Morgunblaðið - 18.02.1988, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 18.02.1988, Qupperneq 12
12 B MORGUNBLAÐIÐ, vmsnpn/AryiNNUiiF FIMMTUDAGUR 18. FEBRÚAR 1988 Fyrirtæki Koniuin ínn a rettinn tima - rætt við Pétur Reimarsson hjá Sæplasti h.f. á Dalvík FYRIRTÆKIÐ Sæplast h.f. á Dalvík hefur á undanfömum árum náð góðum árangri í fram- leiðslu og sölu á fiskkömm og vörubrettum úr plasti. Upphaf- lega var fyrirtækið starfrækt i Reykjavík og síðar í Garðabæ en árið 1984 var það selt til Dalvík- ur. Þá var fjárhagsleg staða þess orðin mjög slæm og reksturinn við það að stöðvast. Velgengni Sæplasts h.f. á Dalvík hefur hins vegar verið mikil og fyrirtækið náð sterkri stöðu á innanlands- markaði auk þess sem útflutning- ur er allnokkur. Nýlega keypti Sæplast h.f. fyrirtækið Börk h.f. I Hafnarfirði sem framleitt hefur húseiningar og rör. Þessi auknu umsvif hafa vakið nokkra at- hygli og því leitaði Morgunblaðið til Pétur Reimarssonar, fram- kvæmdastjóra Sæplasts h.f., og innti hann eftir þróun mála hjá fyrirtækinu. Hann var fyrst spurður um tildrög þess að Sæ- plast h.f. var keypt til Dalvíkur. „Það var upphaflega áhugi hjá dðnþróunarfélagi Eyjaíjarðar fyrir því að kaupa fyrirtækið en kaupin voru gerð í marsbyrjun 1984. Vélar og tæki voru keypt, skuldir sem voru í vanskilum yfirteknar og sa- mið um skuldbreytingar. Þá var lagt verulegt hlutafé í fyrirtækið eða 6 milljónir króna og tekin ný lán. Iðnþróunarfélagið átti 10% í upphafi en aðrir hluthafar voru um 30 einstaklingar og fyrirtæki á Dalvík. Hlutur Iðnþróunarfélagsins er nú 4% en stærsti hluthafínn, .Bliki h.f., á 25% hlutafjár." Hveraig gekk starfsemin í byrjun? „Við héldum áfram að framleiða fiskkör eins og fyrirtækið hafði áður gert. Reksturinn var endur- skipulagður og náðum við veruleg- um árangri í hagræðingu. Hins vegar gekk illa að komast í banka- viðskipti því fyrir kaupin hafði Bún- aðarbankinn lokað á fyrirtækið. Við höfum verið í viðskiptum við Spari- sjóð Svarfdæla sem hefur reynst okkur vel. Vöruþróun hefur verið talsverð og verð lækkað með auknu fram- leiðslumagni. Við kaupin voru fiskkörin á ákveðnu þróunarstigi en með því að bregðast við óskum kaupenda hafa ýmsar endurbætur verið gerðar. Þannig hefur verið hægt að auka söluna." Þið framleiðið í samkeppni við önnur fyrirtæki á þessum mark- aði. Hveijar era helstu ástæður fyrir velgengni fyrirtækisins? „Áherslan á gæði í sjávarútvegi hefur komið okkur til góða því nú er t.d að mestu hætt að landa laus- um fiski. Við komum inn á réttum tíma þegar gámaútflutningur á ferskum fiski var að hefjast auk þess sem fískkörin eru mikið notuð í vertíðarbátum. Eipnig hafa togar- ar byijað að nota fiskkör í stað fisk- kassa, t.d. á Vestfjörðum þar sem túrar eru stuttir að jafnaði. Það hefur sparað kostnað og tíma við löndun. Samhliða aukningunni innan- lands hefur fyrirtækið aukið út- flutning. Við náðum fótfestu í Fær- eyjum í upphafi og flytjum þangað talsvert magn. Árið 1985 vorum við með í útflutningshóp 5 fyrir- tækja og hófum þá að flytja fiskkör og sérhæfð vörubretti fyrir sjávar- útveg til Grænlands og Austur- strandar Kanada. Við höfum reynst vel samkeppnishæfír við fyrirtæki í Kanada þrátt fyrir talsverðan flutningskostnað. Hins vegar er útflutningur til Kanada erfiðari nú vegna gengislækkunar dollarans. Þá höfum við selt okkar vöru til Noregs en um þriðjungur fram- leiðslunnar fer til útflutnings. Canon Ijósritunarvélar Hentugarvélarfyrir minni fyrirtæki, deildir stærri fyrirtækja o.fl. Ljósritar ífjórum litum báðum megin á allan pappírog glærur. Mjög skörp og góð Ijósrit. Viðhaldsfríarvélar. ö> Langódýrustu vélarnar á markaðnum Verð aðelns: FC-3 36.900- stgr. FC-5 39.990- stgr. I<rifvélin hf Suðurlandsbraut 12, s: 685277 Morgunblaðið/Trau8ti Þorsteinsson VELGENGNI —Pétur Reimarsson framkvæmdastjóri Sæ- plasts, fyrir framan húsnæðið á Dalvík, en nýlega juku þeir umsvif sín og keyptu fyrirtækið Börk hf. i Hafnarfirði. Samkeppni innanlands var upp- haflega við innflutt ker frá Noregi en eftir að verð tók að lækka hefur sá innflutningur lagst af. Tvö önnur fyrirtæki framleiða sambærilega vöru en líklega erum við með um 2/3 af markaðnum." Hvað hafa umsvifin aukist mikið frá því þið hófuð rekstur- inn? „Eftir að ég kom til starfa í júlí 1984 voru 5 starfsmenn við fyrir- tækið en þeir eru nú 23 talsins. Veltan var 14 milljónir árið 1984 Ráðgjöf „ímynd kvenstjóm- andans erstöðnuð“ - rætt við Judith Mower rekstrarráðgjafa „FARSÆLL stjóraandi er góður, óháð því hvort hann er karl eða kona, þar er enginn munur milli kynja“, sagði Judith Mower rekstrarráðgjafi, sem dvaldist nýlega hér álandi í boði Stjóraun- arfélags Islands og leiðbeindi konum í stjórn unarstörfum. „Þær hugmyndir sem við þekkj- um um kvenstjórnanda og eru áberandi í umræðunni - að hún sé mannlegri, eigi auðveldar með að ná sambandi við sína undir- menn en erfiðar með að taka ákvörðun - eru leifar af stað- naðri ímynd sem á ekki lengur við rök að styðjast. í raunveru- leikanum geta finnast bæði kynin jafnt meðal allra tegunda stjórn- enda, hvort sem hann er óvæginn eða mannlegur, óákveðinn eða harður. Það hefur einnig komið í Ijós í bandarískum könnunum að konur og kar lar fara sömu leiðir í stjómun og hvort þú nærð árangri hefur ekkert að gera með það hvors kyns þú ert.“ „Vissulega þarf að leggja áhersl- ur á mismunandi atriði til að efla stjórnanda eftir því hvort hann er karl eða kvenkyns, þar sem uppeld- ið og umhverfið hefur skapað kon- um og körlum styrkleika á ólíkum sviðum", sagði Mower enn fremur. „Til dæ mis þarf að efla umhyggju fyrir öðrum og tjáskipti hjá karl- stjómendum en sjálföryggi meðal kvenstjómenda. En skilgreining á góðum stjórnanda er ólík eftir starfsgreinum og fyrirtækjum þann- ig að það er alls ekki hægt að halda því fram að a nnað kynið sé hæfara til að stjóma en hitt. “ Jafnframt því að stunda rekstrar- ráðgjöf er Mower lektor í viðskipta- fræði við háskólann í Syracuse og hún telur m.a. af reynslu sinni í kennslunni námskeið eingöngu fyrir konur séu nauðsynlegt sé tilgangur- inn sá, að gera þær virkari og árang ursríkari stjómendur, óháð atvinnu- grein. „Strax í bamaskóla eru drengir virkari þátttakendur, bæði í kennslu og í félagslífi og það kem- ur af sjálfu sér að þessir eiginleikar fylgja kynjunum út í atvinnulífið og þar með í hvers kon ar félagsstörf og námskeið sem fólk tekur sér fyr- ir hendur. Þannig veldur uppeldið því að konur draga sig frekar í hlé og láta karlana um að taka þátt séu þeir á annað borð 'með.“ Önnur ástæða fyrir því að halda námskeið einungis fyrir anna ð kynið, og ekki síður mikilváeg að mati Mower, er að á þeim reynist konum auðveldar að reyfa vandamál sem tengjast beint kynferði þeirra eða varða umgengni við karla á vinnustað. Hvort námskeið af þessu tagi skili sér í fleiri konum sem árang- ursríkum stjómendum hefur ekki verið kannað sérstaklega hvorki er- lendis né hér á landi. Mower telur einnig að slíkt sé illmögulegt. „Góð- ur stjómandi þarf að vera búinn ákveðnum hæfileikum. Sumir eru meðfæddir, aðra er hægt að tileinka sér. Það krefst hagnýtrar þekkingar og þjálfunar sem hægt er að koma á framfæri til dæmis með námskeið- um eins og því sem hér í gangi. en var á síðasta ári um 145 milljón- ir þannig að aukningin hefur verið mjög mikil. Á þessu ári er áætlað að veltan verði um 300 milljónir." Nú keyptuð þið á sl. ári fyrir- tækið Börk h.f. i Hafnarfirði. Hveraig hyggist þið haga rekstr- inum á næstunni? „Við tókum við Berki nú um ára- mótin. Fyrirtækið hefur verið rekið með tapi í mörg ár þannig að við stöndum frammi fyrir verulegum vandræðum. Reksturinn á Berki verður stokkaður upp og húseignir fyrirtækisins seldar ásamt röradeild fyrirtækisins. Hins vegar verður húseininga-, kæliklefa- og frysti- klefaframleiðslan flutt norður og vegna þess bætt við 10 starfmönn- um. Húseiningamar eru m.a. ætlað- ar fyrir fiskvinnsluhús, iðnaðar- og verslunarhúsnæði og svína- og kjúklingabú. Við teljum okkur geta aukið framleiðsluna töluvert því markaðurinn er bæði traustur og stöðugur þó einingamar henti ekki allsstaðar. Þá getum við nýtt okkur viðskiptasambönd í sjávarútvegi sem við höfum fyrir. Hin nýja fram- leiðsla veldur því að við emm ekki eins háðir afkomusveiflum í sjávar- útvegi og áður. Framleiðslan hentar einnig vel fyrir okkur því aðalsöl- utími húseininganna er á sumrin og haustin þegar minna er um að vera í annarri framleiðslu fyrirtæk- isins. Einnig emm við að byggja okkur upp til lengri tíma litið. Börkur hefur orðið fyrir veruleg- um áföllum á síðustu ámm m.a. vegna samdráttar í hitaveitufram- kvæmdum þannig að kaupin fara að mestu fram með yfirtöku skulda. Við höfum sagt upp flestum starfs- mönnum en ekki er enn búið að selja eignimar." Hyggist þið auka enn við rekst- urinn í framtíðinni? „Það em uppi óljósar hugmyndir um framtíðina en við ætlum að sjá fyrir endann á þessu sem nú er á döfinni áður en farið verður út í frekari stækkun, “ sagði Pétur Reimarsson að lokum. Morgunblaðið/Þorkell STIÓRNANDINN — Fyrir skömmu hélt Judith Mow- er rekstrarráðgjafi og lektor við háskólann í Syracuse, námskeið á vegum Stjómunarfélags ís- lands, fyrir konur í stjómunar- störfum. Ef konan getur nýtt sér það sem hún lærir hér þegar hún tekur aftur til starfa og hún styrkir sína stöðu þá tel ég að námskeiðið hafi skilað árangri. Hvort konur séu frekar teknar fram yfír karla í stöður stjómanda í kjölfar svona nám- skeiða er síðan háð flölmörgum öðr- um þátt um sem hún ræður illa við t.d. viðhorf hennar yfirboðara til kvenstjómenda. Tilgangnum er náð ef kona getur styrkt stöðu sína og tekið vandamálum sem hún var ekki fær um áður og verður þannig fysilegri kostur sem góður stjóm- andi en ella“, s agði Judith Mower að lokum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.