Morgunblaðið - 15.01.1988, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 15.01.1988, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. JANÚAR 1988 C 11 Dior AFBRYÐiSEMI Afbrýðisemi er eðlileg tilfinning. Hún getur verið sársaukafull og í sinni verstu mynd getur hún verið sannkallað niðurrifsafl. Þegar manni þykir vænt um ein- hvern er ekki óeðlilegt að líta á annað fólk, áhugamál og áhrif sem skipta hann máli sem ákveðna ógnun, ekki sízt í menn- ingarsamfélagi eins og því sem við lifum í, þar sem flestir stefna að því að búa með einum maka ævina á enda. Það getur verið sársaukafullt að horfa upp á maka sinn í hrókasamræðum við manneskju af gagnstæðu kyni þar sem maður sjálfur er útilokaður. Það er auðmýkjandi þegar makinn hefur slíkt vald yfir manni að maður stendur sjálfan sig að verki við að leita í vösum hans að „sönnunar- gögnum" eða hringir í hann á ólíklegustu tímum í þeirri von að koma honum í opna skjöldu. Og þetta er til þess fallið að brjóta mann niður, og það er alvarlegasti ókostur afbrýðisem- innar. Afbrýðisöm manneskja, hvors kyns sem hún er, býr við stöðugan ótta um að makinn yfirgefi hana, og þótt það sé kaldhæðnislegt þá er þetta vísasta leiðin til að missa maka sinn. Allir vilja láta elska sig en enginn vill láta eiga sig. Hver einasta manneskja sem hefur staðið í ástarsambandi við afbrýðisaman einstakling veit hversu útilokað það er að lifa hamingjusömu lífi með þeim sem ætlar að gleypa hana lif- andi og stjórna lífi hennar í einu og öllu. Það er útilokað að koma í veg fyrir að fólk sé í tengslum við annað fólk en elskhugann nema það setjist að á eyðieyju. Og það er fleira en fólk sem dregur að sér athygli allra heil- brigðra einstaklinga, s.s. sér- stök áhugamál og lífsvenjur sem makinn hefur enga aðstöðu til að taka þátt í og jafnvel enga ástæðu til að gefa sig að heldur. Sú hugmynd kann að vera Ijúf og rómantísk að elskendur lifi lífinu eins og Síamstvíburar, en þessi hugmynd er engan veginn raunhæf og þaðan af síður æski- leg. Elskendur sem sjá ekkert annað en sjálfa sig hljóta að lifa einhæfu lífi sem setur þeim skorður og kemur í veg fyrir að þeir nái eðlilegum og æskilegum persónuþroska. Trúðu á sjálfan þig Ein grundvallarástæða af- brýðisemi er minnimáttarkennd og vantrú á eigin ágæti. Hinn afbiýðisami óttast að einhver birtist á sjónarsviðinu og taki frá honum makann og orsök þessa ótta er djúpstætt öryggisleysi og sú tilfinning að hann sé ekki verður væntumþykju makans. Þetta öryggisleysi kemur oft fram hjá konum sem álíta að aðrar konur séu fallegri, skemmtilegri, greindari og yfir- leitt eftirsóknarverðari að öllu leyti en þær sjálfar. En afþrýðisemi getur eyðilagt líf nánast hvaða manneskju sem er. Sem dæmi má nefna fræga Ijósmyndafyrirsætu sem er Ijós- hærð, hávaxin, yndisfríð og með vaxtarlag sem hlýtur að teljast fullkomið miðað við alla venju- lega mælikvarða. Þrátt fyrir þessa augljósu yfirburði sem móðir náttúra hefur skenkt henni viðurkennir hún fúslega að hún líði vítiskvalir þegar kær- astinn hennar talar við annað fólk. „Við höfum verið saman í hálft ár,“ segir hún, „og sem betur fer er hann mjög nærgæt- Tilfinnlngar hins afbrýðisama eru frumstæðar og það sem stjórnar þeim er þörfin að einoka þann sem af brýðina orsakar. Einokunarþörfin sprettur hins vegar af vanmáttarkennd og öryggisleysi og þeirri sannfæringu hins af brýðisama að hann sé ekki þess verður að vera elskaður. inn og ski/n/ngsríkur. Ég reyni að deila ekki á hann því að með þeim hætti hef ég misst nokkra elskhuga um dagana. Síöasti kærastinn sem ég bjó með í ár gafst upp af því að ég hafði ekki taumhald á afbrýðiseminni. Ef hann kom fimm mínútum of seint úr vinnunni hringdi ég til að athuga hvort hann væri á leiðinni og oft kom fyrir að ég hékk fyrir utan vinnustað hans til að athuga hvort hann færi út í fylgd með einhverri skrifstofu- stúlkunni. Ég fyrirleit sjálfa mig fyrir þetta atferli og þegar ég hugleiði þetta nú áfellist ég hann sannarlega ekki fyrir að hafa gefizt upp. Þetta hlýtur að hafa verið hræðilegt fyrir aumingja manninn. Nú gengur mér betur að kljást við afbrýðisemina en ef ég gæti treyst því að ég og núverandi kærasti minn ættum sameiginlega framtíö fyrir okkur liði mér betur. Ég reyni eftir megni að halda aftur af mér og þrýsta ekki á um trúlofun eða slíkar skuldbindingar. Ég veit að hann þarf að taka slíkt upp hjá sjálfum sér, en þetta er erfitt og stundum þarf óg bókstaflega að bíta í tunguna á mér." En það eru ekki einungis aðr- ar konur eða karlar sem geta valdið afbrýðisemi þeirra sem eiga við þetta vandamál að stríða. Algengt er að hinn af- brýðisami sjái ofsjónum yfir starfi makans, fjölskyldu og þá ekki sízt börnum úr fyrra hjóna- bandi. Tilfinningar hins afbrýðisama eru frumstæðar og það sem stjórnar þeim er þörfin að ein- oka þann sem afbrýðina orsak- ar. Einokunarþörfin sprettur hins vegar af vanmáttarkennd og öryggisleysi og þeirri sann- færingu hins afbrýöisama að hann sé ekki þess verður að vera elskaður. Paul Hauck, brezkur læknir, hefur skrifað bók um afbrýði- semi og hann orðar þetta svo: „Afbrýöisamt fólk lítur á maka sína sem hverja aðra verzlunar- vöru. Því er nákvæmlega sama um tilfinningar annarra og kærir sig bara um sínar eigin tilfinning- ar.“ Þetta kemur fram (grein sem Adrienne Burgess hefur skrífað um afbrýðisemi sem hún þekkir af eigin raun. Hún staöfestir þessa skoðun læknisins og seg- ir m.a.: „Það er erfítt að viöur- kenna að maður só afbrýðisam- ur en með því að horfast í augu við vandamáliö er hægt að læra mikið um sjálfan sig og mann- legt eðlí.“ Hún vekur líka á því athygli að ekki viröist einu gilda hvort það er karl eða kona sem haldin eru afbrýði8eml: „Þegar kona er afbrýöi8öm er oft lítíð svo á að hún só smámunasöm og gangi með grillur, en ef um karl- mann er að ræða er afbrýðlsem- in höfð til marks um einlægni hans og djúpartilfinningar í garð konunnar. Ég get ekki treyst afbrýðisömum manni," segir Adrienne Burgess. Ef hann ætl- ar vitlaus að verða ef þér verður á að brosa til annars manns eða yfirheyrir þig ef þú ert lengur á leiðinni úr vinnunni en venju- lega, þá skaltu yfirgefa hann. Svona menn búa við djúpstætt öryggisleysi. Menn sem segja6t aldrei finna til afbrýðisemi og krefjast þess sama af þér eru líka tortryggilegir. Annað hvort eru þeir að reyna að tryggja sig þannig að þú þurfir að kljást við sektarkennd þegar þeir eru ótrúir eða þeir hafa óraunhæfar væntingar um samband karls og konu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.