Morgunblaðið - 06.04.1988, Side 4

Morgunblaðið - 06.04.1988, Side 4
4 B jWorgunÞfatitft /ÍÞRÓTTIR MÐVHCUDAGUR 6. APRÍL 1988 KNATTSPYRNA / ENGLAND Liverpool tapaði, 1:2, fyrir unglingaliði Forest KENNY Dalglish, fram- kvæmdastjóri Liverpool, lét tvo af bestu leikmönnum sínum, Peter Beardsley og Ray Hough- ton, verma varamannabekkinn þar til eftir hlé á laugardaginn fyrir páskadag - þegar Liver- pool mætti Nottingham Forest á City Ground. Hann vildi greinilega ekki láta þá leika gegn Forest, þar sem félögin mætast aftur á laugardaginn, í undanúrslitum ensku bikar- keppninnar. Beardsley og Houghton, sem Liverpool keypti á 2.6 millj. sterlingspunda, hafa skorað sam- tals nítján mörk fyrir félagið í vet- ur. Danski leikmað- Frá Bob urinn Jan Mölby lék Hennessyi á miðjunni - hans Englandi fyrsti leikur í byij- unarliði Liverpool í vetur. Aðeins einn leikmaður var í sóknarlínunni, John Aldridge. Frá byrjun leiksins voru hinur ungu leikmenn Forest ákveðnir og fljótir og var Gary Grosby, sem lék með utandeildarliði fyrir fjórum mánuð- um, maður leiksins. Þessi ungi leik- maður fór á kostum á miðjunni og þá voru þeir Nigel Clough og Paul Wilkinson mjög hættulegir í sókn. Alan Hansen, fyrirliði Liverpool, sem verður að öllum lfkindum kjör- inn Knattspymumaður ársins í Englandi, varð fyrir því óhappi að skalla knöttinn í eigið mark á 24. mín., eftir að hann og Gary Gillespie, reyndu báðir að skalla knöttinn. Bruce Grobbelaar, mark- vörður Liverpool, sem átti stórleik, átti ekki möguleika á að verja. Hann varði aftur á móti glæsilega vítaspymu frá Nigel Clough á 46. mín. — kastaði sér niður í vinstra homið. A 59. mín. bættu leikmenn Forest við, eftir frábæran samleik Clough, Crosby og Webb, sem rak smiðshöggið á sóknarlotuna með marki af 20 m færi. Liverpool náði að minnka muninn í 2:1 á 78. mín. Webb felldi þá John Bames og víta- spyma var dæmd á Forest. John Aldridge skoraði úr vítaspymunni. McClair með þrennu Manchester United vann sinn fímmta heimaleik í röð. Brian McClair skoraði þijívegis fyrir Un- ited, sem lagði Derby, 4:1. Hann hefur gert 26 mörk fyrir félagið í vetur - þar af nítján í deildarkeppn- inni. Það bendir því allt til að hann verði fyrsti leikmaður United í 20 ár, síðan George Best skoraði 25 deildarmörk, sem skorar yfír 20 mörk á keppnistímabili. Colin Gib- son gerði ijórða mark félagsins, en Steve Cross sá um mark Derby. Chelsea varð fyrir áfalli þegar fé- lagið mætti Arsenal. Kerry Dixon, sem skoraði, 1:0, fyrir Chelsea, varð að yfírgefa völlinn rétt á eftir - meiddur á ökkla. Þegar 25. mín. voru til leiksloka fór Gordon Durie af leikvelli, meiddur á hné. Hann verður frá keppni í tvo mánuði. Chelsea, sem hefur ekki unnið sigur í tuttugu leikjum í röð, varð fyrir því óhappi að Joe McLaughlin gerði sjálfsmark og jafnaði fyrir Arsenal, 1:1. Portsmouth tryggði sér þijú dýr- mæt stig með því að leggja Totten- ham að velli, 1:0. Barry Home, besti leikmaður vallarins, skoraði sigurmarkið. Hann komst einn inn fyrir vöm Tottenham og skaut. Bobby Mimms, markvörður, varði skot hans, en Home fékk knöttinn aftur og þá sendi hann knöttinn í netið. Leikmenn Tottenham reyndu að jafna, en þeim tókst ekki að bijóta niður sterkan vamarmúr Portsmouth. ONeill skoraðl þrjú mörk Brasilíumaðurinn Mirandinha gat ekki leikið með Newcastle vegna veikinda. Það kom ekki að sök, því að Newcastle lagði Luton, 4:0. Tán- ingurinn Michael ONeill frá Norð- ur-írlandi gerði þijú mörk og gamla kempan Paul Goddard, sem lék sinn 350 deildarleik, skoraði §órða markið. Ruel Fox og Kevin Drinkell skomðu mörk Norwich, 2:0, gegn Charlton, á aðeins átta mín. kafla í seinni hálfleik. Fyrri hálfleikur leiksins þótti afar lélegur og þegar seinni hálfleikurinn hófst, var það hljóm- sveitin sem lék í leikhléi, sem hafði sýnt það besta sem boðið hafði ver- ið upp á. Cyrille Regis tryggði Coventry sig- ur, 1:0, yfír Oxford - með skalla- marki á síðustu mín. leiksins. Peter Hucker, markvörður Oxford, varði hvað eftir annað glæsilega í mark- inu og kom hann í veg fyrir stórsig- ur Coventry. Sigurður góður Sigurður Jónsson fékk góða dóms eftir 2:1 sigur Sheffíeld Wednesday gegn West Ham. Colin Hirst og Mark Chamberlain gerðu mörk heimamanna en Leroy Rosenior minnkaði muninn. Southampton hefur ekki sigrað heima síðan 26. desember og gerði 2:2 jafntefli við Wimbledon. Cunn- ingham skoraði fyrir gestina í lok fyrri hálfleiks, en Steve Baker jafn- aði á 70. mínútu. Glenn Cockerill náði forystunni fyrir Southampton á 82. mín., en Brian Gayle jafnaði mínútu fyrir leikslok. Millwall lagði Aston Villa, 2:1, í 2. deild. David Salman skoraði fyrst fyrir Millwall, á 33. mín. en Gary Thompson jafnaði fyrir Villa. Teddy Sheringham, sem hefur skorað nítján deildarmörk, skoraði sigur- mark Millwall, sem hefur aldrei leikið í 1. deild. Millwall hefur lagðt Aston Villa í báðum leikjum liðanna í vetur. Reuter Noel Blake og Kenny Swain, vamarleiukmenn Portsmouth, reyna hér að stöðva Tottenham-leikmanninn Steve Hodge. Brian McClalr skoraði sína fyrstu þrennu, í leik gegn Derby. SKOTLAND Rangers fékk skell Glasgow Rangers mátti þola tap, 1:2, fyrir Hearts á laugar- daginn. Daninn Jan Bartram skor- aði fyrst fyrir Rangers með þrumu- skoti, en þeir John Colquhoun og Dave MacPherson svöruðu fyrir Hearts. Peter Grant og Andy Walker tryggðu Celtic sigur, 2:0, yfír Hibs. Celtic, sem á 100 ára afmæli í ár, þarf nú aðeins að fá þijú stig í fimm leikjum til að tryggja sér Skotlands- meistaratitilinn. Urslit B/10 Staðan B/10 FRAKKLAND Hoddle hetja Monaco GLENN Hoddle var hetja Monaco, þegar félagið vann sinn fyrsta sigur á útivelli síðan í október. Hoddle skoraði sigurmarkið, 1:0, gegn Lille með skalla á níundu mín. Eftir það sóttu leikmenn Lille, en vörn Monaco náði að verjast belgíska landsliðsmanninum Erwin van der Berg og félögum hans hjá Lille. eistarar Bordeaux máttu þola jafn- tefli, 0:0, í Laval. Leikmenn Marta Racing París, sem eru í þriðja sæti, áttu einn- ig erfitt með að fínna leiðina að netamöskvum Toulouse í París. Uruguay-leikmaðurinn Enzo Francescoli, sem vill fara frá Parísarfélaginu, var þó nær því búinn að skora. Marseille mátti þola tap, 0:2, gegn Auxerre. Eric Canton og Pascal Vahirua frá Tahiti, skoruðu mörkin gegn Marseille, sem lék án fimm lykilmanna. Alain Giress og Klaus Allofs, fyrirliði v-þýska landsliðsinsins, léku ekki með. Greinilegt var að Marseille tók þá ákvörðun að hvíla leikmenn fyrir Evrópuleik- inn gegn Ajax í kvöld. Skotinn Mo Johnston, sem hefur skorað ellefu mörk fyrir Nantes, hefur verið veikur. Hann lék þó með gegn. Montpellier, en náði ekki að skora í jafnteflisleik, 0:0. Ursllt B/IO Staðan B/IO Peter Beardsley og Houghton á bekknum KNATTSPYRNA / V-ÞÝSKALAND Svíar komu, sáu og sigruðu í V-Beriín - lögðu úrslitaliðin frá HM í Mexíkó að velli SVÍAR komu skemmtilega á óvart í fjögurra landa keppni í knattspyrnu, sem haldin var í V-Berlrn um páskana. Þeir léku mjög góða knattspyrnu og byrjuðu á því að leggja V- Þjóðverja að velli í vítaspyrnu- keppni og síðan lögðu þeir Sovétmenn, 2:0, í úrslitaleik. Fanz Beckenbauer, þjálfari v- þýska landsliðsins, var ekki ánægður með sína menn í mótinu. Þegar hann var spurður hvort að hann væri ánægður með leikmenn sína, sagði hann að enginn leikmað- ur hafí sýnt takta sem hann væri ánægður með. Það voru ekki margir áhorfendur sem mættu á leikina í mótinu, sem V-Þjóðveijar, Svíar, Sovétmenn og Argentínumenn tóku þátt í. Aðeins 10 þús. áhorfendur sáu Sovétmenn leggja Argentínumenn að velli, 4:2, í fyrsta leiknum á Ólympíuleikvang- inum í V-Berlín, sem tekur 70 þús. áhorfendur. Alekander Zavarov, Gennadi Litovchenko og Alekander Zavarov 2, skoruðu mörk Sovét- manna. Pedro Troglio og Diego Maradona skoruðu mörk Argentínu. Svíar og V-Þjóðverjar gerðu jafn- tefli, 1:1. Klaus Allofs skoraði fyrir heimamenn, en Peter Truedsson, sem kom inn á sem varamaður hjá Svíum, náði að jafna. Svíar unnu síðan í vítaspymukeppni, 3:1. Lothard Mattháus tryggði V-Þjóð- veijum sigur, 1:0, yfir Argentínu- mönnum í leiknum um þriðja sætið - skallaði knöttinn í netið eftir fyr- irgjöf frá Rudi Völler. 25 þús. áhorfendur sáu Svía Ieggja Sovétmenn að velli, 2:0, í úrslita- leiknum. Hans Eskilsson og Hans Holmquist skoruðu mörk Svía, sem léku við hvem sinn fíngur gegn heimsmeisturunum. Flestir þjálfarar þeirra liða sem leika í Evrópukeppni landsliðs í sumar, voru mættir til V-Berlínar. Bobby Robson, landsliðseinvaldur Englands og Sepp Piontek, þjálfari Danmerkur, vom þar. Reuter Ollo Nordln, þjálfari Svía, sést hér faðma Jan Möller, markvörð Svía, eftir víta- spymukeppnina gegn V-Þjóðveijum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.