Morgunblaðið - 29.01.1988, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. JANÚAR 1988
B 3
Stöð 2:
Keilukeppni og
bein útsendlng
1222
Keila á sér ekki langa sögu sem almenningsíþrótt hér á
landi, en nýtur nú vaxandi hylli. Stöð 2 sýnir í dag frá
íslenskri keilukeppni.
■■■■ Stöð 2 hefur fest kaup á útsendingarrétti a sex leikjum
-g {T00 ensku bikarkeppninnar, þar á meðal úrslitaleiknum, og í
ÍO— dag verður fyrsti leikurinn sýndur, leikur Manchester
United og Chelsea. í tilefni af þessum tímamótum á Stöð 2 fær
Heimir Karlsson í heimsókn harðsnúna stuðningsmenn liðanna hér
á landi og ræðir við þá um leikinn.
Rás 2=
Paul Robeson
í hnotskum
■■■■ í þættinum í hnotskum á Rás 2 f kvöld fjaliar Valgarður
0020 Stefánsson listamaður og rithöfundur á Akureyri um
bandaríska söngvarann og blökkumanninn Paul Robeson
sem gerðist einn opinskáasti baráttumaður bandarískra sósíalista
eftir að hafa verið fótboltahetja, lögmaður, tónlistarmaður og leik-
ari. Hann hafði óvenjulega 'söngrödd og söngstíl sem er nokkuð frá
söngstíl litra blús eða gospelsöngvara; stendur frekar nær óperusöng
ef eitthvað er. Robeson söng lög með textum sem ekki féllu í kra-
mið hjá íhaldsöflum, en hann náði þó miklum vinsældum og var um
skeið einn áhrifamesti baráttumaður fyrir rétti litra Bandaríkja-
manna á seinni hluta fimmta og fyrri hluta sjötta áratugarins.
Robeson hætti að koma fram 1958, en f þættum ætlar Valgarður
að leika lög með Robeson auk þess sem hann rekur sögu hans.
Sjónvarpið:
Sundlaugin
Sjónvarpið sýnir í kvöld frönsk/ítölsku bfómyndina Sund-
OQ 10 laugina, La Pisciné. Aðalhlutverk leika þau Alain Delon,
"ð Romy Schneider, Maurice Ronet og Jane Birkin. Myndin
fjallar um hjónaleysin Jean-Paul og Marianne, Alain Delon og Romy
Schneider, sem eru í sumarleyfi í glæsihúsi við Miðjarðarhafog njóta
lífsins af fremsta megni. Marianne býður kunningi þeirra Harry,
Maurice Ronet, að dvelja með þeim, og hann kemur með dóttur sína
Pénélope, Jane Birkin. Úr því verður ioft lævi blandið í sumarhúsinu
og hefúr heimsóknin í för með sér örlagaríkar afleiðingar.
Ríkisútvarpið, rás 1:
ÁstraHusaga
■■■■ 26. janúar sl. voru liðin 200 ár síðan fyrstu sakamennim-
0030 ir bresku tóku land sem landnemar í Astralíu en Ástarlía
' er sú álfa sem hvítir „fundu" síðasta. í tilefni þess hefur
Vilbergur Júlíusson tekið saman nokkra þætti úr sögu andfætlinga
okkar.
Auk þess að stikla á sögu álfunnar mun Vilbergur segja frá land-
háttum, veðráttu, atvinnuvegum og lífsháttum. Lesari með Vilbergi
er Guðjón Ingi Sigurðsson.
HVAÐ
ER AÐO
GERAST (
Söfn
Arbæjarsafn
(vetur verður safnið opið eftir samkomu-
lagi.
Ámagarður
í vetur geta hópar fengiö að skoða hand-
ritasýninguna í Arnagarði ef haft er
samband við safnið með fyrirvara. Þar
má meðal annars sjá Eddukvaeði, Flateyj-
arbók og eitt af elstu handritum Njálu.
Ásgrímssafn
Ásgrimssafn við Bergstaöastræti er opiö
þri. fim. og sun. frá klukkan 13.30-16.00.
Ásmundarsafn
Um þessar mundir stendur yfir í Ásmund-
arsafni sýningin Abstraktlist Ásmundar
Sveinssonar. Þargefurað líta 26 högg-
myndir og 10 vatnslitamyndir og teikning-
ar. Sýningin spannar 30 ára tímabil af
ferii Ásmundar, þann tíma sem listamaö-
urinn vann að óhlutlægri myndgerð. í
Ásmundarsafni erennfremurtil sýnis
myndband sem fjallar um konuna í tist
Ásmundar Sveinssonar. Þá eru til sölu
bækur, kort, litskyggnur, myndbönd og
afsteypuraf verkum listamannsins. Safn-
ið er opið daglega frá kl. 10 til 16.
Skólafólk og aðrir hópar geta fengið að
skoða safnið eftir umtali.
Hafrannsóknarstofnun
Sjóker með algengustu fjörulífverunum
og veggspjöld meö upplýsingum um lifiö
i sjónum hefur verið komið fyrir i and-
dyri Hafrannsóknarstofnunar, Skúlagötu
4. Hægt er að fá að skoða kerið á virkum
dögumfrá kl. 9.00—17.00. Bamaheimil-
um og skólum sem hafa áhuga skal
bent á að láta vita með dags fyrirvara í
síma 20240.
Listasafn Einars
Jónssonar
Listasafn Einars Jónssonar er lokað í
janúar. Höggmyndagarðurinn er opinn
daglega frá kl. 11.00—17.00.
Listasafn íslands
Listasafn fslands verður vígt í dag í nýrri
safnabyggingu listasafnsins á Frikirkju-
vegi 7. Þetta eru tímamót i sögu safnsins,
þvi nú eignast það í fyrsta sinn eigið
sérhannað húsnæði. Við vígsluna flytja
ávörp Guömundur G. Þórarinsson form-
aður byggingamefndar, Birgir ísleifur
Gunnarsson menntamálaráðherra og
Bera Nordal, forstöðumaður safnsins.
Forseti fslands, Vigdís Finnbogadóttir,
opnar þvínæst sýninguna Aldarspegill,
(slensk myndlist í eigu safnsins
1900-1987.
Safnið opnar formlega fyriralmenningi
sunnudaginn 31. janúar kl. 11.30 og
veröur það opið alla daga nema mánu-
daga frá 11.30—16.30. Kaffistofa safnins
verður opin á sama tíma. Einnig verður
bókasafn safnsins opnað fyrir safngesti
i fyrsta sinn.
Myntsafnið
Myntsafn Seðlabanka/Þjóðminjasafns er
í Einholti 4. Þar er kynnt saga íslenskrar
peningaútgáfu. Vöruseðlar og brauð-
peningar frá síöustu öld eru sýndir þar
svo og oröur og heiðurspeningar. Líka
er þar ýmis forn mynt, bæði grísk og
rómversk. Safnið er opið á sunnudögum
millikl. 14og 16.
Póst-og
simaminjasafnið
I gömlu símstöðinni í Hafnarfirði er núna
póst- og simaminjasafn. Þar má sjá fjöl-
breytilega muni úr gömlum póst- og
símstöövum og gömul símtæki úr einka-
eign. Aögangur er ókeypis en safnið er
opiö á sunnudögum og þriöjudögum
milli klukkan 15 og 18. Hægt eraö skoða
safnið á öðrum tlmum en þá þarf að
hafa samband við safnvörð í sima 54321
Sjóminjasafnið
(sjóminjasafninu stendur yfir sýning um
árabátaöldina. Hún byggir á bókum
Lúðviks Kristjánssonar „(slenskum sjáv-
arháttum". Sýnd eru kort og myndir úr
bókinni, veiðarfæri, líkön og fleira. Sjó-
minjasafnið er að Vesturgötu 6 í Hafnar-
firði. Það er opið í vetur um helgar
klukkan 14-18 og eftir samkomulagi.
Síminner 52502.
Þjóðminjasafnið
16. janúar var opnuð í anddyri Þjóðminja-
safnsins sýning á fomleifum sem fundust
við uppgröft á Bessastöðum sl. sumar.
Þjóðminjasafnið er opið þriðjudaga,
fimmtudaga, laugardaga og sunnudaga
frá 13.30-16. Þar eru meðal annars sýnd-
ir munirfrá fyrstu árum (slandsbyggðar
og íslensk alþýðulist frá miðöldum. Einn-
ig er sérstök sjóminjadeild og land-
búnaöardeild.
Leiklist
Aiþýðuleikhúsið
Alþýðuleikhúsið sýnirtvo einþáttunga.
eftir Harold Pinter, „Einskonar Alaska"
og „Kveðjuskál" í Hlaðvarpanum. Þær
breytingar hafa orðiö á hlutverkaskipan
að Amar Jónsson hefur tekið við hlut-
verki Hombys í „Einskonar Alaska" í stað
Þrastar Guðbjömssonar og Viðar Eg-
gertsson leikur Victor í „Kveðjuskál” í
staöÞórsTulinusar.
Miðasala er allan sólarhringinn í sima
SJÁ NÆSTU OPNU.
SKEMR/mSTAÐIR
ABRACADABRA
Laugavegur 116
Skemmtistaöurinn Abracadabra er op-
inn daglega frá hádegi til kl. 01.00.
Austurlenskur matur er framreiddur i
veitingasal á jaröhæðinni til kl. 22.30.
( kjallaranum er opið frá kl. 18.00 til
kl. 03.00 um helgar og er diskótek frá
kl. 22.00. Enginn aðgangseyrir er á
fimmtudögum og sunnudögum. Síminn
er 10312.
ÁRTÚN
Vagnhöfði 11
I Ártúni leikur hljómsveitin Danssporið,
ásamt þeim Grótari og Örnu Þorsteins
á föstudagskvöldum, þegar gömlu
dansarnir eru og á laugardagskvöldum,
þegar bæði er um að ræða gömlu og
nýju dansana. Síminn er 685090.
BROADWAY
Álfabakki 8
Rokksýning „Allt vitlaust" verður í Bro-
adway á og laugardagskvöld, auk þess
sem hljómsveitin Sveitin milli sanda,
leikur fyrir gesti.
Bandaríski söngsveitin Mamas and the
Papas heldur tvenna tónleika í Broad-
way 5. og 6. febrúar nk., ó fimmtudag
og föstudag. Söngsveitin nóðu allveru-
legri frægð um heim allan á sjöunda
áratugnum með lögum á viö California
Dreaming, Monday Monday ofl. Síminn
í Broadway er 77500.
CASABLANCA
Skúlagata 30
Diskótek er í Casablanca á föstudags-
og laugardagskvöldum frá kl. 22.00 tii
kl. 03.00. Á fimmtudagskvöldum eru
oft rokktónleikar.
EVRÓPA
Borgartún 32
Hljómsveit hússins, Saga-Class, leikur
í Evrópu á föstudags- og laugardags-
kvöldum. Síminn í Evrópu er 35355.
GLÆSIBÆR
Álfheimar 74
Hljómsveit hússins leikur í Glæsibæ ó
föstudags-og laugardagskvöldum fró
kl. 23.00 til kl. 03.00. Síminn er 686220.
HOLLYWOOD
Ármúli 5
Leitinni aö týndi^kynslóðinni er hreint
ekki lokið f Hollywood, þar sem bæði
hljómsveit af þeirri kynslóð sem og
diskótek týndu kynslóöarinnar er f
gangi á föstudags- og laugardags-
kvöld. Borðapantanir eru í síma
641441.
[ Súlnasal er skemmtidagskráin Tekiö
á loft með Hinni Harðsnúnu popp-
hljómsveit Suðurnesja. Dagskráin
dregur upp mynd af framlagi Suöur-
nesjamanna til íslenskar popptónlistar
og fram koma Rúnar Júlíusson, Jóhann
Helgason Hljómar og Júdas ásamt
hljómsveit Magnúsar Kjartanssonar.
Síminn er 20221.
HÓTEL BORG
Pósthússtrœti 10
Diskótek er á Hótel Borg á föstudags-
og laugardagskvöldum frá kl. 21.00 til
kl. 03.00 og á sunnudagskvöldum eru
gömlu dansarnir ó sínum stað, fró kl.
21.00 til kl. 01.00. Síminn er 11440.
HÓTEL ÍSLAND
Ármúla
Söngleikurinn „Gullárin" er sýndur
laugardagskvöld á Hótel fslandi. Dans-
leikur föstudags- og laugardagskvöld
til kl. 03.00.
LÆKJARTUNGL
Lœkjargötu 2
( Lækjartungli, sem óöur var Nýja bíó,
verður diskótek fimmtudags-, föstu-
dags- og laugardagskvöld sem þeir
Daddi og Hlynur sjá um . Bandarfski
jassdansarinn Christian Polos muna
dansa atriði öll kvöldin úr frumsamdri
sýningu hans sem kallast Moving Men.
Sunnudagskvöldið verður svo jass-
danssýningin Moving Men flutt í heild
undir stjóm Christan Polos. Sýningin
er í þremur þáttum. Á undan og eftir
sýningunni mun Bjöm Thoroddsen og
hljómsveit leika jass með söngkonunni
Andreu Gylfadóttur. Grínistinn Diddi
mun og koma fram með óvænt atriöi.
LENNON
Austurvöllur
Diskótek er í skemmtistaðnum Lennon
á föstudags- og laugardagskvöldum frá
kl. 20.00 til kl. 03.00 og er þá enginn
aðgangseyrir til kl. 23.00. Aðra daga
er diskótek frá kl. 20.00 til 01.00.
Sfminn er 11322.
SKÁLAFELL
Suðurlandsbraut 2
Á skemmtistaðnum Skálafelli á Hótel
Esju er leikin lifandi tónlist öil kvöld
vikunnar, nema á þriðjudagskvöldum.
Hljómsveitir leika um helgar. Skálafell
er opið alla daga vikunnar frá kl. 19.00
til kl.01.00. Síminn er 82200.
UTOPIA
Suðurlandsbraut 26
Skemmtistaðurinn Utopia er til húsa
við Suöurlandsbrautina. Þar er 20 óra
aldurstakmark.
ÞÓRSCAFÉ
Brautarholt 20
í Þórscafé er Þórskabarett og
skemmtidagskróin Svart og hvítt á tjó
og tundri. Staðurinn opinn fyriri matar-
gesti frá 19.00 og hljómsveitin Burgeis-
ar leika fyrir dansi. Diskótek er í gangi
á neðri hæðinni fró kl. 22.00 til kl.
03.00. Síminn er 23333.