Morgunblaðið - 04.03.1988, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 04.03.1988, Blaðsíða 1
IflKUNA 5. — PRENTSMIÐJA MORG UNBLAÐSINS SAKAMÁL Unnendur sakamálamynda fá eitthvað við sitt hæfi þessa vikuna því Sjónvarpið sýnir fimm myndir þar sem fjallað er um morð, morðgátur og lausn þeirra. Sjónvarpið sýn- ir á fimmtudaginn fyrsta þáttinn af þremur í nýjum myndaflokki um skoska lögreglumanninn Taggart. Taggart freistar þess að leysa morðgátu ásamt félaga sínum, Peter Livingstone. Kona auðugs landeiganda finnst myrt og eiginmaðurinn sást síðast með mikið fé undir höndum á hraðri leið úr landi. Þeir félagar komast að óvæntri niðurstöðu sem endranær. Reyndar er fyrsta morðgátan leyst á laugardaginn í myndinni Morðin í Jeríkó. Þar er það Morse lögregluforingi sem rannsakar dauða píanókennara. Á mánu- daginn verður sýnd myndin Morðin í Yngsjö. Þetta er ný sænsk sjón- varpsmynd byggð á sannsögulegum atburðum sem gerðust árið 1880. Aðalpersónur myndarinnar eru mæðgin. Derrick verður á sínum stað á föstudaginn og leysir sakamál að vanda með aðstoð félaga síns, Klein. Að Derrick loknum verður sýnd myndin Maðurinn frá Majorka. Tveir lögreglu- menn rannsaka rán og morð. Sjónvarpið sýnir á þriðjudaginn fyrsta þáttinn af fimm í myndaflokki gerð- um eftir sögu Ken Follets, Víkingasveitin. í þessum myndaflokki verða reyndar ekki leystar neinar morð- gátur en ætla má að spenn- an sé ærin. ;.-t 4-±xr ------- 11. MARZ FÖSTUDAGUR 4. MARZ 1988 MAÐURINN OG SKÁLDIÐ Á Rás 1 á sunnudaginn kl. 13.30 hefst þáttaröð um Einar Benediktsson, manninn og skáldið. Þættirnir eru fjórir, klukkustund hver, og verða fluttir næstu sunnudaga á sama tíma. í þáttunum er fjallað um æviferil Einars, bæði lesið og leikið. Flutt verða brot úr Ijóðum hans og vitnað til rita hans í óbundnu máli. Hver þáttur hefur hlotið sitt heiti og eru þau öll sótt til Ijóða Ein- ars. Fyrsti þátturinn nefnist Sigurbragur fólks, er vaknar, annar Upp með taflið, ég á leik- inn, þriðji Sá deyr ei sem heimi gaf lífvænt Ijóð, og fjórði og síðasti þátturinn Nú er ég kominn af hafi. Við efnisval var stuðst við ævisögu Einars eftir Steingrím J. Þorsteinsson prófessor og endurminn- ingar Valgerðar konu Ein- ars, sem Guðni Jónsson prófessor skráði. Gils Guð- mundsson samdi handritið, en Klemens Jónsson stjórn- ar flutningi. Sögumaður er Hjörtur Pálsson. Aðrir flytj- endur eru Hjalti Rögnvalds- son, Herdís Þorvaldsdóttir, Pálmi Gestsson, Róbert Arnfinnsson og Klemens Jónsson. Einar Benediktsson Sjónvarpsdagskrá bls. 2-14 Utvarpsdagskrá bls. 2-14 Skemmtistaðir bls. 11 Hvað er að gerast? bls. 3/S íslensk náttúra bls. 7 Bíóin í borginni bls. 7 Framhaldsþættir bls. 7 Veitingahús bls. 9/11 Myndbönd bls. 13/16 Guðað á skjáinn bls. 15 B BLAÐ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.