Morgunblaðið - 09.04.1988, Síða 6
B
MÖRGUNtíLAÐIÐ, LAUGARDAGÚR '9. APRÍL' 1988
EINAR GUÐMUNDSSON
SKRIFAR
FRÁ AMSTERDAM
Sagt er í A’dam, að borgin hafi
það, „Amsterdam heeft ’t.“ Hvað
þetta „það“ er, getur náð yfír nán-
ast allt er mannslíkaminn gimist —
og ávallt er líka eitthvað á boðstól-
um fyrir andlegu þarfimar. Erfitt
er að útlista nákvæmlega, hvað
þetta „það“ er — eitt er þó vfst,
að það er risið mikið fjall í Amster-
dam sem heitir Menningarfjall.
Efnahagsbandalagslöndin fram-
leiða ekki bara smjör- og ostafjöll.
— Því miður er ekki hægt að búa
til skíðabrekkur á þessum nefndum
flöllum, en bót í máli er, að hægt
er að fara í ímyndaðar fjallgöngur
á þeirra vegum.
Vegna þess einmitt, að Amster-
dam gegndi menningarlegu höfuð-
borgarhlutverki á sl. ári, var skipu-
lögð sýning er bar heitið „Century
’87 — Nútímalist horfist í augu við
fortíð Amsterdam". Frá þessari
sýningu greinir þessi grein.
Þrjátíu listamönnum var boðið
að taka þátt, helmingur vom hol-
lenzkir myndlistarmenn — hinn
parturinn af alþjðlega toganum.
Sögulegir staðir í borginni vom
valdir, þar sem listamönnunum var
ætlað að gera innlegg — skúlptúr
var ekki aðaláherzluatriði, eins og
t.d. í Munster (Skúlptúrprójekt ’87,
og áður hefur verið getið í Mbl.-
grein — en fyrirbærið svipað); Hol-
lendingar era frekar af maleríska
toganum.
Nefnandi toga, þá erú svona sýn-
ingar nokkuð ofariega á baugi um
þessar mundir. Gæti „Listahátíð í
Reykjavík" t.d. athugað sinn gang
að prófa eitthvað af þessum toga.
— Verð ég þó að skjóta inn í, áð
þessir hlutir kosta peninga. Hol-
lendingamir höfðu milljón gyllini
að spila úr; nægði sú upphæð ekki
til að endar næðust saman.
Öldin, sem um er að ræða, er
einkaframtak nokkurra ungra hol-
lenzkra listfræðinga, sem em að
hasla sér völl á hinum órabreiða
fleti myndlistarheimsins, þar sem
Holland er hluti af vettvangnum.
Þeir fóm á flot strax í ársbytjun
1985, þegar ljóst var að Amsterdam
fengi margumrætt forystuhlutverk.
En sumarið 1986 urðu þeir fyrir
því sjokki, að Belgar skutu þeim
soldið ref fyrir rass — án þess þó
að það yrði fréttaefni á íslandi. í
Ghent var haldin sýning sem hét
„í herbergjum vina“. Listamenn
sýndu inni á einkaheimilum, þar
sem almenningi gafst kostur á að
skoða.
Seinheppni er alls ekki svo óal-
gengt fyrirbæri í listaheiminum; en
góðar hugmyndir má víst alltaf
endurtaka!
Fyrir undirritaðan em blaða-
mannafundimir í kringum sýning-
arstússið oft það langskemmtileg-
asta — þar er svo skrautlegt and-
litasafn fólks sem lifir fyrir listina
og ferðast á listinni. — Hinir tískug-
löðu Hollendingar vom að sjálf- *
sögðu með það nýjasta af nálinni á
viðkomandi blaðamannafundi.
Blaðamannafundur var „post-
modem" í hæsta máta. Allar upp-
lýsingar vora framreiddar af mynd-
segulböndum; engar ræður vora
fluttar og ekki var ljóst hvenær
fúndur hófst og hvenær fundi lauk.
Post-modem er vel að merkja
nýjasta tískuorðið í myndlistar-
heiminum í dag. Enginn veit ná-
kvæmlega hvað það merkir. Það
er samt á allra vömm. Margir hafa
atvinnu af því að froðusnakka í
Spennan við að skrífa
Kjartan Áraason
Qallar um
norska rithöfundinn
Kjell Askildsen sem
heimsótti ísland
í tilefni Norsku bókadag-
anna í Norræna húsinu
í dymbilviku
Hann er einhver afkastaminnsti rit-
höfundur Noregs og þótt víðar væri leit-
að, með aðeins 9 bækur að baki á 34
árum, samtals um 900 síður eða nálægt
26 línum á ári. Hann er Kjell Askildsen,
maður hinna dýru orða.
Situr einn að skriftum á fullkomlega yfir-
lætislausu kaffihúsi á ókunnum stað meðal
fólks sem þekkir hann ekki, horfir mikið
útí loftið og skráir vel yfirveguð orð sín
með löngum hléum í litla vasabók. Fólkið í
kringum hann veitir honum litla athygli,
heldur kannski að hann sé að leysa stærð-
fræðiþrautir. Eftir daglanga setu fer hann
heimá gistihúsið og tekur á sig náðir. Vakn-
ar snemma morguninn eftir og strikar út —
allan afrakstur gærdagsins og einni línu
meir. „Að strika út er jafn mikilvægt og
að skrifa. Kannski mikilvægara", hefur
hann sagt.
„I mínum huga er innblástur það sama
og einbeitni,“ segir hann, „ef ég er ekki í
réttu umhverfi þá get ég ekki skrifað, get
ekki einbeitt mér, ég get ti) dæmis ekki
skrifað heima, verð að fara út og hafa ein-
hvers konar leiktjöld í kringum mig. Ef fólk-
ið umhverfis mig veit að ég er rithöfúndur
get ég heldur ekki skrifað. En þegar allt
er einsog það á að vera þá get ég einbeitt
Og
stríka
út
mér og það merkilega er að þá get ég líka
skrifað af fúllum krafti daginn eftir að hafa
þurrausið mig með því að skrifa kannski
sjö — átta setningar. Eitthvað er að vaxa
í mér á svona stundum og ég get setið og
stritað við framhaldið þartil eitthvað losnar
og sagan gengur upp. Þá er ég líka búinn
að strika mikið út.“
Kjell Askildsen hefur lýst því að hann
verði alltaf að vera í sömu stöðu gagnvart
sögunum sínum og lesandinn, megi eki vita
hvað gerist næst. Hann leggur upp með
eina óljósa hugmynd án þess að vita hvað
úr henni verður, þekkir ekki upphafíð, ekki
endinn — ekki meginmálið einu sinni. Svo
getur það gerst þegar líður á söguna, segir
hann, að sjónarhomið hafí reynst skakkt
og allt lendir í hnút. Þá verður hann að
hætta við söguna, henda henni, þar er ekki
um það að ræða að byija uppá nýtt — spenn-
an ónýt. En spennan við að skrifa er ein-
mitt það sem heillar Askildsen umfram ann-
að, spennan að vita aidrei hvað gerist hand-
an við næsta punkt, hvemig sagan muni
enda, hvað verði úr persónunum — spennan
sem fylgir því að vita aldrei meira en les-
andinn.
Kjell Askildsen fæddist haustið 1929 í
Mandal í Suður-Noregi. Hann var 23ja ára
þegar hann gaf út sína fyrstu bók, Herett-
er fialger jeg deg helt þjem (framvegis