Morgunblaðið - 18.02.1988, Side 10

Morgunblaðið - 18.02.1988, Side 10
10 B MORGUNBLAÐIÐ, VIÐSKQTI/AIVINNULÍF FIMMTUDAGUR 18. FEBRÚAR 1988 V erðbréf amarkaðuri Eykiir ójöfnuð oghólfim á íjármagnsnmrkaði - segir Gunnar Helgi Hálfdánarson og deilir hart á ýmsar hugmyndir í væntanlegri löggjöf um fjármagnsmarkaðinn ÞAÐ fór eins og vænta mátti að löggjöf sú sem Jón Sigurðsson, við- skiptaráðherra, er nú að láta vinna nm starfsemi á fjármagnsmark- aði, mælist misjafnalega fyrir hjá aðilum á þessum markaði sem lög- in eiga að ná til. Menn amast í sjálfu sér ekki við því að þessari starf- semi sé sett einhver rammalöggjöf með neytendavemd og bætta hag- stjóm að leiðarljósi en ýmsir efnisþættir væntanlegs frumvarps, sem Jón Sigurðsson viðraði í viðtali hér í viðskiptablaði fyrir viku, em forsvarsmönnum nýju fjármálafyrirtækjanna Iftt að skapi. Það má greinilega heyra á Gunnari Helga Hálfdánarsyni, framkvæmdastjóra Fjárfestingafélags íslands, en það fyrirtæki má á ýmsan hátt telja brautryðjanda á nokkrum þeim sviðum fjármálastarfsemi sem nýju lögin eiga að taka til. Gunnar sakar viðskiptaráðherra um að táka gagnrýnslaust undir sjónarmið gamla kerfisins. og vilja á þann hátt auka miðstýringuna á þeim hluta Qármagnsmarkaðarins, sem vaxið hafi hvað hraðast undanfarin misseri — og heldur því fram að „gamla kerfið". eins og hann kallar það eigi erfitt með að skilja þróunina, hvað þá að taka þátt í henni. „Vaxtabroddurinn í íslensku at- vinnulífi í framtíðinni er af mörgum talinn verða mestur í ýmiss konar þónustustarfsemi og þá ekki hvað síst í fjármálaþjónustu af margs konar tagi“, segir Gunnar Helgi í upphafi viðtalsins. „Þetta mun ger- ast á sama tíma og helstu undir- . stöðuatvinnuvegimir, eins og sjávar- útvegur, landbúnaður, bygginga- riðnaður og innflutningsstarfsemi eru nánast mettaðir og hafa náð þeim vexti sem fyrirsjáanlegur er í náinni framtfð. Stjómvöld hafa ítek- að f þvf sambandi að þau vilji stuðla að framfömm á fjármagnsmarkaði, meðal annars á þann hátt að heim- ila erlendum aðilum að starfa í aukn- um mæli hér á iandi og eins með því að heimila íslendingum að §ár- festa erlendis. Ég fullyrði hins vegar að sú viðsýni sem gætti í viðskipta- ráðherratíð Matthíasar Á Mathiesen virðist því nú miður vera á undan- haldi og kann fjármagnsmarkaður- inn þvf nú að standa á tímamótum. 4 Frumvarpsdrög í skötulíki Það er auðvitað fullkomnlega eðli- legt að sett sé einhver rammalöggjöf um starfsemina til að tryggja áfram- haldandi framfarir á flármagns- markaði, svo sem um skyldur,, menntun og siefnumótun þeirra að- iia sem starfa á þessum markaði með það fyrir augum að efla neyt- endavemd og bæta hagtölugerð. Þau frumvarpsdrög sem em hér á ferðinni em á hinn bóginn öli í skö- tulfld — einhveijir molar sem falla til vegna þrýstings og rekja má tit sjónarmiða gamla kerfisins, en nauð- synlega heildaryfirsýn vantar. Það , em svo þessir molar sem em látnir ráða ferðinrii." Gunnar segir að á sama tíma sé þeim aðilum er mótað hafa og starfa á þessum nýja en margslungna og viðkvæma íjármagnsmarkaði haidið markvisst utan við þann undirbúning sem nú fer fram vegna þessarar lagasetningar, þrátt fyrir ítrekaðar óskir um að fá að vera þar meðal þátttakenda. „Það veldur einnig sér- stökum vonbrigðum hversu gagn- rýnislaus viðskiptaráðherra virðist vera í þessu efni og túlkar stíft sjón- armið gamla kerfisins og ég fæ ekki séð á því sem ráðherra hefur látið hafa eftir sér að hann hafi gert nægjanlega tilraun tii að kynna sér hliðstæða starfsemi erlendis og nút- ímalega lagasetningu um hana. Mér sýnist því fyrir vikið Sem hætta sé á að ráðherra gæti þess vegna stuðl- að að afturför á þróun fjármagns- markaðar, þrátt fyrir yfírlýsta stefnu rikisstjómar um hið gagnstæða. “ „Ráðherra talar mikið um það í viðtalinu við hann í síðasta viðskipta- blaði að hann vilji jafna aðstöðuna og draga úr hólfun á fjármagns- markaðinum þegar hann er í reynd- að auka ójöfnuð og hólfun á þeim markaði með þeim tillögum sem hann er kominn fram með og hyggst gera að lögum,“ segir Gunnar Helgi ennfremur. Hann er beðinn um að rökstyðja þetta frekar: „Jú, þessi jrfirlýsing ráðherrans er ágætt dæmi um það hversu bless- að iýðræðið er túlkað misjafnlega í heiminum. Hjá herrunum sem ráða ríkjum fyrir austan jámtjald þýðir lýðræðið að sumir skuli vera jafnari en aðrir og ég fæ ekki betur séð en það sé þetta sem er að gerast hér. Verðbréfasjóðunum mismunað Og ég skal rökstyðja þetta nánar en það verður hins vegar best gert með þvi að að víkja að einstökum •hugmyndum ráðherra. Hann er með hugmyndir um eiginfjárhlutfall verð- bréfasjóða. Það er eðlileg krafa hvað varðar verðbréfamiðlaranna en það er á misskilningi byggt að tala um stofiifé og eiginflárhlutfall hvað sjálfa verðbréfasjóðina varðar, því að þar eru framlög sjóðfélaga í reynd eigið fé þeirra. Eiginfjárhlutfall sjóð- anna er því 100% og þeim er einung- is greiddur arður eða öllu heldur vextir í samræmi við afkomu sjóð- anna, líkt og gert er með annað eig- ið fé. Með kröfu um eiginfjárhlut- fall á þessa sjóði fæ ég því ekki betur séð en annað hvort sé hér um hreinan misskilning að ræða eða markvisst sé verið að takmarka og rífa niður þessa starfsemi. í öðru lagi — og það lýsir e.t.v. ójöfnuðinum enn betur — hafa sum- ar innlánsstofnanir sifellt verið að klifa á þvi og reynt að koma inn hjá ráðherra að verðbréfasjóðimir njóti einhverra sérréttinda á markaðinum á kostnað innlánsstofnana og þess vegna beri að setja samskonar kvað- ir á verðbréfasjóðina og inniáns- stofiiunum er gert að sæta. Þetta Gunnar Helgi Hálfdánarson, framkvæmdastjóri Fjárfesting- arfélagsins. er auðvitað mjög klókt hjá innláns- stofnununum að freista þess að draga úr ávöxtun og aðdráttarafli verðbréfasjóðanna með þessum hætti á sama tíma og þær hafa fullt frelsi í rekstri veðdeilda sinna. En sannleikurinn er bara sá að sérrétt- indin eru öll innlánsstofnananna megin, því að þær mega nefnilega gera allt það sem verðbréfasjóðimir em að fást við. Til dæmis mega þær stofna hlutafélög og annast sams- konar rekstur og verðbréfasjóðimir en þessa heimild hafa þær ekki nýtt sér, einfaldlega vegna þess hversu staðnaðar sumar þeirra em og dýrar í rekstri. Forsvarsmenn þeirra nefna hins vegar ekki þau forrréttindi sem þessar stofnanir búa við. Þær hafa til að mynda einkarétt á því að taka við innlánum, þær hafa aðgang að sjóðum Seðlabankans og tveir ban- kanna em reknir með ríkisábyrgð. Að auki er oftast búið þannig um hnútana að innlánsstofnununum er einum gert kleift að annast af- greiðslu fyrir fjárfestingalánasjóðina og þeir einir mega stofna ijárfesting- alánareikninga í atvinnurekstri til skattafrádráttar. Staðreyndin er hins vegar sú að aðalsamkeppnisvörur verðbréfasjóð- anna em ekki innlánsreikningar heldur em það fyrst og fremst ýmiss önnur verðbréf eða spamaðarleiðir til lengri tíma, svo sem bankabréfin svonefndu sem veðdeildir bankanna gefa út en em ekki háð bindiskyldu. Með tilkomu þessarar löggjafar sem viðskiptaráðherra boðar myndu því þessi bréf, bankabréfin, njóta betri samkeppnisstöðu og þar með er ver- ið að skapa ójöfiiuð gagnvart þeim bréfum sem verðbréfasjóðimir gefa út og selja. í þessum samhengi verð ég að nefna að ráðherra tekur upp kerfis- sjónarmiðin gagnrýnislaust, að því er virðist og talar um gríðarlegan vöxt verðbréfasjóðanna meðan innl- ánsstofnanir hafi vaxið lítið. Þá yfir- sést honum að taka með í reikning- inn þessa starfsemi bankanna sem em bankabréfin en vöxturinn í þeim var á síðasta ári 248% á sama tíma og verðbréfasjóðimir uxu um tæp 200%, eins og kemur fram á með- fylgjandi mynd ( sjá forsíðu) og þótt þar sé um einhverja tvítalningu að ræða, skekkir það ekki samanburð- inn. Á hinni myndinnj sést aftur á móti að kaupendur verðbréfa hafa nú um ýmsar leiðir að velja til að ávaxta peninga í slíkum bréfum. Með því að setja takmarkanir á eina þessara leiða er þannig verið að skapa enn meiri ójöfnuð, verðbréfa- sjóðunum í óhag og auka þar með á hólfunina á markaðinum. I þessum sambandi er einnig vert að vekja sérstaka athygli á því í ljósi hug- mynda um heimildir til íslenskra flárfesta að kaupa erlend verðbréf, m.a. af erlendum verðbréfasjóðum, að þar með munu slíkir sjóðir standa betur að vígi á markaðinum en þeir innlendu, enda eru verðbréfasjóðir hvergi meðal siðmenntaðra þjóða látnir sæta bindiskyldu líkt og verið er að ræða um að gera hér. Ráð- herra reynir að vísu að afsala sér ábyrgðinni af þessu með því að segja að Seðlabankinn verði fenginn til að meta þetta í hverju einstöku til- felli, en við erum hraeddir um að það jafngildi því að bindiskylda verði sett á. Ráðherra kemst ekkert undan þeirri ábyrgð og því að hafa þar með teflt hagsmunum yfír 10 þúsund sparifjáreigendum í landinu í tvísýnu með slíkri mismunun." Gunnar Helgi minnir á að það séu í gildi í landinu lög um banka og sparisjóði. „Þegar menn eru famir að tala um að einhverjir aðilar á fjár- magnsmarkaði séu famir að koma of nálægt starfsemi þessara stofn- ana, þá á ráðherrann auðvitað að HEI.STU LEIPIR JIL AÐ ÁVAXTA PENINGA I VERÐBRÉFUh GAGNRYNIN ■“ í stað þess að jafna starfsskilyrði, þá myndi misræmið aukast við þessar hugmyndir, segir Gunnar Helgi Hálf- dánarson. Einnig segir hann að innánsstofnanir hafi heimild til að stofna verðbréfasjóði — en þær einar hafí hins vegar rétt á að taka á móti innlánum, og ganga í sjóði Seðlabankans ef á þurfi að halda og tvær þeirra hafi ríkisábyrgð að auki. Fjármögnunarleiga Takmörkun á eignaraðild er- lendra aðila vekur undrun - segir Kristján Óskarsson hjá Glitni „Hugmyndir viðskiptaráðherra að frumvarpi til laga um fjármögn- unarstarfsemi eru að mörgu leyti ágætar. Þær virðast að flestu leyti ganga út á að þeir aðilar sem stunda þessa þjónustu uppfylli ákveðnar Iágmarkskröfur og fari eftir ákveðnum leikreglum, sem að sjálfsögðu er eðlilegt," sagði Kristján Óskarsson, framkvæmda- stjóri Glitnis, þegar Morgunblaðið bar undir hann hugmyndir Jón Sigurðssonar varðandi reglur um fjármögnunarleigufyrirtækin, sem vænta má I nýrri Iöggjöf um starfsemi á fjármagnsmarkaði og hann kynnti hér í viðskiptablaðinu fyrir viku. „Skynsamleg lagasetninga er Kristján segir þó að ein af hug- af hinu góða því að hún eyðir myndum ráðherrans valdi þó veru- þeirri óvissu og tortryggni sem einstaka aðilar hafa reynt að skapa í garð þessarar starfsemi," sagði Kristján ennfremur. „Eins og kunnugt er hefur þessi starfsemi verið við lýði í hinum vestræna heimi um langt árabil, þótt aðeins séu 2 ár liðin síðan hún hófst að marki hérlendis. Fjármögnunar- þjónusta sem þessi hefur átt dijúg- an þátt í uppbyggingu atvinnulífs í nágrannalöndum." legri undrun en það sé mjög tak- markandi ákvæði um eignaraðild erlendra aðila að fyrirtækjum sem stunda þessa starfsemi. Glitnir er sem kunnugt er að meiri hluta i eigu norska fjárfestingafyrirtækis- ins Nevi og enska fjármálafyrir- tækisins Sleipner. „Sú reynsla sem komin er af þátttöku erlendra að- ila í uppbyggingu fjármögnunar- fyrirtælg'a hérlendis bendir ein- dregið til þess að ótti íslendinga við þá sé ástæðulaus. Við fslend- ingar eigum einmitt að láta af þeirri einangrunarstefnu sem ein- kennt hefur atvinnulífsuppbygg- ingu okkar. Erlendir aðilar með þekkingu og reynslu sem vilja leggja íslenskum fyrirtækjum til eigið fé geta stuðlað að flölbreytni í atvinnulífinu sem einmitt ert knýjandi fyrir okkar litla efnahag- skerfi. Það ætti öllum að vera ljóst að erlendir aðilar hafa engan áhuga á þátttöku í íslenskum fyrir- tækjum ef þeim er ætluð mála- mynda eignaraðild. Viðskiptaráðherra hefur Iátið hafa eftir sér að hann ætlist ekki til þess að ákvæðið um erlenda aðiid að fjármögnunarfyrirtækjum hérlendis verði afturvirk. Erlendir aðilar hafa hins vegar tekið veru- legan þátt f uppbyggingu tveggja fyrirtækja sem nú eru starfandi. Kristján Óskarsson framkvæmda- stjóri Glitnis hf. Ef viðskiptaráðherra ætlar að standa við orð sín, hlýtur hann að minnsta kosti að innifela ákvæði í frumvarpinu sem undanskilur nú starfandi fyrirtæki hvað þetta varðar. Að öðrum kosti verðum við íslendingar fyrir álitshnekki sem dregur úr áhuga erlendra aðila á að fjárfesta hérlendis í framtíðinni.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.