Morgunblaðið - 04.03.1988, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 04.03.1988, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. MARZ 1988 B 5 Ljósvakinn: Vínarfílharmónían ^■■H í tilefni tónleika Sinfóníuhljómsveitar Æskunnar undir ■j rjOO stjórn Paul Zukofsky nk. fimmtudag kynnir Ljósvakinn annað verk þeirra tónleika; Strengjakvartett í Cís moll op. 131 eftir Beethoven, í útsetningu fyrir strengjasveit. Það er strengja- sveit Vínarfílharmóníunnar sem flytur verkið undir stjóm Leonard Bernstein. Umsjónarmenn þáttarins eru Hulda Birna Guðmunds- dóttir og Richard Kom. Tónlistarkrossgátan ■Hi Tónlistarkrossgáta nr. 100 verður á dagskrá Rásar 2 í "I FT00 dag. Þátturinn hóf göngu sína 23. maí 1984 og hefur ávallt verið í umsjá Jóns Gröndals. Ríkisútvarpið hefur veitt 656 einstaklingum plötuverðlaun, samtals 756 plötur og 220 einstaklingar hafa fengið útvarpsklukkur eða vasadiskó í verðlaun. Þá hafa fyrirtæki veitt verðlaun; demants-skartgripi, blómaskreyting- ar, flugferðir og fleira. Lausnir skal senda til Ríkisútvarpsins Rás 2, Efstaleiti 1, 108 Reykjavík, merktar Tónlistarkrossgátan. 2: Friðrik Friðrik Ólafsson OA40 verður í Nærmynd £ V Jóns Óttars Ragnars- sonar á Stöð 2 í kvöld. Friðrik vakti heimsathýgli á al- þjóðlegu skákmóti í Hastings árið 1955 þar sem hann lenti í efsta sæti ásamt Victor Kortsj- noj. Á ámnum 1978-82 var Frið- rik forseti FIDE. í einvígi Jó- hanns Hjartarsonar við Kortsj- noj í Saint John í Kanada fyrir skömmu var Friðrik Jóhanni til aðstoðar. Friðrik starfar nú sem skrifstofustjóri Alþingis. Friðrik Ólafsson Stockmann fjölskyldan. Stöð 2: Óvinur fólksins ■■■■ Stöð 2 sýnir í kvöld mynd gerða eftir leikriti Henrik Ibs- Ol 20 ens- í*að hefur kvisast út að vatn í litlum bæ í Noregi SáX. — búi yfir lækningamætti. íbúarnir búa sig undir að taka á móti gestum hvaðanæva úr heiminum en í ljós kemur að vatnið er mengað. Dr. Stockmann vill aðvara fólk við hættunni en fyrir það er hann útskúfaður frá samfélaginu og útnefndur óvinur fólksins. Kvik- myndahandbók Scheuers gefur myndinni ★ ★ ★'/2 en Halliwell ★. HVAÐ ER AÐ0 GERAST! ettir Margaret Johansen í Galdraloftinu, Hafnarstræti 9. Sýning verðursunnudag- inn 6. mars kl. 16.00. Miöapantanir eru i sima 24650 allan sólarhringinn. Leikfélag Akureyrar Leikfélag Akureyrar frumsýnir föstudag- inn 4. mars leikritið Horft af brúnni eftir Arthur Miller. Þetta er næstsiðasta verk- efni LA á þessu leikári en vetrarstarfinu. lýkurmeð Fiðlaranum á þakinu. Leikstjóri erTheodórJúlíusson. Leikarar eru Þráinn Karlsson, Sunna Borg, Erla Ruth Haröardóttir, Marinó Þorsteinsson, Jón Benónýsson og Skúli Gautason. Næstu sýningarverða laugardaginn 5. og sunnudaginn 6. mars kl. 20.30. Miða- sala í síma 96-24073. Leikhúsið Frú Etnilía sýnir um þessar mundir leikritið Kontrabassinn eftir Patrick Stiskind. Árni Pétur Guðjóns- son fer með eina hlutverk leikritsins. Leikurinn gerist á einu síðdegi í herbergi kontrabassaleikarans, áður en hann fer í kjólfötin til að spila með hljómsveitinni. Frú Emilía Leikhúsið Frú Emilia sýnir gamanleikinn Kontrabassinn eftir Patrick Súskind. Með hlutverk kontrabassaleikarans fer Árni Pétur Guðjónsson. Sýningar verða föstu- daginn 4. mars og sunnudaginn 6. mars kl. 21.00. Miðapantanir eru í síma 10360. Leik- húsiðertil húsa að Laugavegi 55B. íslenska óperan íslenska óperan sýnir Don Giovanni eftir Mozart iGamla biói. Með aðalhlutverk fara Kristinn Sigmundsson, Bergþór Páls- son, Ólöf Kolbrún Harðardóttir, Elín Ósk Óskarsdóttir, Sigríður Gröndal, Gunnar Guðbjörnsson og Viðar Gunnarsson. Hljómsveitarstjóri er Anthony Hose og leikstjóri Þórhildúr Þorleifsdóttir. Sýning verðursunnudaginn kl. 20.00. Miðasalan er opin daglega kl. 15-19. Síminn er 11475. Litli sótarinn eftir Benjamin Britten er einnig sýnt i islensku óperunni. Herranótt Herranótt MR sýnir leikritið Góða sálin í Sesúan eftir Bertholt Brecht. Leikstjóri er Þórhallur Sigurðsson. Sýning veröur föstudaginn 4. mars kl. 20.30. Sýningar fara fram (Tjarnarbíói. Talía Leikfélag Menntaskólans við Sund, Talía, •sýnir leikritið Grænjaxlar eftir Pétur Gunn- arsson. Leikstjóri er Eiríkur Guömunds- son. Upplýsingar um sýningardaga má fá á skrifstofu skólafélags MS í sima 37441. Unglingaleikhúsið í Kópavogi Unglingaleikhúsið í Kópavogi sýnir Vaxt- arverki eftir BenónýÆgisson. Næstu sýningarverða sunnudaginn 6. mars kl. 16, þriöjudaginn 8. mars kl. 20.30 og fimmtudaginn 10. mars kl. 20.30. Sýning- arfara fram í Félagsheimili Kópavogs. Miðasala er opin kl. 18-20.30 og frá kl. 14 fyrir eftirmiðdagssýningar. Simi 41985. Leikfélag Kópavogs Leikfélag Kópavogs sýnir Svört sólskin eftir Jón Hjartarson. Sýning verður mánu- daginn 7. mars kl. 20.30. Miðasala er opinkl. 18-20.30. Sími 41985. Myndlist Gallerí Borg Daði Guðbjörnsson sýnir i Galleri Borg, Pósthússtræti 8. Á sýningu Daöa eru aðallega oliumyndir auk grafíkmynda. Sýningineropin virka daga kl. 10-18 og um helgar kl. 14-18. Sýningin stendur til 8. mars. Gallerí Gangskör Gangskörungar halda sýningu i Galleri Gangskör, Amtmannsstíg 1. Sýningin er opin alla virka daga frá kl. 12.00— 18.00 og um helgar frá kl. 14.00— 18.00. Gallerí Gijót Samsýning á verkum allra meölima Gall- érí Grjóts. Sýningin er opin virka daga frá kl. 12 til 18. Gallerí Langbrók Textílgalleriið Langbrók, Bókhlöðustíg 2, er með upphengingu á vefnaði, tau- þrykki, myndverki, módelfatnaði og fleiri listmunum. Leirmunir eru á sama stað í Gallerí Hallgerði. Opið er þriðjudaga til föstudaga kl. 12-18 og laugardaga kl. 11-14. Gallerí List í Galleri List, Skipholti 50 eru sýnd lista- verk eftir ýmsa listamenn. Grafík, vatnslit- ir, olia og handgert blásið gler. Opið frá kl. 10-18 og 10-12 laugardaga. Gallerí Svart á hvrtu Gallerí Svart er flutt í nýjan sal að Laufás- vegi 17. Þarernú sýningu áverkum Ólafs Lárussonar. Nýja húsnæðið er á tveim hæðum, á jaröhæð er sýningarsal- ur og á efri hæð umboðssala gallerísins. Á sýningu Ólafs eru teikningar og grafik- verk unnin sl. tvö ár. Sýninginstendur til sunnudagsins 6. mars. Gallerí Svart á hvítu er opiö alla daga nema mánudaga kl. 12-18. Gullni haninn Á veitingahúsinu Gullna hananum eru myndir Sólveigar Eggerz til sýnis. Mynd- irnar eru landslag og fantasiur frá Siglu- firði, unnar með vatnslitum og olíulitum. Kjarvalsstaðir Sigurður Þórir Sigurðsson sýnir málverk í Vestursal Kjarvalsstaða. Sýning Sigurð- ar nefnist „Úr hugarheimi'' og eru mynd- irnar flestar unnar á síðasta ári. Sæmundur Valdimarsson sýnir skúlptúra úrrekaviöi iVesturgangi Kjarvalsstaða. Þetta er sjötta einkasýning Sæmundar og eru verkin til sölu. Sýningarnar eru opnar alla daga kl. 14-22 og þeim lýkur sunnudaginn 6. mars. Nýhöfn Nýr sýningarsalur hefur verið opnaður i Hafnarstræti 18 í Reykjavík. Fyrsta sýn- ingin er á verkum Ragnheiöar Jónsdóttur Ream. Ragnheiður var fædd í Reykjavík 1917 og lést árið 1977. Hún stundaöi myndlistarnám við The American Uni- versity i Washington 1954-59 og fór i námsferð til italiu 1958. Hún fluttist til íslands árið 1969. Ásýningunni eru 19 verk. Sýningin er opin virka daga kl. 10-18 og um helgar kl. 14-18. Henni lýkur 16. mars. [ innri sal Nýhafnar eiga eflirtaldir lista- menn verktil sölu: Ágúst Petersen, Borg- hildurÓskarsdóttir, Bragi Ásgeirsson, Daði Guðbjörnsson, Edda Jónsdóttir, Guðrún Kristjánsdóttir, Gunnar Örn Gunnarsson, Harpa Björnsdóttir, Haukur Dór, HólmfriðurÁrnadóttir, Karl Kvaran, Karólína Lárusdóttir, Magnús Kjartans- son, Valgarður Gunnarsson og Vignir Jóhannsson. FÍM Eyjólfur Einarsson sýnir í FÍM-salnum Garðastræti 6. Á sýningunni eru 25 myndir, oliu- og vatnslitamyndir sem eru unnar á tveimur síðastliðnum árurp. Þetta er ellefta einkasýning Eyjólfs. Sýningin stendur til 13. mars og er opin daglega kl. 14-19. Krókur Nýr sýningarsalur hefur verið opnaður að Laugavegi 17 í Reykjavik. Salurinn hefur hlotið nafnið Krókur og er Kees Visser sá fyrsti sem sýnir þar. Kees sýn- ir þar skúlptúra til 1. april. Sýningin er opin á verslunartíma. Glugginn Haraldur Ingi Haraldsson sýnir akrylmál- verk og pastelmyndir i Glugganum Gler- árgötu 34 á Akureyri. Haraldurerfæddur á Akureyri 1955. Hann lauk prófi úr Myndlista- og handiðaskóla islands 1982 og stundaði síðan framhaldsnám i Ensc- hede og Amsterdam. Tvö siðastliðin ár hefur Haraldur starfað hér á landi og er sýninginafraksturþeirrarvinnu. " Sýningin stendur til 6. mars og er opin daglega kl. 14-18, lokað er á mánudög- um. Ferðalög Upplýsingamiðstöð Upplýsingamiðstöð ferðamála er með aðsetur sitt að Ingólfsstræti 5. Þar eru veittar allar almennar upplýsinger um ferðaþjónustu á islandi. Mánudaga til föstudaga er opið frá klukkan 10.00- 16.00, laugardaga kl. 10-14. Lokaöá sunnudögum. Síminn er 623045. Útivera Ferðafélag íslands Ásunnudaginn 6. mars verða tvær gönguferöir á vegum Ferðafélagsins. Sú fyrri kl. 10.30 en þá er gengið á Hengil. Ekið inn Sleggjubeinsdal og gengið það- an. Kl. 13erönnurgönguferðásvipaðar slóðir þ.e. Húsmúlann, sem er fell norð- austur af Svinahrauni, milli Engidals að norðan og Sleggjubeinsdals að sunnan. Sæluhús stóð við Húsmúlann fram til ársins 1844 er það var flutt á Kolviðar- hól. Góuferötil Þórsmerkurverðurfarin á föstudagskvöld, brottför kl. 20.00. Þriðjudaginn 8. marsverður aðalfundur Ferðafélagsins haldinn í Risinu, Hverfis- götu 105 og hefst kl. 20.30. Hana nú Vikuleg laugardagsganga Fristunda- hópsins Hana Nú i Kópavogi verður laug- ardaginn 5. mars. Lagt verðuraf staðfrá Digranesvegi 12 kl. 10.00. Markmið göngunnar er samvera, súrefni og hreyfing. Nýlagað molakaffi. Allireru velkomnir. Útivist Helgarferöir verða á vegum Útivistar í Þórsmörk og Tindfjöll. Brottför á föstu- dagskvöldi kl. 20.00. í Þórsmörk er gist í Útivistarskálunum Básum og farið i gönguferöir um Mörkina og einnig veröur Stakkholtsgjá-skoðuð í klakaböndum. i ferðinni verður sólarkaffi. i Tindfjöllum verðurgist íTindfjallaseli. Sú ferðer hentug fyrirgönguskíði. Dagsferð sunnu- dagsins verður stórstraumsfjöruferð í Hvalfjörð. Gengið með Hvammsvik, í Hvammshöfða og þaðan út með strönd- inni að svonefndum Stömpum sem eru noröanvið Kjósina. Brottförerfrá BSÍ, bensinsölu. Árshátíð Útivistar verður í Skiðaskálanum Hveradölum laugardag- inn 12. mars. Viðeyjaríerðir Hafsteinn Sveinsson er með daglegar ferðir út í Viðey og um helgar eru ferðir allan daginn frá kl. eitt. Kirkjan i Viöey er opin og veitingar fást í Viðeyjarnausti. Bátsferðin kostar 200 krónur. Félagslíf MIR Sovéska kvikmyndin „Kósakkarnir'' verð- ur sýnd í biósal MÍR, Vatnsstíg 10, sunnudaginn 6. mars. Kvikmyndin er byggð á samnefndri skáldsögu eftir Lév Tolstojsem komiðhefurútá íslensku í þýðingu Jóns Helgasonar og flutt var serr. útvarpssaga á rás 1 i Ríkisútvarpinu fyrr i vetur. Aðgangur að kvikmyndasýning- um MÍR er ókeypis og öllum heimill. Tónlist Lækjartungl Laugardaginn 5. mars koma fram i Lækj- artungli Geiri Sæm og Hunangstungliö. Á sunnudaginn kemur Gaui fram og verða honum meðal annarra til aðstoðar Björn Erlingsson og Þorkell Atlason. Hreyfing Keila í Keilusalnum í Öskjuhliö eru 18 brautir undir keilu. Á sama stað er hægt að spila billjarð og pínu-golf. Einnig er hægt að spila golf í svokölluðum golfhermi. Sund í Reykjavík eru útisundlaugar í Laugar- dal, við Hofsvallagötu og við Fjölbrauta- skólann í Breiðholti. Einnig eru útisund- laugar á Seltjarnarnesi, á Varmá og við Borgarholtsbraut í Kópavogi. Innisund- laugar á höfuðborgarsvæðinu eru viö Barónsstig og viö Herjólfsgötu i Hafnar- firði. Opnunartíma þeirra má sjá i dag- bókinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.