Morgunblaðið - 19.03.1988, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 19.03.1988, Blaðsíða 6
6 B MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. MARZ 1988 Guðrun Á. Simonar. Bænin i Tosca eftir Puccini. Þjóðleikhusið 1957. V ið fráfall okkar mikilhæfu söngkonu, Guðrúnar Á. Símonar, hefði mér þótt við hæfi, að rifjuð yrði af því tilefni upp sú saga, þegar óperulistin nam land hér á Islandi, en þar var Guðrún ein af landnámsmönnunum og í rauninni hin fyrsta íslenska óperuprima- danna, sem hér starfaði. María JÖaYkan hafði unnið sína óperu- sigra á erlendum leiksviðum — og sama máli gegndi um aðra þá íslenska stórsöngvara, sem við höfðum eignast, Ara Jónsson, Pét- ur Á. Jónsson, Sigurð Skagfield, Stefán íslandi, Einar Kristjánsson og Þorstein Hannesson, allir höfðu þeir neyðst, til að starfa við erlend óperuhús — með þeim kostum og göllum sem því fylgir fyrir íslend- inga. Þetta hafði sínar eðlilegu orsakir — frambærilegt hús til óperuflutnings var ekki til í landinu fyrr en Þjóðleikhúsið tók til starfa 1950. Ég hafði vænst þess, að saga hinna fyrstu óperusýninga hér og skerfur Guðrúnar yrði rakinn í minningargreinum um hina virtu söngkonu, en svo var ekki nema að litlu leyti. Mér varð enn ljósara við útför Guðrúnar, að gefhu tilefni, að full ástæða er til að rifja upp þessa sögu svo menn læri ekki fræðin aftur á bak. Mér er ekki málið skylt nema sem leiksögufræðingi og þykir þar rétt að hafa það held- ur er sannara reynist — en ég fór ungur að fylgjast með í leikhúsum ofe*«á því allflestar þær sýningar, sem hér virðist full astæða til að minna á; man þær enda býsna vel. Staðreyndin er sú, að fyrsti gestaleikur, sem til Þjóðleikhúss- ins kom, — Brúðkaup Figarós frá Stokkhólmsóperunni — var á fjöl- um Þjóðleikhússins minna en tveimur mánuðum eftir vígsluna vorið 1950. Ogþegar á fyrsta leik- ári sínu, stendur Þjóðleikhúsið svo fyrir fyrstu óperusýningu sinni, Rígólettó, svo að varla verður Guðlaugur Rósinkranz ográðgjaf- ar hans í tónlistarmálum sakaðir um, að þeir hafi ekki gert sér grein fyrir þeim nýju möguleikum, sem þarna höfðu opnast fyrir söng- og leiklist. Til að taka þátt í þessari Rígólettó-sýningu var kallaður heim einn ástsælasti söngvari okk- Operan nemur land ar fyrr og síðar, Stefán íslandi, og við hlið hans þreytti annar frá- bær söngvari sína frumraun, Guð- mundur Jónsson, og hafði frægan sigur. Og aðrir góðir listarrienn, sem síðar áttu eftir að taka enn meiri þátt í þessu landnámi, Guð- munda Elíasdóttir og Kristinn Hallsson til dæmis, stigu þarna sín fyrstu spor á leiksviði. Það var að vonum, að ýmsir höfðu haft efasemdir um, að slíkt fyrirtæki myndi lukkast á íslandi, en þessi sýning tók af öll tvímæli. Og því var haldið ótrautt áfram. I næstu sýningu var Guðrún A. Símonar kölluð til leiks, þá varla búin að ljúka sínu mikla og vandhugsaða námi. Verkefnið var sígild óperetta Johanns Strauss Leðurblakan (hver tók upp á því að kalla Leðurblökuna 'og Sígaunabaróninn óperur, eins og þær þyrftu eitthvað að skammst sín fyrir að vera einhverjar bestu óperettur sem samdar hafa ver- ið?), og meðal annarra flytjenda voru Einar Kristjánsson, Ketill Jensson, Sigrún Magnúsdóttir, Elsa Sigfúss, Guðmundur Jónsson, eftir Svein Einarsson Sigurður Ólafsson og Lárus Ing- ólfsson (Frosch). Þessari stefnu fylgdi leikhúsið svo fyrstu árin, að gefa jafnt ungum söngvurum og efnilegum tækifæri til að spreyta sig og gefa áhorfendum einnig tækifæri að sjá á íslensku leiksviðiþásöngvara, sem erlendh störfuðu. Árið eftir kom svo La Traviata, og síðan rak hvert verk- ið annað; í Nitouche 1954 komu til dæmis fram nokkrir ungir söngvarar, sem síðar áttu eftir að láta mikið að sér kveða: Magnús Jónsson, Sigurveig og Ingveldur Hjaltested, Eygló Victorsdóttir og Svala Nielsen. I Pagliacci og Cav- alleria Rusticana sama ár kemur svo Þuríður Pálsdóttir fram í hlut- verki Lolu og síðar Neddu og verð- ur síðan forystusöngkona næstu árin ásamt Guðrúnu, Þuríður í flúrsöngnum og Guðrún á lýrisk- dramatíska sviðinu. Guðrún syng ur að sjálfsögðu Santuzzu (og það gerði reyndar María Markan líka Guðrún Á. Símonar (Freyja), Ólafur Þ. Jónsson (Loki) og Guðmundur Jónsson (Þór) í Þrymskviðú eftir Jón Asgeirsson. Þjóðleikhúsið 1974. á tveimur sýningum); síðar syngur hún svo Toscu á móti Stefáni og Guðmundi, þegar minnst var fímmtugsafmælis hins fyrrnefnda. Reyndar hafði Þjóðleikhúsið ekki frumkvæði um allar óperu- sýningar á þessum árum. Sýning Leikfélags Reykjavíkur á Miðlin- um 1952, þar sem þær Guðmunda Elíasdóttir og Þuríður fóru á kost- um var mjög kærkomin tilbreyt- ing, því að þar var farið útfyrir alfaraveg 19. — aldarverkefnanna og minnt á nýsköpun í óperufag- inu. Og þá má og minnast La Bohéme-sýningar Félags ísl. ein- söngvara í Þjóðleikhúsinu, sem borin var uppi af glæsilegum hópi ungs hæfíleikafólks, sem allt var nýkomið frá námi og sprúðlandi af listrænni getu: Þar var Guðrún Mimi, Þuríður Musette, Magnús Jónsson Rudolfo, Guðmundur Marcel og þeir Kristinn Hallsson og Jón Sigurbjörnsson Schaunard og Colline. Mér er mjög minnis- stætt, þegar ég hlustaði með Guð- rúnu á upptöku frá þessari sýn- ingu, mörgum árum síðar. Þá hvíslaði hún: „Hugsaðu þér, þetta var ég! Ég gat sungið svona!" En hún mátti vera stolt. Erlendur tón- listarfrömuður, sem ég lét heyra þessa upptöku, líkti henni óðar við Licia Albanese, einn fremsta túlk- anda þessa hlutverks á Scala og Metropolitan á þesari öld. Smám saman tók Sigurveig Hjaltested við af Guðmundu Elíasdóttur sem helsta mezzósópransöngkona okk- ar. En sagan hélt áfram. Sigurður Björnsson og síðar Erlingur Vig- fússon og Olafur Þ. Jónsson fóru utan og störfuðu þar, og Guð- mundur Guðjónsson bar upp flest helstu tenórhlutverkin eftir að Magnús Jónsson fór á Konung- lega. Reyndar barst liðsauki að utan, þegar Þorsteinn Hannesson kom heim frá Covent Garden (hann söng m.a. Tamínó í Töfra- flautunni), og eins munaði heldur en ekki um Sigurð og Magnús, eftir að þeir komu heim aftur; en þá erum við farin að teygja okkur yfir á áttunda áratuginn. En fyrst Töfraflautuna bar á góma, má minnast þess, að henni og La Bohéme stýrði Lárus Pálsson og má hann því heita hinn fyrsti íslenski óperuleikstjóri (ásamt Einari Pálssyni, sem átti heiðurinn af Miðlinum); annars hafði Þjóð- leikhúsið yfirleitt "kallað hingað útrefidinga til að stýra þessum sýningum. Dr. Urbancic bar veg

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.