Morgunblaðið - 23.02.1988, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 23.02.1988, Blaðsíða 14
U B |B«rannt»I«Í)i6 /ÍÞRÓTTIR ÞRWJUDAGUR 23. FEBRÚAR 1988 KNATTSPYRNA / FRAKKLAND || KNATTSPYRNA / SPÁNN Forysta lUlónakó Jókst um eitt stig BOLTINN er byrjaður að rúlla á ný f frönsku 1. deildinni eftir 62 daga vetrarfrí. Fyrir hlé hafAi Mónakó, meö 35 stig, þriggja stíga forskot á Borde- aux og Racing París, en í þrem- ur neöstu sætunum voru París SG, Brest og Le Havre. Þessi röö breyttíst að engu á laugar- daginn en Mónakó jók þá for- skot sitt um eitt stig, þar sem bæöi Bordeaux og Racing töp- uöu meöan Mónakó geröi jafn- tefii, 0:0, viö Niort. Tap Bordeaux gegn Toulouse eru þau úrslit sem mest koma á óvart í 25. umferð. Toulouse átti við erfíðleika að stríða fyrir jól en virðist hafa náð sér Bemharð á strik í fríinu. End- Valsson urkoma Gerard skrifar Passi og Jean- Philippe Durand á líklega stóran þátt í því en þeir gátu lítið leikið með vegna meiðsla fyrir frí. Toulouse tók forystuna í leiknum á 7. mín. er Durand skor- aði með góðu skoti framhjá Dropsy, markverði Bordeaux. Rétt eftir leik- hlé jafnaði Fargeon eftir góðan undirbúning Ferreri. Eftir jöfnunar- markið færðist talsverð harka í leik- inn en liðin hafa lengi eldað grátt silfur saman. Á 62. mfn. kom svo sigurmark Toulouse. Einn vamar- manna Bordeuax, Roche, átti sinn þátt í því. Hann varð fyrir skoti frá Rochetau og af honum hrökk bolt- inn f markið án þess að Dropsy kæmi nokkrum vörnum við við. Toulouse náði þvf f tvö dýrmæt stig en jafnframt sýndi liðið feyki góðan leik og virðist í mun betra formi en fyrir frí. í Marseille léku heimamenn gegn Racing París. Racing hefur það sem af er þessu keppnistfmabili komið mikið á óvart. Liðið lék í 2. deild fyrir tveimur árum en er nú í hópi sterkustu félagsliða í Frakklandi. En þessi framför reyndist liðinu þó ekki nægjanleg í leiknum gegn Marseille. Heimamenn léku við hvem sinn fingur og sigruðu, 2:0. Marseille notaði leikkerfið 3-5-3 og kom það vamarieik Racing úr jafn- vægi. Papin skoraði fyrra markið á 46. mfn. Einni mín. fyrir leikslok tryggði svo hinn 19 ára gamli Cau- et Marseille sigurinn. Cauet, lék þama sinn fyrsta 1. deildarleik og þakkaði hann Alain Giresse þetta mark sitt, en Giresse sá um undir- búninginn eins og honum einum er lagið. Niort náði jafntefli á heimavelli gegn Mónakó. Liðið náði þama þriðja stiginu af Mónakó á tímabil- inu, því það var eina liðið sem sigr- aði í furstadæminu í fyrri umferð- inni. Þrátt fyrir að leika á útivelli spilaði Mónakó sóknarknattspymu og hafði sterkarí tök á leiknum, þó ekki næði liðið að skora mark. í þessari 25. umferð vom einungis skomð 12 mörk, á móti 19 og 32 í síðustu tveimur umferðunum fyrir jól. Þijú lið sigmðu á útivelli, St. Etienne band endi á sigurgöngu Auxerre á heimavelli, sigraði 1:0, Laval sigraði í Nice, einnig 1:0 og Toulon sigraði Montpellier 1:0. Sá „stressaðasti" í umferðinni var Benoit Thomas hjá Lens en hann gat ekki beðið lengur en í 98 sek- úndur með að skora gegn Brest. En hann gerði betur — bætti við öðm marki í seinni hálfleik og var því eini leikmaðurinn sem skoraði tvö mörk f þessari umferð. ■ Úrslltln/B18. ■ Staöan/B18. PORTUGAL Sá minnsti skoraði með skalla Rui Barros, minnsti leikmaður- inn á vellinum, þegar Porto og Boavista mættust, tryggði Porto sigur, 1:0, með skallamarki. Bar- ros, sem átti mjög góðan leik, setti markið á 24 mfn., eftir sendingu frá Joao Pinto. Benfica lagði Portimonense að velli, 3:1, eftir að staðan var, 1:1, í leik- hléi. Brasilfumennimir Chiquinho og Elzo skomðu mörk Benfica f seinni hálfleik. ■ ÚrslK B/18 ■ Staöan B/18 Reuter Hugo Sanchaz, miðhetji Real Madrid, sést hér í leik gegn Las Palmas. Það er vamarieikmaðurinn Felix sem er fyrir aftan Sanchez, sem hefur skorað 21 mark í vetur. Fyrsti sigur Bilbao í Barcelona í fimm ár ATLETICO Bilbao, sem hefur ekki náö aö vinna sigur á heimavelli Barcelona f fjögur ár, náði aö vinna þar sigur, 2:1, á laugardaginn. Leikmenn Bilbao yfirspiluöu leikmenn Barcelona f fyrri hálfleik. Luis Aragones, þjálfari Barcelona, tók þá V-Þjóðverjann Bemd Schuster af ieikvelli. ilbao var fyrir áfalli í upphafi leiksins. Þá meiddist Jose Gallego á fæti. 19 ára nýliði, Ricardo Mendiguren, skoraði fyrsta mark sitt fyrir Bilbao og Pedro Uralde bætti öðm við á 32. mín., með glæsilegum skalla. Leikmenn Bilbao gátu bætt við mörkum. Tvisvar skaut Uralde beint í fang Andoni Zubizarreta, markverði Barcelona. Roberto Femandez skoraði mark Barcelona á 63. mínútu. Real Madrid skoraði fimm mörk, 5:0, gegn Las Palmas. Hugo Sanchez skoraði tvö mörk og hefur hann skorað 21 mark. Manuel Sanchis, Michel Gonzalez og Miguel Tendillo skomðu hin mörkin. Atletico Madrid varð að sætta sig við jafntefli, 1:1, gegn Real Betis. Julio Salinas skoraði jöfnunarmark- ið á 39 mín., eftir að Jose Melenas hafði skorað fyrir Betis. Jose Bakero tryggði Real Sosiedad sigur, 1:0, yfir Espanol. SKOTLAND / BIKARKEPPNIN Rangers fékkskell SPÁNN Bemd Schuster tilReal Madrid Blöð á Spám' sögðu frá því á laugardaginn að v-þýski landsliðsmaðurinn Bemd Schuster, sem leikur með Barcelona, sé á fömm til Real Madrid. Schuster var í Madrid fyrir helg- ina. Hvomgt félagið vildi segja neitt til um málið. Blöð á Spáni sögðu að Schuster, sem er 28 ára, myndi skrifa undir þríggja ára samning við Real Madrid, sem væri að vermæti kr. 209 milljónir. Bemd Schuster hefiir verið mjög umdeildur hjá Barcelona síðustu ár og lék hann Ld. ekkert með félaginu si. keppðnistfmabil. Gary Mackay skoraði fyrir Hearts. Glasgow Rangers mátti þola tap, 0:2, fyrir Dunfermline í skosku bikarkeppninni. Mark Smith skoraði fyrra markið snemma f leiknum. Vandræði hófust hjá leik- mönnum Rangers fyrir leikhlé og var John Brown þá rekinn af leikvelli eftir að hafa gefið Smith olnbogaskot f andlitið. Tveir .aðrir leikmenn Rangers, Chris Woods og Graham Roberts, vom bókaðir. Rangers náði sér ekki á strik eftir að Brown var rekinn af velli og bætti John Watson marki við á 49 mín. - skallaði inn sendingu frá Stuart Beedies. Gordon Scott hjá Hamilton var einnig rekinn af leikvelli í leik gegn Aberdeen. Hann lenti í átökum við Willie Miller, fyrirliða Aberdeen, á 38 mín. Gary Hackett og David Dodds tryggðu Aberdeen sigur, 2:0, með mörkum á tveggja mín. kafla í upphafi seinni hálfleiksins. Sandy Clarke og Gary Mackay skomðu mörk Hearts, 2:0, gegn Morton. Bannon og Paul Hegarty skomðu mörk Dundee Utd., 2:0, gegn Airdrie og Stuart Rafferty og Ian Angus tryggðu Dundee sigur, 2:0, yfir Motherwell. Mágranaslagur Á sunnudaginn var dregið f 8-liða úrslit. Nágranaliðin Dundee og Dundee United mætast 12. mars. Aberdeen leikur gegn Clyde, Hearts mætir Dunfermline og Clydebank eða Partick mætir Celtic eða Hibs. ■ ÚrsiH B/18 ■ Úrsltt B/18 ■ Staöan B/18 HOLLAND Eindhoven gerði jafntefli Eindhoven varð að sætta sig við jafntefli, 2:2, á heima- velli gegn Fortuna Sittard á sunnudaginn. Ronald Koeman skoraði bæði mörk Eindhoven - á 17. og 39. mínútu. Leikmenn Sittard komu sterkir til leiks í seinni hálfleik og skomðu tvö mörk á fimm mín. kafla. Wim Koevermans og Richard Kusters skomðu. Ajax gerði jafntefli, 1:1, við Twente. Aaron Winter skoraði fyrir Ajax, en Ron Willem jafn- aði. ■ Úrsllt B/18 ■ Staöan B/18

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.