Morgunblaðið - 31.01.1988, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 31.01.1988, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 31. JANÚAR 1988 B 3 Síðan þetta fannst höfum við verið að fínpússa það, eins og Gunn- ar orðar það, og fjölmargir fyrir- lestrar fluttir um efnið á alþjóðleg- um vettvangi. Til dæmis flutti Gunnar 1980 erindi á Norðurlanda- móti um sjúkdóma á norðurhveli og birti þá framhaldsniðurstöður rannsóknanna, undirstrikaði að hér væri um arfgengan ríkjandi sjúk- dóm að ræða. Seinna eða 1986, þegar rannsóknir voru lengra komnar, flutti hann við Háskóla- sjúkrahúsið í Tromsö tvo fyrirlestra, annan um heilablæðingar á íslandi og ættgengi heilablæðinga. „Nú vantaði frekari lífefnafræði- legar veíjarannsóknir", segir hann.„ Fyrir nokkrum árum hafði ég samband við sérfræðinga í Osló um það, sendi þeim heila-, blóð- og þvagsýni. En lítið kom út úr því hjá þeim. Þá hóf ég samstarf við Olaf Jensson yfírlæknir Blóðbank- ans, en hann var að rannsaka ættgenga blóðsjúkdóma. í Blóð- bankanum var einnig mjög fær rannsóknamaður í erfðafræði, dr. Alfreð Ámason, sem rannsakaði vefjagerð sjúklinganna, þ.e. svo- nefnda HLA-flokka.“ „Nú tókum við upp samvinnu við vísindamenn í New York, dr. B. Frangione og hans samstarfsmenn, sem hófust handa um að einangra amyloid efnið, sem fellur út í heila- æðamar og skemmir þær. Innan nokkurra mánaða hafði þeim tekist að einangra efnið og komist að raun um skyldleika þess við eðlilegt lífefni sem nefnist „gamma trace“. En sænskir vísindamenn í Lundi og Malmö, þeir Anders Grubb og Helge Löfberg, höfðu sama ár lýst sam- eindaruppbyggingu þessa lífefnis. Jafnframt taidi B. Frangione og hans samst'arfsmenn að sameindin væri gölluð hjá íslensku sjúklingun- um. Þegar við fengum upplýsingar um gerð efnisins, sendum við mænuvökvasýni til Anders Grubb og Helga Löfberg við háskólaspítal- ana í Malmö og Lundi, en þeir höfðu birt grein um magn „gamma trace“ í ýmsum líkamsvökvum og sýnt fram á að mikið er af því í mænu- vökva. Vitað er að gamma trace, sem nú heitir cystatin-c, er mjög kröftugur hamlari (indikator) á svo- nefnda cystein proteinasa, en það eru hvatar sem bijóta niður protein líkamans, sem er liður í eðlilegri vefjastarfsemi. I a.m.k. 8 íslenskum ættum Við þcssar athuganir kemur þá í ljós að allir sem hafa veikst af arfgengri heilablæðingu eru með mjög lækkað magn af þessu efni í mænuvökvanum. Við höfðum tekið sýni bæði úr sjúklingum með arf- geng heilaæðamein og jafnframt öðrum sem fengið hafa venjulegt heilablóðfall, en í síðamefndu sjúkl- ingunum var allt eðlilegt. Þetta var í fýrsta sinn sem sænsku sérfræð- ingarnir sáu frávik í þessu, sem þeir hafa verið að rannsaka. Og Anders Gmbbe fékk nýlega út á það eftirsótt heiðursverðlaun á Norðurlöndum, Eriks K. Ferns- tröms verðlaunin. Þessi rannsókn leiddi í ljós að af 3 heilbrigðum sjúklingum af heilblæðingarættum, sem höfðu lágt „gamma trace“ í mænuvökva fengu 2 heilablóðfall sex mánuðum síðar. Þeir vom því í rauninni sjúkir, höfðu erfðaeigin- leikana í sér. Þetta sýndi að nú vomm við komnir með mikilsverða aðferð til sjúkdómsgreiningar bæði hjá ættmennum með og án sjúk- dómseinkenna með skoðun mænuvökvans. En stór hópur fólks í ættinni hefur eðlilegt magn af efninu og því ekki þessi einkenni. Um þetta skrifuðum við Ólafur Jensson og Alfreð Ámason grein með Svíunum í New England Jour- nal of Medicin í desember 1984.“ Finnst hvergi nema hér. Þarna var semsagt þeim áfanga náð að hægt var að greina sjúk- dóminn í fólkinu áður en það varð fyrir heilablóðfalli. Nú fóru lækn- arnir að leita uppi og athuga enn frekar fólk af þessum ættum og ef minnsti gmnur var um skyldleika við þessar áhættuættir. Hér er að minnsta kosti um 8 ættir að ræða fyrir vestan. Einn sjúklinganna var ekki hægt að tengja þangað. Hol- lendingar fóm að athuga fjölskyld- umar hjá sér með tilliti til þessarar nýju vitneskju og kom í ljós að þetta ákveðna efni var í eðlilegu magni í mænuvökva þar. Svo að þar var um aðra orsök að ræða en hér á íslandi. Einnig em hollensku sjúklingamir eldri en þeir íslensku þegar þeir veikjast, sem undirstrik- ar að þama er ekki um sama sjúkdóm að ræða þótt svipaður sé. Honum virðist svipa meira til Alz- heimer-sjúkdómsins. En of snemmt er að ákvarða það. Dr. Hannes Blöndal prófessor í meinafræði og líffræðingamir dr. Leifur Þorsteins- son og Eiríkur Benedikz hófust handa við að kanna dreifinguna á cystatin-c útfellingu í hinum ýmsu líkamsvefjum, en fram til þess tíma var lítið vitað um útfellingu utan miðtaugakerfísins. Var nú búið að sýna fram á að þessi óeðlilega út- felling fínnst m.a. líka í eitlum. Þá er komin önnur aðferð til að greina þennan sjúkdóm, að því er Gunnar segir. Islensku læknamir vom þama í fararbroddi og undirstrikuðu það með því að efna 1985 til fyrsta al- þjóðaþingsins um amyloid í mið- taugakerfínu í Reykjavík undir nafninu „First Symposium on He- reditory Central Nervous System Amyloid Angiopathy“. Þeir skrif- uðu helstu vísindamönnum á þessu sviði í Evrópu og einstaklingum í Bandaríkjunum. Hver einasti mætti til þingsins og fleiri óskuðu sérstak- lega eftir að fá að koma. Var upp úr því mjög mikið skrifað um þess- ar rannsóknir á íslandi og vitnað í þær. í haust var svo mikið þing í Hakone, skammt sunnan við Fuji- fjall í Japan. Fóm þangað auk mín þau dr. Ólafur Jensson, dr. Leifur Þorsteinsson og dr. Ástríður Páls- dóttir líffræðingur. Hafði Ástríður undanfarin 3 ár unnið að rannsókn- um á erfðaefninu DNA hjá sjúkling- um með arfgenga heilablæðingu, en þær rannsóknir miða að því að fínna og kanna erfðaefni gensins, sem stýrir myndun cystatin-c og jafnframt að kanna á hvaða litningi það er. Em miklar vonir bundnar við að með þeirri tækni megi greina hvort fóstur er sjúkt eða ekki eftir 7-8 vikna meðgöngu. Á þessu al- þjóðlega þingi vomm við Ólafur Jensson ftindarstjórar, en íslenski samstarfshópurinn kynnti niður- stöður nýjustu rannsókna sinna. Og hveijar em nýjustu niðurstöð- urnar? Um það er Gunnar spurður: „Nýjustu rannsóknirnar benda til þess að ekki sé galli í sjálfri sam- eindinni. Allt bendir til þess og að því beinum við nú sjónum okkar. Ef til vill liggur vandinn í því að of mikið sé í líkamanum af niður- brotsefninu, sem ég minntist áðan á að brýtur niður proteinin og hlut- fallslega lítið er af varnarefninu cystatin-c. Þessi óeðlilega mikla umsetning veldur því að cystatin-c fellur út í heilaæðamar og víðar sem amyloidefni. Jafnframt því emm við að vinna að því að greina einstakl- ingana og fínna þá sem eru með erfðagallann í sér. Fólk vill vita nú hvar það stendur, m.a. með tilliti til bameigna." Þegar fréttist að dr. Gunnar Guðmundsson kæmi til Japan, var hann fenginn til að flytja fýrirlestur um heilablæðingar á íslandi og ættgengi slíkra blæðinga við há- skólasjúkrahúsið í Fukusíma, en þar er stór læknaskóli. Og í heimleið- inni yfir Ameríku, þar sem hann var heiðraður hjá taugalæknasam- tökunum, kom hann við í Boston og flutti við sjúkrahús Harvard- háskóla fyrirlestur um ættgengar heilablæðingar. Einnig flutti hann fyrirlestra um þetta efni hjá UCLA í Los Angeles í Kalifomíu og í Washington hjá National Institut of Health. Vandi að bregðast við vitneskj- unni Að undanförnu hefur dr. Gunnar Guðmundsson tekið ómældan tíma í að ræða við þá einstaklinga sem þama eiga hlut að máli og vanda þeirra, sem er mikill. Verður ekki leystur öðruvísi, enda hvergi annars staðar upplýsingar að hafa um þennan sjúkdóm.„ Auðvitað hefur stór hluti fólks af þessum tilteknu ættum miklar áhyggjur, vill leita upplýsinga og fá athugun á sér og sínum með tilliti til hugsanlegs sjúk- dóms. Aðrir bregðast þannig við að þeir afneita með öllu þessum möguleika. Þeir vilja ekkert um þetta tala. Það er mjög erfitt. Til- gangurinn með þessum rannsókn- um er að geta greint sjúkdóminn til þess að vera fær um að gefa þeim sem á þurfa að halda almenn ráð um hvemig best sé fyrir þá að hegða sér, til dæmis að forðast mikil átök og rembing og koma í veg fyrir of háan blóðþrýsting. Og í sambandi við bameignir, hvort viðkomandi ákveður að eignast böm eða ekki, og ef.um fæðingu er að ræða, þá að létta fæðinguna í sam- ráði við fæðingarlæknir. En það er afskaplega erfítt að segja til dæmis ófrískri konu að hún sé með þennan áhættuþátt í sér þegar komið er að fæðingu, ef hún veit það ekki fyrir, en fæðingarlæknirinn þarf að vita það með tilliti til þess hvemig fæðingin fer fram. Fólk hefur ákaf- lega mismunandi viðhorf til þessa. Eg man t.d. eftir konu sem hér dó eftir langvarandi lömun og sagði þá oft við mig: Af hveiju emm við látin fæðast? Þetta er mikil reynsla. Og nú er ég að sjá barnabörnin hennar til að athuga hvort þau hafa sjúkdóminn í sér og tala við þau um hvað þau vilja gera með tilliti til þess að eignast böm. Það er ákaflega erfítt og mikið vanda- verk að tala við þetta fólk.“ „Tilgangurinn með þessum rann- sóknum okkar er auðvitað sá að reyna að komast nær hinni raun- verulegu orsök sjúkdómsins og þar með möguleikanum á að gera meira en í dag fyrir þetta fólk. Að rann- sóknimar komi að gagni, ef ekki þessu fólki þá öðmm. Spumingin er hvort hægt sé að stöðva þessi efnahvörf, eftir að þau em fundin, e.t.v. með lyfjum “, sagði dr. Gunn- ar Guðmundsson að lokum. Loks má geta þess að ættingjar og áhugafólk um sjúkdóminn hafa stofnað félagið Heilavemd. For- maður er Guðfínnur G. Þórðarson. Bestu kjör á íslandi ? ENGIN ÚTBORGUN - ENGIR VEXTIR Nú býður Vörumarkaðurinn ný og betri greiðslukjör Eftirtaldar hágæðavörur getur þú greitt með 4 greiðslum á Visa eða Eurocard greiðslukortum á venjulegu afborgunarverði ÁN VAXTA ffl Electrolux FXJRTAI FUNAI RYKSUGUR VIDEO GEISLASPILARA SJÓNVÖRP ÞVOTTAVÉLAR BETRI KJOR BJÓÐAST EKKI TILBOÐ GILDIR TIL 20. FEBRÚAR. TILBOÐ ER HÁÐ ÞVl AÐ GILDISTÍMI KORTA SÉ LENGRI EN GREIÐSLUTIMI. KRINGLUNNI S. 685440 MICRöSOI HUGBÚNAÐUR Fl L

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.