla, í Beisk tár Petru von
Kant, Tom og Viv, Kettinum sem
fer sínar eigin leiðir og nú Einskon-
ar Alaska. Eftir frumsýningu
þessara einþáttunga eftir Pinter var
ljóst að gagmýnendur voru mjög
'svo sammála um að María hefði
unnið mikinn leiksigur í hlutverki
Deboruh, konu sem vaknar eftir að
hafa sofíð í 29 ár. Reyndar fékk
uppfærsla Alþýðuleikhússins á
þessum verkum mikið hrós fyrir
vandvirkni og skilning á viðfangs-
efninu, en það hefur þó ekki alltaf
nægt til að sýningar gangi. Ég fékk
Maríu í smáspjall um Pinter og ein-
þáttungana tvo og spurði hana
hvemig hún skýrði þessa miklu
aðsókn, sérstaklega í ljósi þess að
Pinter hefur ekki verið talinn neitt
léttmeti fyrir leikhúsfólk, hvað þá