Morgunblaðið - 31.01.1988, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 31.01.1988, Blaðsíða 16
16 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 31. JANÚAR 1988 POTT- ÞETTAR ■^TTTia AGOÐU Wi ^o ] i RING bílaperurnar fást á benslnstöðvum Skeljungs Sýslunefndar saga Skagafjarðar Békmenntir Sigurjón Björnsson Kristmundur Bjamason: Sýslu- nefndarsaga Skagfirðinga. Fyrra bindi. Útgefandi: Sýslunefnd Skagafjarðarsýslu. Akureyri 1987. 322 bls. Ollum sem fást við sögu einstakra byggðarlaga og héraða er Krist- mundur Bjamason á Sjávarborg í Skagafirði mæta vel kunnur. Sögu- svið hans hefur verið í sýslunum tveimur norðanlands, Skagafjarðar- og Eyjafjarðarsýslu. Eru afköst hans ekki smá: Tveggja binda ritverk um Þorstein Daníelsson á Skipalóni, þrjú bindi Sauðárkrókssögu og fjögur bindi Dalvíkursögu sem hann hefur nú nýlokið. Að ógleymdri lítilli en vel gerðri bók um Jón Ósmann, feijumanninn alkunna við vesturós Héraðsvatna. Hlutdeild hefur Krist- mundur og átt að ýmsum ritverkum um menn og málefni þar nyrðra eða að útgáfu að verkum annarra, s.s. Sögu frá Skagfírðingum, ritsafni Hofdala-Jónasar, auk þess sem hann hefur samið fjölda ritgerða um norð- lensk málefni fyrri tíma. Kristmundur Bjamason var því sannarlega vel undir það búinn að rita starfssögu sýslunefndar Skaga- ijarðarsýslu. Varla var nokkur annar Norðlendingur efninu kunnugri fyr- irfram né átti stærri syrpur heimilda. Fyrsti sýslufundur Skagafjarðar- sýslu var haldinn á Reynistað 8. október 1874. Árið 1976, rúmlega hundrað árum síðar, samþykkti svo sýslitnefnd „að gefa út á sinn kostn- að minningarrit um sýslunefnd Skagafjarðarsýslu í tilefni af 100 ára starfsemi hennar". Ári seinna var Kristmundur Bjamason ráðinn til verksins. Ritun bókarinnar gat hann þó ekki hafíð fyrr en árið 1985 vegna annarra verkefna sem hann hafði þá með höndum (Saga Dalvík- ur). En þá var ljóst orðið að dagar sýslunefnda væru senn taldir. Sam- kvæmt nýjum lögum hætta sýslu- nefndir störfum við árslok 1988. Varð því að ráði að Kristmundur segði söguna til loka. I því bindi sem nú birtist nær frá- sögnin eitthvað fram yfír 1930, lítið eitt mismunandi eftir efnisþáttum. í seinna bindi á svo að koma greinar- gerð um athafnir þeirra 50—60 ára sem þá á eftir að gera skil ásamt að sjálfsögðu öllum skrám, sem nauðsynlegar em í verki sem þessu. Kristmundur hefur þann hátt á að skipa efninu í nokkra málaflokka eftir aðalviðfangsefnum sýslunefnd- ar. í þessu bindi eru flokkamir sex, þ.e. samgöngur, menntir, heil- brigðismál, iðnir, útvegur og búshagir. Fjórir þessara flokka skiptast svo enn frekar, þ.e. tveir fyrstu og tveir síðustu. T.a.m. er undir titlinum samgöngur fjallað um vegi, feijur, kláfdrætti, brýr, samgöngur á sjó og vötnum og póst og síma. Síðasti flokkurinn er og að vonum allmjög sundurgreind- ur. Með þessum hætti kemur höfund- ur góðri og eðlilegri skipan á efni sitt, þó að vitaskuld megi einnig hafa annan hátt á. Eins og höfundur bendir réttilega á í formála hafa sýslunefndir sjaldn- ast frumkvæði að málum og end- anleg afgreiðsla mála er sjaldan í höndum þeirra. Hlutverk sýslu- nefnda er yfírleitt að taka við málum sem komin eru af stað, styrkja þau og leita stuðnings og samþykkist æðri yfírvalda. Því er það að ef ein- ungis ætti að gera grein fyrir afskiptum sýslunefndar í máli hveiju myndi yfírleitt vanta bæði upphaf og málslok. Slík frásögn yrði væg- ast sagt mjög ófullnægjandi fyrir lesandann. Höfundur rekur þráðinn í hveriu máli frá upphafí og til árs- Kristmundur Bjarnason loka 1988 (í seinna bindi). Þáttur sýslunefndar verður ekki ætíð mik- ill, stundum að vísu þó nokkur og svo að sköpum skiptir, í öðrum tilvik- um minni — og ekki er því að neita að stundum þykir honum nefndin býsna treg í taumi og ekki ýkja stór- huga eða framsýn. En hvað sem því iíður þá verður þessi frásögn í hönd- um Kristmundar Bjamasonar e.k. saga framkvæmda, verklegra, fé- lagslegra og heilbrigðisþjónustu- legra og menntunarlegra í Skagafirði í rúmlega hundrað ár. Með þeirri skerðingu þó að ekki eru önnur mál til umfjöllunar en þau sem sýslunefnd hefur fjallað um á ein- hveiju stigi og frásögnin nær ekki lengra en afskipti sýslunefndar. Þessi saga eins og hún er hér sögð verður alltaf læsileg og athygl- isverð, stundum raunar mjög svo, því að Kristmundi er lagið að rita skýran og aðgengilegan stíl. Fyrsti kafíinn er mjög svo athygl- isverður. Býst ég við að mörgum þyki t.a.m. fróðlegt að lesa um kláf- drætti og feijur. Þá er og saga brúargerðar í Skagafírði, sem hér er ýtarlega rakin, stórmerkt innlegg í sögu samgöngubóta. í kaflanum um menntir er næsta fróðlegt að lesa um Skagfírzka kvennaskólann 1877—1881 og allan aðdraganda að hinum sameiginlega kvennaskóla Skagfírðinga og Húnvetninga. Þá er hér skilmerkilega greint frá að- draganda að og stofnun Búnaðar- skólans á Hólum og starfsemi skólans árin 1882—1901, en lengur hafði sýslunefnd ekki afskipti af skólanum. Þá er saga sundkennslu í Skagafírði rakin allt frá upphafí og sitthvað fleira mætti til nefnda. E.t.v. er síðasti kaflinn um Búshagi einna síst áhugaverður, þó að þar sé að sjálfsögðu einnig margan fróð- leik að fínna. En vera má að það stafí af því að hjarta höfundar slær bersýnilega eitthvað hægar þegar talið berst að sauðasölu, hrossabeit og kartöflurækt. Talsvert er af myndum í bókinni, af mönnum, mannvirkjum og at- vinnuháttum. Eru þetta gamlar myndir, sem sjaldan sjást og veru- lega gaman er að skoða. Þegar ég fyrst frétti af því að til stæði að rita starfssögu sýslunefnd- ar Skagafjarðarsýslu bjóst ég satt að segja ekki við ýkja fysilegum skrifum. Prentaðar fundargerðir sýslunefndar þekkti ég lítillega og þótti ekki kræsilegar. Og sem strák- ur og unglingur tyllti ég mér stundum niður á sýslunefndarfundi á Króknum, aðallega til að sjá karl- ana, því að fundimir sjálfír fundust mér afspymu leiðinlegir. Af þessum sökum þótti mér Kristmundur komst vel frá þessu verki sínu, en það stafar að sjálfsögðu af því hvemig hann kaus að taka á efninu og hversu frábært vald hann hefur á þessu þekkingarsviði. Víst hljómar margt í þessum þátt- um kunnuglega. Um sumt hefur áður verið ritað bæði af Kristmundi og öðmm. En hér er efnið að fínna í stærra samhengi, oft endurskoðað og nýjar heimildir hafa verið dregn- ar fram. Nú bíður maður einungis eftir framhaldi sögunnar. *TWli-.ViÁv'nÁ>’rt1/l>VÍ^ NU : \\ ‘7 FERMINGAR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.