Morgunblaðið - 18.02.1988, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 18.02.1988, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ, VIÐSKlPll AIVINNULÍF FIMMTUDAGUR 18. FEBRÚAR 1988 B 11 ■ — beita gildandi lögum til að koma í veg fyrir slíkt en ekki setja um það sérstök lög. Vandamálið á íslenskum íjármagnsmarkaði nú er ekki skort- ur á lögum heldur skortur á fram- kvæmd gildandi laga. Vissulega geta bættar hagtölur leitt til betri hag- stjómar en að bindiskylda á verð- bréfasjóði í því sambandi skipti ein- hveiju máli er aðeins fyrirsláttur og kemur best fram í því að hvergi erlendis er slíkt fyrir hendi hvað þessa sjóði varðar." Lögskylduð nafnskráning vafasöm Gunnar Helgi Hálfdánarson beinir næst spjótum sínum að því ákvæði væntanlegrar löggjöfar um verð- bréfasjóðina að öll bréf skuli eftir- leiðis skráð á nafn. „Rökin fyrir lög- skyldaðri nafnskráningu verðbréfa eru aðallega tvenns konar, þ.e. ann- ars vegar bætt skattaeftirlit til að draga úr möguleikum á undandrætti frá- skatti og hins vegar neytenda- vemd. í fyrra tilfellinu er ljóst að þetta eftirlit er ekki mögulegt nema með stórkostlegri tæknivæðingu, sem varla er í sjónmáli bæði af tæknilegum og kostnaðarlegum ástæðum. Hin rökin um aukna neyt- endavemd em einnig haldlítil þegar • nánar er að gætt, vegna þess að breyta má handhafabréfum í nafn- bréf að ósk eigenda án afskipta lög- gjafans og næst þá umrædd vemd án þess að til þurfí að koma sérstök lagaákvæði um þetta efni. Rökrétt- ast er að auka neytendavernd með þvi að gera strangar hæfniskröfur til verðbréfamiðlara. En það em ýmiss rök á móti nafn- skráningu og það er vafalaust skýr- ingin á því að nafnskráning er al- mennt ekki lögskylduð erlendis. Frændur okkar Danir og Evrópu- bandalagið hefur tam. ekki séð ástæðu til að amast við handahafa- bréfunum. Helstu rökin gegn lög- skyldaðri nafnskráningu em til dæmis aukin réttaróvissa vegna þess að með vaxandi verðbréfamarkaði er ljóst að bréfín skipta sífellt örar um hendur og því mun afdráttarlaus skylda til naftiskráningar leiða til lengri ffamsalsraðar. Það gétur haft í för með sér aukna óvissu eða áhættu fyrir eigendur slíkra bréfa, svo og óvissu um ábyrgð verðbréfa- miðlara. í öðm lagi er líklegt að nafnskrán- ing leiði til þess eins að viðskiptavin- um á skúmaskotamarkaðinum fjölgi, þar sem víxlar og tékkar verða ekki háðir sömu kröfum um nafnskrán- ingu. Jafnframt yrðu vafalaust áfram á ferðinni á sama vettvangi skuldabréf með ólokuðum framsöl- um, sem haldið yrði opnum frá upp- hafí til enda. Þannig kæmu senni- lega þrengri starfsskilyrði á hinum almenna verðbréfamarkaði þeim helst til góða sem síst skyldi. Nafn- skráningin myndi einnig auk réttaró- vissunnar hafa í för með sér aukna vinnu og kostnað vegna sífelldra framsala og þar með aukin rekstrar- kostnað er bitna myndi á hinum al- menna viðskiptavini. Loks er ljóst að í litlu þjóðfélagi og á smáum fjár- magnsmarkaði getur það verið mjög óheppilegt fyrir stóra seljendur bréfa, fyrirtæki, stofnanir eða sjóði, að almennt sé vitað hver sé að selja og hversu mikið, sérstaklega ef selja þarf á stuttum tíma. Að sama skapi getur nafnskráningin verið heppileg fyrir fáa stóra kaupendur. Að öllu athuguðu sýnist mér því að rökin fyrir lögskyldaðri nafn- skráningu séu heldur rýr og hún gæti á sumum sviðum jafnvel valdið meira tjóni en hún gerir gagn.“ Lausafjárkvöð verðbréfasjóða Hugmyndir Jón Sigurðssonar, við- skiptaráðherra, um að verðbréfa- sjóðimir skuli geta sýnt fram á ákveðið lausaíjárhlutfall er Gunnari Helga einnig þymir f augum. „Lausafjárkvöð eins og hann nefnir er heldur ekki almennt tíðkuð í lög- um erlendis gagnvart verðbréfasjóð- um heldur er þeim t.d. gert að upp- lýsa um stefnumörkun og markmið, um fjárfestingar og innlausn. Það gefur hins vegar auga leið að af samkeppnisástæðum einum saman reyna þessir sjóðir að búa þannig um hnútana að þeir séu aðlaðandi fyrir fjárfesta en allt tal um hag- stjóm og flæðiskyldu, þ.e. lausafjár- og bindiskylda, er úr öllum takt við nútímalega þróun á fármagnsmark- aði. En sé slíkt talið nauðsynlegt út frá neytendasjónarmiði, þá verður að gera það með þeim hætti að verð- bréfasjóðimir geti uppfyllt þessa kvöð með því að kaupa verðbréf skráð á Verðbréfaþingi íslands en ekki á einhveijum heimatilbúnum pappírum Seðlabanka eða ríkissjóðs, sem hindruðu eðlilegt flæði og ykju hólfun á markaðinum. En vegna inn- lausnargjalds og annars eðlis verð- bréfasjóðanna gæti þetta hlutfall þó aldrei orðið nema brot af því sem SEIKOSHA TÖLVUPRENTARAR HLJÓÐLÁTIR - HRAÐVIRKIR - GRAFÍSKT LETUR verð 14.990.- VANDAÐIR PRENTARAR Á EINSTÖKU VERÐI hf SKIPHOLTI I7, I05 REYKJAVIK, SIMI 27333. innlánsstofnununum er gert að sæta.“ Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra sagði í viðtalinu við viðskiptablað Morgunblaðsins þar sem hann kynnti helstu efnisatriði nýju lög- gjafarinnar, að hann myndi leita umsagnar fyrirtækjanna á fjár- magnsmarkaðinum, þegar frum- varpsdrögin hefðu fengið á sig fulla mynd. Gunnar Helgi var að því spurður í ljósi ummæla hans hér á undan hvort hann óttaðist að það yrði erfiður róður fyrir þessa aðila að fá fram einhveijar breytingar á fmmvarpinu þegar þar að kæmi. „Jú, við óttumst það og ekki að ástæðulausu að ráðherrann muni ekki koma með þetta frumvarp til okkar fyrr en það er komið á það stig að þar verður engu sem máli skiptir við hróflað. Og það eru ýms- ar fleiri athugasemdir sem við vild- um gera við þessi frumvarpsdrög heldur en ég hef nefnt hér, t.d. hvað varðar fjármögnunarleiguna, en það verður að bíða betri tíma. En þessi atriði sem ég hef drepið hér á, eru þau sem brýnast er að fá úr bætt. Við vitum að þjóðinni er nú nauðsyn að spara en það er deginum ljósara að það sem ráð- herra er nú að gera, nái það fram að ganga, mun það verða til þess að draga úr spamaði. Jafnframt mun hefting á starfsemi verðbréfasjóð- anna tefja fyrir að hér rísi virkur hlutabréfamarkaður í bráð, þar eð verðbréfasjóðimir hljóta að verða hér líkt og þeir em erlendis, vinsæl- asta leiðin fyrir hinn almenna spa- rifjáreiganda til að fjárfesta í hluta- bréfum. Að auki em hugmyndir við- skiptaráðherra um skattlagningu á sparnað að okkar mati ótímabærar og einungis til þess fallnar að hafa áhrif í sömu átt. Besta hagstjómartækið við núver- andi kringumstæður, þó að mörgum stjómmálamanninum gangi erfíð- lega að skilja það, er að virkja þann kraft og hugmyndaauðgi sem er að fínna hjá einstaklingum þessa lands og fyrirtækjum, svo sem á fjár- magnsmarkaði, og leyfa þeim að njóta sín með víðsýnum reglum og löggjöf. Þetta á ekki síst við um fjár- magnsmarkaðinn því að á því sviði á sér nú stað mikil nýsköpun og mun ekki aðeins spara Islendingum vexti á erlendum lánum og draga úr kostnaði við miðlun fjármagns heldur einnig skapa útflutningstekj- ur á fjármálamarkaði og víðar. Frelsi á fjármagnsmarkaði er nefni- lega forsenda nýsköpunar í atvinnu- lífí,“ segir Gunnar Helgi Hálfdánar- son. ' SKRIFSTOFU- STJÓRNUN - Nýlt nómskeið SKRIFSTOFAN ’88 Námskeiðið Skrifstofustjómun er sérstaklega fengið til landsins í tilefni sýningarinnar Skrifstofan ’88, sem Kaupstefnan hf. stendurfyrir í Laug- ardalshöll dagana 2.-6. mars n.k. Námskeiði er haldið samhliða sýning- unni og stendur í tvo daga. Námskeiðið: Skrifstofustjórnun getur verið allt frá stjómun lítillar og fámennrar skrif- stofu til stjórnunar stórrar og háþróaðrar skrifstofu, því sömu grundvallar- atriði gilda í báðum tilfellum. Námskeiðið Skrifstofustjórnun hjálpar þeim, sem vinna við skrif- stofustjórnun til að gera starfið ánægjuríkara og árangursmeira og til aö ná hámarksárangri með samhæft og jákvætt starfsfólk, einkum átímum tæknibreytinga. Fyrirhverja? Námskeiðið Skrifstofustjórnun er sérstaklega sniðið fyrir fólk sem hef- ur með mannaforráð að gera á skrifstofum, litlum sem stórum, jafnt þar sem nýir og eldri starfsmenn eru. Markmið: Markmiðið er að þátttakendur öðlist mikilvæga þekkingu og efli hæfileika sínatil að stjórna skrifstofufólki eins og best verður á kosið. Efni: Fyrri dagur: Hlutverk skrifstofunnar innan fyrirtækisins - Hlutverk yfir- manns á skrifstofunni - Ráðning og val á starfsfólki - Aðferðir til að bæta samskiptin - Hvemig fylgst er með í starfsgreininni -Tímastjómun. Seinni dagur: Meðhöndlun algengra vandamála á skrifstofu - Hvemig skrifstofufólk er hvatt og þróað í starfi - Heilbrigði og öryggi - Vinnulag - Framkvæmdaáætlun fyrir betri framtíð. Leiðbeinandi: Námskeiðið er eitt af vinsælustu námskeiðum BIM - British Institute of Management, en það er stærsta fyrirtæki á sínu sviði í Bretlandi. Leið- beinandi er Shelagh Robinson, CIPM, FBIM, einn helsti og reyndasti leíðbeinandi BIM. Allt árið um kring ferðast hún um Bretland og megin- landið og heldur stjórnunarnámskeið á vegum BIM og hefur gert í 15 ár. Þá er hún einnig þekktur rekstrarráðgjafi. Hvernig? Námskeiðið Skrifstofustjómun fer fram á ensku og notast leiðbeinend- ur við myndvarpa og myndbandstæki sér til aðstoðar. s Hvar/hvenær? Námskeiðið verður haldið dagana 3. og 4. mars n.k. að Hótel Holiday Inn $ frá kl. 9:30-17:00 báða dagana. Þátttaka tilkynninst til Kaupstefnunnar hf. ísíma 11517 fyrír 25. febrúar n.k. @ Takmörkuð þátttaka. KAUPSTEFNAN Reykjavík AMERÍKA PORTSMOUTH/NORFOLK Helios 24. feb. Baltic 11. mars Helios 25. marz NEW YORK Helios 22. feb. Baltic 9. mars Helios 23. mars HALIFAX Helios 27. feb. BRETLAND/ MEGINLAND IMMINGHAM Eyrarfoss 21. feb. Álafoss 28. feb. Eyrarfoss 6. mars Álafoss 13. mars ANTWERPEN Eyrarfoss 23. feb. Álafoss 1. mars Eyrarfoss 8. mars Álafoss 15. mars ROTTERDAM Eyrarfoss 24. feb. Álafoss 2. mars Eyrarfoss 9. mars Álafoss 16. mars HAMBORG Eyrarfoss 25. feb. Álafoss 3. mars Eyrarfoss 3. mars Álafoss 17. mars FEUXSTOWE Tinto 24. feb. Dorado 2. mars IMMINGHAM Dorado 21. feb. Tioto 28. feb. BREMERHAVEN Tinto * 23. feb. Dorado 1. mars NORÐURLÖND/ EYSTRASALT ÞÓRSHÖFN Reykjafoss 27. feb. Reykjafoss 10. mars Reykjafoss 24. mars ÁRHUS Skógafoss 23. feb. Reykjafoss 1. mars Skógafoss 8. mars Reykjafoss 16. mars GAUTABORG Skógafoss 24. feb. Reykjafoss 2. mars Skógafoss 9. mars Reykjafoss 16. mars HELSINGBORG Skógafoss 25. feb. Reykjafoss 3. mars Skógafoss 10. mars Reykjafoss 17. mars KAUPMANNAHÖFN Skógafoss 25. feb. Reykjafoss 3. mars Skógafoss 10. mars Reykjafoss 18. mars FREDRIKSTAD Skógafoss 19. feb. Reykjafoss 26. feb. Skógafoss 4. mars Reykjafoss 11. mars HELSINKI Dettifoss 22. feb. ) Áætlun innanlands. Vikulega: Reykjavík, Isa- fjörður, Akureyri, Dalvík, Húsavík. Hálfsmánaðar- lega: Siglufjörður, Sauðár- krókur og Reyðarfjörður. Vikulega: Vestmannaeyjar. EIMSKIP Pósthússtrœti 2. Sími: 27100

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.