Morgunblaðið - 29.01.1988, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 29.01.1988, Blaðsíða 1
 VIKUNA 30. JANÚAR — S. FEBRÚAR B PRENTSMIÐJA MORG UNBLAÐSINS FOSTUDAGUR 29. JANUAR 1988 BLAÐ Sjónvarpsdagskrá bls. 2-14 BREYTT DAGSKRÁ Fyrsta febrúar breytist dagskrá rásar 2 nokkuð og þá sérstaklega kvöld og næturdagskrá. Frá klukkan 19.30 til 22.00 verður leikin ókynnt tónlist af ýmsu tagi, jafnt innlend sem erlend. Eftir fréttir kl. 22.00 sjá dagskrárgerðarmenn um tónlistardagskrá til kl. 01.00 frá sunnudegi til föstudags, en til kl. 02.00 um helgar. Næturútvarp hefst kl. 01.00 virka daga og verður þá leikin ókynnt tónlist af ýmsu tagi. Á heila tímanum verða lesnar tilkynningar, upplýsingar um færð, veður og flug auk þess sem sagðar verða stuttar fréttir tvisvar að nóttu. Veðurfregnir frá veðustofu verða sem áður kl. 04.30. Helgadagskráin tekur og nokkrum breytingum. Gunnar Salvarsson tekur við morgunútvarpi kl. 10.00 á laug- ardagsmorgnum og Svavar Gests byijar með nýjan þátt, Lög og létt hjal, klukkan 17.00 á laugardögum. Vinsældalisti rásar 2 verður á sínum stað á sunnudögum, en styttist og verður stiklað á stóru og farið yfír 30 vinsælustu lögin. Kristján Sigurjónsson byijar með nýjan þátt á sunnudögum kl. 17.00 sem hann kallar Tengja, en þátturinn verður sendur beint út frá Akureyri. Um miðjan febrúar hefst ný 12 þátta röð, þar sem Guðmundur Ingi Kristjánssón bregður upp myndum frá Bítlatímanum og leikur upptökur sem ekki hafa áður verið gefnar út, meðal annars með Bítlunum, Rolling Stones og fleiri ámóta hljómsveitum. Inn í þetta verður féttað viðtölum við marga þekktustu poppara þessara ára. Þátturinn kallast Gullár í Gufunni. Dagskráin virka daga verður með svipuðu sniði og verið hefur. Miðmorgunsyrpa hefst kl. 10.00, en í henni verða Óskalög sjúklinga, getraunir, íslenskir tónlistarflytjendur á fímmtudögum, og stefnumót við ákveðna lista- menn á föstudögum. Nýr umsjónarmaður, Rósa G. Þórsdóttir, mun sjá um síðdegistónlistina í þættinum Milli mála og eftir fréttir kl. 16.00 hefst síðdegisþáttur rásar 2, Dagskrá. Útvarpsdagskrá bls. 2-14 Skemmtistaðir bls. 3 Hvað er að gerast? bls. 3/6/7 íslensk náttúra bls. 7 Bfóin í borginni bls. 13 Framhaldsþættir bls. 13 Veitingahús bls. 9/11 Myndbönd bls. 16 Guðað á skjáinn bls. 15

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.