Morgunblaðið - 15.01.1988, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 15.01.1988, Blaðsíða 1
r PREN 15. JANÚAR 1988 BLAÐ Undirfatnaður er ekki bara samansafn af nauðsynleg- um flíkum sem eru faldar innanundir öðrum klaeðn- aði. Undirfatnaður er orðin hátískuvara sem selst grimmt. Liðin eru frjáislegu árin þegar engin kona lét grípa sig með brjóstarhöld í fórum sínum, jafnvel tímabil þægilegu sokkabuxnanna er að líða undir lok. Það er kvenlegt afturhvarf sem ríkir í undirfatatískunni, eins og fram kemur í umfjöllun um þau mál á innsíðum. Það eru orð á sönnu og sjálfsagt verður árangurinn misjafn hjá þeim fjölmörgu sem eru að vakna upp við vondan draum eftir jólaátið. Samskonar draum og þeir hafa kannski vaknað upp við á síðasta ári og þar áður. En hvaða lausnir eru á þessu eilífðar vandamáli? Morgunblaðið/Gunnar Larsen ndirfatnaður Friðrik Þ. Friðriksson, Hilmar Oddsson, Lárus Ýmir Óskarsson og Þráinn Bertelsson eru meðal kvikmynda- gerðarmanna sem sækja um framleiðslustyrki hjá Kvikmyndasjóði íslands. kvikmyndagerð í ár? hafahugá Arleg úthlutun Kvikmynda- sjóðs íslands verður gerð opinber snemma í næsta mánuði , en úthlutunarnefnd, sem í eiga sæti þeir Knútur Hallsson, ráðu- neytisstjóri og rithöfundarnir Birgir Sigurðsson og Þorvarður Helgason, lýkur væntanlega störfum í fyrstu viku febrúarmán- aöar. Að þessu sinni bárust sjóðnum 46 umsóknir alls, flestar vegna gerðar heimildarmynda, en umsóknir um framleiðslustyrki til gerðar leikinna kvikmynda í fullri lengd eru sjö eða átta tals- ins, skv. heimildum Morgun- blaðsins. Af þessum umsóknum má nefna að Hilmar Oddsson sækir nú um framleiðslustyrk fyrir handrit að mynd sem hann nefnir „Meffí" og hlaut undirbúningsstyrk fyrir á liðnu ári. Nafnið Meffí er að sögn Hilmars komið til úr talmáli sem persónur myndarinnar hafa þró- að með sér, en handritið sem hann samdi í samvinnu við Jó- hann Sigurðason, leikara, fjallar um þrjá æskuvini úr lægri þrepum þjóðfélagsins sem hafa þróað með sér sérstakt tungumál, sem skapar þeim vissa sérstöðu og einangrun. Dag nokkurn gefst þeim tækifæri á að rífa sig úr eymdinni og um það snýst mynd- in. Sem fyrr segir er handritiö frá þeim Hilmari og Jóhanni komið, en fyrir endanlega vinnslu þess hafa þeir fengið til liðs við sig bandarískan handritahöfund, Michael Taav, sem hefur starfað á vegum Colombia kvikmyndafyr- irtækisins. Kristnihaldift á filmu Aðrir aðilar sem einnig hafa leitað erlendis með handritsgerðina eru aðstandendur fyrirtækisins UMBA s.f., sem gerði kvikmynd- irnar Skilaboð til Söndru og Stella í orlofi. Jerry Wilson heitir sá og hefur m.a. skrifað handrit fyrir leikstjórann John Huston, en handritið sem um ræðir nú er gert eftir ekki ómerkari sögu en Kristnihaldi undir jökli, eftir Hall- dór Laxness. Bílaverkstæði Badda Verk annars rithöfundar er einnig grunnurinn að öðru handriti sem L

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.