Morgunblaðið - 29.01.1988, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 29.01.1988, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. JANÚAR 1988 B 15 LOKASPRETTUR útsölunnar föstudag og laugardag í Hjartanu í Kringlunni • Kverfawaöuf.: °9 margt Mðrgt fíeira Guðaðá skjáinn Geturþúséðaf bónda þínum? Mánudagsmynd eftirsögu Grahams Greene Á mánudagskvöldið nk. sýnir ríkissjónvarpið bresku sjónvarps- myndina „May We Borrow Your Husband?" eða Getur þú séð af bónda þínum? sem gerð er eftir sögu breska rithöfundarins Gra- hams Greene. Með aðalhlutverk- ið, eldri rithöfund á frönsku Rivíerunni, fer Dirk Bogarde en myndin markar tvennskonar tímamót á ferli hans. í henni leikur hann í bresku sjónvarpi í fyrsta skipti í 40 ár og handritið að myndinni er fyrsta kvik- myndahandritið sem hann skrif- ar sjálfur. Mótleikari hans er Charlotte Attenborough, dóttir hins fræga leikstjóra Sir Richards, en leik- stjóri verksins er Bob Mahoney. Myndin var tekin í Suður-Frakkl- andi, þar sem bæði Bogarde og Greene búa þótt þeir hafí aldrei hist, og segir frá William Harris (Bogarde), veiþekktum breskum rithöfundi sem leitar að friði og ró á litlu hóteli á Rivíerunni til að ljúka við nýjustu bókina sína. En hótelgestimir sjá svo um að hann fær lítinn frið við skrif- borðið. Meðal þeirra eru nýgfift hjón, Peter og Poopy Travis (Simon Shepherd og Charlotte), af landeigendum komin sem réðu mestu um giftingu þeirra. Þau þekkja hvort annað ekkert sér- lega vel og brúðkaupsferðin verður ekki til að auka ástina á milli þeirra. Rithöfundurinn vingast við eiginkonuna ungu og verður brátt ástfanginn af henni. Myndin er gerð á vegum Yorkshire Television í samvinnu við Oliviu Tiomkin ekkju tón- skáldsins Dimitri Tiomkin, sem tryggði sér kvikmyndarétt sög- unnar fyrir 20 árum. í kynningu með myndinni segir að engin verk 20. aldarinnar hafí verið kvikmynduð eins mikið og verk Grahams Greene fyrir bæði hvíta tjaldið og skjáinn litla. í allt hafa verið gerðar 23 bíómyndir eftir sögum hans á 60 ára tímabili. Getur þú séð af bónda þínum? kom út á sjöunda áratugnum en í handriti sínu færir Bogarde sögusviðið til samtímans. Bogarde hefur leikið í meira en 60 bíómyndum og hann hefur líka vakið athygli sem rithöfund- ur. Eftir hann liggja þtjár skáldsögur og fjögur bindi af sjálfsæfísögu. En hann hefur ekki leikið í bresku sjónvarpi síðan árið 1946. Fyrsta verkef- nið hans eftir stríð var að leika í sjónvarpsuppfærslu og honum leist svo illa á það að hann hét því að gera aldrei slíkt aftur. Seinna iék hann í sjónvarpsleik- • ritum í Bandaríkjunum enda meiri peningar í boði en hann hélt heit sitt í Bretlandi í fjóra áratugi. Hann neitaði raunar í fyrstu þegar leikstjórinn Bob Mahoney og framleiðandi myndarinnar, Keith Richardson, báðu hann um að taka að sér hlutverk rithöf- Dirk Bogarde og Carlotte Attenborough í sjónvarpsmyndinni Getur þú séð af bónda þínum? sem sýnd verður nk. mánudags- kvöld í ríkissjónvarpinu. undarins. En freistingin að skrifa handritið og leika var of mikil og hann sló til. Graham Greene er í hópi uppáhaldsrithöfunda hans ásamt höfundum eins og Jane Austen, Evelyh Waugh, Olivia Manning, Anthony Trol- lope og Laurens Van der Post. Það var líka stutt fyrir Bogarde að fara á tökustað í Suður- Frakklandi þar sem hann hefur búið í sl. 15 ár en ástæðan fyrir því að hann samþykkti loks að fara með hlutverkið var að hann „fékk leyfí til að skrifa það sjálf- ur og þá freistingu gat ég ekki staðist". -ai.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.