Morgunblaðið - 10.01.1988, Qupperneq 8
8 C
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. JANÚAR 1988
P É - LEIKHÚSIÐ ÍGAMLABÍO SÝNIR:
Halldór Björnsson
í hlutverki
Joeys
Heimkoman
É—leikhúsið
frumsýndi
síðastliðið mið-
vikudagskvöld,
„Heimkomuna,"
eftir breska
ieikskáldið Ha-
rold Pinter, í
Gamla bíói, í þýðingu Elísabetar
Snorradóttur. Leikstjóri er
Andrés Sigurvinsson, leikmynd
er í höndum Guðnýjar B. Ric-
hards, búninga sér Dagný
Guðlaugsdóttir um og lýsingu,
Alfreð Böðvarsson. Með hlut-
verkin í sýningunni fara Róbert
Arnfinnsson, sem leikur gamla
skúrkinn, Max, Rúrík Haralds-
son, sem leikur bróður hans,
sjentíimanninn Sam. Syni Max
leika þrei Hjalti Rögnvaldsson,
Lenny, Halldór Bjömsson, Joey
og Hákon Waage, Teddy. Ruth,
konu Teddys, leikur Ragnheiður
Elva Arnardóttir.
Pinter þarf vart að kynna hér, því
sýning Alþýðuleikhússins á tveimur
verkum hans hefur hlotið gífurlega
.athygli og aðsókn í vetur. Oft hefur
verið talað um að Pinter skrifi sín
leikrit ekki með áhorfendur í huga,
en einhverra hluta vegna, virðist
hann höfða mjög sterkt til leik-
húsáhugafólks. Það hefur líka verið
sagt um Pinter, að hann skoði, í
leikritum sínum, fólk við tilteknar
afmarkaðar aðstæður. Hvaða að-
stæður er hann að skoða í Heim-
komunni?
„I raun og veru er hann að skoða
aliar aðstæður," segir leikstjórinn,
Andrés Sigurvinsson, „um leið og
hann skoðar viðbrögð þeirra við
breytingum á aðstæðum. Til dæmis
við komu einhvers, eða brottför, við
hlátur einhvers eða þögn. Þetta er
galdurinn hjá honum. Málið er nátt-
úrulega með Pinter, eins og hann
er nú skemmtiiegur, að hann gefur
manni ekki upp neinar forsendur,
þannig að lifun leikarans verður að
vera algjör. Til dæmis sér maður
hvergi standa „er harmi sleginn" í
„instrúksjónum" eða í sviga. I
mesta lagi, eins og til dæmis í sam-
bandi við Lenna; „er á náttfötum"
eða „er í dökkum fötum."
Margir tala um að þetta sé abs-
úrd, en mér finnst þetta vera mjög
nálægt raunveruleikanum. Fram-
setningin er þó dálítið sérkennileg.
Sumir vilja meina að leikritið sé um
valdabaráttu kynslóða. Ég veit ekki
hvort það á við rök að styðjast, en
ef við bara tökum okkar kynslóð,
milli þrítugs og fertugs, þá hefur
engin kynslóð skitið jafn hressilega
í buxumar, samanber ’68 uppreisn-
imar og allt það. Þá á ég við, fyrst
og fremst, þetta er fólk sem er orð-
ið hvað harðast í lífslýginni; að
réttlæta ríkjandi ástand og er fast
í því. Það er kannski skiljanlegt,
einfaldlega til að komast af. En
mismunurinn á þessari kynslóð og
þeim sem á undan komu, er bara
aukin þekking og ný heimsmynd,
með tilkomu fjölmiðla og annars.
Andrés Sigurvinsson, leikstjóri
En þessi kynslóð gafst upp á því
að breyta og hefur á hættulegasta
háttinn notað frasann „þetta hefur
alltaf verið svona og verður alltaf
svona,“ og er bytjað að dæsa af
vanlíðan sem það kallar vellíðan.
Farið að gjóa augum á bömin sín
og segja „heimur versnandi fer.“
Er Pinter í þessu verki að
skoða viðbrögð við mótsögnum
og lífslygi og því hvað fólk ver
lygina sína grimmt?
„Það er svo varhugavert, finnst
mér, að svara já og nei, miðað við
það að forsendumar sem hver og
einn gefur sér, hljóta að vera jafn-
margar og einstaklingarnir sem
vinna að þessu verki og sjá það -
og niðurstöðumar í samræmi við
það. Eða á góðri íslensku: Sitt sýn-
ist hvetjum."
Næsta sýning á Heimkomunni
verður í Gamla bíói í kvöld. At-
hygli skal vakin á því að þá eru
aðeins níu sýningar eftir, því síðasta
sýning verður 28. janúar.
ssv
(Morgunblaðið/Sverrir)
Hákon Waage og Ragnheiður Eifa Arnardóttir í hiutverkum hjón-
anna Teddy og Ruth
Rúrik Haraldsson og Róbert Amfinnsson sem bræðumir Max og Sam