Morgunblaðið - 29.01.1988, Síða 16

Morgunblaðið - 29.01.1988, Síða 16
16 B MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. JANÚAR 1988 MYNDBÖND Á MARKAÐNUM Sæbjöm Valdimarsson Zadora, Stacey Keach, Orson Wel- les, Louis Nettleton, Stuart Whitman. 1982. 107 mín. THE EXECUTIONER’S SONG ★ ★ >/2 Leikstj. Lawrence Schiller. Sjón- varpsmynd. Hér þarf ekki skáld til að semja dramað þó svo að það væri ekki minni maður en Norman Mailer sem skráði söguna af ógæfu- manninum Gary Gilmore. Hér er einkum Qallað um baráttu þessa dæmda morðingja við yfírvöldin í Utah að fá staðfestan dauðadóm- inn. Það vofír óhugnaður yfír vötnunum og leikur Tommy Lee Jones er eftirminnilegur. Hinsvegar er myndin alltof löng og Mailer gjamt að að teygja lopann. Tommy Lee Jones, Rosanna Arquette. Eli Wallach, Christine Lahti. 1982. 2 x 100 mín. MANDINGO ★ Leikstj. Richard Fleischer. Hér er góðum leikhóp á glæ kastað og það eina merkilega við myndina að hann skyldi nokkumtíma láta freistast til að taka þátt í þessari hörmung. Gerist á búgarði rustans Mason í Suðurríkjunum á tímum Þrælastríðsins. George leikur brók- arsjúka dóttur hans sem fýsir mjög til verðlaunaþrælsins Norton. Það varð aldrei neitt úr King, enda er hann sá eini sem sýnir sannfærandi leik (í hlutverki varmennis - að sjálf- sögðu). Yakk. James Mason, Susan George, Perry King, Richard Ward, Ken Norton, Ben Matsers. 1975. 120 mln. TURK 182 ★ ★ Leikstj. Bob Clark. Hutton grípur til sinna ráða er slökkvilið New York-borgar neitar að bæta bróður hans hetjudáð sem hann vann fullur á frívaktinni. Ekki óskemmtileg, melódramatísk Hróa Hattar-tilfínning vokir yfír vatns- elgnum. Timothy Hutton, Robert Urich, Robert Culp, Kim Cattrall, Peter Boyle. 1985. 96 mín. THE VERDICT ★ ★ ★ '/2 Aðall þessa réttarsalsdrama er afburða leikur Newmans (sem átti mun frekar að færa honum Óskars- verðlaunin en The Color Of Money), og leikstjóm hins mistæka Lumets sem hér á einn af sínum bestu dög- um. Hann virkjar af snilld leikara sína og lyftir efni, sem góður þátt- ur um Perry Mason gefur lítið eftir, í minnisverðar hæðir. Fyrsta flokks skemmtiefni. Paul Newman, James Mason, Charlotte Rampling, Jack Warden, Milo O’Shea. 1982. 129 mín. THE COMPETITION ★ ★ Óneitanlega falleg og hjartnæm mynd, en of mikið má af öllu gera; hér ætlar rómantíkin allt að drepa. Fjallar um tvo píanóleikara sem ástin hrífur (þrátt fyrir margan mótblásturinn) og verða í ofanálag að etja kappi hvort við annað á hljómleikum. Leikurinn góður hjá bæði stjömum og hljómlistarmönn- um. 1980. 120 . DRAMAI Á því er enginn vafí að drama- tískar myndir er sá flokkur sem vinsælastur er á myndbandaleigum, enda telur hann flest eintökin. „Drama" er eitt þeirra tökuorða í íslensku sem erfítt hefur verið að þýða svo vel fari og verður það því notað hér, svo lengi sem við höfum ekki skárri kost, hvort sem mönnum líkar betur eða verr. Sem fyrr í þættinum Myndbönd á markaðnum verður eingöngu fjallað um algeng- ustu myndimar sem þar er að fínna. Þó verður þeim betri meiri gaumur gefinn. Þá verða þær að vera með íslenskum texta og í sómasamlegu ástandi. Af mörgum ástæðum, sem ég hef oft áður rakið, verð ég að notast við upprunaleg nöfn mynd- anna. Fjalla að sjálfsögðu um þau verk ein sem ég hef ekki ritað um kvikmyndagagnrýni um árabil. ABSENCE OF MALICE ★ ★ ★ Leikstj. Sidney Pollack. Newman leikur son nafntogaðs mafíosa, og er grunaður um morð á verkalýðs- leiðtoga af herskárri blaðakonu (Fields), sem illa kann fótum sínum forráð. Vel leikin (ef Fields er und- anskilin), ágætlega gerð og skrifuð mynd um hættulega tvöfeldni stjómvalda og árásir á friðhelgi manna, öðru fremur. Paul Newman, Saljy Fields, Wilford Brimley, Me- ljnda Dillon, Bob Balaban. 1982. 116. DEATH OF A CENTERFOLD ★ ★ Leikstjóri Gabrielle Beaumont. Ein, a.m.k. þriggja mynda sem gerðar voru um morðið á Playboy- stúlkunni Dorothy Stratton (Curt- is). En verknaðinn framdi maki hennar og umboðsmaður (Reed) í afbrýðiskasti er honum varð ljóst að það var ekki gert ráð fyrir hon- um á rísandi stjömuhimni Stratt- ons. Sómasamlega gerð og leikin mynd sem er þó hvergi nærri jafn áhrifamikil og Star 80, sem Bob Fosse leikstýrði um sömu atburði. Curtis hentar vel í aðalhlutverkið. Jamie Lee Curtis, Robert Reed, Bmce Weitz. 1981. 96 mín. MY OLD MAN ★ ★ Vz Leikstj. John Erman. Warren heitinn Oates var hvort tveggja, með betri en ófríðari leikurum Hollywood-borgar. Það varð til þess að hann fékk lengi vel engin önnur hlutverk en þau sem hæfðu hryss- ingslegu útlitinu. En síðari árin fékk Oates æ oftar að reyna á hæfíleik- ana og hér fer hann með hlutverk hestatemjara sem á í erfíðu verald- arvafstri. Augasteinninn hans, dóttir hans, löngum í eftirdragi. Gott handrit, byggt á smásögu e. Hemingway. Falleg fjölskyldu- mjmd. Warren Oates, Kristy McNichol, Eileen Brennan. Howard J. Rollins, Jr. 1979. 100 mín. NASHVILLE ★ ★ ★Vs Leikstjóri Rpbert Altman. í Nashville kíkir Altman gagnrýnum augum undir jrfírborð ameríska draumsins og er mjmdin fyrst og fremst dramatísk ádeila á hann, frekar en sveitasöngvamjmd um tónlistarborgina. Að venju hefur Altman úrvalsleikara í kringum sig, sem flestir hafa sannað ágæti sitt í fyrri mjmdum hans. Nashville og M*A*S*H eru hápunktamir á skrykkjóttum ferli manns sem af mörgum er álitinn einn eftirtektar- verðasti leikstjóri Bandarílqa- manna. Lily Tomlin, Shelley Duvall, Henry Gibson, Ronee Blakely, Kar- en Black, Barbara Harris, Allen Garfíeld, Geraldine Chaplin, Keen- an Wjmn, Keith Carradine. 1975. SYLVESTER ★ ★ V2 Loikstj. . Tim Hunter. Fallegt drama um böndin milli manns og hests. Myndin dregur nafn sitt af forláta gæðingi (jú, hann heitir í höfuðið á þeim eina, sanna!) ungum eiganda hans og knapa (Gilbert) og temjaranum (Famsworth). Og nú skal gamminn teygja til sigurs á kappreiðum. Rocky á §órum fót- um. Hlý og góður kostur fyrir böm. Melissa Gilbert, Richard Fams- worth. 99 mín. 1985. A ROOM WITH A VIEW ★ ★ ★ V2 Leikstjóri James Ivory. 1-öng, fínpússuð og frábærlega vel leikin stemmningsmynd um líf hástéttar- innar bresku. Gerist á hinum frið- sælu ámm fyrir fyrra stríð meðan hún uggði ekki að sér og laugaðist í lífsins vellystingum. En byltingar- kenndar breytingar lágu augljós- lega í loftinu og Amor karlinn lætur stéttaskiptinguna sig litlu skipta. Helen Bonham Carter, Maggie Smith, Denholm Elliott, Julian Sands, Daniel Day Lewis. 1985. 115 mín. LET’S GET HARRY ★ ★ Leikstj. Alan Smithee. (S. Ros- enberg). Dæmafá vitleysa en þolanleg afþrejring um ungan mann sem tekinn er höndum í uppreisn- artilraun í Suður-Ameríku. Þegar ríkissljómin bregst leita vinir hans hjálpar atvinnuhermannsins Duvall sem auðvitað gengur að kauða í miðjum mjrkviðnum. Þessi fer inn- um annað og útum hitt, án viðkomu. Michael Schoeffiing, Tom Wilson, Glen Frey, Gary Busey, Robert Duvall, Ben Johnson. KRAMER VS KRAMER ★ ★ ★ Einn mesti táravekjari kvik- myndasögunnar og Óskarsverð- launahákur. Hefur þó ekki elst alltof vel. Hoffman fær umráðarétt yfir syni sínum eftir skilnað við Streep. Hún tekur að sáékja fast eftir að fá hann loks þegar sterk bönd hafa myndast með feðgunum. Hrífandi mjmd sem kemur svo sannarlega við taugakerfíð og leik- urinn er óaðfinnanlegur. Dustin Hoffman, Meryl Streep, Justin Heniy, Jane Alexander, JoBeth Williams. 1979. 102 mín. INTO THE NIGHT ★ ★ ★ Leikstjóri Jóhn Landis. Goldblum er guðsvolaður meinleysingi sem verður það eitt á að geta ekki sofn- að eitt kvöldið og fer í ökuferð. Sökum þess lendir manngarmurinn í höndunum á „femme fatale", sem flækir hann inní morðmál, slags- mál, bijálæðislegan kappakstur, eiturlyfjasölu, vændi. Nefndu það og þú fínnur það í þessari eldfjör- ugu mynd þar sem hraður sögu- þráðurinn er oftar en ekki látinn víkja fyrir skynseminni. Jeff Gold- blum, Michelle Pfeiffer, Paul Mazursky, David Bowie, Dan Aykroyd, Irene Papas og álitlegur hópur kunnra leikstjóra í smáhlut- verkum. 1985. 115 mín BUTTERFLY >/2 Leikstj. Matt Cimber. Hver man eftir Piu Zadoru? En það eru aðeins örfá ár síðan eiginmaður hennar, sem hvorki skorti efni né árafjölda, færði henni hlutverk í kvikmjmdum. Þessari iðju hélt hann uppi um hríð en allt kom fyrir ekki; það flökraði að engum öðrum í kvikmyndaheim- inum. Eftir sitja nokkrar, ægilega slæmar kvikmjmdir sem fólk ætti að-íorðast einsog heitan eldinn. Pia

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.