Morgunblaðið - 29.01.1988, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 29.01.1988, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. JANÚAR 1988 B 5 Rás 2: Billy Holklay urinn í d; þáttaröð. ■■■■ í dag verður fjallað 1 K00 um söngleiki í New 1« York á rás 2 og þátt- er sá síðasti í þeirri dag verður fjallað um söngleikinn Lady Day at Emersons Bar and Grill sem sýndur var Off-Broadway síðasta vetur. Billy Holiday, sem hinn kunni saxófónleikari Lester „pres" Young gaf nafnið Lady Day, var ein mesta jass- og blússöngkona sem uppi hefur verið í Banda- ríkjunum, en ekki varð það henni til mikillar hamingju. Prá því hún hóf að taka upp 1933 og þar til hún lést 1959 tók hún upp ótölulegan íjölda laga sem ekki náðu þeirri almannahylli sem vert væri en höfðu óhemju áhrif á samtímamenn hennar í tónlist og marga þá sem á eftir komu. í þættinum í dag verða leiknar lagasyrpur heilla laga sem hún tók upp og er þátturinn því ekki síður kynning á Billie Holiday en kynning á söngleiknum Lady Day at Emersons Bar and Grill. Ríkisútvarpið: Sagtfrá lan McEwan ■■■■ í dag er á dagskrá ríkisútvarpsins þátturinn Örkin sem í 1 Q00 er fjallað um erlendar nútímabókmenntir. í dag fjallar Aö-' umsjónarmaður Arkarinnar, Ástráður Eysteinsson, um breska rithöfundinn Ian McEwan, sem er af þeim er gerst þekkja talinn einn merkasti nútímahöfundur þarlendur. Fyrsta bók McEw- an, sem fæddist 1948, bar heitið First Love Last Rites og vakti mikla athygli. Hann hefur sent frá sér fjöld bóka í kjölfar hennar, bæði ljóðasöfn og smásagnasöfn, en eitt ljóðasafnið, The Cement Garden, kom út hjá bókaklúbbi Álmenna bókafélagsins 1987 undir titlinum Sementsgarðurinn í þýðingu Einars Más Guðmundssonar. Á síðasta ári kom síðan út fyrsta skáldsaga hans sem vakti ekki minni athygli en þær bækur sem á undan höfðu komið. Þess má geta að ekki gerir Ríkisútvarpið endasleppt við McEwan, því næstkomandi fimmtudag kl. 21.20 les Ástráður Eysteinsson þýð- ingu sína á einni af sögunum úr First Love Last Rites sem hann nefnir Síðasti dagur sumars. Rót: Fyrsta útvarps- stöð á íslandi ■^H1 í þættinum Mergur málsins f útvarpi Rót í dag minnist 1 £30 Pétur Pétursson þess að í dag, 31. janúar, hóf fyrsta út- varpsstöð á íslandi útsendingar 1926. Stöðina áttu og ráku þeir Ottó B. Amar og Lárus Jóhannesson. Pétur ræðir m.a. við Halldór Kiljan Laxness í tilefni dagsins en Halldór las upp í útvarpinu á árinu 1926. Því til viðbótar ræðir Pét- ur við einn starfsmann stöðvarinnar og við hiustanda austur í Landeyjum, en útsendingar heyrðust þangað. HVAÐ ER AÐO GERAST! 15185 og á skrifstofu Alþýðuleikhússins, Vesturgötu 3, kl. 14.00—16.00 virka daga. Leikfélag Akureyrar Leikfélag Akureyrar sýnir „Pilt og stúlku" föstudags- og laugardagskvöld kl. 20.30 og sunnudag kl. 16.00. Með aðalhlut- verk fara Pétur Eggertz og Arnheiður Ingimundardóttir. Leikstjóri er Borgar Garðarsson. Leikfélag Reykjavíkur Bandaríski gamanleikurinn „Algjört rugl" er sýndur í Iðnó föstudaginn 29. janúar kl. 20.30, sunnudaginn 30. janúar kl. 20.30. „Algjört rugl" er eftir ungan bandaríkja- mann, Christopher Durang. Verk hans hafa hlotiö athygli og unnið til verðlauna, en þau eru öll flokkuö sem gamanleikir, nánartiltekið „svartar kómedíur". Leik- stjóri er Bríet Héöinsdóttir, en meðal leikenda eru Kjartan Bjargmundsson, Valgerður Dan, Guðrún S. Gísladóttir, Harald G. Haraldsson, Jakob Þór Einars- son og Þröstur Leó Gunnarsson. Leikmynd gerir Karl Aspelund. „Hremming" eftir Barrie Keefe verður sýnt föstudaginn 29. janúar kl. 20.30 í Iðnó. Söngleikurinn „Síldin er komin'' eftir Ið- unni og Kristínu Steinsdætur verður sýndur í Leikskemmu L.R. við Meistara- velli föstudaginn 29. janúar, laugar- sunnudaginn 30., og þriðjudaginn 2. febrúar, alla dagana kl. 20.00. Söngleik- urinn er að stofni til hið sama og verk þeirra systra „Slldin kemur, síldin fer" sem Leikfélag Húsavíkursýndi sl. vetur. Veigamiklar breytingar hafa þó verið gerðar á texta leikritins auk þess sem Valgeir Guðjónsson samdi við það tónlist og söngtexta. Hlíf Svavarsdóttir og Auð- ur Bjarnadóttir dansarar og danshöfund- ar stýra dansi og hreyfingum í leikritinu. Hljómsveit undir stjórn Jóhanns G. Jó- hannssonar flytur tónlistina. Leikstjóri er Þórunn Sigurðardóttir. Leik- arar eru Alda Arnardóttir, Andri örn Clausen, Bryndís Petra Bragadóttir, Eg- gert Þorleifsson, Guðrún Marinósdóttir, Guðrún Ásmundsdóttir, Hanna Maria Karlsdóttir, HinrikÓlafsson, Hjálmar Hjálmarsson, IngólfurStefánsson, Jón Hjartarson, Jón Sigurbjörnsson, Karl Guðmundsson, Kari Ágúst Úlfsson, Kjart- an Ragnarsson, Margrét Helga Jóhanns- dóttir, Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Pálína Jónsdóttir, Sigrún Edda Björnsdóttir, Soffía Jakobsdóttir, Valdimar Örn Flyg- enring og Þór H. Túlinius. Hljómsveitina skipa Ámi Scheving, Birgir Bragason, Björgin Gíslason, Jóhann G. Jóhannsson, Pétur Grétarsson o.fl. Leikurinn „Þar sem Djöflaeyjan rís'' í leik- gerð Kjartans Ragnarssonar verður sýndur i Leikskemmu LR við Meistara- velli laugardaginn 30. janúarog miðviku- daginn 3. febrúar, kl. 20.00 bæði kvöldin. Dagur vonar eftir Birgi Sigurösson verður sýndur laugardaginn 30. janúar kl. 20.00, en sýningum á þvi verki fer óðum fækk- andi. Þjóðleikhúsið Þjóðleikhúsið sýnir „Vesalingana", söngleik byggðan á samnefndri skáld-. sögu eftir Victor Hugo, föstudaginn 29., laugardaginn 30. sunnudaginn 31. jan- úarog þriðjudaginn 2. febrúar, kl. 20.00. Leikstjóri er Benedikt Árnason. Leikarar eru Aðalsteinn Bergdal, Anna Kristín Arngrímsdóttir, Ása Svavarsdóttir, Edda Þórarinsdóttir, Egill ÓLafsson, Edda Heiörún Backman, Ellert A. Ingimundar- son, Erla B. Skúladóttir, Guðjón P. Pedersen, Helga E. Jósdóttir, Jóhann Sig- urðarson, Símon Gunnarsson, Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, Lilja Þórisdóttir, Magnús Stein Loftsson, Ólöf Sverris- dóttir Pálmi Gestsson, Ragnheiður Steindórsdóttir, Randver Þorláksson, Sigrún Waage, Sigurður Sigurjónsson, Sigurður Skúlason, Sverrir Guðjónsson, Tinna Gunnlaugsdóttir, Valgeir Skag- fjörð, Þórarinn Eyfjörð, ÞórhallurSigurðs- son og örn Árnason. Karl Aspelund gerði leikmynd bg búninga, Uppselt er á sýningar af „Bilaverkstæði Badda'' í janúar og fram í febrúar. P-leikhópurinn P-leikhópurinn sýnir „Heimkomuna" eftir Harold PinteríGamla bíói. Leikarareru Róbert Arnfinnsson, Rúrik Haraldsson, Hjalti Rögnvaldsson, Halldór Björnsson, Hákon Waage og Ragnheiður Elfa Arnar- dóttir. Leikstjóri er Andrés Sigurvinsson. Leikmynd gerði Guðný B. Richards. Sýningum á verkinu er lokiö, en ein auka- sýning, miönætursýning verður í kvöld, föstudagskvöld, kl. 23.30. EGG-leikhúsið EGG-leikhúsið sýnir leikritið Á sama stað íveitingastaönum Mandaríninn v. Tryggvagötu á laugardag kl. 13 og þriðju- dag kl. 12. Á sama stað er nýtt leikrit eftir Valgeir Skagfjörð í leikstjórn IngunnarÁsdísar- dóttur. Leikritiö er samið sérstaklega til sýninga i hádegisleikhúsi. Með eina hlut- verk leiksins fer Erla B. Skúladóttir. Myndlist Gallerí Borg í Galleríi Borg, Pósthússtræti og Austur- stræti eru til sýnis verk hinna ýmsu listamanna. Galierí Gangskör Gangskörungar halda sýningu í Gallerí Gangskör, Amtmannsstíg 1. Sýningin er opin alla virka daga frá kl. 12.00— 18.00 ogumhelgarfrákl. 14.00—18.00. GalleríGrjót Nú stenduryfirsamsýning á verkum allra meðlima Gallerí Grjóts. Sýningin er opin virka daga frá kl. 12 til 18. Gallerí 15 Gallerí 15 við Skólavöröustíg er opiö alla virka daga frá kl. 14.00—18.00-. Þar hanga uppi vatnslitamyndir eftir Auguste Hákansson. Gallerí Langbrók Textílgalleríið Langbrók, Bókhlööustíg 2, er með upphengingu á vefnaði, tau- þrykki, myndverki, módelfatnaöi og fleiri listmunum. Leirmunir eru á sama stað í Gallérí Hallgerði. Opið er þriðjudaga til föstudaga kl. 12-18 og laugardaga kl. 11-14. GalleríList í Gallerí List, Skipholti 50 eru sýnd lista- verk eftirýmsa listamenn. Grafik, vatnslit- ir, olía og handgert blásið gler. Opið frá kl. 10.00-18.00 og 10.00-12.00 laug- ardaga. GalleríNes Myndlistaklúbbur Seltjarnarness sýnir í Gallerí Nesi, Nýja bæ við Eiöistorg. Sýn- ingeropinfrákl. 13.00—18.00. Gallerí Svart á hvrtu Galleri Svart á hvítu flytur í ný húsakynni á Laufásvegi 17 og opnar þar sýningu á verkum Ólafs Lárussonar 12. febrúar. Glugginn Föstudagskvöldiö 29. janúar opnar Ragna Róbertsdóttirsýningu í Glugga- num, Glerárgötu 34, Akureyri. Ragna fæddist f Reykjavík 1945, útskrifaðist úr Myndlista og handíöaskóla (slands 1970 og stundaði framhaldsnám við Konstfac í Stokkhólmi 1970-71. Ragna hefur alla tíð fengist við textíl, í fyrstu á heföbundinn hátt en nú í seinni tíð hefur hún getið sér gott orð fyrir nýst- árlega skúlptúra sem þessi sýning samanstenduraf. Ragna Róbertsdóttir hefur sýnt reglulega frá 1975, bæði hér heima og erlendis. Hún var valin borgarlistamaður Reykjavík- urborgar 1987. Sýning Rögnu stendur til sunnudagsins 7. fébrúar. Glugginn er opinn daglega frá 14 til 18, •en lokað erá mánudögum. Gullni haninn Á veitingahúsinu Gullna hananum eru myndirSólveigar Eggerztil sýnis. Mynd- irnar eru landslag og fantasíur f rá Siglu- firöi, unnar með vatnslitum og olíulitum. Vinna og mannlrf (Listasafni AS( stendur nú yfir sýningin Vinna og mannlíf. Á sýningunni eru lista- verk frá ýmsum tfmum sem öll eiga það sameiginlegt að fjalla um mannlegar at- hafnir, leikog störf. Meðal eldri höfunda myndverka má nefna Gunnlaug Sche- ving, Jón Engilberts, Jóhann Briem, Þorvald Skúlason og fleiri. Einnig eru verk eftiryngri listamenn, svo sem Gylfa Gíslason, Þóri Sigurðsson og Ragnheiöi Jónsdóttur, svo einhverjirséu taldir. Með sýningunni vill Listasafn AS( kynna nokkur af þeim verkum sem safnið hefur eignast í gegnum tíðina, en með efnisval- inu er ætlunin að minna i það að eitt meginhlutverk listasafnsins er að skapa tengsl milli myndlistar og daglegs lífs alls þorra manna. Sýningin eropin daglega frá 30. janúar til 28. febrúar nk.; virka daga kl. 16.00 til 20.00, en um helgarfrá 14.00 til 20.00. Aðgangur er ókeypis og heitt verðurá könnunni. Ferstikla Unnur Svavars er með Hátíðarsýningu i Söluskálanum Ferstiklu í Hvalfirði. Unnur sýnir 37 pastel- og olíumálverk. Þetta er fimmtánda einkasýning hennar. Sýningin stendur fram í janúar og er opin daglega frákl. 8.00-23.30. SJÁ NÆSTU OPNU. VALHÖLL KYIMNIR VIÐTALSTÍMA ÞINGMANNA SJÁLF- STÆÐISFLOKKSINS í REYKJAVÍK í dag verður til viðtals í Valhöll, Háaleitisbraut 1, milli kl. 16 og 18, Guðmundur H. Garðarsson Einnig verður hægt að hringja á þessum tíma ísíma 82900. Verið velkomin. - Heitt kaffi ú könnunni. SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.