Morgunblaðið - 23.02.1988, Blaðsíða 7
B 7
HUrflimbtafeib /IÞROTTIR ÞRHXIUDAGUR 23. FEBRÚAR 1988
Vetraról'ympíuleikarnir
í Calgary 1988
Reuter
Franck Piccard frá Frakklandi varð Ólympfumeistari f risastórsvigi. Hann er fyrstur Frakka til að vinna gullverðlaun
á Ólympfuleikum í alpagreinum karla síðan 1968.
Loks franskur
sigur í alpagreinum
Piccard sigraði í risastórsvigi nokkuð óvænt
FRANCK Piccard frá Frakklandi, sem er skírður í höfuðið á söngv-
arnum frœga Frank Sinatra, varð Ólympíumeistari f risastórsvigi
karla á sunnudaginn. Hann varð fyrsti Frakkinn til að vinna gull-
verðlaun á Ólympíuleikum f alpagreinum síðan 1968. Þá vann
hinn frœgi Jean Claude Killy þrefladan sigur í Grenoble. Helmut
Mayer frá Austurrfki varð annar og Lars Börje Eriksson frá
Svíþjóð f þriðja sœti. Daníel Hilmarsson var meðal keppenda
en komst ekki f mark.
Piccard sem er 24 ára er elstur
sjö systkina er frá franska
bænum Les Saisies. Hann var
snemma mjög efnilegur skíðamaður
og var meðal annars heimsmeistari
unglinga í bruni 1982. Hann hefur
þó ekki náð að komast á verðlauna-
pall í heimsbikamum fyrr en á
þessu keppnistímabili. Hann varð
þriðji í bruni í Bad Kleinkirchheim
og annar í risastórsvigi í Val d’Isere.
„Gleðin kom yfir mig, hægt og
sígandi," sagði Piccard sem beið í
markinu eftir keppendunum sem á
eftir honum komu niður brautina.
Marc Girardelli, Markus Wasmeier
og Alberto Tomba komust ekki
mark, en þeir voru taldir sigur-
stranglegir fyrir keppnina; Pirmin
Zurbriggen, sem varð Ólympíu-
meistari í bruni, átti í erfiðleikum
og náði aðeins ö. sæti.
Brautin, sem var 2.327 metrar og
fallhæð 647 metrar, var mjög hörð
og erfið yfirferðar enda féllu marg-
ir úr keppni. Einnig var mikill vind-
ur sem hafði misjöfn áhrif á kepp-
endur. „Það var misvinda þegar ég
fór niður og ég vissi að ég ætti
ekki möguleika á verðlaunasæti.
Ég varð fyrir vonbrigðum með ár-
angurinn. Það er erfitt að ná upp
einbeitinu eftir sigur í bruninu,"
sagði Zurbriggen.
„Eg tók of mikla áhættu í efri hiuta
brautarinnar. Hægra skíðið fór í
stöng og ég fór útúr. Pirmin sagði
mér að hann hafi fokið út úr braut-
inni. Þessi keppni gefur ekki rétta
mynd af getu keppenda þar sem
vindurinn var ekki eins hjá öllum
keppendunum," sagði Vestur-Þjóð-
veijinn Markus Wasmeier.
Piccard braut hjálm sinn er hann
keyrði utan í stöng í efri hluta
brautarinnar. Hann lét það ekki á
sig fá og fór brautina á 1:39.66
mínútum og var meira en sekúndu
á undan Helmut Mayer. „Sigurinn
var ekki eins ánægjulegur vegna
þess hve margir keppendur féllu
úr keppni," sagði Piccard. Alls kom-
ust 60 keppendur í mark af 94. Þar
af féllu fimm af fimmtán fyrstu.
■ Úrsllt/B14
Tvöfaldur sigur
Austurríkis í
alpatvflceppni
Anita Wachter skaut svissnesku
stúlkunum ref fyrir rass
AUSTURRÍSKA stúlkan Anita
Wachter sigraði í alpatvfkeppni
kvenna á sunnudaginn.
Svssnesku stúlkumar, sem
unnu öll fimm gullverðlaunin á
heimsmeistaramótinu f Crans
Montana fyrir tveimur árum,
urðu fyrir enn einu áfallinu og
hafa enn ekki hlotið gullverð-
laun á leikunum. Austurríki
hefur því unnið tvöfalt f
tvfkeppninni þar sem Hubert
Strolz sigraði í karlaflokki á
föstudaginn.
Wachter sem er 21 árs var
aðeins 0,23 stigum á undan
svissnesku stúlkunni Brigitte Oertli
sem vann silfurverðlaunin í bruninu
á föstudaginn. Oertli náði besta
tímanum í báðum umferðum svigs-
ins á sunnudaginn, en var aðeins í
12. sæti í tvíkeppnisbruninu. Maria
Walliser frá Sviss varð í þriðja sæti
og Karen Percy frá Kanada í fjóðra
sæti.
„Þetta var spennandi. Ég vissi að
ég varð að taka á öllu mínu f seinni
umferð svigsins til að eiga mögu-
leika og það tókst," sagði Wachter.
Oertli vann önnur silfurverðlaun sín
á sunnudaginn. „Ég var mjög ná-
lægt gullinu. Ég gerði mitt besta
er. það nægði ekki. Mér tókst illa
að einbeita mér á föstudaginn eftir
að hafa nælt í silfurverðlaunin í
bruninu og skipti það sköpum,"
sagði Oertli.
■ Úrsllt/B14
Reuter
Anlta Wachtcr frá Austurríki sigraði f alpatvíkeppni eftir harða keppni við
Brígitte Oertli frá Sviss.
Miklir yfirburðir í
boðgöngu
kvenna
Reuter
Nlna Qavriluk yar f sigursveit
Sovétríkjanna f 4 x 5 km boðgöngu.
Sovéríkin bættu enn einum
gullverðlaunum í safnið á
sunnudaginn. Þá sigraði Sovéska
kvennasveitin með yfirburðum í 4
x 5 km boðgöngu. Þær Svetlana
Nagueikina, Nina Gavriliuk, Tam-
ara Tikhonova og Anfissa
Reztsova gengu á samanlögðum
tíma 59:51.1 mínútu og voru rúm-
lega tveimur mínútum á undan
norsku sveitinni sem varð í öðru
sæti.
Reztsova, sem keppir í fyrsta sinn
á ólympfuleikum, gekk siðasta
sprettinn fyrir Sovétríkin. „Ég
hugsaði um það eitt að gera mitt
besta og reyna að vera ekki með
lakari tíma en hinar þijár í sveit-
inni,“ sagði Reztsova.
Finnska sveitin varð f þriðja sæti
og tapaði dýrmætum tíma er
Pirkko Maatta, sem gekk fyrsta
sprettinn, missti annan skíðastaf-
inn. Svissneska stúlkan Christina
Gilli Briigger náði besta brautart-
fmanum, 14:27.6 mfnútum, en
hún gekk sfðasta sprettinn fyrir
Sviss.
Rötschbestur
í skíðaskotfimi
AUSTUR-ÞJÓÐVERJINN Frank
Peter Rötsch varð Ólympfu-
meistari í 20 km skföaskotfimi.
Hann gekk 20 km á 56:33.33
mfnútum og hítti f 17 skotum
af 20 f marfc.
ó svo að Rötsch hafi ekki hitt
mark í þremur skotum náði
hann langbesta tímanum og dugði
það honum til sigurs. Valeri
Medvedtsev frá Sovétríkjunum, sem
sigraði í heimsbikarkeppninni á
síðasta ári, varð annar. Hann mis-
notaði aðeins tvö skot, en tími hans
var mun lakari en Austur-Þjóðveij-
ans, 56:54,62 mínútur. Johann
Passler frá Ítalíu varð þriðji.
Ólympíumeistarinn frá því í
Sarajevo 1984, Peter Angerer frá
Vestur-Þýskalandi, hafnaði aðeins
í 10. sæti á 58:46.73 mínútum.
Joseh Thompson, sem vann silfur-
verðlaunin á síðasta heimseistara-
móti og var talinn helsta von
Bandaríkjamanna, náði sér ekki á
strik og varð í 25. sæti.
Þegar keppnin fór fram á laugar-
daginn var lofthitinn 9 gráður.
10.000 áhorfendur fylgdust með
keppninni.