Morgunblaðið - 19.03.1988, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 19.03.1988, Blaðsíða 2
2 B MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. MARZ 1988 NORRÆNA HUSIÐ: Norskir bókadagar 23.-28.mars „Norrænar bókmenntakynningar hafa verið fastur liður í starfsemi Norræna hússins mörg undanfarin ár og þar njótum við góðrar sam- vinnu norrænu sendikennaranna. Slíkar kynningar á dönskum og sænskum bókmenntum ársins 1987 verða nú í apríl. Kynning á finnsk- um bókmenntum ársins 1987 var haldin í lok febrúar sl. og sams konar kynning á norskum bók- menntum síðasta árs hefur verið felld inn í dagskrá bókadaganna. Þar heldur norski sendikennarinn, Oskar Vistdal, fyrirlestur, en hann hefur aðstoðað mig ötullega við undirbúning norsku bókadag- anna,"sagði Knut Ödegaard. NORRÆNA húsið gengst fyrir umfangsmikilli kynningu á norskum bókmenntum í næstu viku, dagana 23. - 28. mars. Bókmenntakynning þessi hefur fengið yfirskriftina: Norskir Bókadagar og er dagskráin fjölbreytt og viðamikil, og hafa aðstandendur Bókadaganna lagt sig fram við að fá sem flesta og besta gesti frá Noregi af þessu tilefni. Knut Ödegaard forstjóri Norræna hússins hefur haft forgöngu um undirbúning Norsku bókadaganna. Tilefnið er því ærið til að reifa bókmenntaleg tengsl milli Noregs og íslands í stuttu spjalli, en sá er einmitt tilgangur bókadaganna að efla tengslin milli þjóðanna og kynna íslensku áhugafólki um bókmenntir það helsta sem á döfinni er í Noregi. Knut Ödegaard forstjóri Norræna hússíns. Morgunblaðið/Sverrir Bókadagar eru nýjung „Nýjungin í ár eru auðvitað þess- ir norsku bókadagar.en með þeim viljum við veita fólki meiri yfirsýn og gefa því betra tækifæri til að kynnast norskum bókmenntum. Með bókadögum er hægt að fjalla ýtarlegar um landið og bókmenntir þess með bókasýningum, fyrirlestr- um og rithöfundakynningum. Þá verður sérstök Ibsendagskrá sem gerð erí samvinnu við Norræna fé- lagið. Við ríðum á vaðið með nor- skar bókmenntir en bókadagar hinna Norðurlandanna munu von- andi fylgja í kjölfarið á næstu árum. Bókmenntalegt samband þjóðanna er dauft Bókmenntalegt samband milli Noregs og íslands hefur versnað á undanförnum áratugum. Umfjöllun um norskar bókmenntir er sáralítil hérlendis og hið sama er að segja um íslenskar bókmenntir í Noregi. Kynslóðin sem las Henrik Ibsen, Knut Hamsun, Björnstjerne Björn- son og Nordahl Grieg er að hverfa af sjónarsviðinu. Raunveruleg bók- menntaleg samskipti hafa því dofn- að. A hinn bóginn hafa formleg samskipti aukist með hinum ýmsu norrænu stofnunum. Norræni þýð- ingarsjóðurinn er eitt dæmi um Arni Ibsen: Arni Ibsen Sam Shepard ætlaði sér aldrei að verða rithöf- undur og hefur reynd- ar gert margar tilraun- ir til að losna undan þeirri kvöð. Tilviljun réði því að hann gerðist leikskáld. Honum var fleygt út í djúpu laug- ina, ef svo má segja, og skipað að synda þó hann kynni naumast að fleyta sér. Hann lærði einhvers konar sundtök með því að prófa sig áfram og fór loks að hafa gaman af buslinu, en þó hefur hefur hann nokkrum sinnum reynt að hætta öllu saman og mjaka sér upp á sundlaugarbakkann. Enn dreymir hann um að geta hætta öllu saman og mjaka sér upp á sundlaugarbak- kann. Enn dreymir hann um að geta hætt að semja leikrit, en gerir sér þó Ijóst að sá draumur verður ekki að veruleika vegna þess að hann er orðinn samgróinn þessu hlutverki sem hann var í upphafi Leikskáldið Sam Shepard skikkaður til að leika, og finnur auk þess hjá sér þörf til að gera betur, ná lengra, ná betri tökum á efnivið sínum og gera honum betri skil. Það verður þess vegna spennandi að fylgjast með ferli hans í framtíð- inni, en Shepard hefur í rúma tvo áratugi verið eitthvert forvitnileg- asta leikskáldið í Bandaríkjunum og nú er ekki lengur umdeilt að hann er kominn í fremstu röð leik- skálda í heiminum. Þó elstu verkin hans séu afar misjöfn að gæðum er þar víða að fínna heillandi skáld- skap og í þeim leikritum sem hann hefur sent frá sér síðasta áratuginn rætist það fyrirheit sem hann gaf um að hann gæti orðið einn af meisturum nútímaleikritunar. Upphafið Shepard fæddist 5. nóvember í Fort Sheridan herstöðinni í Illinois. Faðir hans var herflugmaður og einkenndust bernskuár Shepards af sífelldu flakki fjölskyldunnar milli herstöðva. Þegar faðirinn losn- aði úr hernum settist fjölskyldan að í Kaliforníu, skammt frá Los Angeles, og þar ólst Shepard upp innan um bændur, landshornaflakk- ara og skrifstofufólk úr stórborgini sem átti sér svefnhús í sveitinni. Móðir Shepards var barnakennari, en faðir hans stundaði spænsku- kennslu og lék á trommur með Dixieland-hljómsveitinni í frístund- um; hann var ofsafenginn og drykk- felldur heimilisfaðir sem gat volað dögum saman yfir eigin eymd.og glötuðum tækifærum. Shepard var bara unglingur þegar honum of- bauð svo ástandið heima að hann stakk af frá öllu saman. Hann kom til New York um 1960, um þær mundir sem borgin var að verða að miðstöð helstu nýjunga í heims- listum. Shepard kunni lítið annað en að leika á trommur, en vildi gerast leikari og hafði þegar ofur- litla reynslu að baki eftir að hafa leikið í nokkrum leiksýningum í Burbank í Kaliforníu. Ekki komst hann að sem leikari og gerðist því þjónn á veitingahúsi, eins og flestir atvinnulausir leikarar í New York. I aukavinnu var hann trommuleik- ari með hljómsveitinni The Holy Modal Roundere. Shepard var samt sem áður al- sæll með hlutskipti sitt. Veitinga- húsið var í Greenwich Village, lista- mannahverfinu fræga, þar sem spennandi listsköpun átti sér stað hvert sem litið varð. Hverfið var fullt af ungum og listhneigðum bóhemum sem höfðu safnast á þennan stað í von um að lista- mannsdraumarnir rættust, en for- tíðin skipti engu máli. Þetta fólk hafði komið víða að og átti það helst sameiginlegt að vera búið að hafna gildismati foreldra sinna og glata trúnni á „ameríska draum- inn". Mest um vert þótti Shepard þó að á hverju kvöldi komu helstu jazz-hetjurnar saman á veitinga- húsinu sem hann starfaði við og léícu af fingrum fram til næsta dags; og Shepard fékk ekki bara ókeypis inn, hann fékk borgað fyrir að vera viðstaddur! Brátt kom að því að lítil og fá- tækleg leikhús spryttu upp í hverf- inu, í veitingahúsum, kirkjum, vöru- húsum og víðar. Veitingahúsið sem Shepard vann á breyttist í kaffileik- hús, en allir vinnufélagar hans voru atvinnulausir leikarar og þetta lá beint við. Það vantaði bara nýtt leikrit. Litlu leikhúsin í hverfínu voru óhefðbundin og frjálsleg í efn- isvali og efnistökum, og reyndar varð frjálslyndið svo mikið að nán- ast allt var leyfilégt annað en að vera gamaldags. Shepard hafði eitt- hvað borið við að skrifa, enda hafði hann heillast af mannlífinu í bó- hemahverfínu, og úr því hann var ekki tilbúinn til að fara að leika þótti félögum hans ekki nema sjálf- sagt að hann semdi leikrit handa þeim svo hann yrði ekki útundan. Hann samdi tvo einþáttunga, Cow- boys og Rock Garden, og voru þeir sýndir á veitingahúsinu 1964. Fyrra verkið er nú glatað og senni- lega hefur Shepard sjálfur látið það hverfa, en það þótti minna óþægi- lega á Beðið eftir Godot. Leik- stjórinn hafði skikkað Shepard til að lesa það verk svo hann fengi einhverja hugmynd um hvernig ætti að byggja upp leikrit. Shepard endursamdi Cowboys 1967 og nefndi Cowboys no. 2, og enn eru Beckett-áhrifin augljós. I báðum fyrstu einþáttungunum eru þó greinileg þau höfundareinkenni sem síðar áttu eftir að gera Shepard heimsfrægan, sundurlaus fram- vinda, brotakennd persónusköpun og innblásnar, draumkenndar ein- ræður á kraftmiklu amerísku mál- fari. Shepard hefur sjálfur sagt að

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.