Morgunblaðið - 18.02.1988, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ, VDDSKIPn/AIVINNULÍF FIMMTUDAGUR 18. FEBRÚAR 1988
B 5
P&Ó — Pétur Halldórsson
frá P&Ó sést hér með Gjallar-
homið fyrir óvenjulegustu aug-
lýsinguna sem Vilhjálmur Egils-
son hjá Verslunarráði afhenti
honum en P&Ó fékk einnig verð-
laun fyrir athyglisverðasta
dreifíritið.
gátu séð um hvað valið stóð — nema
auðvitað útvarpsauglýsingunum
sem í þess stað dundu í kraftmiklu
hátalarakerfí Broadway. Hið eina
sem á vantaði var að verðlaunaha-
famir táruðust í pontu um leið og
þeir þökkuðu vinum og vandamönn-
um, samstarfsmönnum og öðrum
þvílíkum. Það kemur kannski næst
— og óneitanlega var auglýsinga-
hátíðin nú með ólíkt fagmannlegri
blæ heldur en í fyrra - sem var
reyndar hin fyrsta sinnar tegundar.
Jón Sigurðsson, viðskiptaráð-
herra, var heiðurgestur hátíðarinn-
ar og hann notaði tækifærið f ávarpi
sínu til hátíðarinnar til að líkja aug-
lýsingum við kynlífíð og vitnaði
máli sínu tii stuðnings í Marx —
reyndar Groucho Marx. Þessi Marx-
bróðir var spurður að því af blaða-
manni hvað honum þætti um kynlíf-
ið og samkvæmt viðskiptaráðherra
svaraði Marx: „I think it’s here to
stay“.
Undir þetta má taka. Miðað við
stemminguna og spennuna sem ríki
á Broadway sl. föstudagskvöld, þá
er auglýsingahátíð ímarks áreiðan-
lega komin til að vera.
BVS
Nýtt
„Símaskrá “
YRKIR hefur nú sett á markað
hér á landi litla vasatölvu á stærð
við krítarkort sem ætla má að
ýmsum þyki nýstárleg, þvi að hún
er f senn lítil vasareiknivél og eins
konar rafeindaminnisbók — fyrir
mannanöfn, símanúmer og stutt
minnisatriði fyrir eigandann.
Framleiðandinn er Intemational
Telesis.
Tækið kallast á íslensku „Símaskrá-
in“ og minnið er alls 2 k eða 2024
einingar. Það getur þvi geymt allt
upp í 150 nöfn og númer. Fast innra
minni þess tekur á móti upplýsingum
í stafrófs- eða töluröð. Forrit tölv-
unnar tekur á móti og geymir upplýs-
ingar, raðar þeim upp í hvaða röð
sem þær kunna að berast og kallar
þær síðan fram eftir stafrænni að-
ferð í hvert skipti. Lengd upplýsinga
takmarkast aðeins af heildarminn-
inu.
Algengast er að „Símaskráin" sé_
notuð til að geyma nöfn og símanúm-
er. Efri línan á skjá tölvunnar tekur
bæði við bókstöfum og tölum en sú
neðri einungis við tölum. í efri línuna
má því rita inn nöfn, heimilisföng,
minnisatriði og þess háttar en í þá
neðri símanúmer, númer á banka-
bókum og fleira í þeim dúr.
Nákvæmur leiðarvísir á íslensku
fylgir tölvunni en söluaðilar hér á
landi eru Radíóbúðin, Tónborg í
Kópavogi og Bókabúð Böðvars í
Hafnarfirði.
Hugbúnaður
Rafreiknir setur
PlanPerfectá markað
RAFREIKNIR hf., umboðsaðili
WordPerfect Corp. á íslandi, er
þessa dagana að setja á markað
nýtt reikniforrit á íslensku, Plan-
Perfect töflureikninn. Nýja for-
ritið er systurforrit WordPerfect
ritvinnsluforritsins og á að henta
til alhliða útreikninga og gagna-
vinnslu.
Forritinu fylgir 500 bls. handbók
sem einnig er á íslensku. í hand-
bókinni og á sérstökum dæmadiskl-
ingi eru mörg dæmi sem unnt er
að nota sem grunn að nýjum reikni-
líkönum. Að sögn Lúðvíks Friðriks-
sonar hjá Rafreikni er nýja forritið
með fullkomnustu töflureiknum á
markaðinum um þessar mundir og
eitt viðamesta forrit sem þýtt hefur
verið á íslensku til þessa. Hann
segir PlanPerfect njóta miklilla vin-
sælda í Bandaríkjunum, sérstaklega
þeim er nota WordPerfect ritvinnsl-
una enda fjöldi skipana hinn sami
í báðum forritunum. Hann segir
einnig PlanPerfect vinsælasta töflu-
reikninn í Noregi og í mikilli út-
breiðslu í öðrum Evrópulöndum.
Meðal möguleika PlanPerfect
nefnir Lúðvík allar algengár reikn-
iaðgerðir, þám. yfír 80 reikniföll,
öflugar gagnasafnsaðgerðir,, gröf,
forritunarmöguleika og síðast en
ekki síst hafí PlanPerfect sömu út-
prentunarmöguleika og Word-
Perfect. Hægt er að flytja gögn úr
Námskeið
ýmsum öðrum forritum, svo sem
deBase, Lotus 1-2-3, Multiplani ofl.
og þar sem PlanPerfect er algjör-
lega samhæft WordPerfect er auð-
,velt að flytja gögn þar á milli.
Lúðvík segir unnt að nota töflu-
reika við útreikninga á einföldustu
dæmum upp í hin flóknustu en
auðveldast sé að byija á einföldu
dæmi og bæta síðan smám saman
við. Töflureiknir skapi umhverfí þar
sem notandinn býr til sitt eigið for-
rit. Vilji notandinn breyta einhveiju
sé það auðvelt og einfalda samlagn-
ingu sé unnt að þróa á stuttum tíma
upp í fullkomið reiknilíkan með
valmyndum og skýringum. Sem
dæmi um notkun PlanPerfect nefíi-
ir Lúðvík flárfestingafyrirtæki sem
notar forritið við úrtreikninga á öll-
um lánum sínum, smásöluverslanir
noti það við ýmis konar gagna-
vinnslu og útreikninga og verka-
lýðsfélög reikni með því út launa-
taxta og vísitölubreytingar.
„Við hjá Rafreikni bindum miklar
vonir við PlanPerfect en þetta er
aðeins áfangi í áframhaldandi þró-
un núverandi og nýrra forrita," seg-
ir Lúðvík. Á næstunni er að vænta
frá Rafreikni nýrrar útgáfu af
WordPerfect ritvinnslunni (útgáfa
4.2) fyrir einmenningstölvur. Um
leið verður WordPerfect einnig fá-
anlegt á Digital VAX-tölvur og í
þróun er PlanPerfect fyrir þær tölv-
ur.
26 fyrírtæki afla þekking
ará sviði vöruþróunar
Vöniþróunarátak Iðntæknistofn-
unar íslands stóð fyrir námskeiði í
nýsköpun dagana 31. janúar til 2.
febrúar á Hótel Borgamesi. Þátt-
takendur voru forsvarsmenn þeirra
fyrirtækja sem eru með í vöruþró-
unarátakinu. 32 þátttakendur frá
26 fyrirtækjum sóttu námskeiðið.
Markmið námskeiðsins var að
kynna þátttakendum vöruþróunar-
ferilinn, frá því að hugmynd fæðist
þar til markaðssetningu er náð.
Lögð var áhersla á greiningarað-
ferðir við almenna stefnumótun,
hugmyndaöflun og val hugmynda.
Námskeiðið byggðist á fyrirlestrum
og ýmsum verkefnum sem þátttak-
endur leystu. Jafnframt var Davíð
Sch. Thorsteinsson framkvæmda-
stjóri Sn\jörlíkis og Sólar hf. feng-
inn til að lýsa reynslu sinni við vöru-
þróun og var gerður góður rómur
að innleggi hans til námskeiðsins,
að því er fram kemur í frétt frá
Iðntæknistofnun.
Fyrirtækin sem eru þátttakendur
í átakinu eru nú öll komin af stað
með sín vöruþróunarverkefni, sem
flest munu standa yfir næstu tvö
árin.
Iðnlánasjóður hefur samþykkt
allar umsóknir þátttakenda um
áhættulán og þar með skapað
grundvöll til þróttmikils starfs. En
Iðnlánasjóðurinn stendur auk þess
undir kostnaði við stjóm átaksins.
rHIXMRÍT]
Kaupum og seljum hlutabréf
_________ staðgreiðslu
Hlutafélag Kaupgcngi* Sölugengi* Jöfnun ’87
Aimennar tryggingar hf. 1,24 1,30 20,0%
Eimskipafélag íslands hf. 3,81 4,00 50,0%
Flugleiðir hf. 2,60 2,73 200,0%
Hampiðjan hf. 1,32 1,38 50,0%
Iðnaðarbankinn hf. 1,48 1,55 11,2%
Verslunarbankinn hf. 1,31 1,36 15,2%
Útgerðarfélag Akureyringa hf. 1,65 1,74 100,0%
Skagstrendingur hf. 1,80 1,89 100,0%
Tollvörugeymslan hf. i,ið 1,16 30%
Ásldlinn er réttur til að
talunarka þá fjárhæð
sem keypt er fyrir.
* Margfeldisstuðoll á
nafnverði að lokinni
ákvörðun um útgáfu
jöfnunarhlutabréfa.
Hlutabréfamarkaðurinn hf.
Skólavördustíg 12, 3.h. Reykjavík. Sími 21677
Innheimta
vanskilaskulda erlendis
Bjóðum milligöngu við innheimtu vanskilaskulda erlendis.
Útvegum credit upplýsingar frá flestum löndum.
Frekari upplýsingar veitir Katrín Guðjónsdóttir.
Lögmenn, Borgartúni 33,
sími 91-29888.
Telex 2369, lcelex.
:shannon:
:datastor:
Allt á sínum staö
Ef einhver sérstök vörziuvandamál þarf aö leysa biðjum viö
víðkomandi góöfúslega aö hafa samband viö okkur sem
aHra fyrst og munum viö fúslega sýna fram á hvernig
SHWHWOH skjalaskápur hefur ,,allt á sínum staö".
Útsölustaðir:
Reyk|*vík; Ólalur Glslason & Co. h/f. Mál og mennlng, Slðumúla 7-9. Kópavogun Glsli J.
Johnsen. Keflevík; Bókabúð Keflavlkur. Akranes; Bókaverslun Andresar Nlelssonar h/f.
Isafjörðun Bókaverslun Jónasar Tómassonar. Akureyrl; Bókval, bóka - og ritfangaverslun
Húsavik; Bókaverslun Þórarlns Stetánssonar. Esklfjörðun Ellas Guónason. verslun.
Egllsstaðir; Ðókabúðin Hlóóum.
ÖIAFIIR ©ISIASOW & CO. Hí.
SUNDABORG 22 104 REYKJAVÍK SÍMI 84800
VÖRUSÝNINGAR '88
1. ISPO - Munchen - 25.-28. febrúar.
Alþjóðleg sýning á íþróttavörum og fatnaði.
2. STADINDEX - London - 5.-9. mars.
Ritfangasýning.
3. AREA PELLE MODA - Mllano - 4.-8. mars.
ítölsk sýning á leðurvörum og skófatnaði.
4. GLASSEX - Birmlngham - 6.-9. mars.
Glertæknisýning.
5. EXPO SHOP - Blrmingham - 6.-9. mars.
Innréttingar o.fl. fyrir verslanir.
6. INT. HARDVARE FAIR - Köln - 6.-9. mars.
Alþjóðleg járnvörusýning, verkfœri o.fl.
7. SJÖEN FOR ALLE - Oslo - 11.-20. mars
Alþjóðleg báta- og bátavélasýning.
8. CHILDREN AND YOUNG - Köln - 18.-20. mars.
Alþjóðleg sýning á vörum og fatnaði fyrir böm og unglinga.
Brottför 17. mars.
9. MODE-WOCHE - Munchen - 27.-30. mars.
Alþjóðleg sýning á tískufatnaði.
10. NOR-PLAST - Oslo - 11.-14. apríl.
Sýning á plastiðnaði.
Við höfum skipulagt ferðir á sýningarfram eftiröllu ári. Framan-
greindar sýningar eru aðeins sýnishorn. Hafið samband við
okkur eins fljótt og auðið er, ef einhverjar sýningar freista
ykkar. Við munum skipuleggja ferð fyrir ykkur á sýningar á
Norðurlöndum, Þýskalandi, Bretlandi, Frakklandi, Italíu,
Bandaríkjunum og Asíu. Hringdu til okkar og fáðu bæklinginn
sendan í pósti.
BFERÐA.. Ce+rtxcd
MIÐSTOÐIIM Tcerne
AOALSTRÆTI 9 - REYKJAVlK ■ S. 2 81 33