Morgunblaðið - 18.02.1988, Blaðsíða 6
6 B
MORGUNBLAÐIÐ, VDDSHPn/JaVINNULÍr FIMMTUDAGUR 18. FEBRÚAR 1988
Hótelrekstur
Kaldur veruleikinn tekur
viðafbjörtum draumsýnum
GÍFURLEGIK fjárhagserfiðleikar eru nú sagðir steðja að tveimur
nýjustu hótelunum, það er Hótel Örk og Holiday Inn. Skuldir Helga
Þórs Jónssonar, aðaleiganda Hótel Arkar, eru sagðar nærri 400
miiy. kr., enda þótt það sé ekki staðfest. Það er því ekki að ófyrir-
synju, að fram hafa komið miklar efasemdir af hálfu Byggðastofnun-
ar um endurgreiðslugetu á nýju láni tíl hans. Skuldirnar eru jafn-
vel taldar það miklar, að 100% nýting á gistingu í Hótel Örk allt
árið myndi ekki duga til að standa undir því sem þarf, það er rekstr-
arkostnaði auk afborgana lána og vaxtagreiðslna.
Guðbjörn Guðjónsson, aðal hluthafinn i samnefndu fyrirtæki, sem
er eigandi Holiday Inn, hefur griþið til þess ráðs að selja hlutabréf
fyrir allt að 150 millj. kr. ÖUu þessu fé á að verja til greiðslu skulda
og til greiðslu á framkvæmdum við þann hluta hótelbyggingarinn-
ar, sem enn er ólokið. Óvíst er hvort þetta verði Guðbirni til bjarg-
ar. Heyrzt hefur, þótt ekki hafi það fengizt staðfest, að skuldir
hótels hans séu ekki undir 400 millj. kr. eða svipaðar og hjá Helga
Þór Jónssyni. Víst er, að skuldimar em miklar, enda þótt vel geti
verið, að enn meiri eignir komi á móti.
Hvemig stendur þá á því, að
svona er komið fyrir rekstri þessara
hótela, sem vissulega eru bæði mjög
glæsileg og virðast geta uppfyllt
ítrustu kröfur um alla þjónustu á
ofanverðri 20. öld? Skýringa er
þörf, því að fyrir aðeins tveimur
árum var það áberandi í opinberri
umræðu, hve mikil framtíð væri í
ferðaþjónustu hér á landi og að
þörf væri á fleiri hótelum til að
efla hana.
Það er eins og þessi umræða
hafí orðið til að kynda undir bjart-
sýni og ýta undir stórauknar hótel-
framkvæmdir. Nýbyggingunni að
Hótel Sögu var þá reyndar rétt að
ljúka, en hún fól í sér stækkun
hótelrýmis þar um rúm 100% eða
úr 106 herbergjum í 219. Þá voru
einnig uppi áform um að stækka
Hótel Esju um meira en helming
eða úr rúml. 130 herbergjum í nær
300 herbergja hótel. Á vegum Eim-
skipafélagsins komu hingað til
lands sérfræðingar frá erlendu ráð-
gjafafyrirtæki, sem sérhæfir sig í
arðsemisútreikningum á hótelum
og öðrum ferðamannastöðum.
Markmiðið hjá þeim var að kanna,
hvort Eimskip gæti komið hér upp
hóteli m. a. handa kaupsýslumönn-
um, en það hafði í og með einnig
verið tilgangurinn með stækkun
Hótel Sögu að koma til móts við
kröfur þessara manna. Þeir ferðast
mikið, þurfa að hafa góða vinnuað-
stöðu og líta á það sem sjálfsögð
starfsréttindi að búa vel á meðan.
Um svipað leyti var Helgi Þór
Jónsson að hefla starfsemi Hótel
Arkar, sem raunar mun hafa verið
hugsað sem heilsuhótel frá upp-
hafí. Þá var Guðbjöm Guðjónsson
byijaður á samningum við erlenda
aðila, sem lauk með því að hann
keypti leyfí frá hótelhringnum
Holiday Inn í Bandaríkjunum til
þess að byggja hótel í samræmi við
þeirra fyrirmyndir og kröfur og
keypti sig þá um leið inn á þeirra
bókunarkerfi. Ýmsir fleiri voru
þá líka með áætlanir á pijónunum
um ný hótel. Jón Ragnarsson, sem
rekur Þórscafe, var þá búinn að fá
lóð í nýja miðbænum undir hótel,
sem átti að heita Hótel Reykjavík
og loks kom Ólafur Laufdal til með
Hótel ísland.
Eftir að ákveðið var að stækka
Hótel Sögu, voru það þannig þrír
aðilar, sem létu til skarar skríða
og reistu nýjar stórar hótelbygging-
ar á Reykjavíkursvæðinu, ef Hótel
Örk er þar með talin. Framboðið á
hótelrými á Reykjavíkursvæðinu
jókst að sjálfsögðu mjög með þessu.
Árið 1986 voru gistiherbergi á
þessu svæði 819 á árshótelum, það
er hótelum, sem starfa allt árið. Á
síðasta ári bættust við 113 herbergi
á Hótel Sögu og 100 herbergi á
Holyday Inn. Þetta er um 25%
aukning á einu ári. Þessi aukning
verður enn meiri, er Hótel ísland
verður tekið í notkun á næsta ári.
Ekki er vitað til þess, að neinar
teljandi markaðsathuganir hafí átt
sér stað fyrirfram fyrir Hótel Örk,
þannig að þar var rennt býsna blint
í sjóinn varðandi rekstrarforsendur.
Guðbjöm Gujónsson í Holiday Inn
mun hafa vonazt eftir talsverðri
aðsókn frá Holiday Inn hringnum
í Bandaríkjunum, en það _ hefur
brugðizt að langmestu leyti. Ástæð-
an er sú, að í Bandaríkjunum bygg-
ist þetta kerfí á því að þar er þetta
þétt hótelnet fyrir fólk, sem ferðast
milli hótela, sem ekki er of langt í
milli. í Vestur- Evrópu aftur á
móti hafa það einkum verið ný ráð-
stefnu- og fundahótel, sem tengzt
hafa Holiday Inn hringnum í
Bandaríkjunum í von um aðsókn
þaðan, enda eftir nokkru að slægj-
ast, þar sem þetta er stærsta hót-
elkeðja í heimi.
Hótelbyggingu Flugleiða
frestað
Það hefur ekki verið kunngert,
hver niðurstaðan var hjá ráðgjafa-
fyrirtæki því, sem Eimskip leitaði
til. Vitað er þó, að þar er hótel-
hugmyndin til alvarlegrar athugun-
ar enn, enda þótt ákvörðun hafí
ekki verið tekin. í desember sl. var
það hins vegar ákveðið á stjómar-
fundi í Flugleiðum að fresta stækk-
uninni á Hótel Esju, en við stjómar-
borðið þar sitja einmitt sumir þeirra
sömu manna og eiga sæti í stjóm
Eimskips. Álitið var, að brýnni
verkefni lægju fyrir hjá Flugleiðum
en að fara út í frekari hótelbygging-
ar.
Þá var það komið í ljós, hvar
Hótel Örk og Holiday Inn stóðu.
Ekki er hins vegar unnt að segja,
að Hótel Saga eigi í erfíðleikum.
Þar hefur orðið veruleg aukning,
en samt ekki enn tekizt að ná þeirri
hlutfallsnýtingu, sem Hótel Saga
hafði áður. Skýringin kann þó vel
að vera sú, að þegar herbergjafram-
boð eykzt skyndilega mjög mikið
hjá einu hóteli, þá taki það nokkum
tíma að ná sömu nýtingu aftur,
hafí hún verið góð fyrir breyting-
una. Nú er ákaft unnið að því hjá
Hótel Sögu að komast inn í sölunet
erlendis, sem selja hingað fyrir-
tækjafundi, verðlaunaferðir o. fl.
Enda þótt talsverð aukning hafí
orðið á ferðamönnum á síðustu
árum, þá er þessi aukning vel að
merkja fyrst og fremst á þeim
árstíma, sem mest er ásetinn fyrir,
það er á sumrin þannig að það
hafa ef til vill verið hótelin utan
Reykjavíkur, sem einkum hafa no-
tið góðs af þessarí aukningu.
Ferðamönnum hefur líka fjölgað
að vetri til, en sú aukning hefur
m. a. byggzt á ódýrum sértilboðum
Flugleiða, sem reynt hafa að fá
farþega í tómu sætin t. d. í janúar
og gefa þá nánast gistinguna. Þess-
ar ferðir hafa stundum verið kallað-
ar - „lopaferðir", þar sem þær eru
miðaðar við fólk, sem hingað vill
koma til að kaupa íslenzkar ullar-
vörur. Þessar ferðir fengust fyrir
299 dollara í fyrra með gistingu
og mat (Innan við 12.000 ísl. kr.).
Aukning ferðamannastraumsins
er ennfremur hæpinn mælikvarði
fyrir hótelreksturinn í landinu.
Þessi aukning - að meðaltali um
14% á ári undanfarin þijú ár - er
mæld I fjölda ferðamanna. Hún er
ekki mæld í því, hvað ferðamennim-
ir skilja eftir sig í tekjur fyrir ferða-
þjónustuna t. d. með fjölda gistin-
átta.
Það er þó þessi aukning ferða-
manna, sem nýju hótelin eru að
gera út á og það af gífurlegri bjart-
sýni. Svo kemur það í ljós, þegar á
að fara að selja svokallaðar blokkir
til stórra erlendra ferðaskrifstofa
með reglulegar ferðir til íslands,
að aukningin hjá þeim er ekki nema
í meðallagi, en framboð á hótelrými
hér hefur stóraukizt, þannig að nú
standa menn frammi fyrir því
vandamáli að þurfa að fylla hótelin.
Ört harðnandi samkeppni
Þá em eðlileg markaðsviðbrögð
þau áð lækka verðið til þess að
tryggja sér einhveija gistingu.
Holiday Inn mun m. a. hafa gripið
til þessa ráðs til þess að ná við-
skiptavinum frá Hótel Sögu. Þetta
þýðir að mikil og harðnandi sani-
keppni er nú hafín innbyrðis milli
hóteianna um gestina. Þessi barátta
stafar að sjálfsögðu af því, að mark-
aðurinn hér er of lítill og hann er
of smár, þrátt fyrir það að sú stór-
fellda hótelaukning, sem til stóð,
hefur ekki komizt í framkvæmd.
Þar er átt við Hótel ísland, stækkun
Hótel Esju, hótel Eimskipafélagsins
og svo önnur smærri hótel, sem
áform vom uppi um. Þannig mun
það hafa verið ætlun þeirra, sem
keyptu gamla verzlunarskólahúsið,
að breyta því í hótel, þar sem væm
eingöngu litlar íbúðir. Gistiheimil-
um á höfuðborgarsvæðinu hefur
hins vegar fjölgað og gisting í
heimahúsum hefur einnig aukizt.
Fjárfestingin í hótelum er það
mikil, að það þarf talsvert mikla
nýtingu til þess að borga hana.
Hótelbyggingar em af þessum sök-
um langtíma fyrirtæki og óvíða á
færi einstaklinga að ráðast í þau.
Erlendis er þróunin sú, að hótelin
spretta upp sem hluti af keðju með
mjög öflugri sameiginlegri mark-
aðssetningu í þeim tilgangi að ná
til viðskjptavinanna. Einstaklings-
hótelin em hins vegar gjaman lítil
og miðast þá oft við það, að ein
og sama fjölskyldan starfræki þau.
Það fyrirkomulag þekkist t. d. enn
víða í Evrópu, þar sem það á sér
langa hefð.
Eðlilegasta leiðin hér á landi
hefði samkvæmt þessu átt að verða
sú, að byggð væm stór hótel út frá
þeim aðilum, sem fyrir vom, t. d.
eins og þegar er orðið með stækkun
Hótel Sögu eða að Flugleiðir stækk-
uðu Hótel Esju eða að Eimskip, sem
stór hluthafi í Flugleiðum, byggði
stórt hótel.
Einstaklingar, sem byggja stór
hótel, hljóta að setja alla fjármuni
sína í bygginguna sjálfa og búnað
hennar, en standa síðan höllum
fæti strax í byijun í markaðssetn-
ingunni, sem verður æ dýrari. Slíkir
aðilar ráða illa við það að leggja
kannski mörg hundmð þúsund kr.
á mánuði í það að auglýsa sig og
afla sér markaða, en það er kostn-
aður, sem oft byijar ekki að skila
sér til baka fyrr en eftir 2-3 ár.
Sá orðrómur hefur verið á kreiki,
að tvísýnt sé um rekstur bæði
Holiday Inn og Hótel Örk í núver-
andi mynd. Ljóst er, að þessi hótel
hverfa ekki, því að engin tekur þau
með sér burt. Þau verða því rekin
áfram sem hótel. Því hefur stundum
verið haldið fram f hálfkæringi, að
hótel þyrftu að byija á því að fara
þrisvar sinnum á hausinn. Þá væri
búið að afskrifa það mikið af fjár-
magninu, sem í þau hefði farið, að
kominn væri rekstrargmndvöllur
fyrir þau.
Þeir sem tæpt standa í þessum
rekstri, horfa að sjálfsögðu von-
björtum augum til sumarsins í þeirri
trú, að áframhaldandi aukning er-
lendra ferðamanna eigi eftir að
bjarga öllu. Miðað við þá verð-
breytingu, sem orðið hefur, er samt
hæpið að búast við mikilli Ijölgun
ferðamanna. íslandsferðir hafa
hækkað mikið í verði frá í fyrra
vegna verðbólgunnar hér innan-
lands samtfmis því, sem gengi á
erlendum myntum hefur breytzt
aðeins óvemlega til hækkunar.
Bandaríkjadollar, mikilvægasti er-
lendi gjaldmiðillinn, hefur jafnvel
lækkað gagnvart krónunni síðan í
fyrra.
Salan á Islandsferðum er nú í
fullum gangi erlendis. Viðbrögð þar
að svo komnu em ýmist á þá lund,
að salan lofí góðu eða enn sé of
snemmt að spá nokkm um þær.
Miklar sumarpantanir hjá hótelun-
um segja ekki heldur nema hálfa
sögu. Nú gerist það á hveiju ári,
að það koma nýir ferðaaðilar til