Morgunblaðið - 18.02.1988, Qupperneq 2
2 B
MORGUNBLAÐIÐ, VtÐSHFTI/AIVINNULÍF FIMMTUDAGUR 18. FEBRÚAR 1988
Verslunarráð
Mikilvægtað
verðbréfa viðskipti
fái að þróast áfram
- segir í ályktun aðalfundar Verslunar-
ráðs íslands
AÐALFUNDUR Verslunarráðs
Islands var haldinn síðastliðinn
þriðjudag í átthag-asal Hótel
sögu. A fundinum var auk venju-
legra aðalf undarstarfa fjallað
um eflingu hlutabréfa- og verð-
bréfamarkaðar hér á landi. Aðal-
ræðumaður fundarins var Jó-
hannes Nordal, seðlabankastjóri
en ræða hans birtist I heild sinni
á öðrum stað í blaðinu í dag.
I ályktun fundarins er lögð
áhersla á að verðbréfaviðskipti fái
að þróast áfram og að þau verði
ekki bundin á klafa ofstjómar- og
forsjárhyggju. Jafnframt er varað
við framkomnum hugmyndum um
óeðlilegar takmarkanir og skilyrði
af hálfu stjómvalda fyrir fjármagn-
sviðskiptum.
Nokkrar umræður urðu um verð-
bréfa- og hlutabréfaviðskipti á eftir
ræðu Jóhannesar m.a. um skatt-
lagningu á hlutafjáreign. Ólafur
Davíðsson, framkvæmdastjóri Fé-
lags íslenskra iðnrekenda, sagðist
telja að að veita þyrfti eigendum
hlutabréfa skattalegar ívilnanir
vegna þess að ekki væri unnt að
búast við að hlutabréf myndu skila
þeirri ávöxtun sem nú er á skulda-
bréfum. Mikið væri í húfí að fá
áhættufjármagn inn í íslenskan at-
vinnurekstur og þyrfti því að gera
skattkjör hlutafjár betri.
Gunnar Helgi Hálfdánarson,
framkvæmdastjóri Fjárfestingarfé-
lags íslands varaði eindregið við
löggjöf sem hindraði verðbréfavið-
skipti. Það væri t.d. varhugavert
að binda verðbréfasjóðina niður
með bindiskyldu en hann væri
hlynntur samræmdri löggjöf sem
tryggt gæti framþróun á þessum
markaði.
I svari við fyrirspumum um þetta
efni sagði Jóhannes Nordal að hann
teldi að hlutafé ætti að veita betri
skattaleg kjör vegna áhættu. Taldi
hann hins vegar að það væri brot
á grundvallarreglum um skattlagn-
ingu að undanskilja spamað þar
sem skattlagning ætti að vera al-
menn. Þetta hlyti að koma til endur-
skoðunar þegar raunvextir væru
orðnir háir. Breyting á skattlagn-
ingu hlutafjár færi eftir því hvort
unnt væri að fínna pólitíska og
tæknilega lausn á hvemig eigi að
skattleggja peningalegar eignir.
Jóhannes nefndi einnig að einka-
væðing gæti ekki átt sér stað fyrr
AÐALFUNDUR
flytur ræðu sína.
Morgunblaðið/Þorkell
Dr. Jóhannes Nordal seðlabankastjjori
en virkur hlutabréfamarkaður
kæmist á.
I ræðu sinni gerði framkvæmda-
stjóri Verslunarráðs Islands grein
fjúir starfsemi Verslunarráðsins frá
síðasta aðalfundi. Kom fram að
starfsemin hefur verið með hefð-
bundnu sniði en ráðið væri hags-
munasamtök fyrirtækja, vettvang-
ur fyrir samstarf fyrirtækja og
þjónustuaðili á ýmsum sviðum t.d.
í miðlun upplýsinga. Verslunarráðið
hefur á sl. ári fjallað um almenn
efnahagsmál en ráðið gerði úttekt
á stefnuyfírlýsingu ríkisstjómarinn-
ar, kannaði þjóðhagsáætlanir fyrri
ára og gerði auk þess úttekt á
síðustu þjóðhagsáætluri.
Þá greindi Vilhjálmur frá starfí
Verslunarráðsins í skattamálum og
samstarfí við önnur atvinnureken-
dasamtök varðandi umfjöllun um
skattamál fyrirtækja. Jafnframt
Bankar
Góður hagnaður hjá
sparisjóðunum
REKSTUR stærstu sparisjóð-
anna á landinu gekk vel á síðasta
ári, líkt og hjá viðskiptabönkun-
um. Reikningsuppgjör hjá spari-
sjóðunum er þó ekki eins langt
komið og hjá viðskiptabönkun-
um, svo að i þeim tölum sem
Morgunblaðið gat aflað sér um
hagnað sparisjóðamia á síðasta
ári á eftir að reikna með sköttum
og en á hinn bóginn hefur verið
reiknað með um 10% framlagi
vegna lífeyrisskuldbindinga sjóð-
anna vegna starfsmanna, en jafn-
vel eru horfur á að sparisjóðirn-
ir eða hluti þeirra leggi meira
til hliðar af þessum sökum.
Samkvæmt þessum upplýsingum
er hagnaður Sparisjóðs Hafriar-
flarðar fyrir skatta 65,9 milljónir
króna en þá hefur verið reiknað
með 10% framlagi vegna lífeyris-
skuldbindinga og 1.4 milljónum til
veðdeildar. Hagnaður Sparisjóðs
vélstjóra er um 43 milljónir fyrir
skatta eftir að tekið hefur verið frá
10% fyrir lífeyrisskuldbindingum en
þar munu vera uppi hugmyndir um
að mæta lífeyrisskuldbindingum
enn frekar, en þar er um verulegar
fjárhæðir að ræða og við það mun
hagnaður sparisjóðsins lækka nokk-
uð.
Hagnaður Sparisjóðs Reykjavík-
ur mun vera um 33,9 milljónir fyr-
ir skatta en auk þess hafa um 9
milljónir farið til veðdeildar sjóðs-
ins. Sparisjóður Kópavogs er með
um 12 milljón króna hagnað fyrir
skatta og Sparisjóðurinn í Keflavík
með um 3,2 milljónir fyrir skatta
eftir að hafa lagt til hliðar um 400
þúsund vegna veðdeildar sjóðsin. í
öllum tillfellum hefur um 10% fram-
lag verið tekið frá vegna lífeyris-
skuldbindinganna.
Sparisjóðimir voru með meiri
innlánsaukningu á síðasta ári en
viðskiptabankamir eða um 37,4% á
móti um 35,3% innlánsaukningu hjá
bönkunum, samkvæmt nýjustu
upplýsingum. Forsvarsmaður eins
sparisjóðsins sagði í samtali að
þrátt fyrir góðærið á síðasta ári
hefði innlánsaukningin í för með
sér að sparisjóðimir næðu tæpast
að halda í það hlutfall sem gert
væri ráð fyrir í lögum um innláns-
stofnariir um eigið fé sjóðanna.
fjallaði verslunarráðið um þær um-
fangsmiklu tolla- og söluskatts-
breytingar sem áttu sér stað um
síðustu áramót.
Verslunarráðið tók þátt í nefnd-
arstörfum um gjaldeyrismál sem
leiddi til þess að bankastimplun var
afnumin en Vilhjálmur taldi að sú
ráðstöfun hefði ekki gagnast sem
skyldi. Önnur verkefni hafa verið
verðlagmál, auglýsingamál, kredit-
kortamál og málefni innflutnings-
verslunarinnar.
I lok fundarins var tilkynnt um
kjör stjómarmanna og var formað-
ur Verslunarráðsins, Jóhann J. 01-
afsson, endurkjörinn. Síðast var
ályktun fundarins samþykkt.
Bankastarf semi
Millibanka-
viðskipti
formlega
hafin
ÞROUNARFELAG íslands vinnur
að stofnun fyrirtækis í milli-
bankaviðskiptum. Að sögn Gunn-
laugs M. Sigmundssonar fram-
kvæmdastjóra Þróunarfélagsins
mun starfsemi fyrirtækisins fel-
ast í því að fullnægja lausafjár-
hlutfalli viðskiptabankanna með
þvi að koma á beinni lánastarf-
semi milli þeirra án þess að Seðla-
banki eigi þar hlut að máli. Þann-
ig geti þeir bankar sem hafi fé
til aflögu lánað þeim sem striða
við lausafjárvanda.
Viðskiptabankamir hafa þurft að
nýta sér yfírdráttarheimild hjá
Seðlabanka til að uppfylla kröfur
um lausafjárhlutfall og greiðslu-
skuldbindingar og hafa vextimir
verið mjög háir, allt að 100%. Vísir
að millibankaviðskiptum hefur verið
hér á landi milli einstakra banka en
nú verður í fyrsta sinn stofnað til
þeirra með formlegum hætti.
Seðlabankinn hefur unnið að
stofnun samskonar fyrirtækis í nær
þtjú ár og samkvæmt heimildum
Morgunblaðsins þykir Seðlabanka
mönnum sem hér sé verið að seilast
inn á svið hins opinbera.
Iðnaður
Sýning í Hannover
FÉLAG íslenskra iðnrekenda
hefur ákveðið að efna til hóp-
ferðar á tölvu-, skrifstofu- og
upplýsingatæknisýningu CeBIT
’88, sem haldin verður í Hanno-
ver í Þýskalandi dagana 16.— 23.
mars nk. Um 2300 fyrirtæki frá
40 löndum munu sýna vörur
sínar. Búist er við um 400.000
gestum á sýninguna.
Þar til fyrir nokkmm ámm var
CeBIT hluti af iðnsýningu í Hanno-
ver en var brátt gerð að sjálfstæðri
sýningu vegna þess hversu umsvifa-
mikil hún var orðin. Sýningin er
talin með helstu árlegu viðburðum
á sínu sviði.
Bif reiðaverkstæði
Á þessari sýningu er m.a. tæki
og tækni til skrifstofuhalds og
bankaþjónustu, öryggiskerfí fyrir
tölvu- og bankastarfsemi, hug-
búnaður, vélbúnaður, gagna- og
samskiptatækni, fjarskipti, tölvuv-
ædd hönnun og framleiðsla, rann-
sóknir og þróun á sviði upplýsinga-
tækni.
Hópferðin er skipulögð í sam-
vinnu við ferðaskrifstofuna Atlantik
og verður farið út 17. mars, fimm
dögum varið til þess að skoða sýn-
inguna og haldið heim 23. mars.
Þar sem hótelgisting er ekki fá-
anleg á þessum tíma verður gist á
einkaheimilum í borginni.
Verðlækkun á tækjum
tilbíla viðgerða
í KJÖLFAR tollabreytinganna
um áramót voru tollar og vöru-
gjöld af tækjum og búnaði fyrir
bifreiðaverkstæði almennt felld
niður en þessi gjöld voru áður í
kringum 70%. Þessi niðurfelling
hafði í för með sér verðlækkun
á bilinu 30-40% sem leitt hefur
Of) SAMVINNA GERIR
GÆFUMUNINN
Ef þú þarft aö vinna mikið viö Ijósritun bygg-
ist árangurinn ágóöri samvinnuviö Ijósritunarvélina
þína. Ernokkuösem þreytirþigmeirentföar bilanir
og löng biö eftir viögeröarmanni? Meö Nashua
Ijósritunarvélerþessum áhyggjum af þér létt. Lág
bilanatíðni Nashua og fljótog örugg viögeröar-
þjónusta Optima gerir gæfumuninn.
a
VERÐLÆKKUN!
SuöurlandsbrautlO — Simi 84900
til aukinnar eftirspurnar eftir
búnaði fyrir bifreiðaverkstæði.
Samkvæmt upplýsingum Jónasar
Þórs Steinarssonar, framkvæmda-
stjóra Bílgreinasambandsins, má
nefna sem dæmi að tiltekin gerð
af réttingabekkjum kostaði áður um
1.000.000 kr. en kostar nú um
700.000 kr. Verð á hemlaprófunar-
tæki lækkaði úr 900.000 kr. í
700.000 kr. Þá lækkaði verð á einni
gerð af stillitölvum úr 600.000 kr.
í 490.000 kr.
Jónas taldi að þessar breytingar
hefðu mikla hagræðingu í för með
sér fyrir bifreiðaverkstæði auk þess
sem þau hefðu aukna þörf fyrir
tækjabúnað vegna flóknari viðgerð-
arverkefna í framtíðinni. Sagði
hann að þegar hefði orðið vart auk-
ins áhuga á ýmsum tækjum og hjá
einum umboðsaðila hafí sala á rétt-
ingabekkjum verið jafnmikil það
sem af væri árinu og frá því inn-
flutningur á þeim hófst fyrir 7
árum.