Morgunblaðið - 15.01.1988, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 15.01.1988, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. JANÚAR 1988 C 3 krabbamein í eggjastokka og leg en konur í eölilegum holdum, og sama er aö segja um krabbamein í brjóstum eftir tíöahvörf. Hvað er offita? Ekki eru allir á einu máli um hvar setja eigi mörkin varðandi offitu, en fyrir fáeinum árum ályktaði ráðstefna lækna og næring- arfræðinga sem haldin var á vegum bandarísku heilsuverndarstofnunarinnar að þeir sem væru 20% yfir kjörþyngd stofn- uðu heilsu sinni í hættu. Þessi ályktun þótti tíðindum sæta þar sem þessi mörk voru miklu lægri en fyrri viðmiðun, en varð- andi þetta hefur Jules Hirsch þó sagt: „Það er engin ákveðinn mælikvarði sem segir til um það hvenær um offitu sé að ræða. Það sem við erum að segja fólki er það að öll aukafita sé offita og hættan af henni fari vaxandi eftir því sem hún sé meiri." Hér er ástæða til að taka fram að vísindamenn telja Bandaríkjamenn vera feitustu þjóð í heimi, og ennfrömur að þar vestra eigi 10-15% barna og 20% unglinga við offitu að stríða. Samkvæmt þeirri vísindakenningu að eitt kíló af líkamsfitu jafngildi 7 þúsund hitaeiningum ætti ekki að vera erfitt að ráða bót á offituvandamálinu. Það mætti gera með því að borða minna og/eða hreyfa sig meira. Flestir offitufræðingar ráðleggja fólki að fara varlega í sakirnar og stefna að því að losa sig við hálft kíló á viku. M.ö.o. að spara við sig 500 hitaein- ingar á dag. Það má t.d. gera með því að sleppa mjólkurhristingi sem hefur að geyma 350 hitaeiningar. Þeim 150 sem þá eru eftir má útrýma með því að ganga rösklega í hálfa klukkustund. Vandinn er bara sá að stundum gengur þetta einfalda reikningsdæmi upp en stundum alls ekki. Vísindamenn hafa ekki einhlíta skýringu á því af hverju því er svo varið en árangur- inn af rannsóknum þeirra s.l. áratug hefur þó haft í för með sér hluta skýringarinnar: Niðurstöður benda til þess að offitu megi allt eins rekja til erfða og lifnaðarhátta. Erfðir eru mikilvægur liður í mótun mannslíkamans. Til er-u hópar manna sem virðast dæmdir til offitu af forfeðrum sínum, s.s. Pima-indíánar sem virðast dæmdir til offitu af forfeðrum sínum, en nánast hver einstaklingur af þessum úr- kynjaða þjóðflokki verður ofboðslega feitur með aldrinum. Hjá fæstu fólki eru erfðir þó svo þungar á metunum. Athyglisverðar rannsóknir á holdafari fjölskyldna hafa far- ið fram í Laval-háskóla í Quibec. Þar kom m.a. fram að holdafar ættleiddra barna, magn og dreifing líkamsfitu svo og gerð fitufruma sé fremur í samræmi við það sem gerist hjá raunverulegum foreldrum þeirra en kjörforeldrunum. Einnig að eineggja tvíburar séu nánast jafnþungir þar til þeir komist á kynþroskaaldur en þá taki um- hverfisáhrifa á holdafarið að gæta að ráði. Loks er vert að geta þess að erfðir virðast ráða miklu um það hvar fita sezt á líka- mann. Fitufrumurnar í fullorðnum einstaklingi eru 30-40 milljón fitufrumur. Þær bólgna og skreppa saman í samræmi við fitumagnið sem í þeim er, líkt og svampur. Þessar frumur geta orðið mjög litlar en aldrei hverfa þær, eins og Síendurteknar sveif lur á líkamsþyngd geta haft skaðleg áhrif á lífefnastarfsemína og gert það að verkum að megrun verður »torveldari. Að sama skapi verður það æ auðveldara fyrir fitu að taka sér bólfestu á skrokknum. greinilega kom fram í rannsókn í Rockefell- er-háskóla nýlega. Þar var rottum gefið svo lítið að éta að þær rétt drógu fram lífið. Eftir mánuð var fituforðinn á þrotum og til að fá nauðsynlega orku fór iíkaminn að ganga á vöðva, líffæri og aðliggjandi vef - en hvorki heila- né fitufrumur. Vísindamenn túlkuðu þetta svo að skýringar væri að leita í fjarlægri fortíð þegar hungursneyð var fastur liður. Þannig, segja þeir, tryggðu ríkulegar birgðir af fitufrumum sem voru reiðubúnar að taka við nýjum matarforða um leið og áferði batnaði að orkubúskapur- inn kæmist sem fyrst í rétt horf, og þannig var hlutverk fitufrumanna ómetanlegt fyrir viðhald lífsins. „Að vissu leyti er okkur öll- um ætlað að safna fitu," segir Hirsch, ,,-það er ráðstöfun náttúrunnar gegn tíma- bundnum sulti. Fituforðinn er nauðsynleg- ur til að bjarga lífinu og því er það að líkaminn varðveitir hann svo dyggilega." Fitufrumur byrja að myndast í frum- bernsku. Þeim fjölgar með árunum, einkum á kynþroskaskeiði. Fjöldi þeirra er svipaður hjá öllu fólki nema því sem er a.m.k. 60% yfir kjörþyngd, miðað við hæð og aldur. Sú kenning að feit kornabörn myndi fleiri fitufrumur en önnur og dæmist þar með til offitu síðar á ævinni á ekki lengur fylgi að fagna. Við Kaliforníu-háskóla fór fram rannsókn sem tók fimmtán ár. Hún tók til 180 barna og í niðurstöðum hennar kom skýrt fram að börn sem voru of feit þegar þau voru misseris- og ársgömul reyndust í flestum tilvikum grönn eða í eðlilegum holdum þegar þau náðu níu ára aldri. Einn- ig kom í Ijós að grannholda hvítvoðungar voru iðulega allholdugir er þeir nálguðust kynþroskaskeið. "Niðurstöðurnar stungu í stúf við þá viðteknu skoðun að feit korna- börn verði feitir krakkar sem síðan verði feitt fullorðið fólk," sagði næringarfræðing- ur sem starfaði að rannsókn þessari. „Með öörum orðum, það þarf ekki aö rjúka tíl og megra feit ungabörn." Áhrif umhverfis Menning og önnur umhverfisáhrif varða miklu um holdafar, eins og t.d. má sjá á því að Japanir eru að jafnaði grannholda á meðán þeir halda sig í heimalandi sínu en tútna út um leið og flytjast austur til Hawa- ii en um þverbak keyrir þó hjá þeim sem taka sér bólfestu á meginlandi Banda- ríkjanna. Sérfræðingar eru yfirleitt sammála um að þarna sé bandarísku mata- ræðl og neyzluvenjum um að kenna, og ætla má að það sama eigi við um Vesturl- önd yfirleitt. „Það sem dæmir fólk til offitu í þessu þjóðfélagi," segir næringarfræðing- ur hjá Kaliforníu-háskóla, „er mataræðið. í því er mikil fita og mikill sykur en lítið af trefjum og næringarefnum." í neyzluþjóðfélögum víðsvegar útir og grúir af matvælum á öllum tímum sólar- hrings. Víðast hvar eru veitingastaðir sem eru opnir allan sólarhringinn og ótrúlegt framboð er af tilbúnum réttum sem hægt er að grípa til hvenær sem hugurinn girnist. Holdafar er háð tízku ekki síður en ann- að mannlegt atferli. Á sautjándu öld voru sílspikaðar blómarósir Rubens ímynd kven- legs yndisþokka og um aldamótin síðustu þóttu feitir karlar bera þess vott að þeir ættu fyrir saltinu í grautinn. Það var ekki fyrr en á árunum milli 1920 og 1930 að það fór að þykja fínt á Vesturlöndum að vera grannholda, a.m.k. hvað kvenfólkið varðaði, en nú orðið hefur jafnrétti kynj- anna náð fram að ganga á þessu sviði. Stéttarskipting hefur þó sitt að segja, því að í Ijós hefur komið að í Bandaríkjunum er offita sex sinnum algengari meðal kvenna í lágstétt en meðal hástéttar- kvenna. Rannsóknir á innflytjendum og afkomendum þeirra hafa leitt í Ijós að eftir því sem velmegun kynslóða í sömu ætt fer vaxandi dregur úr offitu, einkum hjá kon- um. Holdafar og tilfinn- ingalíf Talið er að tilfinningalíf geti haft úrslita- áhrif á holdafar. „Offita gerir það að verkum að maður losnar við að taka áhættu í mannlegum samskiptum," segir Kim Norman, geðlæknir hjá Kaliforníu- háskóla. Undir þetta tekur kona sem gegnir stjórnunarstöðu. Hún var til skamms tíma mjög feit en grenntist síðan til muna: „Feit- ir einstaklingar eru snillingar í því að forðast raunveruleikann. Þeir neyta matar ekki í því skyni að nærast, heldur notar það mat sem undankomuleið, til þess að hugga sig og róa." Til eru vísindamenn sem telja sumt fólk beinlínis háð tilteknum fitandi fæðutegund- um þannig að neyzla þeirra geti varið það ákomum lífsins. Þeir halda því fram að til sé fólk sem telji sig geta stillt kvíða sinn og eirðarleysi með því að borða vissan mat, enda líði því betur um leiö og það hafi innbyrt hann. Þeir sem eru þessarar skoðunar telja að jsessi fæða hafi einkum að geyma kolvetni, og Richard Wurtman sem er innkirtlafræðingur, heldur því fram að þetta fólk noti kolvetni til að draga úr þunglyndi, þ.e. neyti kolvetna af því að þá líði því skár andlega en ekki til þess að seðja hunguT sitt. Ekki alls fyrir löngu kom sú skoðun fram að líkaminn standi vörð um ákveðna þyngd á ákveðnum tímum. Þessi skoðun á vax- andi fylgi að fagna og oft er nú rætt um þessa viðmiðun sem kyrrstöðumörk. Þau eru talin vera afleiðing ýmissa erfðafræði- legra og menningarlegra þátta sem eru í heild sinni býsna flókið fyrirbæri. Því má þó lýsa svo í fáum orðum líkaminn sjálfur sé e.t.v. hættulegasti andstæðingur þess einstaklings sem vill léttast. varnarkerfis Viðbrögd líkamans Þarna- kemur til sögunnar varnarkerfi líka- mans sem bregzt þannig við megrun að sjálfkrafa hægir hann á orkubrennslu í því skyni að tryggja öryggi nauðsynlegrar starfsemi, t.d. blóðrásar og öndunarfæra. Með því að hægja á brennslu um 15 eða 25 af hundraði nýtist líkamanum betur sú orka sem hann hefur úr að moða þannig að þeir sem eru feitir þurfa færri hitahein- ingar til að halda í jafnmörg kílógrömm og þeir sem eru grannir. Þannig hefur t.d. verið sýnt fram á að ýmsir sem hafa megrazt geti ekki viðhaldið hinni nýju þyngd sinni nema þeir neyti 25% færri hitaeininga en þeir sem vega jafnmikið og er það eðlilegt. Um þetta segir Robert Eckert sem er vísindamaður í Colorado: „Eina leiðin til að halda þessari nýju þyngd er að bíta í það súra epli að maður geti aldrei framar leyft sér að taka upp fyrri neyzluvenjur." Fita og reykingar Hingað til hafa margir talið að fólk fitni þegar það hætti að reykja af því að það hyllist til að fullnægja sogþörfinni með því að kjamsa á sælgæti eða öðru sem fitar. Þessari kenningu hefur verið hnekkt þar sem efnaskipti virðast hægja á sér þegar reykingum er hætt. í New England Journal of Medicine hafa birzt upplýsingar Ess efnis að þeir sem reykja 24 vindlinga á dag brenni 10% fleiri hitaeiningum en þeir sem reykja ekki, og er þá gert ráð fyrir að jafn- vægi sé milli neyzlu hitaeininga og líkams- hreyfingar. Niðurstaðan er sumsé sú að þeir sem hætta að reykja verða að draga úr neyzlu hitaeininga og vilji þeir þar að auki leggja af verða þeir að draga enn frek- ar úr neyzlu hitaeininga. Samt sem áður hefur enn ekki frézt af þeim vísindamanni sem mælir með því að reykingamenn haldi uppteknum hætti til þess að halda holda- Sú upphæð sem Kvikmyndasjóður hefur til úthlutunar skv. fjárlögum nú eru 60 milljónir króna, fimm milljónum meira en á liðnu árL_Þá var tekin sú stefna að styrkja færri myndir með hærri fjárhæðum og þykir líklegt að svipaður háttur verði hafður á í ár. t art. Pa // ur hefur til úthlutunar skv. fjárlög- um nú eru 60 milljónir króna, fimm milljónum meira ervá liðnu ári. Þá var tekin sú stefna að styrkja færri myndir með hærri fjárhæðum og þykir líklegt að svipaður háttur verði hafður á í ár. Af kvikmyndunum sem hlutu stóra framleiöslustyrki í fyrra er það að frétta að fbæði kvikmynd Hrafns Gunnlaugsson, í skugga hrafnsins og kvikmyndin Foxtrott, sem Frostfilm gerði eru vel á veg komnar í eftirvinnslu. Hrafn Gunnlaugsson kveðst hafa verið undanfarið að klippa sína mynd í rólegheitum hér heima og ráð- gerir að eftirvinnslu Ijúku jafnvel á \haustmánuðum. Klippingu á enskri útgáfu Foxtrott er að ijúka um þessar mundir, að sögn Jóns Tryggvasonar, leikstjóra og verð- ur senn byrjað aö klippa íslensku útgáfuna, en hjá Frostfilm ráð- gera menn að myndin verði sýnd á Cannes kvikmyndahátíðinni í vor og þá jafnvel bæði enska og íslenska útgáfan. Frumsýning hér á landi er ráðgerð um mánaöar- mótin ágúst/september á þessu ári. Þá er það að frétta af kvikmynd Friðriks Þórs Friðrikssonar, Skyttunum, að hún verður sýnd á kvikmyndahátíð í Brussel 20. janúar og keppir þar í flokki fyrstu kvikmynda viðkomandi höfunda. Þá verður myndin sýnd á níu kvik- myndahátíðum á næstu tveimur mánuðum, m.a. í Gautaborg, Vín og í Rúðuborg, auk þess sem Skytturnar eru framlag íslands að þessu sinni í inngangskeppni Óskarsverðlaunakeppninnar fyrir bestu erlendu myndirnar. Texti/Vilborg Einarsdóttir l

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.