Morgunblaðið - 15.01.1988, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 15.01.1988, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. JANÚAR 1988 C E S. CRAMERS lega allt inn i það, gluggatjöld, Ijós og iampa, að ógleymdum húsgögnunum. Taylor vann að þessu verkefni í þrju ár, og þá gat Cramer flutt inn í nýja húsið sitt. Fjallshlutar settir í tjörnina Ekkert var sparað. Húsið átti að verða nákvæmlega eins og Cramer dreymdi um að þaö yrði. Berg var tekið úr fjöllum nálægt búgarði Reagans Bandaríkjaforseta, og lagt eftir kúnstarinnar reglum I tjörn í garðinum, en alls tók það verk sex mánuði. Steinhellur voru sóttar til Yosemite Park-hér- aðsins til að leggja mætti gólfið eins og Cramer vildi. „þegar timi var kominn til að velja efni i áklæði á sófa og önnur hús- gögn, lentum við í vandræð- um," segir Cramer. „Við vildum Ijósbrúnt efni, og við skoðuðum 200 iitbrigði áður en við fundum þaö sem við vildum. Það tók eitt og hálft ár að fá hingað jap- anska öskubakka úr svörtum marmara og svipaðan tima að fá sérstakt borð sem Michael Taylor vildi i borðstofuna." Húsið ber þess merki að sá sem innréttaði það var mjög fær á sinu sviöi. í innganginum eru klassískir steinvasar, borðið í borðstofunni er steypt í vegginn og gólfið. Undirstaða sófans og hægindastólanna i setustofunni er steypt, en sessur og mjúkir dúnpúðar inn í baðmullarverum frá Haiti liggja ofan á steyp- unni. Alls staðar þar sem því hefur verið komiö við, hafa nátt- úruleg efni verið notuð. Litirnir eru mildir og listaverkin, hús- gögnin, garðurinn, sundlaugin og tjömin eru í fullkomnu sam- ræmi hvert við annað og - það sem kannski ér mikilvægast - í samræmi við draum bandariska framleiðandans Douglass S. Cramers. Brynja Tomer tók saman. Douglas S. Cramer, framleiðandi Dynasty-þáttanna: „Ég vfldi að húsið mitt yrði á stað þarsem náttúran hefði örfandi áhrif á mig, þar sem veðrið væri gott og þar sem óg væri langt frá fólkinu sem ág vinn meðfimm daga vikunnar.“ ÆTLAR ÞÚ AÐ TÖLVUVÆÐA? ÞÁGERUM VIÐ PÉR TILBOÐ SEM EKKIER HÆGTAÐ HAFNA! HinðinHV iohurwbMivin/trÐTÖLVA með 20 MB hörðum diski, 14“ sv/hv hágæðskjá EGA- HERCULES-CGA, MÚS, GEM o.fl..kr. 97.900,- RÁÐ Fjárhagsbókhald...............kr. 16.500 RÁÐ Viðskiptamannabókhald..kr. 25.000 RÁÐ Lagerbókhald...................kr. 25.000 RÁÐ Sölukerfi.............. kr. 25.000 Þessi pakki ætti að kosta kr. 189.400.- TILBOÐ: KR. 129.900! með 20 MB hörðum diski, 14“ svart/hvítum skjá MÚS, GEM og fleiri forritum.kr. 87.500.- RAÐ Fjárhagsbókhald..............kr. 16.500 RÁÐ Viðskiptamannabókhald...... kr. 25.000 RÁÐ Lagerbókhald.................kr. 25.000 RÁÐ Sölukerfi.................. kr. 25.000 79.000 0.- AMSTRAD1640 PCSAMHÆFÐTÖLVA með 20 MB hörðum diski, 14“ hágæða UTASKJÁ EGA-HERCULES-CGA, MÚS, GEM o.fl.... kr. 126.870,- RÁÐ Fjárhagsbókhald.......... kr. 16.500,- RÁB Viðskiptamannabókhald...............kr. 25.000.- RÁÐ Lagerbókhald............. kr. 25.000,- RÁÐ Sölukerfi................ kr. 25.000,- Þessi pakki ætti að kosta kr. 218.370.- TILBOÐ: KR. 159.900.- Vegna mikillar sölu árið 1987 á þessum frábæru AMSTRAD-tölvum og RÁÐ- HUGBÚNAÐI og sérstakra samninga getum við nú boðið þetta frábæra verð ENAÐEINS TIL 15. JANUAR. Eftir það þýðir ekki að ræða svona fáránlegt verð. AMSTRAD PC-tölvur eru VINSÆLUSTU tölvurnar í Evrópu i dag. AMSTRAD PC-tölvur eru mjög ríkulega bún- arfylgihlutum og forritum, tengi og stækkunar- möguleikum. AMSTRAD PC-VIÐGERÐARÞJÓNUSTA: Tækniverkst. GíslaJ. Johnsen. Móttaka AMSTRAD-versl.v/Hlemm. RÁÐ-hugbúnaður er vandaður hugbúnaður sem hentar bæði stórum og smáum fyrirtækjum og er i notkun hjá nær 200 aðilum. RÁÐ-hugbúnaður er afhentur uppsettur í tölvu, tilbúinn til notkunar með vönduðum leiðbeining- um og aðstoð. RÁÐ-hugbúnaður er hannaður og þjónustaður af Víkurhugbúnaði sf., hugbúnaðurinn eral-í slenskur, nútímalegur og jafnvel tilbúinn að vinnaívirðisaukaskatti. GREIÐSLUKJÖR-SKULDABRÉF ] VISA-VILDARKJÖR EURO- GREIÐSLUKJÖR KAUPLEIGUSAMIMINGUR ----------------------------' verzlun v/Hlemm, s. 621122. TÖLVULAND Laugavegi116 R. stöðumörk, erfðafrumur og efnaskipti kunna að torvelda megrun en gera hana þó ekki ómögulega. Til þess að ná árangri í megrun þarf einstaklingurinn að verða að granhvaxinni manneskju í vitund sinni, segja sumir sér- fræðingar. Hann þarf að breyta afstöðu sinni til hollrar hreyfingar og til fæðunnar. í þessu skyni eru haldin sórstök atferlis- námskeið fyrir fólk sem vill megrast. Á slíkum námskeiðum er unnið að því að breyta neyzluvenjum, bægja frá hugsunum sem stuðla að sjálfsblekkingu og kveða niður tilfinningar sem tengjast ofáti. Þátt- takendur læra að sniðganga ýmislegt í umhverfinu sem æsir upp löngun í mat, s.s. matvælaauglýsingar í sjónvarpinu. Þeir læra undirstöðuatriði varðandi nær- ingarþörf og orkunotkun likamans og þeir læra líka að vara sig á skrumi kaupahéðna sem hafa það að hugsjón eð græða á þeim sem trúa því að þeir geti keypt af sér kíló- in, um leið og þeir læra að taka mark á því að ráðlegast sé að neyta fjölbreyttrar fæðu sem hefur raunverulegt næringar- gildi. Þannig er mælt með því að velja ur fæðutegundum og borða fremur fisk og hænsnakjöt en nauta- og svínakjöt, fremur sykursnauðan kornmat og fitusnauðar mjölkurafurðir en smjörsnúða, löðrandi i fitu og osti, og grænmeti og ávexti é borð við hvitkál, rófur, spinat, gulrætur, epli, melónur, appelsínur, kíví, ferskjur og vínber, fremur en hnetur, rúsínur, avókadó og baunir. Á þessum námskeiðum er lika kennt að betra sé að nota kryddjurtir en salt til að bragðbæta matinn, og einnig að fæðutegundir sem hingað til hafa verið sagðar fitandi, s.s. pasta, kartöflur, hrísgrjón og brauð, séu það ekki, nema þær séu steiktar eða löðrandi í fitu. Kjörorð slíkra námskeiða? Árangursríkur megrunarkúr tekur langan tíma. Jafnuægi milli neyzlu og hreyfingar._________________ Æskilegast að léttast um hálft kfló á viku. Markmið: Hægt og hljótt og stendur til æviloka! Með öörum oröum: Andinn ræöur ytir etn- inu, og það er ekki ofurefli. (Hsimild:Tlme) ir með áhrif slíkra efna á fólk og virðast þær gefa tilefni til bjartsýni. Jonathan Arch heitir sá sem stjórnar þessum tilraunum og hann segir: „Það sem við stefnum að er að örva efnaskiptin án þess að breyting- ar verði á blóöþrýstingi og hjartslætti." Aðrar rannsóknir miða að því að upð- plýsa hvernig nýta megi mjög virk efni-sem líkaminn sjálfur framleiðir til að slá á matar- lyst, ekki sízt ópíöt sem m.a. eiga upptök sín í heilanum. Þessi efni deyfa sársauka en hafa líka áhrif á skapsmuni, atferli og hugsun. Tilraunir með naloxon sem vinnur gegn ópíötum gefa til kynna að með þessu móti má að verulegu leyti hafa stjórn á matarlyst. Enda þótt tilraunir með slík efni gefi til- efni til bjartsýni mun langt í það að hægt verði að segja til um nytsemi þeirra í barát- tunni gegn offitu með nokkurri vissu og raunar bendir fátt til þess að nokkurt þeirra eigi eftir að reynast undralyf. Og fyrst svo er - ætli sé þá nokkur ástæða til að ergja sig? Er þá ekki bara bezt að hætta að láta aukakílóin angra sig og njóta þess að gæða sér á því sem mann langar í? Ónei, segja sérfræðingarnir. Áður en allir efnakljúfarnir koma fram í dagsljósið skulum við láta hugann hvarfla til síðustu aldamóta þegar almenningur var miklu grennri en nú er. Það vill nefnilega svo til að atferlið getur sigrazt á líffræðinni. Kyrr-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.