Morgunblaðið - 18.02.1988, Side 1
Offramboð á hótelrými
Talið hefur verið, að mikil framtið væri i ferðaþjónustu hér
á landi og að þörf væri á fleiri hótelum til að efla hana.
Staðreyndin er samt sú, að miklir erfiðleikar steðja
að nýjustu hótelunum vegna offramboðs á hótelrými. O
Fiskeldi 2
Fólk 2
Verslunarráð 3
Auglýsinga-
hátíð 4
Hugbúnaður 5
EB 8
Þemadagar 9
Ráðgjöf 12
Sveitasvik hjá EB
Það er áætlað að Evrópubandalagið
tapi árlega 10-20% af öllum framlögum
til landbúnaðar í vasa svindlara. Á
vegum EB starfa nú 15 manns að því
að kanna svik í landbúnaði og auk
þess starfar fjöldi endurskoðenda fyrir
bandalagið og aðildarríkin að þessum
málum. Þarna eru líka verulega fjár-
hæðir í húfi, því að það er álitið að
Evrópubandalagið sé árlega rænt 130
milljörðum króna með því að óprúttnir
menn nota sér veilurnar í landbúnað-
arlöggjöf bandalagsins, eins og Kristó-
fer Már Kristinsson
rekur í grein _
í blaðinu í dag. 8
m«rj}MnWaí»ií)
VIDSKlPn AIVINNULÍF
PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS FIMMTUDAGUR 18. FEBRÚAR 1988
BLAÐ
Fyrirtæki
Þróunarfélag íslands
stofnar höndlunarhús
ÍSLENSKT höndlunarhús (Trad-
ing house) tekur til starfa í Ham-
borg innan tíðar. Þráinn Þor-
valdsson fyrrverandi forsijóri
Útflutningsráðs íslands hefur
unnið að undirbúningi stofnunar
Undirverk-
taknfyrir-
tækistofn-
aðvegna
ratsjár-
stöðvanna
ÞESS hefur verið fari á leit
við Ólaf Davíðsson fram-
kvæmdastjóra Félags
íslenskra iðnrekenda og Gunn-
laug M. Sigmundsson fram-
kvæmdastjóra Þróunarfélags
íslands að hafa forgöngu um
stofnun fyrirtækis sem hefði
yfirumsjón með viðhaldi og
rekstri á hugbúnaði fyrir rat-
sjárstöðvamar á Gunnhólsvík-
urfjalli og á Langanesi. Þróun-
arfélag Islands verður meiri-
hlutaeigandi þessa fyrirtækis
en félagið mun einnig leita
eftir samstarfi við erlenda
aðila.
Markmiðið með stofnun þessa
fyrirtækis er að einn innlendur
aðili hafí með höndum alla um-
sýslu með hugbúnaðinum og beri
ábyrgð á framkvæmd verksins
gagnvart verkkaupa sem er Rat-
sjárstofnun fyrir hönd NATO.
Þróunarfélagið mun síðan draga
sig út úr rekstrinum smám sam-
an, með því að selja hluta til inn-
lendra fyrirtækja sem munu taka
við.
Gert er ráð fyrir því að tugir
kerfísfræðinga starfí við stöðv-
amar og hefur komið til tals að
Háskóli íslands mennti sérstak-
lega fólk til þessa verkefnis. Ljóst
er að hér er um verulega §ár-
muni að ræða fyrir íslensk fyrir-
tæki og samkvæmt heimildum
Morgunblaðsins getur velta num-
ið á þriðja hundrað milljóna
íslenkra króna á ári.
fyrirtækisins fyrir hönd Þróun-
arfélags íslands sem er meiri-
hlutaeigandi en gert er ráð fyrir
að erlendir aðilar taki einnig
þátt í rekstrinum. Enn er óvíst
hverjir það verða.
Að sögn Gunnlaugs Sigmunds-
sonar framkvæmdastjóra Þróunar-
félagsins er tilgangur fyrirtækisins
að koma íslenskum vörum á erlend-
an markað. „Hér er um nokkurs
konar heildverslun að ræða en
munurinn liggur í því að fyrirtæk-
inu er ætlað að finna hver þörfín
er á markaðnum og síðan að upp-
fylla hana með því að hafa milli-
göngu framleiðenda og markaðar.“
Höndlunarhúsið mun skipta
bæði við erlenda og innlenda fram-
leiðendur og er ætlunin að nýta þau
tengsl sem skapast í gegnum er-
lenda framleiðslu . til að koma
íslenskri vöru á framfæri. „Enn
fremur er gert ráð fyrir að fyrirtæk-
ið geti samið við íslensk fyrirtæki
um framleiðslu á ákveðinni vöru
sem markaður er fyrir á hveijum
tíma“, sagði Gunnlaugur að lokum.
Áætlað hlutafé höndlunarhúss-
ins sem enn hefur ekki hlotið nafn,
nemur tæpum tíu milljónum
íslenskra króna.
Innlán banka og sparisjóða
70,0 Milljarðar króna (47,7%)
ISLENSKI
FJÁRMAGNS-
MARKAÐURINN
1987 (ÁÆTLUÐ STÆRÐ)
Utistandandi verðbréf
24,1 (16,5%)
Fjármögnunarfyrirtæki Qnnur
1,9(1,3%) Fjárfestingarlánasjóðir fyrirtæki
'WT „ 0,4 (0,3%) 0,6 (0,4%)
IVr • Kr. Kr.
Þrátt fyrir mikinn vöxt verðbréfa-
sjóðanna á síðasta ári, (198,8%),
eru þeir aðeins lítill hluti af
fjármagnsmarkaðinum í heild
FJÁRMAGN — Gunnar Helgi Hálfdánarson,
framkvæmdastjóri Fjárfestingafélagsins gerir í
viðtali í viðskiptablaðinu í dag harða hríð að ýmsum
hugmyndum viðskiptaráðherra vegna væntanlegrar
töggjafar um starfsemi á flármagnsmarkaði. Einkum
iýst honum illa á hugmyndir um bindiskyldu og lausa-
fjárkvaðir gagnvart verðbréfasjóðum. Jón Sigurðsson
sagði í viðskiptablaðinu fyrir viku að vöxtur innláns-
stofnana hefði verið 36% meðan verðbréfasjóðir hafí
vaxið um 186%. Gunnar segir hins vegar að verð-
bréfasjóðir séu aðeins lítill hluti af fjármagns-
markaðinum í heild. Hart sé einnig að verðbréfasjóðir
skuli einir látnir sæta bindiskyldu og lausafjárkvöð-
um, þegartekið sé tillit til að bankabréfaútgáfa
veðdeilda innlánsstofnana hafi vaxið enn meira en
verðbréfasjóðir eða um nær 250%. Sjá viðtal B10.
Lánamarkaður
Landsvirkiun sparar
120millj. í vaxtagjöldum
- með nýrri 800 millj. kr. lántöku hjá Norræna fjárfestingabankanum
UNDIRRITAÐUR verður í dag
samningur milli Landsvirkjunar
og Nórræna fjárfestingarbank-
ans um nýja lántöku Landsvirkj-
unar hjá bankanum samtals að
fjárhæð um 30 milljónir svissne-
skra franka sem samsvarar um
800 milljónum króna á núver-
andi verðlagi. Lánið fer til
skuldbreytingar og mun spara
Landsvirkjun um 30 milijónir
króna í vaxtagreiðslur árlega á
næstu fjórum árum eða um um
alls 120 mil(jónir.
Að sögn Halldórs Jónatansson-
ar, forstjóra Landsvirkjunar, er
gengið til þessara samninga við
Norræna fjárfestingabankann að
undangenginni könnun á mögu-
leikum á alþjóðlegum fjármagns-
markaði og reyndist tilboð Norr-
æna fjárfestingabankans hagstæð-
ast. Lánið er til fjögurra ára með
4.25% föstum vöxtum á ári og
greiðist upp með einni greiðslu í
lok lánstímans. Engin þóknun er
heldur samfara þessu láni.
Halldór segir að nýja lánið fari
til að greiða upp skuldabréfalán í
sömu mynt, sem tekið var með
sérstakri skuldabréfaútgáfu árið
1982 vegna virkjunarframkvæmda
og var þá til 8 ára með 8% vöxt-
um. Þetta lán greiðist nú upp þrátt
fyrir að fjögur ár séu eftir af lánst-
ímanum og við það segir Halldór
að vaxtagjöid Landsvirkjunar
næstu Qögur árin muni lækka um
30 milljónir króna á ári eða um
120 milljónir ef miðað er við allan
lánstímann.
Samninginn í dag undirrita af
hálfu Landsvirkjunar þeir Jóhann-
es Nordal, stjómarformaður
Landsvirkjunar og Halldór Jónat-
ansson, forstjóri en af hálfu Norr-
æna fjárfestingabankans þeir Þór-
hallur Ásgeirsson, ráðuneytisstjóri
og stjómarmaður hjá bankanum
og Þorsteinn Þorsteinsson, starfs-
maður hjá lánasviði Norræna fjár-
festingabankans.