Morgunblaðið - 09.04.1988, Page 4
4 B
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. APRÍL 1988
GUÐMUNDUR BJÖRGVINSSON
LISTMÁLARI
OG RITHÖFUNDUR:
Guðmundur Björgvinsson list málari og rit
höfundur opnaði málverkasýningu á Kjarv-
alsstöðum sl. laugardag. Sýningin ber yfir-
skriftina „Martin Berkofsky spilar ungverska
rapsódíu nr. 10 eftir Franz Liszt“ - sérkenni-
legt nafii á málverkasýningu en Guðmundur
hefur skýringar á reiðum höndum. „Kveikjan
að þessari sýningu var konsert sem Martin
Berkofsky hélt í Þjóðleikhúsinu 18. febrúar
1985. Meðan á leik hans stóð fór ég í eins
konar ferðalag á baki tónlistarhryssunnar
og eru málverkin tilraun til að festa á léreft
örlítið brot af þeim myndum sem urðu á vegi
minum í þessu ferðalagi. Einsog öll ferðalög
hefst þetta ferðalag á upphafinu. Og upphaf-
ið er myrkur. Svartur litur. Ekkert. Ekkert
er svart. Svarti liturinn er fyrirsláttur eða
yfirvarp. í honum leynast allir litir. Og allt
getur gerst. Himinn og jörð verða til. Guðir
og menn. Allt stígur útúr engu. Verði ljós!
Ogþað verður Ijós. Ljósið aðskilur manninn
frá óskapnaðinum. Maðurinn kemur reiðu á
óskapnaðinn. Ferðalagið er sköpun heimsins.
Ferðalagið er fæðing, líf og dauði. Ferðalag-
ið er listsköpun. Ferðalagið er myndbreyting.
Allt hangir saman einsog ógnarlangur ormur
sem hlykkjast um heima alla. í senn skepna
og drumbur, gijót og gras, guð og djöfull.
Maðurinn er höfuð ormsins. Ekkert stendur
eitt og sér. Edvard Munch er púpustig Franz
Kline, Leonardo da Vinci lirfan, myrkrið er
eggið. Sá sem leggur af stað á vængjaðri
hryssu tónlistarinnar á ekki afturkvæmt.
Hann verður um eilífð á sveimi einhvers stað-
ar í sjöunda himni.“
Guðmundur Björgvinsson listmálari og rithöfimdur.
„Er um dlífð
á sveimi dnhvers staðar
ísjöunda himniu
Þ
essi hugleiðing Guðmundar er lyk-
illinn að skilningi á hugmyndum
hans um listina, eigin verk og
stöðu listamannsins í tilverunni.
Uppspretta listsköpunarinnar og
samhengi sögu og hluta eru hon-
um hugleikin viðfangsefni, bæði í
myndlistinni og í skáldsögunum
tveimur, Allt meinhægt(1982) og
Næturflug í sjöunda himni(198-
5).„Uppspretta allrar listsköpunar
er einhver sameiginlegur kjami.
Listamaðurinn velur sér farveg
fyrir tjáningarþörfina en margir
hafa sagt það nánast tilviljun
hvaða grein varð fyrir valinu.
Myrkrið - svarti liturinn - er sá
kjami sem allt sprettur úr. Ljósið
getur birst í .formi pensils, penna
Samtal
um lífíð,
listina og
samhengi
hlutanna
eða hugans, hverju því sem kemur
reiðu á hlutina", segir Guðmund-
ur. „Mín níðurstaða er sú að þetta
er allt sami hluturinn. Ég beini
mínum kröftum í tvo farvegi,
myndlist og ritstörf, og ég hef
grun um að afköstin yrðu ekki
meiri í öðru þó ég legði hitt á hill-
una. Ég tek skorpur sitt á hvað,
einn til tvo mánuði skrifa ég,
næstu tvo mála ég og sný mér
síðan aftur að handritinu af end-
umýjuðum kröftum."
Myndlistarnám og náms-
ferill
„Ég fór út til Kalifomíu árið
1974 og lagði stund á háskólanám
í sálarfræði, mannfræði og mynd-
list um tveggja ára skeið. Ég ætl-
aði að verða sálfræðingur en fékk
leið á því og sneri mér að myndlist-
inni. Ég kom svo heim 1976, stór-
skuldugur eftir þessa námsdvöl og
tók mér tíma til að greiða þær.
Jafnframt var ég í Háskólanum
og stundaði nám í sálarfræði,
mannfræði og listasögu. Ég er
próflaus maður en þetta háskóla-
nám veitti mér akademíska skólun
sem hefur nýst mér vel við vinnu
mína. Reynsla mín af eiginlegu
myndlistamámi er lítil en aðal-
kosturinn hlýtur að vera sá að fá
stöðug viðbrögð frá kennurum og
samnemendum. Kennarar, list-
fræðingar og gagnrýnendur hafa
þó þann sameiginlega galla að
segja. aldrei: mér fínnst..., heldur:
þetta er svona... Þetta er galli við
kennslu og gagnrýni.
Tveggja ára vinna að baki
sýningunni
Ramminn að sýningunni er
flutningur Martins Berkofskys í
Þjóðleikhúsinu á rapsódíu Franz
Liszts fyrir tveimur ámm. Sýning-
in er þó ekki myndskreyting við
tónverkið heldur úrvinnsla mín á
þeirri upplifun sem ég varð fyrir
við að hlusta. Fyrsti hluti sýning-
arinnar er eins konar ferðalag inn
í auga Liszt og það má skoða sem