Morgunblaðið - 31.01.1988, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 31.01.1988, Blaðsíða 4
4 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 31. JANÚAR 1988 Óli M.ísaksson í Heklu níræður: Stundarsína vinnu ddhress og ríðurút á hverjum degi MEÐ HESTHÚSIÐ í KJALLARANUM Á DYNGJUVEGINUM Síðast liðinn þriðjudag voru níutíu ár síðan að athafnamaðurinn Óli M. ísaksson var borinn í þennan heim. Nánar tiltekið var það 26. janúar 1898 á Eyrarbakka, en foreldrar hans voru ísak Jakob Jónsson og Ólöf Ólafsdóttir. Lífshlaup Óla hefur verið fjölbreytilegt og hann hefur séð ótrúlegar þjóðfélagsbreytingar í gegn um tíðina. Hann hefur sérstaklega betri aðstöðu en margur á hans aldri til að tjá sig um slíkt, því hann er enn í fullu starfí hjá Heklu, hefur átt hross í áratugi og ríður enn út dag hvem. Svo er hann með ökuskírteini númer 86 og er nógsamlega hress og kátur til að aka til og frá vinnu dag hvem. Og hvemig bifreið ekur Óli, auðvitað Colt, sem er eitt af nokkmm orðum úr ensku sem þýða hross. Bæði á Óli að baki óvanalega langan starfsferil og svo er hann einn af frumkvöðlum íslands á sviði bflgreina, það var því full ástæða til að sækja til hans og fá spjall. Fyrsta sem hann sagði var: -hva, ég níræður, hver hefur logið því í þig.- Svo gaf hann sig, en varaði jafn framt við.því að hann væri orðinn gleyminn, myndi varla neitt lengur. Ekki reyndist vera fótur fyrir því. , Fyrst rakti Óli feril sinn í stuttu máli. __ Morgunblaðið/Einar Falur Óli Magnús ísaksson heima i stofu á Dyngjuveginum. Eg var í fóstri að Nesi við Seltjöm frá 6 til 16 ára aldurs, hjá Sigurði Ólafs- syni móðurbróðir mínum og konu hans Ástríði Ólafsdóttur. 16 ára gamall all var ég búinn að ljúka prófí við Verslunarskóla ís- lands og fór þá að vinna hjá Garðari Gíslasyni stórkaupmanni. Þar starf- aði ég í hálft annað ár, en fór síðan til frænda míns Jónatans Þorsteins- sonar sem hafði þá nýlega fengið umboð hér á landi fyrir Overland- bifreiðir. Fyrirtæki Jónatans var eitt hið fyrsta hér á landi sem var með skipulagðan innflutning og sölu bifreiða á dagskrá sinni-. Óli starfaði á annan áratug í fyrirtæki Jónatans og hafði með hendi bifreiðainnflutninginn. Til er fyrsti reikningurinn sem Óli undir- ritaði, reikningur fyrir fyrsta Overlandbílnum sem -Hr. bifreiðar- stjóri Magnús Skaftfjeld- festi kaup á 29. janúar 1919. Þar kemur fram, að bfllinn kostaði þá með ýmsm fylgihlutum og heilli bensíntunnu, því bensínstöðvar og dælur heyrðu þá framtíðinni til, 6.745 krónur. Bíllinn einn sér kostaði 4.700. Til samanburðar sýndi Óli blaðamanni reikning gefínn út í desember 1983, eða 64 ámm síðar, báðir undirritað- ir af Óla, þar sem viðskiptavinur Heklu var að festa kaup á og stað- greiða Range Rover. Með öllu tilheyrandi kostaði jeppinn 1,2 millj- ónir. Ryðvömin ein kostaði 4.620 krónur, eða álfka og bfllinn fyrir 63 ámm síðan. Sannarlega breyttir tímar. En fróðlegt er að athuga undirskrift Óla árið 1983 og aftur 63 ámm áður, 1919. Sáralítill mun- ur. -Ég er ekki vitund skjálfhentur,- segir Öli og brosir breitt, -afrakst- urinn af því að neita sér ekki um lífsins lystisemdir,- bætir hann brattur við. -Þegar ég hætti hjá frænda lá leiðin til Egils Vilhjálmssonar þar sem ég var framkvæmdastjóri til ársins .1946, að ég stofnaði eigið fyrirtæki með Sigfúsi heitnum Bjamasyni og varði sú samvinnu uns Sigfús lést, en síðan hef ég starfað við bifreiðadeild Heklu, sem synir Sigfúsar reka.- Ekki hefur bifreiðainnflutningur verið mikill þegar þú varst að renna úr hlaði á því sviði? Óli segir: „Nei, Höfum opnað læknastofu á Læknastöðinni, Marargötu 2. Viðtalsbeiðnum veitt móttaka eftir kl. 10.00 daglega í síma 26133. Þóra F. Fischer, Jens A. Guðmundsson sérgr.: Kvensjúkdómar og dr.med., sérgr.: Kvensjúk- fæðingarhjálp. dómar og fæðingarhjálp, innkirtlakvensjúkdómar. Fróðleikur og skemmtun fyrir háa sem lága! Tijáklippingar Látið hirðuleysi ekki skemma garðinn. Y i\f/ Látiðfagmanninn um verkið. Húsdýraáburður Hjörtur Hauksson, skrúðgarðyrkjumeistari, Geymið auglýsinguna. símar 621404 og 12203.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.